Lögberg - 07.07.1938, Blaðsíða 5

Lögberg - 07.07.1938, Blaðsíða 5
LÖGBEÍBG, FIMTUDAGINN 7. JULÍ, 1938 5 Verður Faxafiói til- raunastöð í 10 ár? TiðindamaSur Vísis hitti Árna Friðriksson a'ð máli í gær, en 'hann var meðal farþega á Dettifossi á þriðjudagskvöld. Sat hann fund alþjóða hafrannsóknaráðsins í Kaup mannahöfn, sem haldinn var dagana 23.—28. maí. Spurði tíðindamaður Árna Friðriksson frétta af fund- inum. Viðtal við Árna Friðriksson “Fundinn sóttu fulltrúar frá öll- um (Norðurlöndum, Þýzkalandi, Englandi, Skotlandi, írlandi, Frakk- landi, Hollandi, Belgíu, Póllandi og Eistlandi. Er þetta fyrsti fundur, þar sem ísland hefir átt sæti í al- þjóðaráðinu sem fullgildur meðlim- ur. Fundinn sóttu fyrir íslands hönd Sveinn Björnsson sendiherra og eg.” —Verkefni fundarins? “í fyrsta lagi að leggja fraip skýrslu um rannsóknir s.l. árs og þar næst að taka ákvarðanir um við- fangsefni nánustu framtíðar. Sér- stök áherzla var lögð af þessu sinni á rannsóknir á vexti nytjafiskanna og voru fluttir margir fyrirlestrar um það efni. Einnig var rætt mikið um vatnafiska, merkingar á laxi o. s. frv. f þessu alþjóða hafrannsóknaráði, sem í eiga sæti ioo vísindamenn ým- issa þjóða, auk tveggja fulltrúa frá hverju landi, eru margir sérfræð- ingar, svo að samtals verður um ioo menn að ræða vanalega og svo var einnig nú. Innan ráðsins starfa margar nefndir, sem hver hefir sitt ákveðna viðfangsefni, þ. á m. ein nefnd, sem hefir umsjón með rannsóknum i Norður-Atlantshafi (The North- western Area Committee) og í þá nefndina var eg nú kosinn.—Auk þess á eg sæti í vatnanefndinni. Á hinn bóginn var Sveinn Björnsson sendiherra kjörinn meðlimur fjár- hagsnefndar. í ár og ef til vill næsta ár verður lögð sérstök áherzla á Golfstraums- rannsóknir. í þeim taka þátt allar stórþjóðirnar og mörg af smærri löndunum hafa rannsóknarskip. Einnig verða Bandarikjamenn og Canadamenn með i þessum rann- sóknum.” —Var friðun Faxaflóa rædd — og hvernig skilar því máli áfram? “Nefnd sú, sem starfað hefir að undanförnu innan hafrannsókna- ráðsins, er nú búin að draga saman og skrifa ritgerðir um meginið af því, sem við vitum utn Faxaflóa i dag. Nú er eftir að fylla upp í skörðin fcteð rannsóknum, sem til þess verður að gera. Ákveðið er, að nefndin hafi fundi í vetur, liklega í Kaupmannahöfn. Þegar nefndin hefir gert sér ljósa grein fyrir öll- um atriðum, er máli skifta varðandi Faxaflóa, skilar hún af sér til al- þjóðahaf rannsóknarráðsins. Mun hún þá mæla með eða móti, að fló- inn verði valinn sem einskonar til- raunasvæði, t. d. í io ár, svo að úr þvi verði skorið, hvaða vörn ungviði nytjafiskanna er i því, að þeim sé helgað stærra friðland en nú er. < Svona horfir þessu niáli nú. Full- yrða má, að unnið er að þessu máli af kappi og meira en helmingur af starfsorku fiskideildarinnar hér fer i þetta mál eitt.” •—Næsti fundur? “Næsti fundur ráðsins verður haldinn í Berlin næsta sumar.” — Höfum ver fast land undir fótum ? Mörgum kann að virðast þetta kynleg spurning. En þó er því í fullri alvöru haldið fram af mörg- um jarðfræðingum að heilar heims- álfur séu beinlinis á “flakki” um yfirborð jarðarinnar. Samkvæmt því er álitið, að eitt sinn hafi Ameríka, Evrópa og Afríka verið heillegt landflæmi, en svo hafi það brostið í sundur, Ameríka gliðnað frá vest- ur á bóginn og Atlantshafið lagzt á milli skaranna. Ef vel er að gáð. á landabrjfi, er sem austurströnd Ameriku sé klipt eftir vesturströnd Evrópu og Afríku. Þessi hugmynd um landflutning er kend við hinn hugmyndaríka þýzka vísindamann, Alfred VVeg- ener„ sem úti varð á Grænlandsjökli veturinn 1930. Honum auðnaðist ekki að sanna þessa 'hugmynd til fulls, enda getur reynslan ein skorið þar úr. M. ö. o.: Er nokkurs stað- ar hægt að sanna það með mæling- um, að fjarlægð breytist milli landa eð,a er hægt að finna þess dæmi að jarðskorpan geti tognað og teygst án þess að bresta. Það hafá verið gerðar nákvæmar staðarákvarðanir á íslandi, Græn- landi og Ameríku, síðustu tvo ára- tugi, til þes að prófa, hvort afstaða þessara landa breyttist. Það hefir ekki tekist að finna merki þess, enn sem komið er. -f Með Dr. Alexandrine komu hing- að til lands í fyrradag 6 vísinda- menn, 5 þýskir og einn íslenzkur. Þeir ætla að gera rannsóknir norður í Þingeyjarsýslu í sumar og miða störf þeirra að þvi að prófa Weg- eners-kenninguna — en með nokkuð öðrum hætti en gert hefir verið hingað til. Þeir velja sem rann- sóknarsvæði móbergsspilduna milli Vaðlaheiðar og Grímsstaða á Fjöll- um. Vesttn að þesari spildu standa forn blágrýtisf jöll og við Grímsstaði á Fjöllum standa fornir blágrýtis- hryggir upp úr móberginu. Á þess- ari spildu hafa þykk lög af nýjum hraunum og móbergi lagst ofan á hlágrýtið. Þar hafa mörg gos orð- ið á siðari öldum og margar gap- andi gjár og sprungur eru þar sýni- legar. Nú kemur spuningin. Er þess spilda föst, eða er hún á óra- hægri sígandi hreyfingu? Og verða eldgosin í samandi við hreyfinguna? —Getur það hugsast, að þessi nýju hraun og móbergsmyndanir þrýsti svo á blágrýtishelluna, sem undir liggur, að hún gliðni eða fljóti svo- litið út til hliðanna? Afleiðingin af þvi myndi verða sú, að Vaðlaheiði Góður gestur Mrs. Peter Shearer frá Phoenix, Arizona, kom til borgarinnar, til að sjá móður sina og systur og aðra vini hér fyrir norðan línuna, en það er eins og það forna spakmæli segir, að fáir geti ráðið sínum næturstað. Svo fór nú. Málfríður, Mrs. And- erson, veiktist snögglega, var því skrifað suður til dóttur Ihennar og sagt að móðir hennar væri mjög veik. Strax er hún fékk bréfið, sínraði hún, að hún kæmi á mánu- daginn 18. júní, en Bandaríkja hit- inn tafði fyrir og setti hana til baka til þriðjudagsmorguns, og símaði hún töfina. Nú er Halla komin til að hjálpa systur sinni, til að hjúkra sinni veiku móður og hefir henni létt við komu sinnar kæru dóttur. Halla er dóttir Ólafs Árnasonar bókbindara, er eitt sinn var greiða- sölumaður á Kolviðarhóli, en siðast bóndi við Amarantlh og Lonely Lake en er nú dáinn fyrir mörgum árum. En ekkjan hans hefir nú búið með dóttur sinni hér í Winnipeg, siðast- liðin ár, á 553 Furby St., en er sú aldurhnigna kona máttfarin, en létti þó við komu dóttur sinnar. Nú ætlar Halla að bregða sér til Bredenbury, til að sjá tengdafor- eldra sína, sem búa skamt þaðan út á landsbygð. Lögberg er góðfúslega beðið að taka þessar línur til birt- ingar. Vinsamlegast, með beztu óskum til ritstjórans. V. Vigfússon. —Visir 9. júní. Jón Friðfinnsson tónskáld I. Eg stundbundinn staðar nem og' stíla faein orð úr langætlan, ljóðstaf eg legg á slitið “chord. ” Á hljómböndin höggvin í liolblámans unn og harmónur hrokknar og hrundar í grunn. En “Sæll vertu Jónas” og “Svala heimsins lind,” og söngkáta “Vorið,” mun geyma þína mynd. II. Þú festir ást við íslenzk ljóð og áa þinna turrgu, þó þvggir fjarri þinni þjóð. FTr þögn í landi ungu, Þú sendir þau á söngva-væng um sveitir þinna granna sem stigin upp af sjúkrasæng í sálum frumbyggjanna. Við plóg og herfi hljómræn önd sig hóf úr akur-reiti, þú sáðir tónum sálarlönd er sáðu aðrir hveiti; nú blómgvast þau við skúr og skin svo skjálfa öx í blænum, á meðan feyskjan fellir hin jiín falda krónum grænum. Hann söng sín lög við exi’ og orf, þinn unglingshugur glöggi, þó torvelt sýndist tónsmiðs horf var tónn í hverju höggi. og þegar heim í hús var sezt í horn á bjálkakofa, j)ú fékst í línu lagið fest er lagst var fólk að sofa. Þér barst svo smátt úr bítum hér sem borgun, — líkt og hinum, en eigðu þíða þökk frá mér og þínum mörgu vinum, sem sazt í landi sólarlags við söngvaguðsíns fætur og söngst j)ig yfir erri dags og andvörp hljóðrar nætur. Sé hörpusláttur hættur þinn og hadtar söngva smíðar, þá lifir ennjiá andi þinn í umsjá vorrar tíðar; við geymum hjarta’ og hugblæ þinn ]>ó heiminn könnum víðar og máske síðast sönginn þinn oss syngja banahríðar. Jón Jónatansson. og blágrýtishnúkarnir hjá Gríms- stöðum fjarlægðust hvort annað. Þessvegna hugsa hinir þýzku vis- lindamenn sér að mæla hárnákvæmt fjarlægðina þarna á milli eins og hún er nú. Þeir bera það svo saman við mælingar sem þarna voru gerð- ar fyrir 30 árum af herforingjar. Og svo er ætlast til, að mælingarnar verði endurteknar á t. d. 10 ára fresti. -t- Foringi leiðangursins, prófessor Niemczyk, bauð fréttariturum blað- anna og ríkisútvarpsins til viðtals kl. 4 i fyrradag og skýrði Jæssi við- fangsefni fyrir þeim. — Auk þess verða gerðar mælingar á þyngdar- .afli jarðarinnar víða norðanlands, en slíkar mælingar hafa aldrei verið gerðar hér á landi áðu. Er þar mikið verkefni fyrir hendi sem get- ur gefið stómierkar bendingar um myndun landsins og bergfræði þess. í förinni tekur þátt þektur þýzk- ur eldfjallafræðingur, próf. Bern- auer og verður Tómas Tryggvason , jarðfræðingur, ættaður úr Bárðar- dal, honuiu til aðstoðar. Jrófesor Niemczyk tók það fram, að fregn, sem borist hefði hingað frá Kaupmannahöfn þess efnis, að einhver leynd hvíldi yfir fyrirætlun ]>eirra félaga, væri algerlega á mis- skilningi bygð. Hann hefði aðeins verið ófús að láta mikið yfir fyrir- ætlunum sinum, áður en séð væri í hvernig tækist að framkvæma þær. M. a. gæti óhagstætt veður gert 'hin- ar nákvæmu landmælingar ófram- 1 kvæmaftlegar. —N. dagbl. 15. mai. VEL AÐ VERIÐ Mrs. W. E. Bell í Hecla, Man., sendi blaðinu eftirfarandi frásögn: —Það kom fyrir 15. júni, að eg var ein heima með fjóra yngstu drengina og afa minn og gamla konu og þetta var daginn eftir miklu rigninguna þá nótt og mér datt ekki neitt annað i hug en að Kristinn, Jón og Victor væru rétt gengnir út og eg var úti í sumareldhúsi að þvo vélina; klukkan var 11 og svo heyri eg að Jón kallar og er að skæla og kemur hlaupandi. Þá heyri eg að Kristinn segir: “Flýttu þér Jón og segðu mömmu að Victor sé að drukna.” Þá hleyp eg. Það er 20 fet frá fjósinu gamall brunn- ur, sem er í kindagirðingunni og það kemur svo mikið vatn í þetta þegar ri^nir, að það er þriggja feta djúpt, og alveg fult þennan morgun. Þegar eg kem, þá er Kristinn, 5 ára, búinn að ná Victor 2 ára upp úr vatninu og stóð sjálfur hinum megin við hann, svo hann færi ekki ofan i aftur, og hélt honum þar. Þegar eg kom, sagði hann að Victor hefði dottið ofan í og hann náði ekki í hartn í fyrsta skifti, en þeg- ar hann kom upp í annað sinn náði hann í peysu-kragann og dró hann upp. Mér þótti þetta svo vel gert af honum, að hlaupa ekki frá. Victor var búinn að fá krampa, því þegar eg opnaði munninn á honum þá tók eg á með báðum höndum, og hann var blár á vörum. -Hann var orðinn hress eítir hálfan tima. Jón er þriggja ára. A traveller seeking advertisements for a local paper called at the viliage grocer’s. Upon presenting Jiis card, he was surprised when the grey- haired proprietor said: “Nothing doing. Been established 80 years, and never advertised.” Turning to leave, the traveller said: “Excuse me, sir, but what is that building on the hill?” “The village church,” said the grocer. “Been there long?” asked the travelter. “About 300 years.” “Well,” replied the traveller, “they still ring the bell.” -f The youngster was going. to a party. “Now, dear,” said the mother, “what are you going to do when you’ve had enough to eat?” Replied the youngster: “Come home.” -f The game was very one-sided. Just after half-time the captain of the losing team approached the referee. “I say, can we have another ball?” “What do you want another ball for?” the astonished referee asked. “Well,” grumbled the captain, “those chaps want that one all to themselves.” A Scot and a minister were in a train together travelling through a lovely part of Scotland. BeauHful scenery—moúntain, dales, rivers, and all the gkiries of Nature. When pass- ing a grand mountain they saw a huge advertisement for So-and-So’s whisky. The Scot gave a snort of disgust. The minister leaned forward and said: “I’m glad to see, sir, that you agree with me that they should not be allowed to desecrate the beauties of Nature by advertisement.” “It’s no’ that, sir,” said the Scot bitterly; “It’s rotten whusky.” -f According to an essayist, the ideal community wouid be one in which each man shares his possessions with his neighbors. A correspondent says there is a man living next door who eagerly shares his radio with every- body within a quarter-mile radius. 60 AR A ISLANDI I dag eru liðin 60 ár frá því Thor Jensen kom hingað til lands í fyrsta sinn og settist að á Borðeyri. Hann er nú 74 ára gamall og rek- ur nú, sem kunnugt er, hið stærsta bú er rekið hefir verið hér á landi. Starfssaga hans er þjóðinni kunn. Munu margir í dag senda þessum öndvegishöld islenzkra atvinnuvega sínar beztu hamingjuóskir. —Mbl. 5. júní. Watch styUs change tool A LIBERAL ALLOWANCE For Your OLD I WATCH TRADE IT IN /or a N EW BULOVA IT |iw«li *2975 THORLAKSON and BALDWIN Watehmakers and Jewellers 699 SARGENT AVE. WINTCIPEG I THOSE WHOM WE SERVE | IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING || AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS = BECALSE- | OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. = | COLUMBIA PRESS LIMITED | H 69ö SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 3‘27

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.