Lögberg - 07.07.1938, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 7. JÚLl, 1938
Hogkrg
OefiO út hvern íimtudag af
TBK COLXJMBIA PRESS LIMITED
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
KDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
VerO <3.00 um árið — Borjjist fyrirfram
Th* "Lðgberg'’ is printed and published by The
Columbia Preos, Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
I vertíðarlok
Sambaiidsþingiiiu sleit rétt fvrir helgina,
og lauk þar með fimm mánaða pólitískri ver-
tíð í Ottawa; eru hásetarnir, eða fulltrúar
fólksins á þingi, allflestir komnir heim,
fengur þeirra hefir vafalaust verið nokkuð
misjafn eins og gengur og gerist, því vitað er
að hásetar eru ekki allir jafn aflasælir; þó
munu flestir hafa borið eitthvað úr býtum
kjördæmum sínum til hagsældar. Störf þings-
ins sóttust fremur treglega; reipdráttur til-
finnanlegur milli hinna ýmsu landshþita eins
og brunnið hefir jafnaðarlegast við; sam-
heldni stjórnarflokksins yfir höfuð góð, sem
ráða má af því, að einungis einn af stuðn-
ingsmönnum hennar greiddi atkvæði á móti
fjárlagafrunrvarpinu, Mr. Harry Leader frá
Portage la Prairie, er taldi stjórnina hafa
gengið á skýlaus loforð frá síðUstu kosninga-
hríð viðvíkjandi lækkun tollverndar, einkum
þó á búnaðaráhöldum; annar liberal þing-
maður, Hon. W. R. Motherwell, fyrrum land-
búnaðarráðherra, varð og næsta harðorður í
garð Mr. Kings í sambandi við afstöðu hans
til kornsölumálsins og hveitisamtakanna í
Sléttufylkjunum. —
Af þeim meginmálum, er þingið afgreiddi,
ber einkum að telja $30,000,000 fjárveitingu,
sem lána á sveitarfélögum til húsagerðar
gegn vöxtum, er eigi skuli hærri vera en tveir
af hnndraði; söluskattur af byggingarefni til
slíkrar húsagerðar skal afnuminn með öllu;
þá var og afgreidd löggjöf um þjóðnýting
Central bankans; en slíkt var eitt af stefnu-
skrár atriðum liberal flokksins í kosningum
1935. Frumvarp, sem það markmið hefir, að
veita stjórninni aukin umráð yfir járnbraut-
um og flugsamgöngum, hlaut samþykki þings;
grípur það einnig yfir viss samgöngutæki á
sjó og vötnum; gerðar voru jafnframt ýmis-
konar breytingar á hinum almennu hegning-
arlögum, ásamt mikilvægum breytingum á
kosningalögunum. Kjörstaðir, eins og vitað
er, lokast allmiklu fyr austanlands en vestan.
Kosningafréttir að austan bárust venjulega
vestur áður en kjörstöðum var lokað í Vestur-
landinu, og gátu ef til vildi haft einhver áhrif
á úrslit þar. Samkvæmt þessari nýju breyt-
ingu komast kosningafregnir ekki út fyr en
öllum kjörstöðum í landinu hefir verið lokað;
verður þetta að teljast til mikilvægra bóta.
Þrjár konunglegar rannsóknarnefndir, sem
störfuðu á milli þinga, lögðu fram ítarlegar
skýrslur; sumar næsta alvarlegar; þær höfðu
unnið að rannsókn kornsölunnar, vefnaðar-
vöru iðnaðarins og og starfrækslu hegningar-
húsa; nefnd sú, er vann að rannsókn á fanga-
meðferð og rekstri hegningarhúsa, bar fram
uppástungur um róttækar breytingar og lagði
til að þriggja manna nefnd skyldi falin yfir-
umsjá starfrækslunnar í stað eins manns, er
hún mælti með að vikið yrði frá sýslan; þegar
mál þetta kom fyrir efri málstofuna, mælti
Senator Meighen stranglega á móti því, að
rekstrareftirlitið yrði fengið þriggja manna
nefnd í hendur; taldi hann málið flausturs-
leg undirbúið, en samkvæmt eðli sínu það
mikilvægt, að rangt væri að hamra það um-
ræðu- og íhugunarlítið í gegn, svona rétt í
þinglokin; öldungadeildin feldi síðan uppá-
stunguna um skipun þriggja manna fram-
kvæmdarnefndar, en mælti með því, að stjórn-
in legði málið í heild sinni betur undirbúið
fyrir næsta þing.—
Rétt í þinglokin sló í brýnu milli þeirra
Kings forsætisráðherra og Bennetts leiðtoga
íhaldsflokksins; var tilefnið fyrirspurn til
stjórnarinnar um það, hverja afstöðu hún
tæki í því falli, að stjórn Breta færi fram á
það, að fá leyfi til þess að stofna og starf-
rækja flugæfingaskóla í Canada. Mr. Ben-
nett var auðsjáanlega þeirrar skoðunar, að
slíkt leyfi ætti að vera veitt. Mr. King var
alveg á öðru máli; gerði hann skýrt og ákveð-
ið yfirlýsingu í þá átt, að þó enn væri að vísu
eigi komin fram formleg beiðni frá brezkum
stjórnarvöldum um téða ívilnan, þá gæti hann
fullyrt að núverandi stjórn myndi svara, ef
til kæmi, neitandi. ‘ ‘ Engin stofnun hernaðar-
legs eðlis, er Canada-stjórn ekki á sjálf og
ræður að öllu leyti fullkotplega yfir, fær
rekstursleyfi í landinu,” staðhæfði Mr. King,
um leið og hann fullvissaði Mr. Bennett um
það, að hann væri nær sem vera vildi albúinn
til þess að skjóta málinu undir úrskurð kjós-
enda í almennum kosningum.
Fágœt vinnubrögð
í fornri tíð var svo að orði komist um
vinnuvíkinginn og afkastamanninn, að hann
væri maður eigi einhamur; má slíkt og að
sjálfsögðu engu síður heimfæra upp á afreks-
garpa og berserki hins nýja tíma, og þeir eru
margir; þeir prýða íslenzkt mannfélag og
láta þar rösklega til sín taka.
Einna aðsópsmestur á sviði nytsamra
vinnubragða með Islendingum vestan hafs,
verður dr. Richard Beck vafalaust talinn;
það er ekki einasta að hann vinni það sem
kallað er myrkranna á milli, heldur er það
vitað, að hann hamast við skrifborð sitt langt
fram á nætur; stundum fram undir morgun;
enda vinnur það sig vitanlega ekki sjálft,
er birtist frá penna hans á ensku og ís-
lenzku í blöðum og tímaritum austan hafs
og vestan.
Alveg nýverið barst Lögbergi í hendur
númer af barnablaðinu ‘ ‘Æskan,” sem gefið.
er út í Reykjavík, og Margrét Jónsson skáld-
kona er ritstjóri að; þetta blað fiytur meðal
annars langa og prýðilega ritgerð um skáldið
og mannvininn Jóhann Magnús Bjarnason,
eftir dr. Beck, er hann réttilega kallar “ skáld
æskulýðs og ungmenna.” 1 þessn sama núm-
eri “Æskunnar” birtist allítarleg ritstjórn-
argrein um dr. Beck, uppruna hans og marg-
þættan starfsferil; er niðurlag hennar á þessa
Íeið:
“Eg er viss um það, að þið verðið mér
samdóma um það, að Richard Beck er maður,
gem hverjum æskumanni er holt að taka sér"
til fyrirmyndar, og að þið viljið taka undir
með mér og þakka honum fyrir öll hans
merkilegu störf og óska honum allra heilla
og margra nýrra afreka á næstu áratugum.”
Flokksþing íhaldsmanna
Mælt er að eitthvað um 2000 erindrekar
frá strönd til strandar, hafi verið til taks í
Ottawa á þriðjudaginn, er íhaldsmenn settu
flokksþing sitt, það, er kjósa skal eftirmann
Mr. Bennetts, er hvað ofan í annað hefir
lýst yfir því, að hann væri með öllu ófáan-
legur til þess, að hafa forustu flokksins leng-
ur með höndum; hefir hann gegnt þeim starfa
í ellefu ár; þar af fimm ár sem forsætisráð-
herra. Sæti hans verður vandfylt, því þótt
nokkuð leiki á tvennum tungum um stjórn-
arforustu hans, verður ekki um það deilt, að
hann sé mikilhæfur maður langt fram yfir
það sem alment gerist, og vafalaust einn af
allra mælskustu mönnum sinnar samtíðar;
hann hefir alla jafna þótt næsta ráðríkur, og
þessvegna var það, að flokksbræður hans
töldu hann stundum vera ódemokratiskan í
athöfnum. Nokkrar líkur þykja vera til þess,
að flokkurinn breyti um nafn, og mun það
engan veginn ólíklegt, að í því verði mesta
breytingin fólgin, því vart mun þurfa að gera
því skóna, að flokkur jafn gamall í hettunni
taki róttækum, andlegum sinnaskiftum; flokk-
urinn gekk undir nafninu Liberal-Conserva-
tive; nú er þess getið til að “LiberaP’ heitið
verði numið burtu, en í staðinn komi “Na-
íional Conservative. ” Sótt mun það verða af
nokkuru kapp, hver hreppi forustutignina.
Quebec-menn eru sagðir hlyntir Dr. R. J.
Maniori, fyrrum járnbrautaráðherra í stjórn-
artíð Mr. Bennetts; er hann sagður að hafa
fundið náð í augum Mr. Duplessis frá Que-
bec. Aðrir hallast að Hon. Earl Lawson og
Mr. Denton Massey. Mr. H. H. Stevens er
einn þeirra, sem sæti eiga á flokksþinginu,
þó hann félli í ónáð hjá Mr. Bennett um árið,
og stofnaði hinn svonefnda Reconstruction
flokk í kosningunum 1935; er því spáð að
hann muni hafa þó nokkur áhrif á það, hver
verði fyrir vali til foringjatignar.
TVEIR FUNDIR
Sr. Jón Sveinsson, S.J.
rithöfundur og ferðalangur, sem
dvalið hefir um árlangt í Tokyo í
Japan, lagði á stað með japönsku
linuskipi (Terukimi Maru) frá
hafnarborginni Kobe 18. marz. s.l.
áleiðis til London, en nokkru þar
áður ferðaðist hann með rektor
“Sophia” háskólans í Tokyo, til
nokkurra stórborga í Japan: Yoko-
hama, Kyoto, O'saka, Nara, Nagoya
og Kobe og flutti fyrirlestra í þeim
öllum og var alstaðar mæta vel tekið.
— Síðustu dagana í Japan dvaldi
hann á heimili þeirra hjóna sr.
Gctavíusar Thorlákssonar og frúar
hans í Kobe, sem ihafa verið honum
hjálpleg og alúðleg á allan hátt.
Séra Octavíus hefir söfnuð og eink-
ar fagra og myndarlega kirkju í
Kobe, þar sem hann er nú búsettur
og nýtur mikilla vinsælda.
Eins og flestum er kunnugt hefir
hann verið boðberi kistindóms í
Japan á vegum Hins ísl. ev. lut.
kirkjufélags í Vesturheimi, með
góðum árangri.
Fyrsti áfangi skipsins sem séra
Jón fór með, var Shanghai; þar fór
sr. Jón í land og flutti tvo fyrir-
lestra á háskóla, sem franskir Jesú-
ítar stofnuðu og eiga. Næsti við-
komustaður var Hong Kong, en á
leiðinni þangað varð sr. Jón hastar-
lega veikur og gat skipslæknirinn
ekkert við það ráðið. í Hong Kong
komu um borð tvær nunnur fransk-
ar á leið til síns heimalands, önnur
þeirra var hjúkrunarkona og tók
hún að sér að lækna Jón, — keypti
hún meðul og stundaði hann með
þeim árangri að hann hrestist brátt
og varð nokkurn veginn albata.
Þegar til Marselju (Marseilles)
kom fór hann i land og komst eigi
undan því að flytja fyrirlestur.
Til London kom hann 27. apríl og
var þar fagnað af Jesúitum, er
fluttu hann í stórhýsi er þeir eiga að
114 Mount St., og segir hann að sér
líði þar mjög vel.
í London iheimsótti hann ung
kona, samsk, sem er læknir, Dr.
Kornerup — var hún einkar vin-
gjarnleg við hann, ók með hann um
borgina i bíl sínum til að sýna hon-
um merka staði og söfn, en það sem
gladdi Jón mest var það að þessi
ágæta kona hefir ákvarðað að gefa
íslandi 30,000 pund sterling, til
spítalabyggingar á Akureyri og
nunnuklausturs í Reykjavík.
Father Bolland sem er yfirmaður
Jesúita á Englandi, ferðaðist með
Jóni til Heythrop, sem er nálægt
Oxford, þar er stór mentpstofnun,
sem nokkur hundruð Jesúíta af ýms-
um þjóðum — nokkrir Japanar —
stunda nám við. Þar flutti sr. Jón
fyrirlestra og segist hann hafa haft
mikla gleði af ferðinni.
Nokkru síðar fór sr. Jón flugleið
til Parísar og dvaldi þar i viku og
flutti nokkra fyrriluestra. Fór svo
flugleiðis til London aftur. Bækur
hans seljast með afbrigðum vel á
Frakklandi.
Sennilega er gamli maðurinn enn
i London en hvað hann tekur fyrir
næst er mér ekki kunnugt.
Líklegt þykir mér, að hann gefi
út bók um ferð sina til Japan.
Ritfregn
“Einstœðingar” nefnist bók, sem
fyrir skemstu er komin á markað-
inn. Höf. er kona að nafni Guð-
laug Benediktsdóttir, sem hefir mik-
inn áhuga fyrir þeim málum, sem
oft eru nefnd “eilífðarmálin,” og
kemur það glögt fram i bókinni, sem
hefir inni að halda 15 smásögur, að
hún vill hjálpa mönnum til pess að
öðlast sannari skilning á sjálfum sér,
lífinu og því, sem við tekur handan
landamæranna miklu.
Lcum 4. þ. m., voru haldnir í Toronto tveir
fundir með og móti Fasismanum; hinn ný-
stofnaði Fasistaflokkur undir forustu Adrien
Arcand, hélt fund sinn í Massey Hall, er var
fremur fámennur; skamt þaðan í frá var hald-
inn annar fundur, er félagsskapur sá er
“League for Peace and Democracy” nefnist
stóð að; sóttu hann um 12,000 manns; aðal-
ræðumaður var Mr. Dodd, fyrrum sendiberra
Bandaríkjanna á Þýzkalandi; kvað hann lýð-
ræðisþjóðunum það lífsnauðsyn, að starfa
saman í einingu og bræðralagi.
Skáldkona þessi er fyrir tiltölu-
lega skömmum tima komin fram á
sjóruarsviðið, en ein bók hefir þó
áður komið frá hennar hendi, bókin
“Sérðu það, sem eg sé.”
Mennirnir þurfa að hjálpa hverir
öðrum — en kannske eru oft einnig
þeir, sem komnir eru yfir “landa-
mærin” hjálparþurfi. Guðlaug
Benediktsdóttir hyggur að svo sé og
að við, setit hér dveljum, getum
hjálpað þeim.
Menn ættu að kynna sér skáld-
skap hénnar og skoðanir. Frágang-
ur bókarinnar er góður — Útgef. er
ísafoldarprentsmiðja h.f.
+
Níunda hefti af Ferðabókum Vil-
hjálms Stefánssonar er komið út.
Inniheldur það niðurlag II. bindis
(Meðal Eskimóa) og upphaf III.
bindis (Heimskautslöndin unaðs-
legu).
Hefti þetta er prýtt mörgum
myndum sem Ihin fyrri. Sú ferða-
bók Vilhjálms, sem nú er byrjuð, um
heimskautalöndin, er einhver allra
skemtilegasta bók hans. Henni
fylgir formáli eftir höfundinn og
inngangur eftir Sir Robert Laird
Borden, forsætisráðherra Kanada.
Útgáfa ferðabókanna gengur á-
gætlega. Þetta eru bækur, sem fólk-
ið vill lesa. Bendir það til, að of
mikið hafi verið úr því gert, að al-
menningur sækist mest eftir léleg-
ustu bókunum. Hér er a. m. k. um
fræðibók að ræða — óvenjulega
skemtilega að visu — sem rennur
út. — Vísri, 8. júní.
Sjálfblekungakóngurinn ameríski,
Watermann, ákvað í erfðaskrá sinni,
að sonur hans, Elisha skyldi aðeins
fá 100 dollara í arf. Pilturinn vill
ekki una við það og hefir stefnt
dánarbúinu og krafist 5 miljón doll-
ara i arf.
Ársþing Bandalags
lúterskra kvenna
haldið í Langruth, Manitoba,
dagana 2. tit 5. júlí 1938
Þingið fjölment. Hópur gáf-
aðra, mentaðra og glæsilegra kvenna
þarna saman kominn. Ef til vill
mætti geta þess til, þegar fréttaritari
yðar segir að þarna sé óvenjulegt
kvennaval saman komið, að hann sé
að einhverju leyti hlutdrægur. En
þannig kemur það mér fyrir sjónir,
að hvar sem islenzkar konur eru
saman komnar, þar er hinn fríðasti
hópur, stórlega mikið úrval af
glæsilegum húsfreyjum, ásamt
nokkrum enn ógefnum, afbragðs
konuefnum, er einlhverjir landar —
eða annara þjóða menn — verða svo
stríðhepnir að ná i til samferðar, er
ekki verður endaslepp, heldur varir
til daganna enda. Ekki svo að skilja,
ensku stúlkurnar eru dálaglegar,
sumar hverjar, og vel mentaðar og
sóma sér meir en litið vel. Eru
jafnvel hreinasta afbragð svona inn-
an um og saman við. En hitt virðist
mér ekki vera spursmál, að hvar
sem hópur kvenna er mættur, að þar
eru íslenzkar konur jafn-fallegastar,
meðaltalið hærra, glæsimenskubrag-
urinn almennastur, en í nokkrum
öðrum samfundum kvenna, er eg
hefi kynst um dagana. Vilji ein-
hver efa þetta, þá bið eg þann hinn
sama, að flýta sér ekki ofmikið með
mótmælin, heldur veita þessu efni
betri eftirtekt, og sjá svo til, hvort
hann verður ekki kominn að annari
niðurstöðu og betri þegar rannsókn-
inni er lokið.—
Ársþingið er nú vel á veg komið,
þegar þetta er ritað. Fa,rið að síga
á seinni ihlutann. Hvert erindið öðru
betna hafa konurnar flutt. Alt hefir
farið fram með fastri reglu og prýði.
Á milli fyrirlestranna hefir verið
valinn söngur. Hefir söngurinn
verið ýmist margraddaður, eða
blandaður kór, fullorðinna kvenna
og karla, eða unglingasöngur, eða
einsöngur. Langruthbúar eiga til-
valinn tenórsöngvara, er Pálmi
Johnson heitir. Söng hann einsöng
á samkomu í þinginu á sunnudags-
kvöld og var heimtur fram aftur
Á sömu samkomu sungu einnig
þrjár litlar stúlkur, allar i peysuföt-
um með skotthúfu á höfði. Sungu
þær hið bezta og voru heimtar fram
aftur. Vakti það og gleði margra,
ekki sizt hinna eldri, að sjá þessi
vestur-íslenzku vorblóm, litlu stúlk-
urnar þrjár, í þjóðbúningnum ís-
lenzka, sem á svo margar ntinning-
ar í brjóstum fjölmargra frá löngu
Jiðinni tíð, þegar maður lætur hug-
ann íhverfa til baka, og rifjar upp
það sem maður man' um móður, eða
systur, eða ef til vill kærustu, eða
máske rosknar sæmdarkonur, ömmu
eða aldraða frænku, eða þá nábúa-
konu, er æfinlega tók aðkomnum
unglingi með hinni mestu ljúf-
mensku og með góðgerðum, er komu
sér i meira lagi vel oft og tíðum.
Þær voru svona búnar heiðurskon-
urnar islenzku og manni fanst ekki
að þær gætu verið betur búnar. —
Og litlu stúlkurnar þrjár sótndu sér
líka vel. Bezt af öllu þótti mér að
sjá hvað ánægðar þær voru í þess-
um búningi. Þær virtust nærri því
vena dálítið upp með sér af bún-
ingnum. Datt mér í hug, að ein-
hverjar rétthugsandi, skynsamar
konur hefðu lagt þarna góðan
grundvöll. Að þær hefðu sagt litlu
stúlkunum, að þær þyrftu ekki að
fyrirverða sig fyrir peysufötin, því
þarna væri verulegur, gamall heið-
ursbúningur.
Forseti félagsins er Mr. Ingibjörg
Ólafsson, kona séra Sigurðar Ólafs-
sonar i Árborg. Hefr hún stýrt
þingfundum og samkomum niótsins
með hinni mestu prýði.—
Erindi, er flutt voru á þinginu
voru þessi:
1. Alþýðumentun og lýðháskólar
Dana, Miss Vilborg Eyjólfsson,
kennari, Winnipeg.
2. Góður jarðvegur, Mrs. T. J.
Gíslason, Brown, Manitoba.
3*. Friðarmál, Miss Kristín - L.
Skúlason, kennari, Geysir.
4. Um Hallgrím Péturson, Mrs.
Ingibjörg Ólafsson, Árborg.
5. Forystustarf, Mrs. G. Thor-
leifsson, Langruth.
6. Æskulýðurinn og kirkjan,
Miss Vigdís Sigurðson, kennari,
Hnausa, Manitoba.
Auk þessara mála, er voru gerð
að umræðuefnum í fyrirlestrum, var
bindindismálið rætt af alvöru og
áhuga. Framsögu í því máli hafði
Mrs. A. S. Bárdal, kona Arinbjam-
ar Bárdal, fyrrum lengi Stórtempl-
ar hér í fylki, sem alkunnur er að
frábærum skörungsskap og dugnaði
í bindindismálum.
Við söngvana, er sungnir voru á
þinginu, aðstoðuðu með ágætu
undirspili þau Carl F. Lindal, organ-
isti í lútersku kirkjunni i Langr.uth,
Miss Josephine Lindal dóttir hans,
og þær systur Miss Björg Halldór-
son og Miss Pearl Halldórson, dæt-
ur -Björns smiðs Halldórssonar í
Langruth.
Kosningar embættismanna Banda-
lagsins féllu þannig:
Heiðursforseti: Mrs.. Finnur
Johnson.
Forseti: Mrs. Ingibjörg Ólafsson.
Vara-forseti: Mrs. Flora Benson.
Skrifari: Mrs. H. F. Danielson.
Meðskrifari: Mrs. H. S. Erlend-
son.
Féhirðir: Mrs. J. Sigurðson.
Vara-féhirðir: Miss Kristín L.
Skúlason.
Meðráðakonur: Mrs. Steve Sig-
mar, Mrs. J. Tergesen og Mrs. V.
Bjarnason.
Ritstjóri tímaritsins “Árdís” var
kosin Mrs. (dr.) O. Stephensen.
Ráðsmaður tímaritsins: Mrs. F.
Johnson.
Sunnudagsskólanefnd: Mrs. H.
G. Henrickson og Mrs. G. Thorleifs-
son.
Allar viðtökur kvenfélagsins í
Langruth, og veitingar, voru hinar
ágætustu. Borðlhald fyrir gesti var
haft að mestu á heimilunum, en
kaffiveitingar, bæði síðdegis og að
kvöldi, fóru fram í fundnrsal kirkj-
unnar. — Til veizlu var loks efnt
í fundarsal bæjarins, stórum sal og
rúmgóðum, þar sem í boði voru ýms-
ir heldri borgarar bæjarins og um-
hverfis, auk hinna eiginlegu full-
trúa og gesta þingsins. Stjórn þar
hafði Mrs. G. Thorleifson, forseti
kvenfélagsins í Langruth. Þar töl-
uðu þau Mrs. Ingibjörg Ólafsson,
Mrs. T. J. Gíslason, Mrs. H. G.
Hernickson, S. B. Benediktsson,
séra B. A. Bjarnason og G. W.
Langdon, ræðumenn taldir hér í
þeirri röð er þeir töluðu.
Nú í kvöld fer fram samkepni i
framsögn íslenzkra ljóða, í kirkj-
unni. Fólk það, er þar kentur fram,
er alt kornungt og fætt hér í landi.
Úrslitin verða á sinum tíma birt í
Iwögbergi.
(Fréttaritari Lögb.)
/