Lögberg - 12.05.1938, Síða 2

Lögberg - 12.05.1938, Síða 2
LÖGB13RG, FIMTUDAGINN 12. MAÍ, 1938 2 Á sjómannadaginn MeÖ því að skapa og festa þá hefS í þjóÖlífi voru, aÖ helga sjó- mannastéttinni sérstaklega einn á- kveðinn dag á hverju ári, vill þjóÖin vinna tvent: Hún vill bera fram játningu og hún vill bera fram bæn. Hún vill fyrst og fremst gera sér grein fyrir því, og játa þaÖ, að þau tímamót eru þegar um garÖ gengin, J>egar lifnaðarhættir hennar breytt- ust svo mjög, að hún var ekki fram- ar aðallega landbúnaðarJ>jóð, heldur sjósóknarþjóð. Hún vill játa það, að sjómenii hennar eru nú orðnir sú fjölmenna stétt, sem lifsfram- færsla hennar hvílir að stórmiklu leyti á; sú stétt, sem meÖ atkvæða- valdi sínu og afstöðu sinni til trúar. siðgæðis og jjjóðernis getur bæði “leyst og bundið”; sú stétt, sem stundar hættulegustu, og J>á lika hetjulegnstu atvinnuna, þar sem til þarf svo lifrænar og lofsverðar manndygðir sem líkamshreysti, þor og ósérhlifni. Því að þótt jarðneskt líf mannanna 'sé aldrei trygt, og mannskæðar slysfarir séu furðulega tíðir viðburðir einnig á landi, þá er þó hvað ótryggast um mannslífið í viðskiftum þess við hið mikla haf — þessa hrammþungu höfuðskepnu, sem stundum er stilt og góðlát eins og húsdýr, er þolir vinum sínum alt, en stundum, og þegar minst vonum varir, verður að tröllauknu og æðis- gengnu rándýri, er sundurmolar hin- ar þunnu flotfjalir mannanna, hrifs- ar þá til sín, slítur þá brott frá starfi og yndi lífsins, rænir þeim frá heimili, vandamönnum og vin- um. íslenzka þjóðin vill kannast við og þakka það manndómslíf, sem sjómenzkan í eðli sínu er. Hún vill þakka þær dýru fórnir, sem þessi grein lífsbaráttunnar hefir jafnan í för með sér. Hún vill i því sam- bandi játa, að “meiri elsku hefir enginn ennþá, að hann leggur líf sitt í sölurnar fyrir vini sína.” Að slik játning og þökk er alþjóð manna fult einlægnismál, má meðal annars sjá af starfi og vinsældum Slysavamafélags Islands, og af öll- um þeim viðkenningarorðum, sem um þessi mánaðamót hafa verið töl- uð til sjómannanna, lifs og liðinna, og ástvina þeirra. Mannfundur sá, er deildir Slysavarnafélagsins í þessu þorpi efndu til fyrir fáuirm dögum síðan, sýndi glögt bæði áhuga þeirra,’ er þar voru sérstaklega að verki, svo og fulla samúð almennings. Ennþá er það svo, að mannúðin, — þessi skygna móðir einstaklingsmatsins og mannréttindanna, þessi síhækk- andi stjarna menningarinnar á síðari öldum, þetta bjarmamilda blys mannlegs samlifs, sem ofbeldis- stefnur vorrar tíðar telja hrævareld, mannúðin, —ennþá er það hún, sem í hugum vorum kveikir hvað glað- astan eld og orku, til að meta þakk- samlega það sem þess er vert, og gera drengilega það sem gera ber. En, með almenna sjómannadeg- inum, helgum höldnum í öllum kaup- túnum! landsins, vill þjóðin ekki að- eins játa og þakka, heldur einnig óska, vona og biðja. Vér íslerrdingar höfum svo margs að biðja í sambandi við sjómenn vora. Með þeim er svo margt að vinna, og svo margt í hættu sett. Svo fjölmenn stétt manna getur miklu um það ráðið, hvort viss per- sónuleg og þjóðleg verðmæti, sem hingað til hafa gert garð vorn fræg- art, eiga framvegis að standa eða falla. Og vér biðjutn þess í dag— jafnt vegna sjómannanna sjálfra og niðja þeirra sem annara vegna — að þeir sem einstaklingar og stétt skilji ábyrgð sína, og ástundi þá mannkosti, sem til þarf, að vera henni vaxnir. Á veg sjómannanna, bæði á sjó og landi, leggjast yfrið margar hætt- ur. Fyrst er þá auðvitað hin sér- staka lífshætta, hættan af hafi og vindi. Þá hættu þekkir sæfarinn vel, og gegn henni beitir hann allri árvekni, hyggindum og harðfengi. Það er sú hættan, sem mest sker í augu og allir skilja, og allir menskir menn vilja leggja sinn skerf til að afstýra. En til eru aðrar hættur, sem sérstaklega liggja í leyni fyrir sjómanninum, lævísar og ísmeygi- legar hættur, sem þeir einir sjá, er opna augun vel. Eg á við þær sál- arlegu og félagslegu hættur, sem mengað geta pcrsónulegt manngtldi sjómannsins, gert hann snauðari af skilningi, ábyrgðartilfinningu, hóf- stillingu og góvild, og því öðru, sem einkum gerir mann að manni. Jafnvel beint í eðli sjálfrar sjó- menskunnar er ndkkura slíka hættu að finna, ef vel er að gáð. Ægir er kviklyndur, kaldlyndur; hann er illa “tilslettinn” í umgengni, eins og maður hefir komist að orði. Sá sem ár eftir ár, og æfilangt, sætir aðbúð hranaskapar og hörku, má vera sér- staklega vakandi og vel gerður, ef slíkt á ekki að ná að menga hans eigið skapferli. Því að hann á það mjög á hættu, að verðá sjálfur kald- lyndur, hranalegur og. “tilslettinn,” —að fá einskonar sigg á sinn innri mann, sem geri hann ónæman, óþýð- an og vorkunnarlítinn. Af tveim gagnólíkum orsökum verða menn vorkunnar-litlir eða — lausir, — annarsvegar af því, að þeir hafa baðað í rósum frá fæðingunni, þekkja enga skókreppu lífskjaranna og geta ekki sett sig í annara spor, hinsvegar af því, að þeir hafa sætt svo mikilli hörku og hnjaski uni dagana, að þeir eru orðnir harðnað- ir, þykkskinnaðir, samúðarsljóir. í flestum af 'hinum fjöldamörgu sjó- mannasögum, sem til eru, kemur hann fram, þessi harðnaði maður, ruddalegur í orði, tillitslaus við litil- magnann. í þeim sögum finnum vér og jafnan hinn manninn, — og teljum hann meirí og sannari mann — sem andæfir ruddaskapnum, bregður hlífiskildi yfir orkusmáa og óvana ungmennið, og hvetur til sið- gæðis og sátta. Vér getum fallist á lífsspekina í því, að “enginn verði óbarinn biskup,” að þægindadýrkun og linkuleg hlífð við sjálfan sig og aðra sé manndóminuim óholl. Samt verðum vér að'játa, að sá hetjuhátt- ur er ekki alhliða, ekki fagur, sem skortir hinn drengilega næmleika, eða mannúð. — Þannig getur sjó- manninum stafað nokkur lundernis- hætta af sambúðinni við kaldlyndan og hlífðarlausan Ægi, og við þá menn, sem Ægir hefir skapferlislega steypt í sitt mót. Annað eftirtektarvert atriði kem- ur hér til greina. Vér lítum til land- bændanna. Á það hefir að vísu ekk- ert skort, að meðal þeirra fyndust harðjaxlar, vorkunnarlitlir við menn og málleysingja. Og þó er starf bóndans að miklu leyti það, að færa lít landnám lífsins, að græða og lífga. Bóndinn getur farið að unna nýræktinni, blómbeðinu, búfjár- hjörðinni, og það svo, að haust- rekstrarnir og helgrímustörfin geri honum mjög dapurt í hug. Lifs- starf hans getur lyft undir kærleiks- lund hans og vorkunnarkend. Lífs- starf sjómannsins getur, hinsvegar, dregið úr þeirri kend, gæti hann sín ekki. Því að hann er ekki, að starfinu til, græðari. Hann er veiði- maður. Og veiðigleðin er ekki mis- kunnsöm. 1 henni er því fólginn nokkur lundernishætta, svo framar- lega sem samiúðin, ástin til lífsins er eitt af þvi, sem sérstaklega mann- ar mennina. Er eg þá að gefa í skyn, að sjó- menn séu öðrum mönnum ómann- úðlegri? Alls ekki. Aðrar stéttir og störf hafa auðvitað sínar hættur við að etja, sem misjafnlega gengur að yfirstíga. En ekki er ástæða til að ræða það að þessu sinn.i Að- eins skal á það bent, að sjómensk- unni eru samfara launvirkar sálar- legar áhættur, sem rnargur fellur fyrir. En heill öllum þeim mörgu og góðu drengjum, sem hjá þeim hafa sneytt, fyr og síðar. f vissu tilliti er drengskapar- og mannúðareðli sjómanna einmitt sér- staklega þroskað. Það eru hinni sýnilegu hættu þaulvanir, og láta sér jafnan lítt bregða, þótt báglega horfi. Þeir leggja sig því gjarna í hættu annara vegna. Ekki var það ótítt í sæfarasögum, að maðurinn, svolinn, sem engum hlífði í orðum né átökum, yrði skjótur til að hætta íífi sínu til stórræða og bjargráða, án tillits til þess, hvort vinur eða ó- vinur átti í hlut. Við höfðum gam- an af að horfa á gamla islenzka sjónleikinn, sem sýndur var hér á fyrnefndum mannfundi (“Brand” STYRKIR TAUGAR OG VEITIIi NÝJA HEILSU N U G A-T O N E styrkir taugarnar skerpir matarlyst, hressir upp á melt- ingarfæri, stuðlar að værum svefni. og bætir heilsuna yfirleitt. NUGA-TONE hefir gengið manna 'a moðal í 45 ár, og hefir reynst konum sem körlum sönn hjálparhella. Notið NUGA-TONE. Pað fæst I öllum lyfja- búðum. Kaupið hið hreina NUGA- TONE, þvi fá meðöl bera slíkan árang. ur. éftir Geir Vídalín). Samt er mér nær að halda, að sjómannastétt þeirrar tíðar sé þar ekki látin njóta fullrar sanngirni. Eg efast um, að “Þórður á Heiði,” eða hans líki, hafi nokkurn tima verið til við ís- landsstrendur. Hitt mun sanni nær, að andi Þorbjörns kólku, sem Grím- ur Thomsen kveður um, hafi jafnan svifið yfir íslenzkum fiskimiðum— andi hetjulegra hjálparráða. Ogal- veg er víst um það, að á þessari öld hefir engin sú skipshöfn ýtt úr ís- lenzkri vör, sem ekki hefði viðstöðu- laust höggvið af sér aflaseilar sínar, og varpað farmi sinum fyrir borð, til að geta komið nauðstöddum mönnum, stéttarbræðrum sínum eða öðrum, til bjargar. Svo viss er eg um mannlund og heiður hvers ís- lenzks sjómanns. En þó þetta sé játað — játað með lotningu og þökk — þá má enga fjöður yfir það draga að fjöldi sjó- manna fær ekki staðist hinar innri hættur starfa síns, — hætturnar sem minna ber á tg örðugra er að var- ast. Líf sjómannsins er “öldulrf,” hvikult líf, farandlif. Viðfangsefni þess er að miklu leyti viðfangsefni augnabliksins, — þroska snarræði augnabliksins, en gefur síður svig- rúm til rólegrar yfirlýsingar í heimi hugsunarinnar. En sú yfirlýsing er nauðsynlegur þáttur farsællar og varanlegrar imenningar. Að láta leiðast af geðhrifum og ástríðum augnabliksins hefir sjaldan reynst hapjjasælt. í því er fólgin ein hætta verstöðvanna. Sefjun hóplífsins leiðir menn oft út af braut heil- brigðrar skynsemi og sanngimi. Dæguráhugamálin og dægurstefn- urnar hertaka hugina og kveikja eld æsinganna. Jafnvel í hinum fá- mennu verstöðvum Islands var það snemma viðurkent, og haft að orð- taki, að ekki þarf nema einn miður vandaðan mann til þess, að spilla hugsunarhætti og siðgæði vermann- anna, — gera þá sinnulausa um' sitt innra eðli og andlega lif, og ábyrgð- arsljóa um það samlíf og þær stofn- anir, sem vernda vilja sálarlíf manna og samvizku. Enginn skilji orð min svo, að eg telji landfólkið yfir allar slíkar hætt- ur vaxið. Jafnvel bændur og dala- menn geta komist á vald hópsefjun- ar og gleymsku. En það sem vér í dag viljuin einkum virða fyrir oss, er lifsviðhorf sjómanna vorra sem tiltölulega stórrar og vaxandi stétt- ar, með vaxandi ábyrgð í þjóðfélagi voru. Þegar vér skygnumst um í hafnar- bæjum og fiskiverum hinna stærri þjóða, þá ber þar ýmislegt fyrir augu, sem vér í dag og alla daga ættum að biðja, að aldrei verði land- fast og hefðfast á Islandi, — ýmis- konar “læpuskaps ódygðir,” siðleysi og úrkynjun. Bjarni Thorarensen óskar þess í kunnu kvæði, að ísland megi heldur sökkva í sæ, en að sú ómenning festi þar rætur. Og þó hafa framfarir tírnans flutt hana mun nær landi, en þá var. Og hún verður hér landföst, ef menn hvorki hugsa, skilja né vilja svo sem ber— ef ekki er varhugi goldinn við hætt- um sálarlífsins og hóplífsins. Menn verða að átta sig á hinum lítt ábæri-. legu verkunum Iíðandi stundar. Skapgerð manna myndast yfirleitt ekki í stökkum, heldur í hægri ósýni- legri þróun, dag eftir dag, ár eftir ár. Það lögmál verkar ýmist til við- reisnar eða falls. Það eru daglegu hugsanirnar, daglega orðbragðið, daglegu smáatvikin, þótt jafnan virðist litlu skifta, sem að lokum ráða örlögum manns og þjóðar. Á- byrg sjómannsstétt á að hafa yfir- sýn yfir þetta vaxtarlag lífsins og skilja, hversu það verkar annarhvor: til menningar eða til úrkynjunar, þegar til lengdar lætur. Eftir 5 ár á íslenzka þjóðin að gera það upp við sjálfa sig, hvort menning hennar getur borið full- komið pólitískt sjálfstæði, eða ekki. Hvernig verða þeir menn, sem þá greiða atkvæði í veiðistöðvunum og á sjótrjánum. Dugur íslenzkra sjómanna er nú þektur og viðurkendur langt út fyr- ir íslandshaf. Það er ekkert skjall að segj,a að í hættunni eru þeir yfir- leitt bæði ódeigir og mannúðlegir, —eða eins og kveðið var um Þor- björn: “Vissu þeir, að veðurglöggur var hann eins og gamall skarfur, hjálparþurfum hjálparsnöggur, í hættum kaldur bæði og djarfur.” Gott er að fá tækifæri til að játa þetta, og þakka það. En þá er að biðja þess, að þannig verði það ávalt, —að sjómenn vorir verði einnig hinum innri og félagslegu hættum vaxnir, að þeir verði ávalt, þrátt fyrir veiðiskapinn, fyrst og fremst samúðarmenn, lífsástarmenn; að þeir eigi ekki aðeins ódeigan hug, heldur opinn hug, sem' skilur lög menningar, og heldur þau. Það er hetjuskapur og mannúð, að bjarga mönnum ú%lífsháska, á stórum, en tiltöluíega sjaldgæfum augnablikum. En til er annar háski og önnur mannbjörgun, sem jafnvel ennþá þroskaðri lifsást og mannúð þarf til. í því sambandi er eftirtektarvert, og ljúft, að minnast þess, að á morgni kristninnar voru þessi orð sögð við sjómann: “Símon Jóhannesson, elskar þú mig?” Og sjómaðurinn svaraði: “Herra, þú þekkir alt; þú veizt að eg elska þig.” Þá sagði sá, er spurði: Gæt þú sauða minna, — gæt þú lamba minna.” Og í elsk- unni tii herra síns og hollustu við vilja hans, gekk sjómðaurinn ó- trauður út á b’raut fórnarinnar og trúmenskunnar, — gjörðist græðari, hirðir. “Vertu ekki hrædd, litla hjörð!” íslenzka þjóðin er örsmá hjörð, — ofurlítill lambahópur lausnarans á afskektu eylandi í Norðurhafi. Það land er að vísu svipimikið og auð- ugt, en það þarf — kannske öðrum löndum frernur — á dáðrökkum, hugsandi og velviljuðum mönnum og konum að halda. Svo kveður Einar um “Sóley,” þ. e. ísland: “Um hana hringast hafblámans svið. Hánorðurstjöldin glitra að baki. Svo hátt hún sig ber, undir heiðu þaki, í hrannadunum og straumanið. Föðmuð af ylstraum á eina hlið, á aðra af sæfrerans harðleikna taki, áttvíls á tvennar álfustrendur, einbýl, jafnvig á báðar hendur, situr -hún hafsins höfuðmið.” íslenzki sæfari! Þú sem stýrir fari þínu um þessi “hafsins höfuð- mið,” og átt þar ef til vill mestalla lífsbraut þína, gættu “lambanna” — varðveittu, í Guðs nafni, sjálf- an þig, niðja þína, þjóðina þína, landið þitt, — vertu græðari, vertu hirðir, — þegar þú ert heima í ástvinaskjólinu, þegar þú ert á yztu miðum, og þegar þú gistir fjarlæg lönd. Glataðu aldrei lönguninni að geta sagt líkt og sjó- maðurinn við Tíberíasvatnið: Herra, Þú þekkir alt, og skilur alt, þú veizt, að eg elska þig! Friðrik A. Friðriksson. —Kirkjuritið. Niðurskurður á fjárpestarsvæðínu í þessari viku verða haldnir fundir i öllum sveitum á fjárpestar- svæðinu og verða bændur þar látnir greiða atkvæði um það, hvort þeir séu meðmæltir niðurskurði. Landbúnaðarnefndir þingsins hafa fengið eftirtalda menn til að ferðast um f járpestarhéruðin og halda fundina: I Árnessýslu: Teitur Eyjólfsson í Eyvindartungu; í Gullbringu- og Kjósarsýslu: Björn Birnir, Grafar- holti; í Borgarfjarðarsýslu: Jón Hannesson, Deildartungu; i Mýra- sýslu: Sverrir Gíslason, Hvammi; i Dalasýslu: Jón Sumarliðason, Breiðabólstað; í Vestur Húnavatns- sýslu: Friðrik Arnbjarnarson, Ósi; í Austur-Húnavatnssýslu: Jón Pálmason, Þingeyri; í Skagafjarð- arsýslu: Jón Sigurðsson, Reynistað. Til þess mun ætlast að niður- skurðurinn taki þrjú ár, þannig, að ekki verði framkvæmdur niður- skurður, nema á þriðja hluta fjár- pestarsvæðisins árlega. Gert er ráð fyrir að ríkið styrki bændur jafn- óðum til að kaupa nýjan fjárstofn. Nefndin, sem hefir haft með höndum aðalframkvæmdir í þessum málum, hefir samið frumvarp, sem nú er til athugunar hjá landbúnaðar- nefndum Alþingis. I frv. er öllum fyrri lagaákvæðum, sem varða veik- ina, steypt saman í eina heild, auk ýmsra nýrra ákvæða eins og um heimild til niðurskurðar. I nefnd þessari eiga sæti Guð- mundur Árnason i Múla, Jón Sig- urðsson á Reynistað og sr. Ingimar Jónsson.—Nýja dagbl. 12. apríl. Heyrt og séð * I gömlu félagsritunum segir svo um þýðingu Ben. Gröndal eldra á kvæði eft-ir Pope: “Með sannri ánægju höfum vér móttekið þessa heppnu útleggingu af einu alþektu meistarastykki; mælir það fyrir henni, að hún er auðskilin, nettorð og sýnir að þýð- andinn hefir vel varið skýrleika sín- um í móðurmálinu, hvarvetna fram skina þær trúu hugmyndir hins enska digtara, geymdar við orðfimi og meðfædda skáldskapargáfu út- leggjara vors. Svo langt er frá því að oss mislíki, þó að hr. Gröndal hafi ei bundið sig til stuðla eður dýrs bragarhátts, að vér þvert á móti óskum, að vor tilkomandi skáld vildu, í staðinn fyrir að kæfa mein- ing og andakraft í gautsku kling- klangi af einshljóðandi ítrekuðum atkvæðum, slíta af sér öll dárleg eð- ur óþarfleg bönd, er miðaldursins visnasmiðir hafa á sig lagt, svo að segja til uppbótar fyrir það þeir vildu hafa sig undan því er náttúr- lega heimtast má af einu skáldi: að yrkja með andagift og orðheppni.” En sem dæmi um þessa þýðingu Gröndals eru eftirfarandi vísur, og sýna þær að það er misskilningur, að hann “hafi ekki bundið sig til stuðla.” Um árstíð milda þegar ofan fallnar regnskúrir láta lönd öll gróa og sprettandi blóm af blundi vakin, og þrútnir hnappar þreyðan dag kveðja. Þegar nýviknað vörmum finnur láð sig umhverfis lostið geislum; þá ‘er sætur höfgi sorgum mínum öllum í ró . ruggað hafði. Og mér í brjósti brími kvenna sjálfur harðlega hrakinn þótti; í það mund en morgun framleiðir hverfingar sjóna huldu-fullar, og blíðhöfgi glamir gullna vængi. Svipaður blær er 'yfir snildar- þýðingu Jónasar Hallgrímssonar á Ossian: Hvert ertu hnigin af himinstöðvum gullhærði röðull og götum blám ? Nú hefir vestur votum' hjörum svefngirndum snúið og sæng þér gerva. Blunda þú vært í blæjum svölum, ylsköpuður und unnum blám; hafin er höll þín, hvílir þögn yfir, en aldin værð vakir að védyrum. —Alþýðublaðið. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson Árborg, Man..............Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man................Sumarliði Kárdal Baldur, Man....................O. Anderson Bantry, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..........Arni Símonarson Blaine, Wash..............Arni Símonarson Bredenbury, Sask............... S. Loptson Brown, Man. ....................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask...............S. Loptson Cypress River, Man.............O. Anderson Dafoe, Sask................J. G. Stephanson. Édinburg, N. Dakota........Jónas S. Bergmann Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask..........J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota.........Jónas S. Bergmann Gerald, Sask.....................C. Paulson Geysir, Man.............Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man....................F. O. Lyngdal Glenboro, Man..................O. Anderson Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man.....Magnús Jóhannesson Hecla, Man.................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota ....:........John Norman Husavick, Man...............F. O. Lyngdal Ivanhoe, Minn......................B. Jones Kandahar, Sask............. J. G. Stephanson Langruth, Man..........................John Valdimarson Leslie, Sask. :................Jón Ólafsson Lundar, Man.................Jón Halldórsson Markerville, Alta. ............O. Sigurdson Minneota, Minn.....................B. Jones Mountain, N. Dak..........S. J. Hallgrímson Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson Oak Point, Man...............A. J. Skagfeld Oakview, Man............................Búi Thorlacius Otto, Man...................Jón Halldórsson Point Roberts, Wash.............S. J. Mýrdal Red Deer, Alta.................O. Sigurdson Reykjavík, Man.................Árni Paulson Riverton, Man.........................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash. ................J. J. Middal Selkirk, Man.............Th. Thorsteinsson Siglunes P.O., Man.....Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man.........................Búi Thorlacius Svold, N. Dak............B. S. Thorvardson Tantallon, Sask..............J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man...........................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man.........................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach................F. O. Lyngdal Wynyard, Sask...............J. G. Stephanson

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.