Lögberg - 21.07.1938, Side 1
PHONE 86 311
Seven Lines
R«J"
ío'
ted
..,VA° vSV>
C«T-
' cþ*&o*
Vi«»
For
Better
Dry Cleaning
and Laundry
51. ÁRGANGUR
WINNIPBG, MAN., FIMTUDAGINN 21. JÚLÍ, 1938
NÚMER 29
Tryggvi Ingjaldsson látinn
Frá Islandi
Snjór ofan að sjó
á Siglufirði
Ekkert veiðiveÖur er nú fyrir
NorÖurlandi og ihefir snjóaS ofan
að sjó á Siglufirði.
Fáein skip hafa komið inn til
Siglufjarðar frá þvi á laugardag
með ofurlitinn slatta. Meðal þeitra
var Brimir og ihafði hann fengið
afla sinn austur við Langanes.
Um miðjan dag í gær fór að
snjóa á Siglufirði og hélt áfram að
snjóa, þegar blaðið átti tal við
Siglufjörð i morgun. Var orðið
hvítt ofan að sjó á Siglufirði.
—Alþ.bl. 27. júní.
♦♦♦
Vegur lagður upp á Þrídrang
í Vestmannaeyjum
Nýlega lögðu þrír menn úr Vest-
mannaevjutn veg upp á Þridranga
—en vegur þessi var lagður með
þeim hætti, að mennimir klifu
drangann og ráku járnflein ofan i
hann — innan við bergbrúnina —
og tengdu við hann járnfesti, sem
liggur niður að rótum drangans.
Mennirnir voru: Svavar Þórar-
insson, Hjálmar Jónsson og Þor-
steinn Sigurðsson.
Til þess er ætlast, að viti verði
reistur á drangann og hafa þeir Jó-
hann Gunnar Ólafsson fyrverandi
bæjarstjóri og Árni Þórarinsson,
hafnsögumaður, fyrstir bent á
nauðsyn þess.
Það kom í ljós er upp var komið
á drangann, að þar er nægilegt
landrými fyrir vita, eða 17 sinnum
26 metrar. Uppi á dranganum er
talsvert af baldursbrá og blóðrót en
annars litill gróður. Dranginn er
um 30 metrar á hæð.
—Alþ.bl. 27. júní.
♦♦♦
Biskup biður um
lausn frá embætti
Jón biskup Helgason lýsti því yfir
á fundi prestasitefnunnar ihér í bæn-
um í fyrradag, að hann hefði ákveð-
ið að biðja um lausn frá biskups-
embættinu og mundi hann senda
lausn'arbeiðni sína einhvern næstu
daga.
Dr. Jón Helgason ihefir gegnt
biskupsembættinu í 22 ár.
Biskup þakkaði prestum fyrir
samstarfið og þær ágætu viðtökuf,
sem hann hefði aMsstaðar fengið á
ferðalögum sínum um prestaköll
landsins.
Þegar biskup hafði mælt þessi
orð, filutti séra Bjarni Jónsson
biskupi hlý kveðju- og þakkarorð.
—Alþ.bl. 27. júní.
♦ ♦♦
Minnismerki
Jóns Arasonar
Sauðárkrókur 24. júní.
Héraðsfundur Skagaf jarðarpró-
fastsdæmis var haldinn á Sauðár-
króki 14. júní síðastliðinn og sam:-
þykti að kjósa nefnd manna til þess
að hefja fjársöfnun til þess að reisa
minnismerki um Jón Arason biskup
á Hójum. Skal minnismerkið vera
komið upp á 400 ára dánarafmæli
Jóns Arasonar, þann 7. nóv. 1950
og standa að Hólum í Hijaltadal.
—Vísir.
♦♦♦
01 an ríkismálin
sérstök stjórnardeild
Stefán Þorvarðsson hefir verið
skipaður skrifstofustjóri í utan-
ríkismálaráðuneytinu, en hann hefir '
til þessa verið fulltrúi í sarna ráðu-
neyti.
Utanríkismálin hafa til þessa haft
fremur slæman aðbúnað í stjórnar- >
ráðinu. Má segja, að þau hafi eng-
an samastað haft og enga boðlega
skrifstofu. — Þeim hefir verið hol-
að niður í smá-kompu, sem áður
var biðherbergi.
Utanríkismálin hafa heldur ekki
til þessa verið sérstök deild í stjórn-
arráðinu, á sama hátt og aðrar
stjórnardeildir þar.
Síðasta Alþingi gerði breyting á
þessu. Það ákvað að stofna sér-
staka stjórnarskrifstofu fyrir utan-
ríkismálin og fær sú deild nú sinn
fulltrúa. Stefán Þorvarðsson hefir
nú verið skipaður fyrsti skrifstofu-
stjórinn í okkar utanríkismálaráðu-
neyti og fulltrúi þar er Magnús V.
Magnússon cand. jur.
Utanríkismáladeildin hefir aðset-
ur í Arnarhvoli.
—Morgunbl. 30. júní.
♦♦♦
Æskan hyllir
Jónas Jónsson
Á seinasta fundi stofnþings ungra
Framsóknarmanna, bar Baldvin Tr.
Stefánssion, Stakkahlið, N.-Múla-
sýslu, fram svoihljóðandi tillögu:
“1. þing sambands ungra Fram-
sóknarmanna samþykkir að kjósa
Jónas Jónsson, formann Framsókn-
arflokksins, sem fyrsta heiðursfé-
laga Sambands ungra Framsóknar-
manna, í viðurkenningarskyni fyrir
hans miklu og góðu störf í þágu al-
þjóðar, og þá einkumi æskunnar í
landinu.”
Fundarmenn samþyktu þessa til-
Iögu með lófataki sem aldrei ætlaði
að linna.
Ennfremur samþykti fundurinn
að fela stjórn S.U.F. að vinna að
því að hafist yrði handa um útgáfu
safns af ritgerðum Jónasar Jóns-
sonar.—Tíminn 23. júní.
♦♦♦
Sjóður stofnaður
1 fyrrakvöld var okkur afhentur
sjóður, tengdur við nafn móður
okkar, Stefaníu Guðmundsdóttur,
að upphæð kr. 1000.00 og skjal, sem
hljóðar þannig:
“Nokkrir vinir frú Stefaníu sál.
Guðmundsdóttur leikkonu gangast
fyrir því, að stofnaður verði sjóður,
er beri nafn hennar og notaður verði
til að efla leikment hér á landi eftir
því sem nánar verður ákveðið í sam-
ráði við eftirlifandi börn hennar.
Vér undirrituð teljum mjög vel
við eigandi, að minniffg frú Stefaníu
verði á þenna hátt tengd við leik-
mentina i framtiðinni og leyfum oss
að mæla með þvi við alla, sem unnu
og möttu leiklist hinnar látnu lista-
konu, að þeir leggi sinn skerf til
þess, að sjóðurinn geti orðið sam-
boðinn hinni framliðnu.”
25 undirskriftir.
Viljum við færa stofnendum
þessa sjóðs okkar beztu þakkir fyrir
þá virðingu, er þeir sýna minningu
móður okkar og vona, að hin fagra
hugmynd vina hennar og okkar megi
ná takmarki sínu.
Laufásveg 3, 20. júní 1938.
Systkinin Borg.
—Morgunbl. 22. júní
♦♦♦
Mót Norræna félagsins
Þegar inót Norræna félagsins var
sett í Lubeck, blöktu fánar allra
Norðurfenda þjóðanna i stöngum
yfir fundarstaðnum.
Viðstaddir voru innanríkismála-
ráðherrann dr. Frick, landbúnaðar-
málaráðherrann Darre, Hdmmler og
Ríosembeg og margt annaa þektra
manna úr opinberu lífi Þýzkalands.
Þýzk blöð skýra frá því, að marg-
ir Islendingar sæki mótið, þ. á. m.
Pétur Halldórsson borgarstjóri í
Reykjavík.
—Morgunbl. 23. júní.
Aðfaranótt siðastliðins mánudags
lézt að heimili sinu i Árborg hér-
aðshöfðinginn Tryggvi Ingjaldsson,
76 ára að aldri; hafði verið fremiur
veill á heilsu i síðastliðin tvö ár, þó
Tryggvi Ingjaldsson
óvenjulegt lífsfjör héldi honum á
ferli svo að segja fram til þess síð-
asta. Tryggvi Jngjaldsson var stór-
merkur maður ; áhuga og framtaks-
maður í hvívetna, en um fram alt
annað góðviljaður drangskaparmað-
ur, er ávalt og á öllum tímum kom
allstaðar fram til góðs. Hann var
fæddur i Saltvik i Suður-Þingeyjar-
sýslu þann 29. dag júni'inánaðar ár-
ið 1862. Faðir hans var Ingjaldur
Jónsson Einarssonar i Saltvik, en
móðirin Margrét Jónsdóttir. Árið
1885 kvongaðist Tryggvi og gekk
að eiga eftirlifandi konu sína Hólm-
fríði, dóttur Andrésar bónda Ólafs-
sonar á Fagranesi í Reykjadal; þau
fluttust til Vesturheims árið eftir
og settust fyrst að við Akra í North
Dakota, en fluttu skömmu seinna tii
Hallson og bjuggu þar góðu búi.
Árið 1901 flutti Tryggvi ásamt
fjölskyldu sinni til Árborgar héraðs
og nam þar land; komust þau hjón
þar fyrir frábæran dugnað í allgóð
efni og stóð heimili þeirra jafnan í
þjóðbraut hvað viðkom gestrisni og
hjálpsemi. Um nokkurt skeið rak
Tryggvi verzlun og hafði með hönd-
um smijörgerð. Á sviði héraðs- og
sveitarmála hafði Tryggvi forustu
jafnan með höndum, og þótti bæði
ósérhlífinn og tillögugóður. Mun
Bifröst-sveit lengi minnast giftu-
drjúgrar starfsemi hans og frarn-
taks. í safnaðarmálum og öðrutn
íslenzkum félagsskap, var Tryggvi
ávalt í fararbroddi, boðinn og bú-
inn til átaka þar, sem þörfin var
mest. Að baki honurn liggur lang-
ur og nytsamur starfsferill, sem
samferðasveit hans ber að minnast
og þakka.
Trygg'vi Ingjaldsson var gleði-
maður; það var alt af glatt og bjart
í kringum hann hvernig sem viðraði
og hvað sem á móti blés. Þó átak-
anlegar sorgir heimsækti Tryggva
heitinn, er mjög gengu honum til
hjarta, var hann verulegur lánsmað-
ur; hann átti fyrirmyndarkonu og
úrvalsbörn. Sonur Tryggva'heitins
Ingimar, þjóðkunnur maður, um
eitt skeið þingmaður Gimli-kjör-
dæmis, lét lif sitt með vofeiflegum
hætti; varð hann öllum er til þektu
harmdauði. Ekkja hans er Violet
dóttir þeirra Mr. og Mrs. Kristján
Paulson á Gimli.
Auk Hólmfríðar ekkju sinnar,
lætur Tryggvi eftir sig eftirgreind
tx'irn:
Sesselja, gift Guðm. S. Guð-
mundsyni; Snjólaug, gift Guðjóni J.
Björnssyni; Andrea, gift Edward J.
Johnson; Sigriður, gift Andrési
Jónssyni; Guðrún, gift Halldóri S.
Erlendssyni frá Hálandi í Geysis-
bygð; Kristjana, gift W. Crowe og
Rannveig, gift E. Davies i Chicago.
Við fráfall Tryggva Ingjaldsson-
ar, er stórt skarð höggvið í íslenzku
mannfélagsfylkinguna vestan hafs;
einum ágætum liðsmanni færra.
Útför Tryggva heitins fer fram
frá heimiilinu og kirkju Árdalssafn-
aðar í dag, fimtudaginn, þann 21.
þ. m. undir umisjón Bardals, kl. 2
e. h. Séra Sigurður Ólafsson jarð-
syngur.
MARÍA EKKJUDROTNING
AF RÚMENIU LÁTIN
Þann 17. þ. m. lézt að sumar-
bústað sínum Sinain, María ekkju-
drotning af Rúmeníu, 62 ára að
aldri; var hún sonardóttir Victoriu
Englandsdrotningar; hún hafði átt
við lall-lang^arandi heilsubilun að
stríða; hin látna ekkjudrotning þótti
stórhæf kona og kom um langt skeið
mjög við sögu. Canol konungur og
annað náasta sifjalið var við dánar-
beð ekkjudrotningarinnar.
SPÁNARMÁLIN
Svo hefir árásarher Francos sótt
ákaft fram upp á síðkastið, að nú
á hann ekki eftir ófarnar nema
tuttugu og f jórar milur til Valencia.
Á nýafstöðnum tveggja ára af-
mælisdegi borgarastyrjaldarinnar
lýsti Franco yfir þvi, að hann hefði
með tilstyrk hersveita sinna i raun
og veru unnið sigur i hildarleiknum;
töfin, sem á hefði orðið, væri öll
Rússum að kenna. Hersveitir
Francos hafa nú umráð yfir 70% af
spánversku landi.
ÆFINTÝRAMAÐUR
Ungur maður að nafni Douglas
Carrigan, lagði af stað frá New
York á sunnudaginn í gömlu flug-
vélarskrifli, og var ferðinni heitið
að sjálfs hans sögn, til Los Angeles.
Eftir rúmar tuttug og átta klukku-
stundir lendir hann svo í Dublin á
írlandi; hann segist hafa tapað átt-
unum. Trúi því hver sem vill.
MÆLIR MEÐ TAKMöRKUN
VIGBÚNAÐAR
Roosevelt Bandaríkjaforseti flutti
í vikunni sem leið ræðu, þar sem
hann lýst yfr þvi, að Bandaríkja-
þjóðin myndi ekki láta á sér standa
um fullkomna samvinnu, ef lýðræð-
isþjóðir Norðurálfunnar svo sem
Bretar og Frakkar, beittu sér fyrir
takmörkun vígbúnaðar.
Silfurbruðkaup
Mr. og Mrs. S. S. Johnson
í Framnesbygð
Það var heldur en ekki glatt á
hjalla i samikomuhúsi Framnesbygð-
ar i Nýja íslandi, laugardaginn 25.
júní s.l. Víðsvegar að hafði fólk
komið til að samfagna hjónunum
Snæbirni og Sigríði. Johnson á
tuttugu og fimm ára giftingaraf-
mæli þeirra. Skyldfólk hjónanna
beggja var í þessum hópi, ásamt
þremur mannvænlegum sonum hjón-
anna. Samsætið var undir stjórn
sóknarprests, og hófst með sáhna-
söng og bænagjörð. Ávarpaði svo
veizlustjóri samsætið nokkrum orð-
um og bauð gesti velkomna, fyrir
hönd nefndarinnar er hafði mann-
fagnað þennan með höndum. Svo
voru skeyti lesin upp frá fjarlægum
vinum. Fyrir minni brúðarinnar
talaði Mrs. W. Eyjólfsson og mælt-
ist henni ágætlega. Ræðu fyrir
minni brúðgumans flutti Mr. Sig-
urður Vopnf jörð; þakkaði hann í
góðri ræðu sinni silfurbrúðguman-
um störf hans og afskifti af félags-
miálum bygðar og umhverfis, bæði
fyr og síðar, og Stuðning þann, er
hann hefði veitt ihverju góðu máli,
sín mörgu starfsár í bygðinni.
Gjafir til heiðursgesta voru svo
bornar fram: gjöf frá sonum þeirra,
blómagjöf frá frændfólki Snæ-
bjarnar, börnum Jónasar Helgason-
ar bónda í Argyle og Sigríðar konu
hans, sem nú er lát'in, en hún var
móðursystir Snæbjarnar. Einnig
var borin fram gjöf frá Mr. og Mrs.
Björn Dalhmann og dóttur þeirra
og tengdasyni Mr. og Mrs. Collins,
Riverton, Man., en Mr. Dalhmann
er móðurbróðir Snæbjarnar. Einn-
ig var afhent gjöf frá bygðarfólki,
vandað “ohesterfield”, sömuleiðis
gjöf frá Mr. og Mrs. J. Sigvalda-
son í Víðir. Fleiri gjafir voru
fram bornar, þó að sá, er línur
þessar ritar, kunni ekki skilgrein-
ingu þeirra. — Mr. P. K. Bjarna-
son mælti hlý og viðeigand orð til
heiðursgestanna, og' gat um störf
þeirra og þakkaði þau að verðleik-
um. Meðal annara, er tif máls tóku,
var Mr. Thor Lifman, mintist hann
þróttar, hófstilingar og styrkleika
Snæbjarnar. Mr. B. M. Poulson,
lögmaður frá Árborg, flutti stutta
ræðu á ensku, og var efnisiheppinn
að vanda. Söngflokkur söng ýmsa
söngva: “Sú rödd var svo fögur,”
“Vona minna bjarmi,” “Sjá brostin
klakabönd” og “Brosandi land” o.
m. fl.
Mrs. Guðrún Vigfússon lék á
hljóðfærið, voru ýmisir þjóðlegir
söngvar sungnir af mannf jöldanum.
LTndir lok samsætisins talaði Mr.
Johnson fyrir hönd sinna og sín.
bæði á ensku og íslenzku, og mæltist
vel. Fóru þá fram veitingar nieð
rausn og prýði, naut hinn mikli
mannfjöldi ágætrar veislu og sam-
IIEPBURN / LOFTINIJ
Mitchell Hcpburn
Hon. Mitchell F. Hepburn for-
sætsráðherra Ontariofylkis, kom til
Winnipeg á mánudaginn á 8,000
mílna flugferð um Canada og norð-
ur i höf. Hann varðist allra frétta
við blaðamenn, en kvaðst með góðri
samvizku geta fullvissað þá um það.
að för sín stæði í engum sambönd-
um við pólitík; sér fyndist hann
eiga skilið að létta sér upp eftir
tvennar kosningasennur og um-
svifamikil þingstörf.
DÁNARBÚ ALBERTS C.
JOHNSONS
Albert heitinn Johnson, ræðis-
maður Dana og íslendinga hér í
borginni, var sem kunnugt er, einn
hinna mestu atorkumanna meðal ís-
lendinga vestan hafs, og græddist
oft og einatt mikið fé. Nú hefir
dánarbú hans verið tekið til skifta-
meðferðar og er metið á $132,032,
að því er dagblöðunum í Winnipeg
segisfj frá. Einn þriðji þessarar
upphæðar fellur í hlut ekkju AI-
berts, en hitt skiftist jafnt á milli
hinna fimm barna þeirra.
BRACKEN SKRIFAR
KORN SÖLURÁÐINU
Hon. John Bracken, forsætisráð-
herra Manitobafylkis, hefir skrifað
forseta kornsöluráðsins, Mr. George
H. Mclvor bréf, þar sem fram á
það er farið, að bændum verði trygt
sæmilegt verð fyrir kornframleiðslu
sina á komandi hausti; leggur Mr.
Bracken á þetta mikla áherzlu, sem
efnahagslegt sáluhjálparatriði fyr-
ir bændur Sléttufylkjanna.
BREZKU KONUNGS-
HJÚNIN HEIMSÆKJA
FRAKKLAND
Georg Bretakonungur og Elizabet
drotning komu til Parísarborgar á
mánudaginn setni gestir frönsku
þjóðarinnar. Forseti Frakklands,
Albert Lebrun, tók á móti hinum
tignu gestum á járnbrautarstöðinni,
að viðstöddu geysilegu fjölmenni.
Utanrikisráðherra brezku stjórnar-
innar, Halifax lávarður, var í för
með konungshjónunum.
talsstundar undir borcTum.
Sigríður og Snæbjörn eru enn á
góðum starfsaldri, eru þau bæði
fögur að vallarsýn; hann með allra
stærstu og karlmannlegustu mönn-
rnn norður hér, þar sem þó er gnægð
stórra og ágætlega vaxinna manna,
bæði eldri og yrígri. Synir þeirra
hjóna eru allir hinir mannvænleg-
ustu og góðir samverkamenn foij-
eldra sinna og ágæt bændaefni. Er
heimilið myndarheimili, og á sér
djúpar rætur, en hjónin og synir
þeirra njóta virðingar og hlýhugar
sam f erðaf ólksins.
Sigurður Ólafsson.
Samkomur Jónasar Jónssonar
JÓNAS FYRVERANDI DÓMSMÁLARÁÐHERRA
JÓNSSON, er væntanlegur hingað til bæjar í næstu
viku sem gestur Þjóðræknisfélagsins. Hefir hann látið
í ljósi að liann óskaði eftir að geta heimsótt allar ís-
lenzku bygðirnar í álfunni og falið þjóðræknisnefndinni
að semja ferðaáætlun sína yfir ágústmánuð. Hefir
nefndin því ákveðið eftirfylgjandi staði, þar sem hann
verður staddur yfir fyrri hluta ágúst, og flytur erindi:
Að Ilnausum (Islendingadaginn) 30. júli
Að Gimli (Islendingadaginn) 1. ágúst
Að Churchbridge (í Þingvallabygð) 4. ágúst
Að Wynyard (Islendingadaginn) 5. ágúst
Að Markerville, Alberta 10. ágúst
1 Vancouver, B.C., 15. ágúst.
Áætlun þessi verður birt í næsta blaði og þá með
þeim breytingum sem verða kunna.
Samkomur hans í öðrum bygðarlögum innan Mani-
toba og Bandaríkjanna verða auglýstar síðar. Aðgang-
ur að hinum sérstöku fyrirlestra samkomum 35c.
0
Vestur á Kyrrahafsströndinni er gjört ráð fyrir
að hann flytji erindi á þessum stöðum: Pt. Roberts;
Blaine; Bellingham; Seattle og ef til vill víðar. Eín
allar ráðstafanir að því lútandi, svo sem auglýsingar,
ákveða samkomustaði o. fl. verða gjörðar þar vestra.
• —Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins.