Lögberg - 14.07.1938, Qupperneq 3
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 14. JÚLt, 1938
3
Ingibjörg Jonasson
1901—1938
“Þeir sem guðirnir elska, deyja
ungir,” segir fortit spakmæli. Og
þau orð flugu mér í hug, þegar eg
stóð vi^ líkbörur Ingibjargar Jónas-
son fyrir stuttu t síðan. Veikindi
hennar og dauða bar svo óvænt a'ð
höndum, að vinir hennar eiga örðugt
með að trúa því, að hún sé horfin
úr samferðahópnum. Og sízt grun-
aði mig það, er eg í fyrra ritaði
nokþur orð um glæsilegan náms-
feril hennar, að það yrði hlutskifti
mitt innan árs, að mæla eftir hana
látna.
En höllum fæti stendur vor jarð-
neska tilvera; í veröld hennar ger-
ast veðrabrigðin með skjótum hætti,
eigi síður en á öðrum sviðum efnis-
heimsins. Morgunn lífsins rennur
upp heiður og fagur, svo að hvergi
sér skýhnoðra á lofti; en áður en
komið er að hádegi, er himininn
orðinn jnmgbrýnn og þykkskýjaður;
sólin sokkin djúpt í haf skýbólstr-
anna. Eðlilega hvarflar manni slík
samlíking fyrir hugarsjónir, þegar
maður stendur andspænis þeirri tíðu
staðreynd, að köld hönd dauðans
sker á lífsþráð efnisfólks á blóma-
skeiði. Og á slíkum stundum væri
næsta ömurlegt um að litast, ef ei-
Iífðarvonin hvíslaði eigi syrgjendum
huggunarorð í eyra; en í gegnum
sjónauka hennar — og trúarinnar
— blánar fyrir fegurri ströndum
framhaldandi lífs hinumegin við
Dauðahafið.
♦ ♦
Ingibjörg jónasson lézt mitt á
þroskaskeiði lífsins; hún var komin
yfir “örðugasta hjallann” á langri
og erfiðri námsbraut, og fögur og
athafnarik framtíð sýndist blasa við
henni á sviði kenslu- og fræði-
iðkana, sem hún ’hafði kosið sér að
æfistarfi. Hún var fædd 18. maí
1901, að heimili fóreldra sinna Jó-
hanns og Ingibjargar Jónasson, er
lengi hafa búið í grend við Hallson,
N. Dak.. Var henni eigi i ætt skot-
ið með gáfnafar. þvi að hún átti til
mæts og merks fólks að telja á báðar
hliðar. Foreldrar hennar eru bæði
Skagfirðingar að ætt og uppeldi;
Jóhann Jónasson faðir hennar er
sonur Jónasar Jóhannessonar að Ás-
hildarholti í Skagafirði, en móðir
hennar, Ingibjörg Þorleifsdóttir
(d. 1935), var frá Borgargerði í
Borgarsveit í Skagaf jarðarsýslu.
Ingibjörg Jónasson ólst upp hjá
foreldrum sínum í Hallson-bygðinni
islenzku og gekk á barnaskóla þar í
nágrenninu. En gagnfræðaskóla-
nám sitt stundaði hún í gagnfræða-
deild (Model High School) Land-
búnaðarháskólans í Fargo, N. Dak.
(The State Agricultural College),
og Iauk prófi þaðan vorið 1923. Hélt
hún siðan áfram nárni sínu við þá
mentastofnun og lauk stúdentsprófi
(Bachelor of Science) vorið 1927.
Sóttist henni námið prýðilega, enda
þótt hún yrði að leggja hart að sér
við vinnu samhliða því. En það er
gömul saga og algeng meðal íslenzks
námsfólks vestur hér, eigi síður en
heima á íslandi.
Að loknu námi gerðist Ingibjörg
kennari. Var hún skólastjóri í Pisek,
N. Dak., árin 1927—1929, og skip-
aði sömu stöðu í Telley, N. Dak.,
árin 1929—1935. Rækti hún kenslu-
starfið nteð alúð og dugnaði, og
átti almennum vinsældum að fagna
En lærdómslöngun hennar og
metnaður fundu eigi fullnægju í
þeirri mentun, sem krafist var til
stúdentsprófsins, — né heldur i
gagnfræðaskóla kenslunni. Ingi-
björg hafði sett sér hærra mark á
mentabrautinni, og stefndi ótrauð
að því, þó að Ijón fjárhagsörðug-
leika stæðu þar á vegi, svo að marg-
ur myndi hafa aftur horfið.
Upp úr nýári 1936 hóf hún fram-
haldsnám við rikisháskólann i Norð-
ur Dakota (University of North
Dakota) og lauk meistaraprófi i vís-
indum (Master of Scinece in Edu-
cation) vorið 1937. Ritgerð henn-
ar til meistaraprófs var sálfræðilegs
efnis, vel samin og um alt hin fræði-
'inannlegasta. Stundaði Ingibjörg
nántið af miklu kappi og hlaut ágæt-
ar einkunnir; einnig stóð hún fram-
arlega í félagslífi þeirra stúdenta,
sem framhaldsnám stúnda við há-
skólann. Virtu þeir hana mikils og
báru hið fylsta traust til hennar;
sýndi það sig glögt í þvi, er þeir
kusu hana á liðnu hausti (1937)
forseta í félagsskap sínum (Gradu-
ate Club). Skipaði hún þann sess
með sæmd; var röggsöm en þó sam-
vinnuþýð, og blómgaðist félagið vel
undir hennar stjórn.
Og samur var dugnaðurinn við
námið eins og áður, enda hlaut hún
ágætiseinkunnir i öllum námsgrein-
urn við miðsvetrarprófin i vetur.
Markmið hennar var, að ná doktors-
prófi í sálfræði; og leikur enginn
vafi á því, að henni hefði tekist það
með prýði.
En snemnna á seinna helmingi
þessa skólaárs, ágerðist sjúkdómur
sá, er varð banamein hennar. Var
hún flutt á sjúkrahús í Grand
Forks, og naut þar hinnar ágætustu
læknishjálpar; en sú viðleitni reynd-
ist árangiurslaus. IJézt Ingibjörg
þar á sjúkrahúsinu 12. apríl s.l.
Daginn eftir fór mjög hátíðleg
minningarathöfn urn hana fram á
einni af helztu útfararstofum Grand
Forks borgar. Líkræðuna flutti Rev.
P. H. Holm-Jensen, danskur prest-
ur, sem framhaldsnám stundar við
Norður Dakota háskólann, en pró-
fessor Ridhard B:eck flutti kveðju-
ræðu fyrir hönd háskólakennara og
nántsfólks. Margt kennara og nem-
enda, íslendinga í Grand Forks og
annara vina, var viðstatt minningar-
athöfnina.
Ingibjörg var til grafar borin frá
kirkju Hallsonsbygðar 16. apríl, að
viðstöddu f jölmenni. Séra Haraldur
Sigmar jarðsöng og flutti hugðnæm
kveðjumál í kirkjunni, en jafnframt
var þar lesið faguryrt ávarp frá ó-
nefndum vini hinnar látnu.
Auk Jóhanns föður hennar, sem
nú er allmjög við aldur, lifa Ingi-
björgu f jögur systkini hennar: einn
bróðir, Ingvi, heima í föðurhúsum.
og þrjár giftar systur:: Mrs. Einar
Einarsson, Hallson og Mrs. Lewis
Bernhöft og Mrs. Clarence Berger-
son, Cavalier, N. Dak.
Þykir þeim, eins og vonlegt er,
sem stórt skarð hafi verið höggvið í
ættargarðinn, því að Ingibjörg var
hin athafnasamasta og umhyggju-
sainasta á heimilinu, einkum síðan
hóðir hennar dó. Eiga skyldmenni
hennar á bak að sjá mikilli dugnað-
ar- og gáfukonu þar sem IngibjÖrg
var; einnig mun öllum, sem kyntust
henni, bera saman um það, að hún
var heilsteypt mjög að skapgerð,
hreinlynd og diarflynd, svo að af
bar. Námskona var hún ágæt, svo
áhugasöm, að eg hefi engum há-
skólanemanda kynst, sem sótti nám
sitt af meira kappi, og gekk hún þó
hreint ekki alt af heil til skógar.
Hrutu henni samt aldrei æðruorð
af vörum; slíkur var hreystihugur
hennar fram á banastundina.
En það er til márks um glæsilegan
námsferil Ingibjargar, að Dr. J. V.
Breitwieser, forseti kennaraskólans
við rikisháskólann í Norður Dakota,
og jafnframt sá maðurinn, sem um-
sjón hefir með framháldsnámi þar
við háskólann, sagði það í opinberri
ræðu í vor, að Ingibjörg hefði, rétt
áður en hún lagðist banalegurla,
samið í einni af kenslugreinum hans
einhverja allra beztu ritgerð, sent
honum hefði í hendur borist. Fór
hann mörgum fögrum orðurti um
nám Ingibjargar við háskólann og
ástundun hennar; og veit eg, að aðr-
ir kennarar hennar hefðu eindregið
tekið í sama strenginn.
íslenzkt námsfólk hefir — sér-
staklega sumt af því — getið sér
afbragðsorð við Norður Dakota
! háskólann. Ingibjörg »Jónasson
J fylgdi dyggilega í fótspor þeirra,
sem þar hafa fremstir staðið; með
þeim hætti jók hún á sæmd ættstofns
síns hérlendis.
Hún náði að visu eigi háum aldri;
en árafjöldinn einn saman er eng-
inn mælikvarði á gildi mannlífsins
eða gagnsemd. Það skildu norrænir
forfeður vorir manna bezt, eins og
"Hávamál” vitna; og sömu kenn-
inguna — að lífið skyldi reiknast í
dáðum én eigi árum — klæddi Jónas
Hallgrímsson í búning ódauðlegra
orða, þegar hann kvað :
“Hvað er langlífi?
Lífsnautnin frjóva,
alefling andans
og athöfn þörf:
margoft tvítugur
meira hefir lifað
svefnugum segg,
er sjötugur hjarði.”
Með þann sannleik í huga geta
ættingjar og vinir Ingibjargar
Jónasson horft yfir farinn-veg henn-
ar með djúpri þakklaétiskend eigi
síður en- saknaðar. Og jafnframt
niá minnast orða fyrnefnds skálds,
er hann sagði, spaklega sem oftar:
" Vonar-stjarna
vandamanna
hvarf i dauðadj úp —
en drottinn ræðnr.”
Richard Beck.
Lúsitanía kallar!
Þykkur þokubakki við írlands-
strendur teygði sig langt til hafs og
huldi Lúsitaníu, þar sem hún skreið
hljóðlega úr hafi inn á stríðssviðið
við strendur írlands, hinn örlaga-
þrungna vormorgun, 17. maí 1915.
Tvöfaldur vörður háfði verið settur
til að gæta að eða njósna um kaf-
bátaferðir. Skýlistjöldum var svift
af björgunarbátum, og þeir settir í
stellingar albúnir, svo til þeirra
mætti grípa með augnabliks fvrir-
vara, ef á þyrfti að halda.
Þokunni létti um hádegið og
William Thomas Turner, kafteinn,
skipaði að minka ganghraða skipsins
úr 25 ofan í 18 mílur á klukkustund-
inni, svo að komið yrði “að grynn-
ingum framundan Liverpool tveim
til þrem stundu'm fyrir háflæði.”—
Þegar farið var frant hjá Fastnet
kletti var hætt krákustígs siglingu,
er áður hafði verið haldið uppi allan
morguninn, til varúðar gegn kaf-
báta-aðsókn. Land sást fyrir stafni,
en engin varðskip til fylgdar voru
sjáanleg. Þrem stundum síðar var
Lúsitanía um tíu milur undan
Gamla höfða i Kinsale á írlandi.
Alt í einu heyrir Turner kafteinn
annan stýrimann Hefford hrópa:
“Sprengikúla!” Og vítisvélin hitti
skipið í sömu andránni með heljar-
afli og með “dauða undir dálki
hverjum.”
Hér var engin viðvörun gefin. Nú
var kl. 2.10 í London, og eftir tutt-
ugu mínútur var hið mikla Cunard-
línuskip sokkið í saltan mar með
1,198 manns af farþegum sínum og
áhöfn. Enn i dag liggur þessi stóri
skipsskrokkur : 312 feta dýpi þarna
fram undan Gamla höfða i Kinsole.
Hin sanna saga um þessa síðustu
ferð skipsins er enn mjög á huldu.
en atdrif þess má telja sem eitt hið
mesta stríðstíma slys, er sögur íara
af.
Enn kallar Lúsitanía um rannsókn
leyndardómanna er hún geymir, og
þegar sumar nú svífur á þessu ári
um írlands strendur, verður björg-
unarskipið “Orphir” lagst við
akkerisfestar tiu mílur í hafi niður
af Kinsale, og kynlegar stálklæddar
verur sjást dýfa sér i djúpan mar af
þiljum ofan, tengdar mannabygðttm
ofar öldum með styrkum liftaugum,
er lyfta þeim úr djúpinu er með
þarf. í hinum afar traustu og rúm-
góðu stálklæðum hverfa kafararnir
í dökkar öldur Atlantshafsins og
nenta staðar á hinum mikla skips-
skrokk til rannsóknar og starfs.
Fari alt eins og ætlað er, munu þeir
ganga um þiljur skipsins og taka
hreyfimyndir af þöglum stofum
þess og göngum, er lýsa tnun því,
hvernig þar var umhorfs hinn hræði-
lega dag fyrir 23 árum, er Lúsitanía
steyptist i kaf.
Hinum undaverðu fyrirætlunum
um glæfraför þessa í Lúsitaníu er
lýst af æfintýra myndasmiðnum og
kafaranum John D. Craig kafteini,
i nýútkominni bók hans, “Danger Is
My Business” — eða “Glæfrafarir
er starfi minn.” — Craig hefir kaf-
að og tekið myndir á sjávarbotni af
fjölda skipsflaka, víðsvegar um
heim, fyrir kvikmyndafélög í Holly-
wood. Hann hefir verið fenginn til
að stjórna björgunarverki við ýms
af hinum 169 skipum, sdm kunnugt
er um að sokkið hafi með fjársjóði
innanborðs og enn liggja, eins og
Lúsitania, á sjávarbotni víðsvegar
með ströndum fram.
Tritona félagið i Skotlandi, sem-
santninga, hefir gert um að leita í
400 af skipum þeim, sem sökt var
í stríðinu mikla, fann legustað Lúsi-
taniu árið 1935. Er skipstjórinn á
björgunarskipinu “Orphir” Henry
B. Russ’ell, hafði með dýpismæli
fundið skipið á áðurnefndu svæði
framundan Gamla höfða þar sem
það sökk, fór skips-kafarinn Jim
Jarrat niður á 240 feta dýpi Þá
hættu kaðalvindurnar á “Orphir” að
urga, þvi kafarinn hafði náð fót-
festu og fónaði úr djúpinu: “Nú
stend eg á stálbol skipsins og sé
rónaglahausana í byrðingi þess.
Skipsskrokkurinn er þakinn þykkri
slímhúð, en málmplöturnar undir
henni eru lítið ryðgjaðar.”
Vetrarveður með þoku og sjávar-
róti gekk að um þær mundir, ,->vo
ekki varð meira að gert við rar.n-
sóknir á Lúsitaníu þá um haustið:
og þar við bættist að mjög ísjárverð
viðhorf milli Evrópuþjóðanna komu
í ljós, sem leiddu það af sér, að
ekkert varð frekar unnið við rann-
sókn í Lúsitaníu um tveggja ára
skeið, en björgunarskipið “Orphir”
vann að störfum sínum á öðrum
sviðum. Craig kafteinn hélt þó á-
fram undirbúningi þeirrar fyrirætl-
unar sinnar, að taka myndir af
Lúsitaníu, þegar rannsóknir á skip-
inu yrðu aftur hafnar.
Tritonia-félagið vildi að þetta
væri gert, en engum hafði áður tek-
ist að lýsa upp hreyfimyndavél á
sjávarbotni og á slíku dýpi. Það
var ógerningur að halda tengslum
og samskeytum þurrum, sem nauð-
synlegt var, ef mynd skyldi taþa í
sjó, og auk þess þoldi enginn ljós-
kúpull (globe) hinn mikla þrýsting,
er nam 150 punda þunga á hverjum
ferþumlungs fleti hans. v
En Craig fann ráðið. Hann lét
verkfræðing sinn steypa lampa, er
þola skyldi þrýsting vatns á 1500
feta dýpi. Átján,slíkir lampar voru
gerðir og hafði ljós hvers þeirra
5000 vatta afl. Undir vanalegurri
kringumstæðum kostar þó notkun
þeirra $216 um klukkutímann.
Craig og félögum hans hepnaðist
einnig, eftir víðtækar og nákvæinar
rannsóknir, að búa til sérstakan og
áður óþektan kafarabúning, er bú-
inn var út með helíum blönduðu
efni, sem gerði köfurum unt að !it-
ast um og starfa í smáklefum jat'rri
sem og á stórum sviðum niðri i skip-
inu. Þeir geta starfað þar niðri tvo
tíma í einu og taka sér aðeins þrjár
mótþrýstings-hvíldir á uppleið. Litil
útvarpstæki, sent tengd eru við afl-
gjafa á belti um mitti kafaranna,
gera þeim mögulegt að senda skeyti
til björgunarskipsins uppi á haffleti,
og móttökutæki færa þeim fréttir
þaðan.
Við aðalstarfið að endurheimt
verðmætis þess, er i skipinu kann
að finnast, nota þó flestir kafararnir
hinn svonfenda Triton-búning, sem
állur er úr málmi, og Jarrat var i, er
hann, sem áður er getið, vitjaði
skipsins þegar lega þess hafði fund-
ist árið 1935. “Málmmaður” þessi
vigtar um 900 pund, en er svo hag-
anlega gerður, að kafarinn ge’ur
starfað í honum tíu klukkustundir á
sjávarbotni, og svo rúmt er innan í
risanum, að kafarinn getur athafn-
að sig að vild, smokrað handleggj-
unt og höndum úr stálermunum
meðan hann fær sér að drekka og
matast; er þessum þörfum hans
komið fyrir á hringhyllu innan í
“brjóstum” búningsins.
Liðamót stálmannsins og hendur
eru svo liðug og nákvæm, að kaf-
arinn getur hæglega beygt sig niður
og gripið upp smápening eða ann-
að lítilræði er lægi þar i leðjunni á
sjávarbotni. En þessi járnfnaður er
auðvitað seinvirkari og seinni í
snúningum vegna þyngslanna, held-
ur en rninni og léttari búningar.
Óefað er þessi sérkennilegi búningur
hið mesta völundarsmíði, er saga
djúpmiða kafaranna veit af að
segja, og gerir mönnum unt að
hnýsast inn í hina leyndardóms-
fullu sögu um; það hvað Lúsitanía
hefir að geyma, og mjög líklegt er
að á þessu sumri fái menn um víða
veröld að heyra, gegnum útvarpið,
hvernig rannsóknar- og björgunar-
starfinu er hagað, jafnframt þvi sem
hreyfimyndavélar stimpla á spjöld
sin athafnir manna þarna niðri í
skipinu á 312 feta hyldýpi.
Eftir að niður er komið, eiga
k^afararanir fram undan sér afskap-
lega erfiðleika, er yfir verður að
stíga, að því er Craig kafteini seg-
ist frá:
"Fyrsta rannsóknarferð kafar-
anna verður að líkindum 'hættuleg-
ust, vegna ókunnugleika og afstöðu
til verks þar niðri í djúpinu, þar
sem enginn hefir litast um, nema
Jarrat kafari, er hann árið 1935 stóð
fáenar mínútur á járnbol skipsins,
sem áður er getið.
“Eftir að hafa litast um finnum
vér að líkindum hæfilegan stað á
þeirri hlið skipsins er upp snýr, þar
sem miðstöð rannsóknar og björg-
unarverksins yrði valin. Þangað
myndi svo björgunarskipið “Orphir”
hleypa niður gildum vírkaðli, og
neðri endi hans festur við skipið þar
í miðstöðinni, til leiðbeiningar þeint
er að björgun vinna víðsvegar um
hinn mikla skipsskrokk, sem er ná-
lega 800 feta langur, og hætt er við
að verkmenn gætu vilst í þeirri ó-
bygð.
“Þegar vinnustöðin er til reiðu,
þá er að byrja á verkinu. Og það
fyrsta er að telja glugga og loft á
hlið skipsins niður á D-þiljur, en
frá þeim stað teljum vér að hægast
sé að komast að öryggis-klefum og
skápum skipsins. Séu nú rónaglar
í stálplötum skipsins enn eklci svo
ryðgaðir, að rjúfa megi “hauginn”
(Lúsitaníu) með járnkörlum og
kafarahömrum, þá verðum vér að
brjótast þar inn með dýnamíti, og
hverfa upp á þiljur “Orphirs” með-
an sprenging fer fram. Þegar
sprenging er afstaðin, fara kafar-
arnir aftur niður i djúpin með
stórar stálklær, er grípa utan um
byrðings-plötur þær, sem losnað
hafa við sprenginguna. Og ef til
vill heyrið þér þá gegnum útvarpið,
sem kontið hefir verið fyrir i nám-
(Framh. á bls. 7)
Business and Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 3 5 076 906 047 Consultatton by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur I eyrna, augma, nef og hálssjúkdómum. 216-220 Medicai Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 6 Skrifstofuslmi — 22 2 61 Heimili — 401 991 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200
/
Dr. S. J. Johannesson ViCtalstíml 3-5 e. h. 21« SHERBURN ST. Sími 30 877 • • *
DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPBG
H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœBinirur Skrifstofa: Roora 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 16 66 • PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœOincrur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94668
LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barrísters, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Ijindal. K.C., A. Buhr Bjöm Stefánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET Arlington Pharmacy Sérfræðingar í lyfjaforskriftum 796 SARGENT AVE. vlð Arlington SÍMI 35 550 Finni oss t sambandi við lyf, vindlinga, brjóstsykur o. fl.
PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldaábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221
A.S.BARDAL 348 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sá. bezti. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legstelna. Skrifstofu talstmi: 86 607 Helmllis talslmi: 501 56 2 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPBG pasgilegur og rálegur bústaOur 1 miObiki borgarinnar. Herbergi Í2.00 og þar yflr; með baðklefa $3.00 og þar yflr. Agætar máltlðir 4 0c—60c Free Parking for Chiests
I