Lögberg - 07.07.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.07.1938, Blaðsíða 1
51. ÁRGrANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 7. JCLÍ, 1938 NÚMER 27 Jóhann Briem látinn Síðastliðinn sunnudag lézt aS heimili sinu við Riverton landnáms- höfðinginn þjóðkunni, Jóhann Hriem, bróðir Valdimars sálma- skálds og þeirra systkina, á þriðja ári hins tíunda tugar; var hann annálað ljúfmenni, og Grundar- heimilinu þar í bænum viðbrugðið fyrir risnu og hlýtt viðmót. Jóhann var forgöngumaður mikill um ís- lenzk félagsmál, skáldmæltur vel og næmur með afbrigðum á sérkenni- lega fegurð íslenzkra bókmenta. Konu sina, Guðrúnu Pálsdóttur, misti Jóhann í aprílmánuði 1937 hina mestu afburðakonu; voru þau sam- hent í öllu þvi, er til þess miðaði, að gera garðinn frægan. Þessi eru börn þeirra Briems- hjóna: 1. Veighildur Mabel Wood i Saskatoon. 2. Valdheiður Lára Ford í Toronto. 3. Marino Páll, ókvæntur, bú- stjóri á Grund. 4. Valgerður Helen Coghill i Riverton. 5. Sigtryggur Hafsteinn, kvæntur Ingibjörgu dóttur Guðjóns Ingi- mundssonar; búsett í Riverton. 6. Eggert Ólafur, giftur konu af enskum ættum, búsettur í Toronto. Njóta öll börnin almennra vinsælda og hafa komist vel til ntanns. Útför Jóhanns heitins fór fram frá heimilinu og kirkju Ilræðra- safnaðar á iniðvikudaginn, að við- stöddu feikna fjölmenni. Æfi Jóhanns varð löng; þó var hitt jneira um vert hve auðug hún var af góðvilja í garð samferða- sveitarinnar. Eidsvoði Eldur kom upp í verzlunarhúsi Pöntunarfélags Blorgarf jarðar í Börgarfirði eystra á þriðjudags- kvöld. Ölduð kona, ekkjan Ragnheiður Sigurbjörg ísaksdóttir, ásamt tveggja ára sonarbarni hennar, voru ein i húsinu, er eldurinn braust út. Þau létust bæði af brunasárum. Fréttaritari Morgunblaðsins í Seyðisfirði símaði í gær eftirfaraifdi um atburð þenna: Klukkan á sjöunda tímanum á þriðjudagskvöld varð elds vart í verzlunarhúsi Pöntunarfélags Borg- arfjarðar eystra. I húsinu bjuggu Sigurður Jónsson frá Seljamýri í Loðmundarfirði, kona hans og 5 börn, ásamt aldraðri móður sinni, ekkjunni Ragnheiði Sigurbjörgu ísaksdóttur. Eldurinn hafði komið upp i eld- húsi hússins. Voru þá ein í húsinu ekkjan Ragnheiður Sigurbjörg og tveggja ára barn hjónanna. Eldhúsið var alelda, þegar að var komið, og voru þá þau Ragnheiður Sigurbjörg og tveggja ára bamið svo skaðbrunnin, að þau önduðust úr brunasárum þá skömmu síðar. Samsæti í heiðursskyni við herra fírim Laxdalj)g frú Sveinbjörgu Laxdal Börn þeirra Gríms og Svein- bjargar Laxdal bjóða hér með vin- samlegast vinum þeirra og kunn- ingjum sem vilja og geta verið með þeim kveldstund á 50. giftingaraf- mæli þeirra, í fundarsal Sambands- kirkjunnar í Winnipeg 8. júlí næst- komandi, kl. 8 e. h. Börn Laxdahlijónanm. Pearl Pálmason frá Winnipeg Hér hefir dvalið undanfarnar vik- ur ungfrú Pearl Pálmason frá Win- nipeg. Er hún dóttir frú Gróu 1 Sveinsdóttur frá Kletti í Borgarfirði og Sveins Pálmasonar, Sigurðsson- ar fyrrum bónda á Ysta-Gili. Ungfrú Pearl Pálmason byrjaði 9 ára gömul að læra fiðluleik hjá bróður sinum Pálma Pálmasyni og gekk hún siðan í þrjú ár á tónlistar. skóla í Toronto, sem er einn stærsti tónlistarskólinn í Kanada. Siðast- liðið ár hefir hún dvalið í Lundúna- borg og stundað nám hjá 'hitnim þekta fiðluleikara og kennara Carl Fletsch. Þykir hún rnjög efnilegur nemandi og hefir fengið mjög lof- samlega dóma þau skifti, sem hún hefir haldið hljómleika. En opin- berlega lék hún fyrst á fiðlu, er hún var 11 ára gömul, Nú er ungfrú Pálmason aðeins 22 ára, en er þegar mikið listamanns- efni. Um leið og hún dvelur hér í heimsókn hjá ættingjum sínum, og kemnr 'hingað í kynnisför, til þess að sjá landið, fá Reykvíkingar kost á að heyra hana leika á fiðlu. Mun hún halda hér hljómleika þ. 15. júni n. k., ásamt Árna Kristjánssyni píanóleikara, en hljómleikarnir eru á vegum Tónlistarfélagsins. í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist ungfrú Pálmason mundu dvelja hér þangað til í haust og ferð- ast eitthvað umjandið síðar í sumar. Héða.n fer hún aftur til Lundúna- borgar og heldur áfram námi. Er í ráði, að hún haldi þar hljómleika að ári. —Morgunbl. 11. júni. 5.6 miijónir Verslunarjöfnuðurinn var 31. maí orðinn óhagstæður um 5.6 miilj. króna og er það um 1.3 rnilj. kr. óhagstæðara en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Hagstofunnar nam verðmæti inn- og útfluttnings mánuðina jan.— maí, sem hér segir: Innflutt............21,466 þús. kr. Útflultt ...........15,786 þjús. kr. Mismunur............ 5,680 þús. kr. sem verslunarjöfnuðurinn hefir 5 fyrstu rnánuði ársins verið óhag- stæður. Á sama tíma í fyrra voru hlið- stæðar tölu þessra: Innflutt ..........18,286 þús. kr. Útflutt ...........13,891 þús. kr. Mismunur........... 4,395 þús. kr. Verslunarjöfnuðurinn er með öðrum orðum um 1.3 milj, kr. óhag- stæðari nú en á sama tíma í fyrra. í maimánuði nam innflutningur- inn 7.1 milj. kr., en útflutningurinn 3.6 milj. kr. Hefir verslunarjöfn- uðurinn því mjög versnað þenna mánuð. Fiskbirgðir voru fyrirliggjandi í Iandinu 31. mai 16,543 þur tonn, en 18.808 þur tonn ásama tíma í fyrra. Þrátt fyrir að fiskaflinn var nú um 5. þús. tonnum meiri en á sama tima í fyrra, eru birgðirnar þó tals- vert minni, sem stafar af því, að óvenjumikið hefir nú verið flutt út af óverkuðum fiski. —Morgunbl. 10. júní. Björgvin Guðnason Hólalandi bjargaði konunni út úr eldinum, sem var þá nærri meðvitundarlaus, en kallaði á litla barnið. Hljóp þá inn í eldinn Bjarnsteinn Þórðarson á Bakkagerði og náði með naumind- um barninu út úr eldinum, og hrepti brunasár á hendur við björgunina. Barnið var með lífsmarki, en and- aðist skömmu síðar. Ort í minningu Soffíu minnar (Kveðja frá eiginmanni, Katli Valgarðssyni) Þú stóðst við hlið mér í harmi og gleði í hálfa öld. Stundum var nepjan sem næddi um okkur svo nístings köld. Álitið er, að upptök eldsins stafi frá misgripum á bensínbrúsa i stað olíubrúsa, en báðir brúsarnir voru geymdir í húsinu. Eldinn tókst að slökkva án þess að húsið skemdist miikið. Hús þetta er tvilyft timburhús. Var íbúð uppi og verzlun niðri. Húsið var áður eign hinna Samein- bðu verzlana, en keypt fyrir nokkr- um árum af Pöntunarfélagi Borgar- fjarðar. Ekkjan Ragnheiður Sigurbjörg fsaksdóttir, sem lézt úr brunasárum, var móðir ísaks Jónsonar, hins vin-! sæla barnakennara hér í bænum. Þá varstu bjartsýn og hugdjörf og hraust, í hættum stór. Þú kvartaðir aldrei þó kuldinn biti og krepti skór. Þú varst liinn sanni þjóðar-sómi í þinni sveit. Iðjulausa, um æfi þína þig enginn leit. Hljóður stend eg við hafið stóra og hugsa um þig. Handan við þokuna, á þroskans landi, þú þráir mig. —Morgunbl. 16. júni P. S. Pálsson. Góð síldveiði á Gríms- eyjarsundi Dágóð síldveiði hefir verið á Grímseyjarsundi og hafa þessi skip j komið til Sigluf jarðar' með síld :! Venus 300 mál, Sleipnir 260, Stella ' 540, Erlingur I. og II. 30, Hrönn 250, Nanna 300 og Fylkir 350. í gærkvöldi hvesti skyndilega af norðvestri með snjókomu, og þeir bátar, sem voru með síld í nótunum á síðunni, gátu ekki háfað upp og töpuðu þvi, sem í nótunum var. Nótabátar brotnuðu og síld tap- aðist af þilfari. Veðrið stóð stutt yfir, aðeins 4— 5 klukkustundir. Sögð er talsverð síld og áta, en tíðarfar óstöðugt. f Rauðku losaði Minnie 300 mál. í dag er logn og er nú að koma fiskiveður aftur. Sildin er öll lönduð í S. R. P. verksmiðjuna. Síldveiðiskipin eru nú sem óðast að fara út aftur. —Morgunbl. 15. júní. Fimtugsafmœli Guðmundar Kamban LANDBÚN ADA RSÝNINGIN BELLAHÖJ / KAUPMANNAHÖFN Langt er nú liðið síðan Danir hafa haldið stóra landbúnaðarsýn- ingu.' En slík sýning verður nú haldin á Bellahöj í Kaupmannahöfn dagana 17.—26. júní. Sýníngarsvæðið er um 60 ha. Ná- lægt 2,000 dýr munu verða sýnd þarna og hefir verið komið upp 8 stórum hesthúsum, 14 fjósum, 10 svínahúsum og auk þess húsum yfir sauðfé og geitur. Ennfremur verða sýndir um 1000 fuglar. Nokkur vel alin sláturdýr verða sýnd sér- staklega. Á sýningu þessari verður smá- bóndasetur, setn sýnir hvernig slík setur eiga að líta út nú á tímum. Verður bóndi þar ásamt konu sinni, meðan á sýningunni stendur, og inna þau af höndum sín daglegu búsýslu- störf, sem sýningargestir þá fylgj- ast með. Sýningin er i mörgum deildum og mjög fullkomin að uppsetning og tilhögun. Danir standa mjög fratrarlega sem landbúnaðarþjóð og má því vænta mikils af sýningu þessari, ^svo vel sem hefir verið vandað til hennar. 'Nokkrir íslendingar munu sækja Guðmundur Kamban rithöfundur átti fiirrtugsafmæli í gær. Þess var ekki minst 'hér á landi. Vinir Jvanibans hér höfðu ekki veitt þess- um merkisdegi æfi hans eftirtekt. Þó er þetta maður, sem í aldar- fjórðung hefir staðið í fremstu röð islenzkra skálda og rithöfunda. Lengst af þeim tínra hefir hann dvalið erlendis. Þó afmælisdagur Kambans hafi gleymst hér heima, hafa unnendur og aðdáendur listar hans í Dan- mörku miunað hann. Dagblöð Kaupmannahafnar birtu í gær greinar um hann og ritverk hans. í Berlingatíðindum er m. a. komist þannig að orði: “Hér á landi hefir Kamhan unnið álit, sem einn af hugþekkustu skáldum íslendinga, vegna þeirrar menningar, mannvits og frumleika, sem einkenna beztu ritverk hans.” í þetta sinn er ekki tækifæri ti! sýningu þessa. Fjórir menn munu boðnir þangað héðan: Vigfús Ein- arsson skrifstofustjóri, Magnús Þorláksson á Blikastöðum fyrir Búnaðarfélagið og svo skólastjórar búnaðarskólanna, Runólfur Sveins- son að Hvanneyri og Kristján Karlsson að Hólum. Til dr. GuðmundarFinnbogasonar 65 ára Þú hefir lifað dáðar dag, dróttir hrifið snilli, og til þrifa um þjóðarhag þreytt hér skrif á milli. Ryki blæs á orðsins ál —ýmsri þræsu að kenna, en aldrei væsir um íslenzkt mál í þeim glæsipenna. — Ljósast þvldi löggjafinn, hvað landið vildi’ og heldur: að þú skyldir ei um sinn alveg úr gildi feldur. Jak. Thor. að orðlengja hér um ritstörf og af- rek Guðmundar Kambans. Hann hefir lagt stund á margar greinir skáldskapar, sem kunnugt er, alt frá því hann fyrir 25 árum samdi sitt fyrsta leikrit fyrir kgl. leikhúsið i Höfn, og þangað til hann samdi skáldsögu sina um Vínlandsferðirn- ar. Og þó hann hafi samið flest verk sín i fjarlæguin löndum, þá er vafasamt, hvort nokkur samtiðar- maður hans meðal skálda vorra hafi fundið sterkara til Islendingseðlis sins og uppruna en hann, og fylgt þeirri köllun, sem hin ríka þjóð- ernsikend hefir blásið honuin í brjóst. Fyrir 30 árum var íslenzkt um- hverfi orðið honum of þröngt. í 25 ár hefir hann unnið að því að auka hróður íslenzkrar meíiningar. Slikir menn eru útverðir þjóðar vorrar. —Morgunbl. o. júní. SNÆBJÖRN I HERGILSEY latinn Snæbjörn Kristjánson, fyrrum bóndi í Hergilseyí andaðist í sjúkra- húsinu í Stykkishólmi í gær, kl. 3— 83 ára að aldri. Hann var yfir 50 ár hreppstjóri í Flateyjarhreppi og lengst af bjó hann í Hergilsey, en síðustu árin dvaldi hann hjá tengda- syni sínum, séra Jóni Þorvarðssyni á Stað á Reykjanesi. Snæbjörn í Hergilsey var einn hinna merkustu Breiðfirðinga, alt í senn, búhöldur góður, sægarpur mikill og héraðshöfðingi. N. dgabl. 16. júní. FJÓRBURAR VIÐ BEZTU líðan London 13. júní. Fjórburar fæddust í Liverpool í dag. Þrír drengir og ein stúlka. Öll börnin og móðir þeirra eru sögð við beztu heilsu. Þessi atburður hefir vakið mikla athygli um gjörvalt England. Móð- irin hefir áður áttxfjögur börn. Norrœnt blaðamwnmsamband Norræn blaðamannaiáöstefna í Osló hefir samþykt að vinna að því að komið verði upp norrænni blaða- mannaskrifstofu til þess að efla samvinnu blaða á Norðurlöndum og starfi hún á víxl í höfuðborgum Norðurlandanna. Samþykt var að gefa blaðamanna sambandi íslands tækifæri til að taka 0 þátt i þessari samvinnu. o —Mbl. 14. júní. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.