Lögberg - 12.05.1938, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. MAl, 1938
Högtjerg
QefiC út hvern fimtudag af
1 H E COLUMBIA PRE88 LIMITED
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjörans:
EDITOR-LÖGBERG, ö»5 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
VerO Jí.00 urn iriO — Borgist jyrirfram
The "Liögberg" is printed and published by The
Columbia Prees, Limited, 69 5 Sargent Avenue,
Wlnnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Skuggamyndir
Þrátt fyrir það þó fögrum frjóöngum
skjóti nú hvarvetna upp í faðmlagi fagnandi
sumars, hvílir samt sem áður yfir mannheimi
dökkbrýnd dánarblika; blika hinna ömurleg-
ustu svika við frelsis- og réttlætishugsjónir
mannkynsins; blika undirferlis og ístöðu-
ieysis í meðferð opinberra mála; blika of-
beldis og óbilgirni, þar sem andlegir óbóta-
menn halda um hjálmunvöl. Þrátt fyrir
hækkandi sól og grænkandi grundir, hvílir
vfir þessari alsaklausu og undrafögru jörð,
skrugguskuggi bræðravíga og baktjalda bar-
áttu um völd og fé. Forusta heimsmálanna,
eins og henni nú er farið, minnir að nokkru
á vísu Hjálmars frá Bólu:
“Halda þar daglegt hreppaþing
heimska, illgirni og svívirðing.”
-f 4 4
í vikunni sem leið, hóf Adolf Hitler inn-
reið sína í Róm. Var honum tekið þar með
slíkum kostunT og kynjum, að talið er einstætt
í sögunni frá tíð Júlíusar Cesars. Getið er
þess til, að viðbúnaðurinn að móttöku Hitlers
kosti ítölsku þjóðina að minsta kosti tuttugu
miljónir dala. Mussolini horfir auðsjáanlega
ekki ávalt í skildinginn ef svo býður við að
horfa; hann veit sem er, að fólkið þorir ekki
annað, hnefans vegna, en borga brúsami
möglunarlaust. Nákvæmar fregnir af sam-
tali og ráðabruggi þeirra Mussolini og
Hitlers, eru enn eigi við hendi, þó vitað sé,
að opinberar ræður þeirra í veizluhöldunum
lyti mest að því, að bera hvor annan lofi og
gylla Fasismann sem aðal bjargráðavon
manukynsins; eitthvað höfðu Spánarmálin
borið á góma; báðir lýstu einvaldsherramir
yfir því, að þeim hefði aldrei til hugar kom-
ið að leggja undir sig einn einasta þumlung
af spánskri grund; hitt hefði þeir að sjálf-
sögðu látið sér ant um, að skipuleggja þannig
stjórnarfar á Spáni, að komið yrði á fót í
iandinu ábyggilegri stjórn, er hafið gæti þjóð-
ina 'til síns foma vegs. 1 þeirra augum er
vitaskuld engin önnur st.jórn ábyggileg en
I1asistastjóm!
1 Suður-Tyrol býr allmargt manna af
þýzkum stofni, er lýtur hinni ítölsku krúnu.
Til þessa fólks, og héraðanna, sem það bygg-
ir, kveðst Hitler aldrei gera munu tilkall.
Fylgir það sögunni, að í stað slíkra ívilnana,
muni Mussolini hafa heitið því, að láta af-
skiftalausar með öllu atfarir Hitlers gegn
Czechoslovakíu í hvaða formi sem væri. Með
hliðsjón af Suður-Tyrol málunum, er mælt að
Hitler hafi komist þannig að orði:
“ Sá er ómótstæðilegur vilji minn, að þær
landamerkjalínur, — er náttúran hefir með
Ölpunum skapað', haldist órjúfanlegar um
aldur og æfi.”—
4 4 4
Þjóðbandalagið, draumsjón þeirra
AVoodrow Wilsons og Cecil lávarðar, hefir
illu heilli, snúist upp í pólitíska loddara sam-
kundu, eða hermiþing. Framkvæmdarnefnd
þessarar sundurgliðnuðu stofnunar, hélt sinn
hundraðasta og fyrsta fund á mánudaginn
var, og var megin viðfangsefnið það, að fá,
samkvæmt kröfum Breta og Frakka, formlega
viðurkenda innlimun Ethiópíu og fullkomin
yfirráð Itala yfir landinu. Fundur þessi var
lialdinn fyrir luktum dyrum, og fór alt fram
með hinni mestu leynd; þó bárust þær fregn-
ir snemma út, að Bretar og Frakkar hefði
knúð það fram, að Mussolini fengi vilja sín-
um framgengt viðvíkjandi landráni sínu í
Ethiópíu; hljóðalaust gekk það þó ekki af,
með því að Litvinoff, utanríkisráðgjafi
Rússa, helti sér yfr stefnu Breta og Frakka
í málinu, -og kvað flestar þjóðir líta mundu
þannig á, sem hér væri um sviksamlegan
bleyðihátt að ræða og regluleg undanbrögð
frá drengskapar loforðum; í sama streng
tóku erindrekar Nýja Sjálands, Kína og
Bolivíu. Hver var afstaða hinnar canadisku
stjórnar, eða átti hún engan fulltrúa á þess-
um sögulega fundi?
Tvö ár eru liðin síðan Þjóðbandalagið
fordæmdi Italíu vegna Ethiópíumálsins, og
þann 31. október 1935 stofnuðu 52 þjóðir til
refsisamtaka gegn ítölum, sem fólgin voru
aðallega í verzlunarhömlum; voru Bretar og
Frakkar þar fremstir í flokki; nú er þetta alt
að vettugi virt og blessun lýst yfir landráni
Mussolinis.
Fram að þessum áminsta fundi, var
Ethiópía löglegur félagi Þjóðbandalagsins, og
frá siðferðislegu sjónarmiði, er hún það enn
þann dag í dag. Hinn útlægi keisári, Haile
Selassie, tilnefndi sex fulltrúa, þrjá Eng-
lendinga og þrjá Bthiópíumenn til þess að
mæta á fundinum fyrir hönd þjóðar sinnar
og mæla máli hennar. Ekki var við því 'áð
búast að slík málsvörn bæri raunvenilegan
árangur, þar sem vitað var, að innlimunar
gerræðinu hafði þegar verið ráðstafað að
tjaldabaki. Hátt í himinn hljóta þau að hrópa,
svikin við grundvallarhugsjónir Þjóðbanda-
lagsins og tvískinnungshátturinn í meðferð
Ethiópíu og Spánarmálanna.—
Samsöngur Karlakórsins
Hinir nýafstöðnu hljómleikar karlakórs
íslendinga í Winnipeg tókust að flestra áliti
með afbrigðum vel. Kórinn söng svo vel að
menn furðuðu sig á því hvað hr. Ragnar hafði
tekist á þeim stutta tíma er hann hefir stjórn-
að honum. Dagblöð bæjarins kváðu flokkinn
jafnast á við beztu karlakóra er hér hafa
sungið.
Alls söng kórinn átján lög, að fráskildum
nokkrum aukalögum. Má segja að hann hafi
sungið þau öll vel (þó “Öxar við ána” hefði
getað verið tilkomumeira) og sum frábærlega
vel. Þó voru mörg þeirra erfið mjög. Sum
þessara laga hafa aldrei heyrst fyr hér í
borg. Má þar tilnefna “Þjóðtrú” eftir Karl
Runólfsson og “Vikivaki” eftir kórstjórann
sjálfan. Munu dómar manna um listfegurð
hins fyrnefnda verða misjafnir, en fáir munu
annað segja en að meðferð kórsins á því hafi
verið snildarleg. Um hið síðara má segja
að það hafi hrifið hugi áheyrenda. Og vel
stóð kórinn sig á því, sérstaklega bassarnir,
sem þurftu niður á E og D. Er augljóst af
því lagi ef til vill betur en af nokkru öðru
hvað kórinn getur.
En lögin sem mönnum fundust tilkomu-
most, voru að flestra dómi ‘ ‘ Ólafur Tryggva-
son ” og “ Sverrir konungur. ’ ’ Hið fyrnefnda
segja margir að muni aldrei hafa verið betur
sungið hér í bæ og hreif það mjög músik
kritik Free Press. Hitt lagið hefir kórstjór-
inn og raddsett fyrir kór. Það var
geysi tilkomumikið og því var mjög vel fagn-
að af áheyrendum. Með því hafa þeir lýst
velþóknun sinni á þessari nýbreytni. Þó
munu sumir mótfallnir að kór syngi svona lög.
Laginu “Förumannaflokkar” var miður vel
fagnað og er þó furða, því mikið lag er það
og undirspil hrífandi og mjög “realistic”,
en túlkun kórsins á því snildarleg. Ef til vill
þarf að heyra það oftar en einu sinni.
Um einsöngva er þetta að segja: Haf-
steinn Jónasson söng “Eg man þig” og
“Islands lag” vel, en stundum betur en þetta
kvöld. Björn Methúsalemsson söng “Alfa-
fell” og naut hin mikla og ágætlega æfða rödd
hans sín mjög vel. 1 ‘ ‘ Sverrir konungur söng
Lárus Melsted sóló. Hann hefir þýða og
hreina bassarödd en hún samsvarar varla því,
sem henni var sett í þessu lagi. Meðferð
Páls Bardals á “Vision Fugitive” var miður
góð, en aftur á móti var hrein unun að hlusta
á hin lögin og þá sérstaklega “True Home
Shall Never Die” eftir Handel. Um pianospil
Frank Thorolfsonar er gott eitt að segja, eins
og vant er, þó meðferð hans á “Polonaise”
Chopins hefði getað verið tilþrifameiri á
pörtum.
En um skemtiskrána í heild sinni er ekki
hægt að segja annað en að hún hafi verið
kórnum öllum og söngstjóranum til stórsóma.
Um túlkun og meðferð á ýmsum lögum verða
ætíð skiftir dómar. Sumir sakna. án efa lát-
lausrar meðferðar á ýmsum og finst að slík
túlkun hefði átt betur við; en þar kemur mis-
munandi smekkur manna til greina. Það sem
mest er um vert er að kórinn söng vel og gaf
öllum til kynna að það mætti við miklu bú-
ast af honum á komandi árum. Hér er stofn-
un sem allir þeir, sem unna íslenzku og ís-
lenzkum þjóðerni og vilja leggja eitthvað að
mun til þess þjóðfélags, er vér lifum í, ættu
að styrkja með öllu móti. Þessir menn tala
til heimsins á því eina máli sem allir skilja og
munu ætíð skilja. Kórinn er að vinna þjóðar-
broti voru hér og heimaþjóðinni stórt gagn
með sínu starfi ef til vill meira en nokk-
ur annar félagsskapur. Þessa ætti hann að
njóta auk þakklætis fyrir góðan söng.
Musikus.
Skemtiferð til Islands fyrir 325 árum
Hér birtist síðari kafli af
ferðasögu Pólverfans Daniel
Streyc, erhingað kom árið 1613
eða 1614. Þar sem fyrri kafl-
anum lauk var hanrt á Alþingi
við Öxará. Biskupinn, sem
hann var samferða heim í Skál-
holt og getur um í þessum
kafla, hefir verið Oddur Ein-
arsson.
-f -f 4-
Á sama þinginu hittum við bisk-
upinn, er tók okkur með virktum,
er viS sögðuimi honum hverjir við
værum, og hvert væri erindi okkar.
Hann bauð okkur að sínu borði, og
eftir að þingið var úti, tók hann
okkur með sér til Skálholts. Við
vorum hjá honum í 4 daga og 4
nætur, eftir því sem dagar þar eru
reiknaðir. Þar lifðum viÖ við alls-
nægtir, enda fgngum við alt, sem
hann bezt gat í té látið. Við feng-
um t. d. foæði steikt og soðið kjöt
og fisk, og einkum alveg sérstaklega
góðan lax. Það versta var, að alt
var soðið og steikt saltlaust. En
þarna var altaf borið salt á borð,
svo við gátum saltað matinn eftir
því, sem okkur þóknaðist. En ís-
lendingarnir notuðu alls ekki saltið,
því þeir voru einu sinni orðnir því
vanir, að salta ekki mat sinn.
Eitt sinn fenguimi við nautakjöt
að borða, sem var soðið árið áður,
en ekki yfir eldi, eða í neinum potti,
heldur i hinum heitu laugum, sem
eru þarna svo heitar, að hægt er að
sjóða í þeim. Slíkt kjöt geyma þeir
eins lengi og þeir geta. Þeir hafa
það hangandi uppi í rjáfrinu svo
það líkist hangikjöti. Það er alveg
bragðlaust, svo það er alveg eins að
tyggja eins og kaðalspotta. Brauðið
voru menn líka mjög sparir á. En
við fengum þó altaf eitthvað af því.
Tvennskonar ágætt öl fengum við,
Hamborgaröl og lýbskt öl.
Þegar nú 5. dagurinn í Skálholti
rann upp og við fórum að týgja
okkur til brottferðar, sýndi biskup
okkur ennþá betur gestrisni sina,
með því að láta fraimtreiða handa
okkur mikilfenglegan morgunverð.
Sjálfur tók hann þátt í honum, á-
samt konu sinni, börnum og öðrum
ættingjum. Til þess að sýna okkur
ennþá meiri heiður, skipaði'hann svo
fyrir, að sótt yrði ein kanna með
víni, ein með því bezta öli sem hann
átti, ein með hunangi og ein með
brennivíni, og fimta kannan með
mjólk. Þegar þessu öllu hafði verið
blandað saman í “bollu” drakk
heimilisfólkið okkur til í drykk
þessum. En er það kom i ljós að
okkur líkaði ekki sem bezt blanda
þessi, þá höfðu þau hana handa sér,
og drukku hana út, en við fengum
öl fyrir sig og vín fyrir sig er okk-
ur féll mjög vel.
Er við síðan lögðum af stað, gaf
biskup okkur 20 álnir af klæði því
er þeir kalla “vatmal” (vaðmál), og
framleiða þar í landi, og bætti þar
við tveimur skeiðum, annari úr
horni, en hinni úr hvalstönn. Hon-
uml var þó þetta ekki nóg, heldur
afsakaði hann það mikillega við
okkur, að hann skyldi ekki gefa
okkur neina peninga, “því af þeim
hefi eg enga,” sagði hann. En slikt
hafði okkur aldrei til hugar koniið,
því við sáum vel, að það þvert á móti
vorum við, sem hefðum átt að borga
honum fyrir allan haps greiða við
ökkur, en það gátum við ekki nema
með því einu að fullvissa hann um
þakklæti okkar og viðurkenning
fyrir velgerðir hans.
Auk alls þessa lánaði hann okkur
hesta og gaf okkur meðmælabréf til
hins konunglega höfuðsmanns, þar
sem hann fór fram á, að hann tæki
okkur með á skip sitt. Þá fyrst
kvaddi biskup okkur, lét okkur í té
fylgdarmann og alt það nesti sem
við þurftum til ferðarinnar.
í bakaleiðinni urðum við sem áð-
ur að fara yfir hræðileg f jöll, kletta,
vötn og mýrar, og lentum oft í mik-
illi hættu, uns við loks komumst til
strandar þar sem “konungsgarður-
inn” er. Þar var höfuðsmaður enn,
og þar var tekið hjartanlega á móti
okkur.
4 4 4
Þetta er þá frásögnin um veru
okkar á eyju þessari. Nú er eftir
að segja fáein orð um heimferðina.
Höfuðsmaðurinn hefði viljað,
samkvæmt ósk biskups, taka okkur
á skip sitt. En þar eð fullskipað
var í öll rúm á skipi hans sendi hann
ökkur i bát út í annað skip sem þar
var frá Hamborg, og lét útvega okk-
ur far hjá kaupmanni þeiimi, er tekið
hafði það skip á leigu, og borgaði
strax farið fyrir okkur, en það viss-
um við ekkert um fyrri en seinna,
og borguðum því fyrir okkur bæði
fargjald og fæði.
Við vorum 3 daga hjá kaupmann-
inum i landi, og fyrst á 4. degi
sigldum við úr höfn. í upphafi
fengum við jafnan hægan byr, en
siðar því nær logn. Er við vorum
komnir suður á milli Skotlands og
“Hyllands,” skall á okkur ofviðri
mikið, sem óx sífelt í 3 sólarhringa.
Ofviðri þetta var imiklu meira, en
það er við hreptum á norðurleið-
inni, ,þá gátum við, með því að slaga,
komist ofurlítið áleiðis, en nú var
slíkt öldungis ómögulegt, því háset-
ar vorir urðu að draga sarnan hvert
segl, og láta skipið reka á reiðanum.
Það var ákaflega erfitt að halda
sér á þilfarinu, og urðum við því
allir að hafast við í káetunni, þar
eð enginn okkar kærði sig um að
honum skolaði fyrir borð, eða hann
yrði gegnvotur í öldunum, sem
skullu hvað eftir annað yfir skipið,
svo menn urðu að ríghalda sér til
þess að fara ekki útbyrðis.
Hve hræddir við vorum og skelfd-
ir, geta þeir einir gert sér í hugar-
lund, seim' sjálfir hafa lent í öðru
eins, þegar brakaði og brast í skip-
inu í öldurótinu eins og það væri að
liðast í sundur.
Skelkaðastir urðum við eina nótt,
þegar öldurnar brutu fleka sem
var negldur yfir káetuna, og sjórinn
vall inn yfir okkur, svo við gátum
varla náð andanum. Slíkt geta þeir
einir gert sér fyllilega i hugarlund,
sem hafa sjálfir ratað í aðrar eins
raunir. En þá geta menn ímyndað
sér hvernig liðan okkar hefir verið,
þegar ekki aðeins höfuð okkar,
heldur allur okkar líkami hentist til
bæði nótt og dag, og aldrei var hvíld
að fá.
Alt þetta þoldutn við,samt, Guði
sé lof, með heilum og hraustum
limuimi, því að vísu hafði Drottinn
sjálfur leitt þessa raun yfir okkur,
en hann yfirgaf oss ekki, né lét
okkur týnast, heldur heyrði hann
bænir vorar, og komandi til vor í
neyð vorri, hreif hann oss úr hætt-
unni, og leiddi oss giftusamlega á
8 dögum til þess fræga staðar, Ham-
borgar, sem er við fljótið Albis,
tólf mílur frá hafinu. Og fyrir
þetta sé almáttugum Guði, í sínum
velgerðum dásamlegi, sem einkum á
hafinu koma í ljós, lofaður og veg-
samaður til eilífðar. Amen.
Þetta er í stuttu máli það sem eg
hefi að segja um ferð vora til þess-
arar eyjar, veru okkar þar, og vora
með Guðs hjálp fullkomnuðu heim-
ferð þaðan.—Lesb. Morgunbl.
Þegar Lloyd George
varð orðlaus
Það stendur altaf öðru hvoru dá-
lítill styr um gamla Lloyd George
og nýlega vakti hann athygli á sér
með umræðum um stjórnmálaá-
standið í Evrópu.og þá einkanlega
Spánarmálin. Enskt blað rif jar upp
gamla sögu um) Lloyd George, sem
átti sér stað á heimsstyrjaldarárun-
um er hann var í heimsókn i Frakk-
landi.
Lloyd George var að ræða við þá
Briand og Foch ‘hershöfðingja.
Lloyd George hældi mjög hermönn-
um frá Bretagne og taldi þá beztu
hermenn í heimi.
—Já, já, sagði Briand, það er
nokkuð til í þessu.
—Og þér eruð sjálfur frá Bret-
agne, sagði Lloyd George við Bri-
and og hann kvað svo vera.
—En hvað þetta er skemtilegt
sagði Lloyd George, en hvernig er
hægt að fá menn til að berjast af
svona dæmafárri hreysti ?
—Það er mjög auðvelt, svaraði
Briand. Þetta eru alt sveitaimenn
. . . . Þér vitið, frekar einfaldar
sálir og auðtrúa. Við látum þá halda
áð þeir eigi í stríði við Englendinga!
Það fylgir sögunni að Lloyd
George, aldrei þessu vant, hafi orðið
orðlaus.—Lesbók Mbl.
Fjaðrafok
Knattspyrnumenn í Tyrklandi
héldu mikla hátíð á dögunum í til-
efni af því að einn bezti knatt-
spyrnumaður landsins, Enner Iizel,
kvæntist dóttur eins tyrkneska ráð-
herrans.
Ungu hjónin höfðu kynst á land-
búnaðarskóla, þar sem þau voru
bæði við nám.
Blöðin i Istambul skýra frá því að
önnur eins giftingarhátíð hafi ekki
sézt í Tyrklandi síðan fyrir heims-
styrjöldina. Við kirkjuna voru 150
hílar, 50 riddaraliðsforingjar í öllum
herklæðum og á hestum sinum og
þrjár hljómsveitir. Veislan var hald-
in á bezta hóteli Tyrklands, Hotel
Pera Palace, og voru þangað boðnir
450 fyrirmnen og konur landsins.
4 4 4
Foreldrafundur var nýlega hald-
inn í barnaskóla einumi i bænum
Lodz í Póllandi. S.vo róstusamt
varð á fundinum að fundarmenn
komu þaðan stórslasaðir margir.
Það er fallegt fordæmi fyrir börnin!
4 4 4
Ungverska ríkisstjórnin hefir ný-
lega bannað kvikmyndahúsum þar i
landi að sýna amerískar kúreka-
kvikmyndir, vegna þess að þær hafi
svo æsandi áhrif á almenning. En
þess má geta um leið, að hvergi í
Evrópu eru háð jafnmörg einvigi,
og eirwnitt í Ungverjalandi!
4 4 4
Enska blaðið “Daily Sketch”
segir frá “heimsmeistara” í munn-
hörpuleik. Heimsmeistarinn er 24
ára gamall og á heima í Boston.
Blaðið segir að það sé alveg ótrúlegt
hvað hann leiki vel á munnhörpu,
m 1 ■ ■
TILKYNNING! Hér með gefst almenningi það til vitundar, að Mr. Carlyle Jóhannsson að Gimli, hefir tekið að sér umboð fyrir vora. hönd, til þess að veita viðtöku pöntunum af öllum tegund- um prentunar í bygðarlögunum við Winnipeg vatn. Hefir hann nú fengið vora nýjustu verðskrá og getur uppfrá þessum degi veitt smáum og stórum prentunar pöntunum mót- töku. Hvergi sanngjarnara verð og vandað verk ábyrgðst. BOX 297. GIMLI, MAN. The Colcimbia Press LIMITED Toronto 0g Sargent, Winnipeg, Man. ■ 1
■ 1