Lögberg - 07.07.1938, Blaðsíða 7

Lögberg - 07.07.1938, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGÍNL 7. JÚLI, 1938 7 Á djúpmiðum jarð- skorpunnar Að vinna í guMnámwn Suður- Afríku 2500 metrum undir jörð er hverjum hvítum manni of- raun. En svertingjarnir þola 'svœkjuna í námunum og vimia með gleði í námunum fyrir tvær krónur á dag, auk fæðis og húsnæðis. Og hvítu mennirnir græða gull — gull! “Þetta er gandreiÖ. Hér er niða- myrkur og lyftikarfan er eins og bik, loftið þykt og kæfandi. Þú get- ur ekki séð manninn sem stendur hjá þér, þú sérð ekki einu sinni móta fyrir honum. Þú ert ekki í neinni iyftikörfu, Iheldur í þéttri voð full- fcomins myrkurs, sem sveipar þig eins og nærskorinn stakkur. Kiarfan fellur á fleygiferð og kastast milli veggjanna í námu- brunninum. Hávaðinn er óþolandi. l>að er eins og járnarusli rigni á bárujárnþak, eins og tvö risavaxin herskip rækist á, eins og Eiffelturn- inn hryndi. Það er eins og jörðin engist sundur og saman af krampa, það er Viti. - Hraðar og hraðar flýgur lyftan ofan. Það skvettast á mann vatns- gusur úr brunnveggjunum og vatnið er jafn heitt og kæfandi eins og loftið. Þú heldur niðri í þér and- anum og hrapar ofan í ókunn djúp- in. Hugsaðu þér að mjói stál- strengurinn slitnaði. Hugsaðu þér að bjálki eða klettur hrynji og loki námugígnum ? Hugsaðu þér að stjórnandinn missi valdið á körf- unni! Að hann geti ekki stöðvað hana, en að hún hteypist ofan í regindjúpin . . . Þú finnur til ógleði i maganum og þyngsla á herðunum þegar karfan hægir alt í einu á sér, hún er stöðv- uð, þú ert kominn í botn. Þú ert staddur í dýpsta námugíg jarðar- innar, 2500 metrum undir þeim heimi, sem sólin skín á . . .” Það er franska skáldkonan Adéle Lezard, sent lýsir svona förinni ofan i dýpstu námu veraldarinnar, í bók sinni “Gold Blast.” Það er Robin- son náman svonefnda í gullhéraðinu Witwatersrand við Johannesburg i Oranje. Hún mun vera eina konan, sem hefir fengið að fara ofan í dýpstu námuna. Hitinn er svo kveljandi þarna og loftrásin svo slæm, að þarna haldast ekki við nenia vanir ntenn, jafnvel ekki stutta stund. Og hvernig mundi þá vera að vinna þarna allan daginn? Nú á tímum eru eingöngu inn- fæddir svartir menn við líkamlega vinnu i námum þessum. Hviti maðurinn þolir ekki að vinna þar. En i byrjun aldarinnar var reynt að flytja kínverska verkamenn til Suður-Afríku og það gekk vel, — of vel. Þetta voru menn frá Norð- ur-Kína, vanir sulti og harðrétti, og afar þolnir. Þeir komust fljótlega upp á að vinna í námunum og létu sér það ekki lynda eingöngu heldur fóru þeir að leggja sig eftir annari vinnu líka og urðu hvarvetna hættu- legir keppinautar. Það var “gula” hættan í sérstakri mynd. En henni var fljótlega bægt frá. Kinverjum var bannað með lögum að flytjast inn i landið og meira að segja Kín- verjar sem komnir voru, gerðir brottrækir. Síðan hafa svartir menn verið einir um námuvinnuna. Þeir fá ná- lægt 2 kr. á dag og mat og húsnæði. Gullnámufélögin hafa marga i heimili. Crown Mine, sem er eitt af stærstu félögunum hefir um 24,000 verkamenn í kosti. En það væri firra að segja, að dekrað sé við þessa menn. I svefnherbergj- unum eru engin húsgögn nema lítill olíuofn og rúmstæðið, sem er úr steinsteypu! Nýkomnu verkantenn- irnir hggja á görmunum sínum, en þeir eldri efna sér í dýnu til að liggja á, og er hún venjulega úr pappír! Eins er um mataræðið. Klukkan fimm að morgni fá menn litlaskatt- inn, kaffi eða grautarlap og pylsu. En verkamaðurinn hefir litla mat- arlyst svo snemma og margir borða ekki neitt er þeir rísa úr rekkju en hafa þurran brauðbita nteð sér í nesti. Næsta máltíð er ekki fyr en klukkan fimm siðdegis, eftir vinnu- tima. Þá er venjulega framreiddur hnausþykkur grautur, soðinn úr ger- uðu méli, sem kallað er “marewu.” Og mikið er etið af maís í ýmsum myndum. Þrisvar sinnum á viku eru skamtaðar jarðhnetur og sopi af kaffa-bjór, sem er afar beiskur á bragðið en ekki sérlega áfengur. Og þrisvar á viku fær hver maður pund af hráu kjöti, sem hann má matreiða sjálfur eins og hann kýr helzt. Tíu menn eru i hverri stofu og aðeins einn olíuofn, svo að það ræður að líkurn, að matreiðslan getur ekki orðið umsvifamikit Ihjá hverjum einum. Það er ekki nema eðlilegt að verkamenn með svona mataræði létt- ist um nokkur kíló hvern dag og “éti sig upp” á kvöldin eftir vinnu. Þeir svitna ægilega í námunum á daginn, það rennur af þeim svitinn tímunum saman þarna niðri i undir- djúpunum, svo að þeir verða að fá eitthváð i staðinn þegar þeir koma upp. Hitinn vex eftir því sem neðar dregur og niðri í botni námunnar er hitastigið á berginu um 40 gráður. Það er í sjálfu sér ekki ægilegur hiti, en svo bætist það við að loftið er mett af raka og alveg kyrt, þvi að loftrásin er ófullkomin. Tvö þúsund og fimm hundruð metrar er talin hámark þeirrar dýpt- ar, sem menn geti starfað í. En fræðilega er talið að menn geti lifað á 3000 metra dýpi ef sérstakar ráð- stafanir eru gerðar til loftræstingar og með öðrum aðferðum en nú eru notaðar. Og það er til mikils gulls að vinna ef hægt verður að leggja þ'etta 500 metra belti undir sig. Það er talið, að þar megi vinna gull fyrir um 5,000 miljard krónur! Svo að það er ekki nema eðlilegt, að menn hafi hug á að komast dýpra ! Eitt af því sem gerir vinnuna í námunum svo erfiða er það, að gull- bergið liggur ekki alstaðar heldur liggur í æðum og kvíslum hér og hvar og oft eru þessar æðar örmjó- ar. Þarna eru námugangar, sem eru svo lágir að verkamaðurinn getur ekki staðið uppréttur og honum nægir jafnvel ekki að standa á hnjánum, iheldur verður hann að liggja endilangur. Og nú hallar ganginum stundum niður á við svo að verkamaðurinn verður að stýra þrýstiloftsbornum með fótunum, því að ekki getur hann staðið á höfðijvið vinnuna. En honum er ekki láandi þó að hann sé stundum að brjóta heilann um það á morgnana, hvort hann eigi nú heldur að liggja á bak- inu eða maganum í dag. Námuvinnan er hættuleg. Þvi að göngin eru ekki á föstu forn- grýti heldur i lausari bergtegundum, sem vilja hrynja. Oft verður hrun í námunum og ihefir stundum fer- legar afleiðingar. Þá heyrist fvrst duna í f jarlægð og alt leikur á reiði- skjálfi. Svo kemur malandi hljóð eins og í kvörn; námuveggirnir nötra undir þyngslunum. Og nú er eftir að vita hvort skriðan breiðist út og að alsherjarhrun verður. Allar borvélar stöðvast samstundis og allir hlusta. Svo fer niðurinn að lækka. Nokkrir skjálftakippir koma enn og loks verður alt kyrt. Og svo er far- ið að athuga hvaða gangar hafa lokast og hvar á að grafa til að leita að þeim, sem hafa lokast inni. Undir slíkum kringumstæðum kemur fram bezta hlið svörtu námumannanna Þeir vinna dag og nótt til þess að bjarga félögum sínum. Ekkert starf i námunum er eins hættulegt og björgunarstarfið. Því að eftir hrun eru klettarnir hættu- legri en nokkru sinni ella og þá má búast við nýju hruni þá og þegar. En ekki stoðar að bíða, þvi að inni i lokuðum göngunum eru máske lemstraðir menn, hungraðir og þyrstir og dauða nær. Björgunar- vinnan verður að ganga fljótt og það er hamast, unnið í stuttum skorpum, einn tima i senn og næsta tíma liggja verkamennirnir flatir á klettinum og hvíla sig. Árið 1934 varð hrun i East Rand Proprietary Mine. Tveir verkamenn voru grafnir lifandi. Fimm verk- stjórar og fjórir verkamenn fóru undir eins að gera tilraunir til að bjarga. Eftir klukkutíma vinnu fundu þeir annan manninn, dauðan. Það eru óskrifuð lög námumanna, að björgunarstarfinu verði að flýta 1 sem mest, svo að þeir héldu áfram ! að grafa en hirtu ekki um að flytja! dauða manninn upp úr námtmni. 1 I>dr höfðu komið auga á siðari ^ manninn, en þá kom nýtt hrun. Eftir viku tókst að finna ellefu mannslik í námugignum. Þrátt fyrir all'a varúð kemur það stundum fyrir, að slys verða í lyft- unni. Við Dudban Rodeport Deep slitnaði vírstrengur og karfan hrap- aði þúsund metra ofan giginn. Karfan var tóm, en niðri biðu þrjá- tíu menn í annari körfu þess, að þeir yrðu dregnir upp. Rifrildi úr kröf- ttnni, lausagrjót og staurar mölvuðu hina kröfuna í smátt og drápu f jóra menn og særðu sjö. Stundum kemur líka eldur upp í námurn. I LangJaagte kom upp eldur á 1300 metra aýpi. Fimni af aðalmönnunum, þar á meðal for- stjórinn fóru á vettvang til þess að athuga 'hvað' hægt væri að gera. Þeir höfðu ekki reykjargrímur með sér. Einn maðurinn misti meðvit- undina i brælunni og þegar hinir yoru að reyna að bjarga honum fórust þeir, allir fimm. Svörtu verkamennirnir láta sér i léttu rúmi liggja, að það er gull sem þeir eru að grafa. Þeim finst gull- ið ekki mikils virði því að þeir geta ekki etið það, né notað það sem pen- inga. Því að undir eins og það vitn- ast að svartur maður hafi gull i fór- um sínum þá er það vitað að hann hefir stolið því, og þá er gamanið úti. En eigi að siður "lekur” mikið af því gulli, sem þarna er unnið, og kemst ekki í hendur hinna réttu eig- enda. Þær eru margar brellurnar sem notaðar eru til þess að stela gullinu undan. Og altaf eru að komast upp svik i nýrri og nýrri mynd. Búarnir, sém áttu tandið þegar nájnurnar fundust voru ekki neinir gáfumienn og hét varla að þeir væri læsir og skrifandi. Og ekki voru þeir færir í reikningi. Til er saga um frekan námuspekúlant sem var að krækja í námu þarna syðra. hann hafði komist að samningum um að borga 11,000 sterlingspund fyrir námuna og kom svo með troð- ið koffort af gulli og samning til undirskriftar. "Jæja, þú átt að fá ellefu þúsund. Einn, tveir, þrír . . . ellefu,” sagði óann og taldi ellefu gullpund fram á borðið. "Þarna voru ellefu! . . . Einn, tveir, þrír . . . níuhundruð niutiu og niu . . . þúsund. Þama var þúsund. Það gera ellefu þús- und. Viltu gefa mér kvittun fyrir . . .” Og seljandgin, sem aldrei á æfi sinni hafði séð tíu gullpund í einu, dáleiddist eins og fugl sem sér nöðru og skrifaði undir, En hann var í mörg ár að brjóta heilann um, hvernig ellefu þúsund pund gætu verið sama og eitt þúsund og ellefu pund. Árið 1932 var prinið meira gull í Witwartsrandnámunum en nokk- urntinm fyr — gull fyrir 860 miljón krónur. Því var spáð að námurnar mundu fara að þverra og að fram- leiðslan rnundi vera komin niður í 200 rniljón króna virði. En þá fór gullið að hækka í verði og árið 1934 var unnið þarna gull fyrir 1430 miljón krónur. En alls hefir þessi náma gefið af sér 40,000 miljón krónur síðan byrjað var að vinna hana. Það er eðlilegt að þeir, sem fara höndum um þennan dýra málm freistist til að stela einhverju undan handa sjálfum sér. Svörtu verka- mennirnir eru lægnustu þjófarnir. ^Þeir kæra sig ekki um gullið sjálfir, en eru verkfæri í höndum hvítra bófa. Áður var gullið hreinsað á þann hátt að gullbergið var malað smátt og gullið þvegið úr. Og þá var hægra að líta eftir að ekki væri stol- ið. Þessi aðferð var óhagkvæm og gullið náðist aldrei alt, einkanlega það, sem var samrunnið öðrum málmum. En svo fanst ný aðferð til að hreinsa gullið. Það uppgötvaðist að kvikasilfur sameinast gulli og nú var kvikasilfur notað til þess að draga gitllið úr gullberginu. Mynd- aðist þá “amalgam” frá kvoðu, sem innihélt alt gullið, og þessari kvoðu reyndu menn að stela. Vinnunni i gullhreinsunarstöðvunum var hagað þannig, að tveir verkamenn unnu smaan við hvert hreinsiker, þar sem amalgamið botnféll í koparplötur. Stundum þurfti að hreinsa þessar plötur og skafa af þeim amalgamið. Og þá var reynt að nota tækifæriÖ og koma svo litlu af því ofan í vas- ann eða i skóinn sinn. En það var erfitt að koma þýfinu i peninga. Gullverzlunin í Suður-Afríku er undir ströngu eftirliti. Þá fóru þjófarnir að gera ýmsa einfalda skrautgripi úr gullinu og var látið heita, að þeir væru frá Indlandi. Einn bófinn varð rikur á amalgam- kaupunum á þann hátt að hann keppti gamla námu, sem talin var ónýt. En svo lét hann þá frétt ber- ast, að nýjar æðar hefðu fundist í námunni og nú fór íhann að selja gull undir þessu yfirskyni. En það var alt stolið. Svikin komust upp á þann hátt, að í gullinu sem maður- inn seldi fanst vottur af iridium, en það efni fanst aðeins i einni námu þar syðra. Gullinu hafði verið stolið þaðan. —Fálkinn. Gullbrúðkaup í Geysis- bygð Þann 11. júní s.l. fjölmentu Geysisbygðarbúar í samkomuhúsi bygðar sinnar í léttum og glöðum huga, til þess að samfagna Maríu ! og Jóni Sigurssyni, er þá áttu hálfr- ar aldar giftisgarafmæli, og mætt j voru á mótinu ásamt börnum sínum j og ástvinum, að undanskildum Frið- | finni syni þeirra, er i Winnipeg . dvelur og hindraður var frá að vera í hópi systkina sinna þennan dag. Samsætið hófst með söng og bæna- gjörð er sóknarprestur stýrði. Á- varpaði hann gesti, og bauð vel- komna, las einnig upp skeyti frá Jlíönu Thorsteinsson, dóttur-dóttur heiðursgestanna, er var fjarverandi. Sungið var “Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur.” Miss Lilja Guttormsson kenslukona þjónaði við hljóðfærið. Flutti þá Mrs. Sigríð- ur Björnsson frá Riverton fagra ræðu fyrir minni brúðarinnar, og málaði oðmyndir af starfi Mariu húsfreyju, og af kynningu hennar á tíma. Gestur bóndi Oddleifsson i Haga, mælti fyrir minni brúðgum- ans, skemtilega ræðu, er rifjaði upp fyrri daga og baráttu liðins tíma, er nú væri geymd í minni hinna elztu manna; fór hann lofsamlegum orð- um um Jón bónda, trúmensku hans og dugnað, og sigur hjónanna á þungri vegferð æfidagsins. Milli ræðanna voru islenzkir söngvar sungnir af öllum. Mr. Jóhannes Pálsson, fiðluleikari spliaði klassiskt hlutverk og Mr. Baldur Guttorms- son píanisti spilaði undir. Miss Lilja Guttormsson kenslukona, flutti ávarp fyrir hönd kvenfélagsins Freyja, og afhenti gullbrúðurinni gjöf. Þakkaði hún dygg og ljúf störf hennar. Börn Mr. og Mrs. E. G. Martin frá Hnausa, skemtu með söng og undirspili, sungu litlu drengirnir fólki til óblandinnar á- nægju, en eldri systkini þeirra spil- uðu undir með þeim. Sóknarprest- ur afhenti heiðursgestunum jien- ingagjöf frá bygðarbúum, mælti hann hlýjum orðuh til hinna öldr- uðu hjóna er vel og lengi höfðu að verki verið og með heiðri lokið stóru dagverki. Blómagjafir voru bomar fram af litlum sveini, Eysteini Eyj- ólfssyni, gjöf til brúðarinnar, einnig bar litil stúlka, dóttir Mrs. Benson frá Winnijieg, fram blómagjöf,— Florence Gíslason, yngsta dóttir Mr. og Mrs. Gíslason á Gilsbakka, bar fratn gjöf og ávarjiaði heiðurs- gesti fyrri hönd systkina sinna, en í nágrenni við þau höfðu Jón og María lengi búið. — Gjöf frá börn- um heiðursgestanna afhenti Jón hóndi Pálsson á Geysi, ásamt hugð- næmu ávarjii til þeirra. Fyrir hönd barnabarna afhenti lítil stúlka, Beatrice Kristinnsson gjöt og fagurt ávarp til afa og ömmu. Friðrik bóndi Sigurðsson flutti heiðursgest- unum kvæði, og mælti nokkur orð til þeirra í garnni og alvöru, og fórst vel. Nokkrir karlmenn bygðarinnar sungu margraddað, “Brosandi land,” og aðra söngva, almenningi til á- nægju.v Að lokum ávarjmði Miss Vigdís, kenslukona, dóttir heiðurs- gestanna, mann.fjöldann þakklætis- orðum fyrir hönd foreldra sinna og mæltist henni vel. Var svo sungið "Ó Guð vors lands.” Fóm þá fram ágætar veitingar, sem engar konur i heimi kunna betur fram að reiða, en vestur-íslenzkar konur. Naut fólk sín vel i samfagnaði með heiðurs- gestunum, börnunn þeira og ástvin- um, og endaði þannig ljúf samfagn- aðarstund. — Jón Sigurðsson og Maria kona hans eru enn ern, Ihraust og hug- glöð, enda eru þau ekki háöldruð, þótt komin séu þau yfir eyktamót sjötíu ára aldurs. Jón er ættaður úr Mýra- og Borgarf jarðarsýslu, en María er skagfirzk að ætt, Frið- finnsdóttir, yngri systir Sigurðar heitins bónda og landnámsmanns í Fagradal, Lilju í Djújiadal, Sal- bjargar og þeirra systkina, sem nú eru öll gengin grafarveg. Er það fjölmerjt frændalið hér í sveit. Börn þeirra hjóna á lifi eru, a,uk þeirra, sem nefnd hafa verið: Herdís, kona Jóns Thorsteinssonar á Helgavatni; Helgi, bóndi á Gunn- arsstöðum i Breiðuvík, kvæntur Sigurlaugu Guðrúnu Gunnarsdóttur Helgasonar og Sigurður ókvæntur. Tveir synir af fyrra hjónabandi Maríu, er fóstruðust upp með þeim eru: Sigurður og Kristinn Kristins- synir, báðir búandi i Geysisbygð, hinn fyrnefndi kvæntur Indíönu Sigíúsdóttur frá Blómsturvöllum;, hinn siðarnefndi kvæntur Hólmfríði Jónsdóttur Thorsteinsson frá Helga- vatni. Eru því gullbrúðhjónin í elli, umkringd af stórum hópi ástvina, afkomenda, tengdafólks og vina og kunningja frá fyrri og seinni tíð. Er bjart og hlýtt umlhverfis þau í litki húsinu þeirra, ljúfar minningar um lokin störf — og von um fagurt og sólríkt æfikvöld. Sigurður Ólafsson. Hvítasunna (Framh. frá bls. 3) sér eigi leiðast 25 daga og jafn- margar nætur á eggjunum. Rauðar fellingar voru yfir þeim augum og mikil alúðarstaðfesta í sjáaldrinu. Þessi augu mæltu við mig á þagnar- máli: Láttu mig i friði og afkvæmi mín. Áínertu mig ekki. Og ræn- inginn í mér lét i minni pokann. Engin meyjar né móðuraugu hefi eg séð hreinni né fegurri en augu rjújiu, sem liggur á eggjum. I þeim birtist ástúð til afkvæmis og einurð gagnvart óvini. *Eg varð þarna betra barn, á hnjánum, en við grát- urnar, þegar eg var fermdur — vegna þess, að eg sigraðist á strák mínutn og þeirri fýsn að verða fingralangur. Forsæla varð á rjúp- unni meðan eg skygði fyrir skútann. Sólin skein inn í hann, þegar eg var allur á bak og burt. Eg skildi hað ekki þá, en nú skil eg það, að þarna hjá hreiðrinu drýgði eg dáð guð- rækninnar. Konungsskuggsjá túlk- ar orðið guðhrceðsla þannig, að það þýði eða tákni ástarlotning gagnvart guði. En lífið í sínu dulræna eðli mundi vera nátengt eða náskylt ver- >aldarsálinni. Sá sem strengir þess heit í dag eða á morgun, að renna hýru auga til lífsins í landinu — lengra náum vér eigi — hann hefir tekið þátt i guðsdýrkun: helgihaldi, Hvítasunnu-guðrækni. Á næsta leiti fer fratn Jónsmessa —* þegar sumarsólhvörf gerast fyrir tilstilli hulinnlar handar, sem lyftir á vixl endum jarðar og gerir þá ýmist aðhverfa sól eða fráhverfa. Þessar frænkur, Hvitasunna og Jónsmessa geta látið Ixirn gráta af gleði, þegar þeim býður svo við að horfa. Og gagnvart þessu getur líka gamall maður orðið barn. Guðmundur Friðjónsson. —Lesbók Mbl. INNKOLLUNAR-MENN LOGBERGS Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson Árborg, Man..............Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man. ............ Sumarliði Kárdal Baldur, Man.....................O. Anderson Bantry, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash............Arni Símonarson Blaine, Wash. .............Arni Símonarson Bredenbury, Sask.................S. Loptson Brown, Man. .....................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask...............S. Loptson Cypress River, Man.......................O. Anderson Dafoe, Sask..................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota.......Jónas S. Bergmann Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask.........J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota..........Jónas S. Bergmann Gerald, Sask.....................C. Paulson Geysir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man.....................F. O. Lyngdal Glenboro, Man..............................O. Anderson Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man.........Magnús Jóhannesson Hecla, Man...............Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota......................John Norman Husavick, Man.................F. O. Lyngdal Ivanhoe, Minn......................B. Jones Kandahar, Sask...............J. G. Stephanson Langruth, Man............................John Valdimarson Leslie, Sask.............................Jón Ólafsson Lundar, Man..................Jón Halldórsson Markerville, Alta............O. Sigurdson Minneota, Minn.....................B. Jones Mountain, N. Dak............S. J. Hallgrímson Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson Oak Point, Man.................A. J. Skagfeld Oakview, Man..................Búi Thorlacius Otto, Man....................Jón Halldórsson Point Roberts, Wash............S. J. Mýrdal Red Deer, Alta................O. Sigurdson Reykjavík, Man.................Árni Paulson Riverton, Man..........................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash. .................J. J. Middal Selkirk, Man.............................Th. Thorsteinsson Siglunes P.O., Man........Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man...............Búi Thorlacius Svold, N. Dak............B. S. Thorvardson Tantallon, Sask...............J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð Víðir. Man..............Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man...............Magnús Jóhannesson Westbourne, Man..........................Jón Valdimarssor. Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarssor, Winnipeg Beadh...............F. O. Lyngdal Wynyard, Sask...............J. G. Stephanson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.