Lögberg - 07.07.1938, Blaðsíða 2

Lögberg - 07.07.1938, Blaðsíða 2
9 LÖGBMtG, FIMTUDAGINN 7. JÚLÍ, 1938 Arsskýrsla forseta 1938 flutt á kirkjuþingi í Argyle “En nú ræð eg yður að þér séuð nieð öruggum huga,” voru upphvatningarorð Páls postula til samferðamanna sinna, þegar alt virtist vera að farast í æðisgengnu hafi. Ör- vinglun hafði gripið skipshöfnina alla þegar voðann bar að. Þeir einblíndu á hættuna svo ekkert annað komst að í huga þeirra. Kraftar þeirra til sálar og likama voru lamaðir. Það eina, sem var þeim verulegt, var voðinn fyrir augum þeirra. Þá var það bandinginn Páll, sem einn gat horfst í augu við veruleikann án þess að gugna. Hann sá voðann, en hann sá líka út yfir voðann. Hann var þess fullviss að hönd Guðs var í atburðunum hversu ægilegir sem þeir kynnu að vera. Það, í sjálfu sér, gefur annað viðhorf jafnvel þegar öldur hörmunganna steypast yfir. Þá einungis geta mönnum orðið ljós bjargráð Guðs, sem sífelt eru að verki. Þá einungis orðið aðnjótandi þeirrar hughreystingar, sem þvi fylgir að þreifa á tilgangi hans og umhyggju, jafnvel þegar mest skyggir að. Það er fullvissa gefin af Guði að vita sig vera í hans umsjá, hvort sem á móti blæs eða ekki, að geta verið með öruggum huga og hvatt aðra til hins sama. Band- inginn Páll var talsmaður þessarar vissu þegar allir aðrir æðruðust. Þó var hann ekki minna glöggur en aðrir á vand- kvæðin, sem steðjuðu að. Líf hans var óslitin barátta gegn yfirgnæfandi erfiðleikum, sem flestum öðrum hefði komið á kné. En hann þreifaði á dýpri veruleika, sem bar hann uppi og gerði honum unt að tala kjark i aðra. I þessu komu fram heilbrigð áhrif þess fagnaðarerindis, sem Páll var boðberi fyrir. Kristindómurinn kennir mönn- um ekki að loka augum fyrir neinu, en hann gerir mönnum unt að þjeifa á því, sem ekki er á yfirborði, en þó raunveru- legt hvað snertir afskifti Guðs af mannlegu lífi og högum. Hin margföldu öngþveiti mannlegs lífs þrýstu að hjarta Krists, en hann færði mönnunum hjáipræðiskraft Guðs, sem lýst hefir því skýrar sem viðhorf lífsins hefir verið daprara. Hann hefir fært þau áhrif sem bægja frá örvæntingu en gefa áræði til lífs og starfs hverjar sem ástæður eru. Það getur tæpast dulist þeim, sem athuga það, sem við er að bera, að lífsvegur Krists sætir miklum vanda í nútíðar- lífi. Þeir straumar ráða miklu, sem ganga alveg á snið við anda og lífsstefnu kristindómsins. Með ofbeldi og yfirgangi reyna einstaklingar og þjóðir að koma ár sinni fyrir borð, fremur en með sanngirni og réttsýni. Gífurleg samkepni, sem treður á mannréttindum og mannlegri velferð, ra'ður lögum og lofum, fer sinna ferða og harðnar því meir sem lengra liður. Hún dregur eftir sér drösul ógæfunnar á öllum sviðum, afneitar hróðurandanum og herðir hjörtu mannanna og tilfinningar gagnvart öllu nema því að einstaklingurinn eða heildin lifi sjálfri sér án tillits til annara. Heimafyrir hjá þjóðunum leiðir þetta til þess reiptogs milli manna og stétta, sem stefnir i voða allra sameiginlegri heill og gengi. Hver höndin er upp á móti annari, óvild og tortryggni fara vaxandi og takmarkið, sem mest ber á, er að hver megi skara eld að sinni köku. Á hinu stærra sviði þjóðasamkepninnar virðist alt miða í þá átt að hin æðisgengna trylling leiði tii nýs blóðbaðs, sem nái út yíir allan heim og færi með sér þann vígslóða er allri menningu stefni í voða. Ekki sízt sverfur það að, að svokallaðar kristnar þjóðir eiga hér jafnan hlut að máli og aðrar, að hjá þeim gætir svo lítils heimafyrir eða útávið, þeirra hvata eða áhrifa, sem eiga skylt við hugsjónir fagnaðarerindisins. Það er litið smáum augum á það að treysta göfgi augnamiðs og guðlegu fulltingi. Það sé betra að koma sér þannig fyrir að menn þurfi ekki annars en að reiða sig á mátt sinn og megin. Og þetta alt, þrátt fyrir það, að öll rás viðburðanna bendir til þess ótvírætt að eftir þessari leið verður ekki annað stefnt en út i hinn ýtrasta voða. Innan um alt þetta öldurót þarf kristin kirkja að stefna fari sínu. Ekki einungis er voðinn á allar hliðar útbyrðis, heldur líka er skipshöfnin sjálf sundurtætt af ugg og kvíða, af óvissu um hvað til bragðs eigi að taka og úrræðaleysi hvað hætturnar snertir. Einna alvarlegast er að heimsand- inn ómengaður á slik ítök hjá börnum kirkjunnar, að ósjaldan verður erfitt að greina þau frá fyrir nokkurt sér- stakt mót, sem lífsstefnu þeirra setji á hugsunarhátt þeirra eða athafnir. En þannig skvggir á verðmæti kristindómsins fyrir lifið bæði hjá þeim er kristið nafn bera og þeim er utan við standa. Hættan er að menn hvorki vænti eða verði fyrir þeirri hjálp, sem fagnaðarerindið ætti að veita. óhug setur að mörgum alvarlega hugsandi mönnum og dregur úr hugrekki og framkvæmdum. Menn verða gagnteknir af þeirri tilfinningu að í óefni sé komið, að ekkert verði að gert, að hættunni verði ekki afstýrt, að helzt sé svo komið að kirkja og kristni sé að farast. Þegar þannig er komið verða átökin annaðhvort engin eða afllaus. Helzta von um viðreisn er þá postulleg sjón, sem eygir guðlega úrlausn og útleið úr öngþveitum lífsins og sér að aldrei er réttilega lesið úr ástæð- um og viðhorfi nema það guðlega sé tekið til greina og kraft- ur Guðs hagnýttur. Þar er hlutverk kirkjunnar og tækifæri. • . Öll kristnin á hér hlut að máli og hver einstakur hluti hennar. Sem mannleg stofnun einvörðungu geta horfur hennar virst skuggalegar mjög bæði vegna almenns ófull- komleika hennar og óviturlegra úrræða. En málefnið, sem hún fer með, á guðlegan viðreisnarkraft. Þetta má ekki leiða til óheilbrigðs öryggis, sem lætur fyrirberast í athafnaleysi, heldur til dáðríks lífs og starfs, sem borið er uppi af með- vitund um að veikleiki vor á kost á að íklæðast styrkleika Guðs og þannig að bera árangur meiri og betri en vér annars hefðum þorað að vonast eftir. I Sem lítil heild á stóru sviði á kirkjufélag -vort við að stríða bæði það, sem sameiginlegt er allri kristni samtíðar- innar og það, sem er sérstakt fyrir oss vegna afstöðu vorrar og ástæðna. Til vor nær ómur af örvæntingarvíli þeirra, sem sjá einungis hættur og öngþveiti. Við eigum nóg af gífur- mælum um það, hve erfiðlega horfi við, en minna af glögg- skygni þeirri, sem aðgreinir ástæður og tildrög og miðar bjargráðin við vandamálin. Það er að taka vandanum með skynsemi og æðrast hvergi. Á seinni árum hefir dreifing fslendinga farið stórum vaxandi. Margar bygðir vorar verða fyrir þeirri blóðtöku vegna burtflutnings að þær bíða þess aldrei bætur. En i dreifingunni verður erfiðara með allan félagsskap, einkum þegar líka dofnar yfir þjóðernismeðvitundinni þannig, að fólk af íslenzkri ætt sér litla ástæðu til að bindast fremur samlöndum sínum félagslega en öðrum. Það tjáir ekki að loka augunum fyrir því að þetta eru breyttar ástæður, sem gera alt mun erfiðara en áður var. Bætum við þetta erfiðu árferði, sem alstaðar ríkti um hríð og enn víða. Það lamar meira vegna þess að nú ríkir almennari óvissa í hugum inanna en alment tíðkaðist á frumbýlingsárunum. Af löngun til að vera sjálfstæðir eða öðru höfum vér kosið að standa algerlega út af fyrir okkur, kirkjulega. Þannig fáum við engan siðferðilegan eða andlegan styrk vegna meðvitundar um að vera þáttur af stærri heild. Um leið hefir meðvitund um samband við kirkju íslands dofnað og orðið óljósari. Má heita að vera helzt ekki til hjá ung- um og uppvaxandi kirkjulýð. Leiðir þetta út í andlegt um- komuleysi fyrir mörgum í okkar smáu hópum. Þeir þarfnast víðfeðmara andlegs heimilis. Þá er prestsstaðan orðin hjá oss mjög óaðgengileg fyrir hæfa menn ekki einungis eða aðallega vegna þess að þar er fyrir mörgum þröngur kostur, heldur miklu fremur vegna hins að svo fá eru embættin að vort litla félag gefur ekki færi á að mannaskifti geti orðið eðlilega milli sókna þegar þörf gerist. En nú er krafan almenn í öllum kirkjum að afarlöng prestsþjónusta á sama stað leggist niður. Fer gjarnan hjá oss þannig að ef prestur af einhverjum ástæðum þarf að breyta til og sleppir prestakalli, er honum um leið stefnt burt frá öllum prestskap. Hann fellur ekki inn í neitt, sem hjá okkur er til, en á hvergi annarstaðar aðgang. Er það óþægileg tilhugsun fyrir hæfa, unga menn, er vilja vígja lif sitt prestslegu starfi. Þá er heldur ekki í vorri litlu heild neitt tækifæri til þess að prestur, hvaða hæfileika sem hann kann að hafa, geti rutt sér til rúms til verulegra áhrifa útávið í hérlendri kristni. Hann er meir eða minna einangraður og getur lítið komið við sögu nema í okkar litla hópi. Þetta gildir ekki utn neina aðra menningarstöðu, sem ungir, ís- lenzkir námsmenn geta gengið inn i hér. I þeim öllum eiga þeir greiðan aðgang að því að geta notið sín á hinu stærra sviði eftir því sem gáfur og gjörfileiki leyfa. Kennimennirnir einir eru tjóðraðir við hæl í þessu tilliti. Er þannig hlaðið undir meðalmensku eða minna en meðalmensku fyrir of þröngt starfsvið og sjóndeildarhring. Meðan þessu fer fram hjá oss, er við hlið vora annað islenzkt kirkjufélag er með aðfengnu fé leitast við að ná fót- festu hvar sem færi gefst. Meðmælin að jafnaði, að ekkert verulegt beri á milli. Enda haldið við ýmsum ytri venjum íslenzkrar kristni. En hitt mun oft ekki vega minna, að fá þau hlunnindi að njóta prestsþjónustu, sem að miklu eða öllu leyti er launuð af öðrum en þeim er njóta. Gerir þetta ólíka afstöðu fjárhagslega hjá þeim og oss, ekki sizt á þeim sviðum þar sem í vök er að verjast að halda nokkurn prest upp á eigin býti. Fer því þannig að á fleiri en einum stað eru söfnuðir vorir er litla eða enga prestsþjónustu hafa i nánd við þjónandi prest úr hinu kirkjufélaginu, sem borinn er uppi af fyrirhafnarlausri björg fyrir þá er hans njóta. Þegar um liðlega og vel látna menn er að ræða í prestsstöðunni, er til þeirra leitað af okkar fólki við ýms tækifæri, þó skoðunar sinnar vegna kysi það annað fremur. Á þetta er minst ein- ungis til að benda á hve ójöfn er afstaðan og að fleira en lífs- skoðanir blandast inn í slíka trúmálasamkepni. En til verð- ugs heiðurs mörgu íslenzku fólki voru, skal þess getið að margir varðveita sjálfstæði sitt furðanlega. Þegar nú ofan á alt þetta, sem snertir sérstöðu vora, bæt- ist hið almenna viðhorf kirkjunnar og andlegra mála i sam- tíðinni: daufheyrsla annarsvegar við andlegum áhrifum, en hinsvegar skörp gagnrýni á þvi hvort kirkjan sé að leggja til nokkurn verulegan skerf á þessu sviði, er sízt furða að vér, sem tilheyrum einni minstu deild kirkjunnar í Ameríku, finnum til ýmsra vandkvæða í sambandi við hlutverk vort. Heilbrigð auðmýkt andspænis viðhorfinu er ávinningur, en hugarvíl, sem á engu glöggvar sig hvað verulegar ástæður snertir, er til niðurdreps. Við sumt af því er nefnt hefir ver- ið verður ekki ráðið. Dreifing íslendinga verður ekki stöðvuð. Að það dofni fremur yfir þeirri tilfinning að fólk af íslenzkri ætt þarfnist og sé það gróði, að halda hópinn, virðist óumflýjanlegt. Að einangrun vorri fylgi annmarkar, meðan hún er vort val, verður heldur ekki umflúið. Sjálf- stæði vort, ímyndað eða verulegt, mun einnig halda áfram að leggja á okkur kvöð. Hin ójafna afstaða fjárhagslega við keppinauta vora er ekki líkleg að breytast. Erfiðleikar, sem sprottnir eru af óviturlegum ráðstöfunum og fyrirkomulagi, hverfa ekki nema vér séum fúsir til að læra af reynslunni og leiðrétta það, sem misráðið kann að hafa verið. En ekkert af þessu þarf eða á að lama hug okkar þannig að vér ein- blínum á hætturnar og erfiðleikana, sem yfir okkur steypast sem ólgandi bylgjur. Ef við beitum okkur, þó i veikleika sé, af sönnum hug, gegn vandanum; gripum aldrei til neins, þess til varnar eða úrræða, sem ósamboðið er málefninu, jafnvel þó litið ávinnist, og treystum úrræðum guðlegrar for- sjónar betur en klókindum manna, geta erfiðleikarnir orðið til þess að stæla oss. Þá getum vér þrátt fyrir “ógnarys í tímans straumi,” orðið varir þess margs, ef við eigum and- legan næmleik, sem hvetur oss til að vera með öruggum huga. Þótt vér séum “fáir, fátækir, smáir,” erum vér þáttur í stærra samfélagi, sem þrátt fyrir alla erfiðleika og andstæður sýnir vaxandi þrótt einnig í samtíð vorri. Það er ekki nema hálfsögð sagan þegar einungis er fært fram það, sem þrengir að kristilegri viðgengni. Þróttmikið kristilegt líf og fram- takssemi gerir einnig vart við sig hjá einstaklingum, heildum og í samtökum, sem ná út yfir allan heim. I Utrecht i Hollandi er nýafstaðin ein hin merkasta stefna í kristilegu tilliti, sem er eins og táknmynd þess sigurmáttar kristninnar, sem aldrei verður bældur til fulls. Hann rís að nýju með enduríæddum krafti hjá hverri kynslóð. Þessi stefna var undirbúningsfundur erindreka frá öllum deildum kristinnar kirkju nema hinni kaþólsku, til að koma á allsherjar banda- lagi kristinnar kirkju um allan heim (World Council of Churches). Grundvöllurinn til þessa samfélags var lagður með einróma og undantekningalausu samþykki allra þeirra, er fundinn sóttu. Var þar mannval mikið af ágætustu mönn- um kristninnar. Lýsa þeir þessu fyrirhugaða sambandi i frumvarpi til grundvallarlaga, sem “samfélagi kirkna, sem viðurkenni Drottinn Jesúm Krist sem Guð og frelsara.” Minnir þetta á játningu Péturs: “Þú ert Kristur, sonur hins Jifanda Guðs.” Um hana sagði Jesús sjálfur að hold og blóð hefði ekki opinberað þetta heldur faðirinn á himnum. Á grundvelli hennar vildi hann byggja söfnuð sinn eða kirkju. Gegn þeirri kirkju, er bygði á þeim grundvelli munu jafnvel hlið heljar ekki standa. Þessi endumýjaða, örugga játning lofar miklu fyrir nútiðarlíf. Kristur sjálfur hefir ætíð verið sigurmáttur kristninnar. Þessi ákveðna viðurkenning þess að samfélag við hann, lotning og tilbeiðsla gagnvart honum og það að eiga aðgang að hjálp hans og krafti séu hjarta- taugar kristilegs lifs, er að hefja merki þess lífrænasta er kristnin hefir fram að færa. En þetta er sá grundvöllur er vér í veikleika höfum viljað byggja á, vitandi að enginn get- ur annan grundvöll lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur. Þegar þessi játning er meira en varajátning, gefur það ætíð fylstu ástæðu til að þeir, sem hana bera fram til- einki sér hina postullegu upphvatningu: “En eg ræð yður að þér séuð með örugugm huga.” Það gildir hvort sem vei gengur eða illa. Sé hann með oss, ekkert er óttalegt þá sigrum vér. Hvað snertir hin einstöku vandamál og erfiðleika, sem við er að stríða, er áríðandi að horfast í augu við veruleik- ann án þess að æðrast, að starfa sem þeir er hafa trú á mál- stað sínum, að láta ekki hugfallast, þegar lítið ávinst, treysta guðlegu fulltingi en liggja þó aldrei á liði sínu, gera það sem unt er í bili en láta þó aldrei þar við sitja. Þó margt sé í molum fyrir okkur og fylsta ástæða sé til að kannast við með auðmýkt það sem á vantar, þá er hjá fólki voru í ölluin bygðum og söfnuðum mikið af trygð við hugsjónir og mál- efni vor, sem þarf að fá fyllri framrás. Það eru mikil uíhbrot hjá hugsandi mönnum hvað snertir andleg mál, en það er einmitt vottur um að margir eru að átta sig á að áhrif kristindómsins má ekki miða við lágan himin og litla jörð. Þau þurfa og eiga að vera skapandi afl, sem undanskilur ekkert í lííinu frá þv( að ummyndast fyrir áhrif þeirra. í því sýnir sig ekki sízt undramáttur kristindómsins að trú á hann eykst við alla einlæga og alvar- lega viðleitni að ryðja honum braut og þegar mest kreppir að. En einungis með öruggum huga fá mennJieitt sér þannig að um árangur og sigur geti verið að ræða. + ♦ 4' Hvert árið færir nú með sér merkisafmæli í kirkjusögu vorri. Á virðulegri samkomu í Víðinessöfnuði, í sambandi við síðasta kirkjuþing, var minst 60 ára afmælis þess safn- aðar. Sunnudaginn 26. september var hátiðlega minst 60 ára afmælis annars safnaðar i Nýja fslandi — Bræðrasafnað- ar við tslendingafljót. Var hann stofnaður 27. apríl, 1877. Hátíðarguðsþjónusta og fagnaðarmót höfðinglegt fóru fram samdægurs. Tveir fyrverandi prestar saínaðarins séra Rún- ólfur Marteinsson og séra Jóhann Bjarnason tóku þátt, auk heimaprestsins, séra Sigurðar ólafssonar og forseta Kirkju- félagins. Þessi virðulegu hátíðahöld miða, að því að gera söguna lifandi og ávaxtasama fyrir nútímann. Þá var suifhudaginn 22. ágúst og næstu daga tilkomu- mikið hátíðahald í tilefni af 50 ára afmæli prestakallsins i Minneota og umhverfi, er séra G. Guttormsson þjónar. Söfn- uðurnir í prestakallinu eru að vísu nokkuð eldri, en hálf öld var nú liðin frá því samvinna þeirra hófst og þeir lcölluðu fyrsta prest sinn, séra N. S. Thorláksson. Jók það mjög á hátíðagleðina að hann og líka dr. Björn B. Jónsson, sem lengst allra hafði þjónað söfnuðunum á þessu tímabili, gátu báðir verið viðstaddir og flutt prédikanir og erindi. Prestafund- ur var í Minneota samtimis og gátu því flestir prestarnir tekið þátt í þessari eftirminnilegu hátið og samfagnað fólk- inu á þessum stöðvum. ♦ ♦ 4* Mikil breyting hefir orðið á þessu ári í félagi voru við fráfall dr. Björns B. Jónssonar, sem í tuttugu og fjögur ár hafði þjónað sta*rsta og merkasta söfsuði vorum — Fyrsta lúterska söfnuði í Winnipeg. Hann hefði átt 45 ára prests- skaparafmæli í þessum mánuði, hefði honum enzt aldur. Alla þá tíð var hann í óslitinni þjónustu meðal fólks vors. Dr. Björn átti svo mikinn og ákveðinn þátt í sögu kirkju- félags vors öll þessi ár, var slíkur yfirburðamaður í hvívetna og naut slíks álits og fylgis, að dauði hans markar ákveðin tíinamót í sögu vorri. Hann lézt föstudaginn 13. maí, og var jarðsunginn þriðjudaginn 17. s. in. Með dýpstu sainhygð minnumst vér ekkju hans, frú Ingiríðar, barna hans og ást- vina allra í þeirra sára missi, um leið og vér samhryggjumst söfnuði hans, er sér á bak sjaldgæfum leiðtoga og kenni- manni. Það virtist í alla staði viðeigandi og sjálfsagt að minnast þessa látna leiðtoga á tilhlýðilegan hátt á þessu þingi. Fer sú minningarathöfn fram að kvöldi sunnudagsins 19. júní, sem er fæðingardagur dr. Björns. Fyrsti lúterski söfnuður hefir sýnt frábæra rögg og fram- takssemi í því að kalla nú þegar prest í stað dr. Björns. Fyrir valinu hefir orðið séra Valdimar J. Eylands, er fram til hins síðasta hefir þjónað söfnuðum vorum í Blaine og Pt. Roberts á Kyrrahafsströndinni, ásamt enskum söfnuði í Bellingham. Séra Valdimar hlaut svo einstakt og einróma fylgi í Fyrsta lúterska söfnuði, að slíks eru fá dæmi. Tekur hann því við starfi þar með þeim byr, er mikils má vænta af, ekki sízt vegna þess að séra Valdimar er ungur gáfu- og dugnaðar- maður, er getið hefir sér bezta orðstýr við prestlegt starf. Hugheilar blessunaróskir fylgja honum inn i hans nýja og víðtæka verkahring. Á liðnu sumri hafði Selkirk-söfnuður sent séra Valdimar prestsköllun. Fyrsti lúterski söfnuður gerði samtímis beiðni að mega njóta starfs hans að nokkru til aðstoðar dr. Birni, sem var farinn að heilsu. í byrjun marz tók séra Valdimar upp þetta starf hjá þessum söfnuðum. En þá fór svo að dr. Björn varð svo að segja um leið að leggja niður alt starf vegna vanheilsu. Horfði þá öðruvisi við með hina fyrirhug- uðu samvinnu safnaðanna til frambúðar, ekki sízt þegar dauða dr. Björns bar að. Hafði séra Valdimar burtfararleyfi frá söfnuðum sínum vestra um hríð, en ekki sagt þeim upp þjónustu að fullu. Þegar ástæður breyttust hér eystra, mun hann hafa horfið frá því að taka köllun Selkirk-safnaðar. Ekki séð sér það fært. En þá fór eins og áður er greint. Séra Jóhann Bjarnason og séra Rúnólfur Marteinsson hafa báðir veitt þjónustu í Fyrsta lúterska söfnuði á þessum vetri og vori. Séra Jóhann er nú aftur búsettur að Gimli, en veitir lausaþjónustu eftir ástæðum víðsvegar þegar til hans er leitað. Framh. í næsta blaði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.