Lögberg - 12.05.1938, Blaðsíða 3

Lögberg - 12.05.1938, Blaðsíða 3
LÖGrBESRG, FIMTUDAGINN 12. MAI, 1938 3 Fornritaútgáfan Hin nýja útgáfa islenzkra forn- rita, sem Hið íslenska fornritafélag gengst fyrir og hófst með Egils sögu vorið 1933, hefir unniÖ sér svo miklar vinsældir með þjóðinni og þaÖ mjög aÖ maklegleikum, að hvers bindis er beðið með óþreyju af fjölda manna. Það virðist því ekki úr vegi að segja hér lítið eitt frá útgáfunni og hvernig henni miðar áfram. Fornritafélagið var stofnað af nokkrum áhugamnnum um íslenzk fræði, og ekki sízt um fornsögur vorar. Forseti félagsins 'hefir frá upphafi verið Jón Ásbjörnsson hæstaréttar málaflutningsmaður, enda mun 'hann hafa verið aðal- hvatamaður félagsstofnunarinnar og íorgöngumaður. Útgáfustjóri var þegar frá byrjun ráðinn prófessor Sigurður Nordal, og var það happ mikið fyrir félagið að eiga völ á slíkum manni sem hann er til þess að hafa á hendi stjórn útgáfunnar og umsjón. Um tilhögun útgáfunnar er þetta meðal annars helzt að geta: Þau eru gefin út með samræmdri staf- setningu, svo að þau eru auðlesin- hverjum manni. Skýringar eru neð- anmáls á öllum vísum' og þeim at- riðum í sundurlausa málinu, sem nútímalesöndum geta verið torskil- in, bæði fornyrðum og ýmsu, sem lýtur að fornri menningu og hátt- um. Vísað er til annarra fornrita til samanburðar og helztu ritgerða um einstök atriði, sem' lesendur kunna að vilja afla sér frekari fræðslu um. Orðamunur úr hand- ritum er tilfærður, þar sem nauðsyn þykir til. Ritunum fylgja rækilegar formálar, þar sem gerð er grein fyrir, hvar og hvenær þau eru rituð, skýrt frá heimildum, sögulegu gildi, tímatali o. s. frv., og ileitast við að rekja uppruna hvers rits eftir föngum. Ritunum fylgja nákvæm kort um' sögustaði utan lands og inn- an og myndir af sögustöðum, forn- um gripum, handritum o. s. frv. Út- gáfan á að vera vísindaleg alþýðu- útgáfa, sem í senn er aðgengileg hverjum manni, sem vill lesa forn- ritin sér til skemtunar, og veita þeim kost á skýringum og leiðsögu, er óska þess að kynnast þeim til hlítar. Ennfremur er a'llur frágangur mjög vandaður, letrið fallegt og skýrt, pappír og prentun mjög vönduð. Miðað við alt þetta er útgáfan mjög ódýr, svo að hin fögru og myndar- legu bindi islenzkra fornrita eru vafalaust hinar ódýrustu bækur, sem út koma hér á landi um þessar mundir. Samkvæmt áætlun þeirri, sem gerð hefir verið um útgáfuna, á hún að vera alls 35 bindi, enda eiga þar að birtast öll höfuðrit í'slenzkra fornbókmenta, Islendinga sögur, Sturlunga, Biskupa sögur, lögbækur, Eddurnar, Fornaldarsögur Norður- landa, Heimskringla og aðrar kon- ungasögur, riddarasögur og æfin- týri, vísindi og þýðingar og kveð- skapur, það er einkum kvæði, sem varðveitt eru án sambands við sundurlaust mál. Líklegt er, að bindin verði nokkru fleiri en áætlað hefir verið í fyrstu. Það segir sig sjálft, að jafn stór- íeld útgáfustarfsemi, sem hér er um að ræða, er mjög tímafrek. Sér- hvert bindi krefur mikillar vinnu og rannsókna í ýmsum greinum, sem jafnvel útgefendurna sjálfa órar ekki fyrir í upphafi. Sómi islenskr- ar fræðistarfsemi liggur við, að út- gáfan sé í hvívetna vel af hendi leyst, og það skiftir miklu minna máli þótt útgáfan sé nokkrum árum lengur á döfinni heldur en hitt, ef þar væri um einhver alvarleg mis- tök að ræða eða á einhvern hátt höndum kastað til verksins. Útgáfa þessi á að vera metnaðarmál allra Islendinga. Ein's og áður er getið hófst út- gáfan með Egils sögu 1933, og eru nú alls komin út 4 bindi, og eru þau þessi (öll prentuð í Reykjavík) : II. birftli. Egils saga Skallagríms- sonar 1933; útgefandi Sigurður Nordal. IV. bindi. Erbyggja saga Brands þáttur örva, Eiríks saga rauða, Grændendinga saga, Grænlendinga þáttur, 1935; útgefandi Einar Ól. Sveinsson og Matthías Þðrðarson. V. bindi. Laxdœla saga, Halldórs þættir Snorrasonar, Stúfs þáttur, 1934; útgefandi Einar Ól. Sveinson. VII. bindi. Grettis saga, Banda- m'anna saga, Odds þáttur Ófeigsson- ar, 1936; útgefandi Guðni Jónsson. Innan skamms eða nú í vor er von á fimta bindinu, sem út kemur, en er III. bindi safnsins. I því eru Borgfirðinga sögur, það er Hænsa- Þóris saga, Gunnlaugs saga orms- tungu, Bjarnar saga Hítdælakappa, Heiðarvíga saga og Gísla þáttur 111- ugasonar; útgefendur eru Sigurður Nordal og Guðni Jónsson. Undir- búningi næsta bindis þar á eftir mun vel á veg komið. —Fálkinn. Vorvísur Veðrin skána, voðinn flýr, verður ánauð minni, himinn blánar heiðisskýr, hjartalán í sinni. Sólin skæra frjóvgar fold, fegurð ljær og yndi, jurt svo grær í mjúkri mold, máttug nærast lyndi. Yfir líður lönd og sæ léttur þýður andi, veðurblíðan fyllir fræ fjörs og prýðis standi. Skógargyðju grænkar 'hár, grær við hryðju ríka, þess vér biðjum blessað ár blómgvi iðju slíka. Ekki kvíðum' ama hríð eða stríði í geði, veðurblíðu velti tíð veitir lýða gleði. Röðull fríður leggur lið ljósum skrýðir hauður, degi blíðum brosir við bjartur prýðis-auður. Sólskinsfagur fjörþrunginn frdsisdagur ljómar, út um haga alsunginn ástabragur hljómar. Lofgjörð sungin sólu næst svo um klungur gjallar, lífi þrunginjjóðin æðst leika tungur allar. Hörpur snjallar heilla þig hljómar falla að eyra, hærra kalia á kosta stig, —hvert sem allir heyra? Vorsins iðja vinnu hröð verkaniðja kallar, ástargyðju gróðrarstöð greiðir viðjar allar. Fuglar létt í loftin blá líða, réttast þrautir, vorið mettar vini smá, vaxtar settar brautir. Glóðar-hettu á færir fjöll funa mettur röðull, geislum fléttuð grundin öll, gulli settur stöðull. Birtir til í sinni og sál, sorgar dylur kífið, gróðrarilmur markar mál manns, er skilur lifið. Þó að leiðin lífs sé stirð, lauguð neyðartárum, vorsins heiði, vorsins kyrð vetrar eyðir tárum. M. Ingimarssön. Til Víglundar Vígfússonar frá Úthlíð Enn er bjart í bygðum landsins, brotið þýfið, túnin slétt; enn er gleði æskumannsins : öldum fola hleypa sprett. Ennþá rekur kýr og kindur, kátur smali heim á ból. Ennþá Glóey gullið bindur geislatraf uim jökubtól. Manstu vors í dýrðardraumi daggarilm og þrastakvak, eða svani svífa af straumi, sveigja háls við vængjablak? Manstu birki, brekku og liliðar búning vors og sumars fá, blóma grundir grænar þíðar glitra vatns í speglum blá? Manstu hraunið háa, breiða, Hrútlhagann og Brúará? þar sem stríðir straumar freyða stöllum af, í þrönga gjá. Manstu Höfðann háa fríða: Haga- Rauða- Mosafell, Jarlhettur, sem hérað prýða Hagavatn og Jökulsvell? Þetta voru þektar slóðir þínum æskudögum á, voru okkar vinir góðir, Sy víðsýnið og fjöllin há. Víðibrekkur, vatnaniður vöktu i brjóstum dulda þrá: Jambajarmiur, lóukliður, laufguð björk og f jóla smá. Þú hefir langan aldur unað út í fjarri Vesturbygð, en þó jafnan minst og munað móðurands af ást og trygð. H-vernig sem að ferð réð falla, flest að heiman vel er geymt; hljótt til íslands heiðu fjalla hefir í vöku og svefni dreymt. Páll á Hjálmsstöðum. 5. apríl 1938. Vargöld Mannúð á vök að verjast; vopnaglamur hlustir sargar. Valdafýknir vilja berjast, Viðnám smátt og fátt til bjargar. Vargs er eðlið blóði baða, Binda lítifmagnans vilja, I samráði við skuld og skaða Skrumararnir dygðir mylja. Ágirndýi! Þú ættarfylgja Auðs og valda — metnaðsplógur; Lægstu hvata eiturylgja, Ektamaki þinn er rógur. IIIu heilli hafið sprottið í hugans akurlendum þjóða, Úr imyrkraríkis djúpi dottið, . —Dauðahryglu samtíð bjóða. Enn í glötun á að toga Instu kendum friðarvona; Hatureldinn láta loga, Líftjón auka beztu sona. —Okrararnir auði safna, Una sér við sláturpottinn; Prúðmenskunnar pelli hafna \ ið Pílatusar handaþvottinn. Finna ei til eigin sektar Ættlönd saurguð — drifin blóði, Gullkálfurinn Mammons mektar Manndóms týnir hverjum sjóði. Viðurreisnar viðleitninni Varpa brottu dráttum skýrum, Dýrka kendir drápgiminnar, Djöfullegri villidýrum. Hugvit eytt til uppgötvana j Eiturgufu og sprengitóla, TiJ að hjálpa bróðurbana Við barnamorð í hernaðsskóla. Slikan glæp mót guða kenning Getur enginn brottu skafið, Á augnabliki — aldamenning Eyðingar i sortann grafið. • V'argöld skerðir vit, — en orka Verður smá til framtaks þrifa. Lýðræðisins stjórnum storka Stefpur einvaldsherra svifa. Hnefaréttur hyltur — boðar Hernáms f jötra reirða þjóðum, Vargsins sem að völd sín skoðar Veigamest, á heljarslóðum. Heilladísir veginn varði, * Vökumenn svo þjóða skynji, Mannúð gangi á undan arði, Eigingirnis skjaldborg hrynji. Fyrst þá verður friðarvona Fylling náð, og þroskaspori. Bindast samtök beztu sona Bróðurþels með nýju vori. • Jóhannes H. Húnfjörð. Oskar Þórðarson Óskar Þórðarson, tilheyrandi ís- lenzka mannfélaginu í Upham,, N. D., lézt á sjúkrahúsinu að Rugby, kl. 6:45 árdegis, 18. apríl 1938, eftir stutta legu. Hann var jarðsunginn 22. apríl að viðstöddu afar miklu fjölmenni. Jarðarförin var frá ís- lenzku, lútersku kirkjunni í Upham og séra Carl J. Olson embættaði. Sagt er að þetta hafi verið sú fjöl- mennasta jarðarför í sögu Upham- bæjar og mannfélags. Fólk af öll- um stéttum og þjóðflokkum var samankomið. Óskar sál. var fæddur 2. febr. 1896 á Rauðkollsstöðum í Eyja- hreppi i Snæfellsnessýslu á Islandi. Faðir hans hét Þórður Þórðarson og var Dannebrogsmaður. Móðir hans heitir Pálína' ÞórÖarson. Hann misti föður sinn á mjög ungum aldri. Með móður sinni og yngri bróður fluttist hann til Ameríku árið 1900. Þau mæðginin komu til Winnipeg 15. júlí, en 5. ágúst til Bandarikj- anna. Þau bjuggu 4 ár á Moun- tain, N. D., í Montanaríki þrjá rnánuði, í Chicago 1V2 ár og svo aftur 8 mánuði í ofangreindu ríki, sem heitir Kallispells. Hann var í Bandaríkjahernum frá 1917 til 1919. 6. nóv. 1919 gekk hann að eiga ungfrú Karolínu Henrickson í Up- ham, N. D.; það hjónaband var ekki langvint. Engill dauðans heimsótti þau og tók þessa ungu konu 15. marz 1923. Þau hjón eignuðust eina dóttur, Pauline Margaret, sem nú er 16 ára að aldri. 1 hálft annað ár var hann í þjón- ustu Bandaríkjastjórnjiirinniar. At- vinna hans kallaðist “Patrol laborer in the Upper Souris Game Refuge.” Þetta var í Foxholm, norður af Minot. Hann er nú sárt syrgður af aldr- aðri móður og korungri dóttur. En svo eru þrír hálfbræður og hálf- systur á íslandi. Albróðir hans dó í Chicago fyrir nokkrum árum. Óskar sál. var hátprúður, ráð- vandur og iðjusamur maður. Hann vann öll sín skyldustörf með stakri trúmensku. Hann var ágætum hæfi- leikum gæddur bæði til sálar og lík- ama. Hann var snarráður og fljót- ur í hreyfingum, þrekmikill og hug- rakkur. í hernum var hann látinn starfa sem hraðboði á mjög hættu- | THOSE WHOM WE SERVE 1 IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING M AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS = BECAUSE- | OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ^ ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF ÉE THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER jEÉ WE DELIVER. = | COLUMBIA PRESS LIMITED | = 695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 3*27 = legum stöðvum; komu þá í ljós of- angreindir eiginleikar. Móðir hans og dóttir hafa beðið mig að tjá fyrir sína hönd innileg- asta þakklæti sitt fyrir hluttekning una sem þeim hefir verið auðsýnd af fjölda mörgum. Þær þakka fyr- ir blóm og peningagjafir i minningu um hinn látna. Þær þakka líka öll- um, sem heiðruðu minningu hans með nærveru sinni við jarðarförina. Þessi mikli mannfjöldi fylgdi hon- um til grafar með kærleika, lotn- ingu og þakklæti í hjarta sínu. Blessuð sé minning hans. Carl J. Olson. “Tengdamamma” Fimtudagskvöldið 5. maí sýndi leikflokkurinn frá Árborg sjónleik- inn “Tengdamamma” i Goodtempl- arahúsinu á Sargent Ave. Leikurinn hefir áðúr verið sýndur hér í bæn- um og einnig mun hann hafa verið sýndur eitthvað út um bygðir, svo flestum mun efni hans kunnugt. Hér verður ekki farið út í það lýsa eða dæma tun leiklist hvers ein- staks leikanda, en það má þó segja, að sjaldgæft er að svo jafn vel sé leikið af öllum þáttakendum sem þarna átti sér stað. Það var aug- ljóst að leikendurnir voru þaulæfð- ir hver i sínu hlutverki, — kunnu með afbrigðum vel, sem oft vill á skorta. Framburðurinn var hreinn og íslenzkur, eðlilegur i samræmi við efni leiksins. Árborgar leikflokkurinn hafði þarna vissulega góðurn leikkröftum á að skipa, og væri óskandi að við hér í Winnipeg mættum oftar njóta góðs af þessu starfi þeirra, sem er áreiðanlega einn gildur þáttur á þj óðræknisstarfsemi Vestur-Islend- inga. Meðan íslenzkir sjónleikir eru sýndir og sóttir hér vestra hjá okk- ur, lifir Menzk tunga. Leiksýningin var miður sótt en skyldi, og að því láu tvær ástæður. Fyrst, að kvöldið áður hafði verið hér ein afarfjölmenn samkoma — söngskemtun karlakórsins í Winni- peg, — og svo var hrakviðri þetta kvöld, stormur og krapahríð. Eitt var það, sem mjög dróg úr gildi leiksýningarinnar, en sem leik- endurnir áttu enga sök á, en það var hve lítið og óhentugt leiksviðið var. Því miður er nú Goodtempl- arahúsið tæpast hæft til slikra leik- sýninga. Ef nokkuð skyldi sett út á í sambandi við sýninguna, þá var það helzt að sumir leikendur voru um of málaðir, sem verður að mið- ast við styrkleika ljósanna, sem not- uð eru og svo fjaríægð áhorfenda frá leiksviðinu. Mrs. F. H. Daníelsson hefir æft flokkinn og stjómaði leiksýningun- um, og á hún miklar þakkir skilið fyrir þá starfsemi sina, Allir, sem leikinn sáu vilja þakka fólkinu frá Arborg fyrir komuna, og vona að það komi og leiki hér aftur, við hagkvæmari kringumstæð- ur. Business and Professional Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON DR. B. H.OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phones: 35 076 Cor. Grahani og Kennedy Sts. 906 047 Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Consultation by Appointment Heimili: 214 WAVERLEY ST. Oniý Phone 403 288 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslml — 22 251 Heimili — 401 991 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson S ViCtalstlmi 3-5 e. h. • 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 DR. A. V. JOHNSON Tannlæknir 212 Curry Bldg;., Winnipegr (Gegnt pösthúsinu) Sími: 96 210 - Heimils: 28 086 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlceknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG BARRISTERS, SO LICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 96 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfræOinour 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Lindal, K.C., A. Buhr Björn Stefánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET \ BUSINESS CARDS PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEO Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningal&n og eldsábyrgO af öllu tægl. PHONE 94 221 • A.S.BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaBur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Helmllls talstmi: 501 562 ST. REGIS HOTEL. 285 SMITH ST., WINNIPEG pægilegur og rólegur bústaOur < miObiki boryarinnar. Herbergl $2.00 og þar yflr; me8 baöklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltíðir 4 0c—60c Free Parking for Quests

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.