Lögberg - 21.07.1938, Síða 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JCLl, 1938
Látið kassa á
nú þegar
ís
í 2-glasa
flösku ■
Ur borg og bygð
SíÖastliÖinn föstudag voru gefin
saman í hjónaband hér í borginni,
Mr. Paul S. Kardal frá Gimli og
Miss Martha Brodie, 789 Pacific
Ave., Winnipeg. Framtíðarheimili
ungu hjónanna verður á Gimli.
íslendingar í Vatnbygðum halda
hinn 30. þjóðminningardag sinn í
Wiynyard á föstudaginn þann 5.
ágúst næstkomandi. Jónas Jónsson
flytur þar kveðju frá íslandi. Mjög
hefir verið vandað til hátíðarhalds-
ins og má því vafalaust búast við ó-
venju mikilli aðsókn.
•f ♦
Á laugardaginn þann 16. þ. m.,
voru gefin saman í hjónaband að
Fraserwood hér í fylkinu, Dr.
Stephen Thorson, sonur Mr. og
Mrs. John Thorson, 880 Sherburn
Street hér í borginni, og Miss Jean
Isabelle Wood, dóttir Mr. og Mrs.
S. J. Wood. Hjónavigslan fór frarn
að heimili foreldra brúðarinnar, að
viðstöddu afarmiklu f jölmenni. Rev.
Dr. A. J. Hunter frá Teulon fram-
kvæmdi hjónavigslu athöfnina
Ungu hjónin fóru brúðkaupsferð
sína suður í Bandaríki, en setjast
síðan að i Boston, þar sem Dr.
Thorsion dvelur að minsta kosti
næsta ár við framhaldsnám og
kenslustörf í læknisvisindum.
I
■f ■♦•
Þann 15. þ. m., lézt Leslie Keen,
skrifari Churchbridge-sveitar, mæt-
ur maður og vel látinn. Hann læt
ur eftir sig konu og stálpuð börn;
er skarð fyrir ski.ldi við fráfall hans.
GIMLI THEATRE
Thurs. - Fri., July 21-22
8. p.m.
Williani Royd in
“HOPALONG RIDES
AGAIN’’
Tliurs. — CountrWStore Night
Matinee Thurs. at 3 p.m.
Prizes for Children
Thurs., Fri., July 28-29
8 p.m.
Marlene Dietrich, Charles
Boyer, Basil Rathbone in
“GARDEN OF ALLAH’’
in Technicolor
(Adult)
Eftirfylgjandi nemendur Mr. O.
Thorsteinssonar, Gimli, Man., tóku
próf við -Toronto Conservatory of
Music:
Pianoforte, Grade 5—
Honors—Miss Anna Arnason,
Miss Maria Josephson.
Pianoforte, Grade 3—
First Class Honors:
Miss Rita Greenberg.
Pianoforte, Grade 1—
First Class Honars:
Miss Sigurveig Arason
Miss Lillian Albertson.
Violin, Grade 4—
First Class Honors:
Mr. Guðmundur Markúson,
Bonors:
Miss Lulu Stefanson.
Violin, Grade 1—
First Class Honors:
Mr. Gunnlaugur Helgason.
•f -f
Hon. Guðmundur Grímsson hér-
aðsdómari frá Rugby, North Dak-
ota, var staddur i borginni seinni
part vikunnar sem leið.
■f -f
Gefin saman í hjónaband af sókn-
arpresti í Arborg, Man., á prests-
heimilinu þar, Einar Jón Einars-
son, Gimli, Man., og Margaret Mary
Gharnecki, hjúkrunarkona, St. Vital,
Man.
Mannfagnaður í
Marshland
Svo er nefnt bygðarlag nokkurt
vestur at Manitobavatni, um sex til
átta mílur vestur af þorpinu Lang-
ruth, sem er að mestu íslenzkur bær.
Marshland er og stundum nefnt
"Big Grass,” sennilega vegna þess
hve bygðin er grasgefin, er enda, að
sumir segja, eldra nafn, en er nú
orðið langoftast nefnd því nafni,
sem að ofan er greint.—
1 bygð þessari eru nokkur islenzk
býli og virðist talsverð velsæld sitja
þar að völdum. Var fyrir eina tíð
æði mikið stærri bygð. Margir
fluttu burtu, er þar bjuggu áður.
Er ekki gott að gera sér grein fyrir
þeirm burtflutningum, þegar maður
athugar það, að þeir sem eftir urðu
og nú búa þar, eru flestir, ef ekki
allir, gildir og góðir bændur, og
virðast una hag sinum hið bezta.
Tilefni mannfagnaðarins í Marsh-
land var að samgleðjast þar nýgift-
um hjónum. Hafði miðaldra, ó-
giftur búhöldur, Kristinn Guð-
mundsson að nafni, nýlega staðfest
ráð sitt. Er húsfreyja hans Hall-
fríður Sölvason frá Árborg. Höfðu
þau þá rétt nýlega komið úr brúð-
kaupsferð sinni, í dýrindis bíl, spá-
nýjum, er Kristinn hafði aflað sér
í búið, og það án þess að til láns
þyrfti að taka, eða i skuldir að fara,
eftir því sem kunnugum segist frá,
þó eftir ágizkun vera kunni. —
Einir seytján eða átján bílar,
hlaðnir fríðu liði, á ýmsum aldri.
voru í hermsókninni. Mun klukkan
hafa verið laust fyrir niu, síðastliðið
laugardagskvöld, þá er komið var
heim á heimili hinna nýgiftu hjóna.
Eins og siður er við slikar heim-
sóknir, höfðu konur með sér veizlu-
kost allan. Formaður fararinnar og
veizlustjóri var Magnús bóndi Pét-
ursson. Er hann greindur maður,
einarður og vel máli farinn. Lætur
honum veizlustjórn hið bezta.
Gjöf frá'heimsækjendum og vin-
um, til hjónanna nýgiftu, var
stundaklukka, falleg og vönduð, er
afhent var af veizlustjóra, með við-
eigandi hlýlegri og fallegri tölu.
Til ináls tóku, auk hans, þau Mrs.
G. Thorleifson, S. B. Olson og séra
Jóhann Bjarnason, er nú tmn tima
hefir þjónað lúterska söfnuðinum í
Langruth. Svo talaði og Kristinn
bóndi sjálfur. Þakkaði fyrir heim-
sóknina fyrir hönd þeirra hjóna og
þá rausn og velvild sem þeim befði
verið sýnd.
Á milli ræðanna voru sungnir úr-
valssöngvar islenzkir, og nokkrir
enskir sömuleiðis, og fór það alt vel
fram.
Fyrir veitingum stóðu þær Mrs.
J. Helgason, Mrs. M. Pétursson og
Mrs. P. Anderson frá Woodside,
sem er systir Kristins. Til aðstoð-
ar þeim voru og ýmsar aðrar mynd-
arkonur, ásamt ungum, fríðum
meyjum, er með þeim höfðu komið.
í ræðunum kom fram mikið og
gott álit á hinum nýgifta bónda.
Var auðheyrt að hann er álitinn
drengur góður og ábyggilegur í hvi-
vetna, auk þess sem hann er dugn-
aðarmaður og búhöldur góður. Þótti
mjálum hafa vel skipast og giftu-
smalega að hann hefir nú fest sér
konu, sem er vel að sér i öllu er að
húshaldi lýtur, auk þess sem hún
er stillileg í framgangsmáta, kemur
vel fyrir og er lagleg kona. Má
segja að heimilið sé nú vel á sig
komið. Er þá meir en sennilegt,
að hamingjuóskirnar mörgu, er
bornar voru fram í samsætinu, komi
fram í veruleika, í reynslu og sam-
lífi hinna nýju hjóna, og það því
meir sem samleið þeirra lengist og
átök þeirra verða samhentari, á vel
uppseftu heimíili og við .efnalegk
sjálfstæðan og farsælan búskap.—
(Fréttaritari Lögb.)
Mr. S. D. B. Stephanson fyrrum
kaupmaður í Eriksdale, en nú bú-
settur , New Westminster, B.C.,
kom til borgarinnar á miðvikudags-
morguninn og lagði af stað sam.-
dægurs norður til Eriksdale.
n
ISLENDINGADAGURINN
■■
1
í GIMLI PARK, GIMLI, MANITOBA
Mánudaginn I. ágúál 1938
PROGRAM
Kl. io f. h.—kl. 2.30 e. h., íþróttir á iþrótta-
vellinum.
Kl. 2 e. h., FjaJlkonan, frú Halldóra Jakobs-
son, leggur blómsveig á landnema-
minnisvarðann.
Sungið: “Ó, Guð vors lands.”
•♦- ♦
SKEMTISKRA
Kl. 2.30 e. h., Fjallkonan gengur til hásætis.
Sungið: “Ó, Guð vors lands.’’
1. “O Canada”
2. Forseti, J. J. Samson, setur hátíðina.
3. Fjallkonan flytur ávarp.
4. Karlakór, undir stjórn Ragnars H.
Ragnar.
5-
6.
7-
8.
9-
10.
11.
12.
13-
14-
15-
Jónas alþingismaður Jónsson flvtur
ávarp.
Karlakór.
Ávarp heiðursgesta.
Karlakór.
Minni fslands—
Ræða: Dr. Richard Beck
Minni íslands—
Kvæði: Dr. Sveinn E. Björnson.
Karlakór.
Minni Vesturheims—
Ræða: Stefán Hansen.
Minni Vesturheims—
Kvæði: Jóhannes H. Húnf jörð.
Karlakór.
Eldgamla fsafold—God Save the King.
Bikarar og önnur verðlaun gefin fyrir
iþróttir. Verðlaunasamkepni um silfurbik-
arinn, skjöldinn og glimubeltið að aflokinni
skemtiskrá. fþróttirnar fara fram undir
stjórn E. A. ísfelds.
♦ ♦
Gjallarhorn og hljóðaukar verða eins og að
undanförnu.
Almennur söngur byrjar klukkan 7.30 e. h.
Sérstakur pallur og sæti fyrir gullafmælis-
börnin.
♦ ♦
AÐGANGUR í GARÐINN
Börn innan 12 ára.....lOc
Fullorðnir ............25c
Hljómsveit og dans í Gimli Pavilion
kl. 10 til 3 e. miðn.
Aðgangur að dansinum 25c
Bjargrœðistíminn
j Við heyjum okkar baráttu við
stopula veðráttu, gróðurbresti á
landi og brellinn fisk í sjó. Þótt
sólin fylgi almanakinu, lætur sum-
arið stundum bíða lengi eftir sér.
Svo hefir orðið að þessu sinni. Vor-
ið hefir verið kalt. Sláttur mun
byrja með seinna móti um land alt.
1 fyrradag hamlaði óhagstætt veður
síldveiðum á Norðurlandi. En und-
ir þessu tvennu ,söldarafla og hey-
feng er afkoma vor mjög komin.
Þótt unnið sé að framleiðslu allan
ársins hring, hagar náttúran því svo,
að su'marið er enn sem fyr aðal
bjargræðistíminn. Nú er bjarg-
ræðistíminn að hefjast. Næstu mán-
uði verða bendur að standa fram úr
ermum til sjávar og sveita, ef vel á
að fara.
Nú er svo komið að síldveiðin er
að verða öflugasti þátturinn í fram-
leiðslu þjóðarinnar. — í fyrra sum
ar hagaði svo til, að í hendur hélst
óvenjuhátt verðlag á síldarafurðum
og óvenjumikill afli. Nú hefir af-
urðaverðið lækkað svo, að það síld-
armagn, sem í fyrra var verðlagt
á 8 krónur, er nú aðeins verðlagt
á 4.50. Ef nokkur von ætti að vera
umi það, að útflutningsverðmæti
síldarinnar yrði likt og síðastliðið
ár, yrði aflinn að vera meiri en
nokkru sinni fyr. Nú má gera ráð
fyrir, að siaukin þekking og tækni
valdi því, að hvert veiðiskip fái
meiri afla með hverju ári í svipuð
um aflabrögðum. En þótt svo yrði,
höfum við ekki nægilegan verk
smiðjukost til að hagnýta þá afla
aukingu, sem sléttaði verðmismun-
inn. Yrði þá að salta miklu meiri
síld en áður. Til þess að koma stór-
aukinni saltsíldarframileiðslu í verð,
yrði þá einnig að hagnýta markaði
! miklu betur en raun hefir á orðið.
í dag verður engu um það spáð,
I hver afkoman verður eftir bjarg-
ræðistímann. — Menn verða að
vona hið bezta. Afleiðingar þess
að heybrestur yrði í sveitum, og
aflabrestur á síldveiðum, yrðu svo
alvarlegar, að fullkomin þjóðar
ógæfa mætti kallast.
En svona hefir það verið og
svona er það: Við erum háðir veð-
urfari og aflabrögðum. Afkoma
okkar veltur á, að hvorugt bregðist.
Tíu eða tólf vikna bjargræðistími
sker úr um það, hvort þjóðin kemist
af.
Þar sem svona er mjótt á munum
um afkomumöguleikana, er augljóst
mál, að athafnalöngun manna verð-
ur að vera vakandi, ef vel á að fara.
En athafnalöngunin helst því aðeins
vakandi, að þeir sem við framleiðsl-
una vinna, finni, að starf þeirra sé
metið að verðleikum. Valdhafarnir
á hverjum tíma verða, að hafa skiln-
ing á því, að þeir sem hætta fé sinu
og orku til þess að halda uppi fram-
leiðslu þjóðarinnar, eiga fulla kröfu
á þvi, að þeim sé ekki íþyngst að
nauðsynjalausu.
íslenzkir framleiðendur eru og
verða háðir veðurfari og aflabrögð-
um. En einmitt vegna þessa, verð-
ur ríki&valdið að varast, að taka af
þeim alt, þegar vel gengur. Illærin
fylgja *góðærunum eins og nótt
fylgir degi. En í góðærunum verða
framleiðendur að fá að búa sig
undir örðugleika illæranna.
íslenzkir frmaleiðendur hafa sætt
þeirri aðbúð af hálfu valdhafanna á
undanförnum árum, að þeir hafa
staðið uppi tómhentir, jafnvel eftir
góðæri. — Þeir hafa lagt fram
krafta sína um bjargræðistímann til
að bjarga þjóðinni. Sjálfum sér
hafa þeir ekki fengið bjargað.
En ekki verður ver stjórnað en
það, að þeir sem bjarga, séu sjálfir
bjargarlausir.
Morgunbl. 22. júní.
The only clue discovered on the
scene of a jewel robbery was a fur-
lined glove. The police are still
trying to discover who had a hand
in it
THE 1938 EDITIOX OF THE TRUCKERS AXD SHIPPERS
GUIDE XOVV KEXAMED
Itlotor FreiqKt Quide
IS XOW READY FOR DISTRIBUTIOX
Your copy can be obtained from our Office
695 SARGEXT AVEXUE, WIXXIPEG
or, we can forward it to you by mail upon receipt of the amount
shown on the enclosed statement.
The Motor Freiqht Quide
Is the most valuable and complete volume of information for
the use of Western Truckers and Shippers ever published.
A Complete Alphabetical Classification Freight List is one ot
the chief features, there is also a carefully compiled Rate Table
for all the principal shipping centres of the west. An up-to-date
Directory of all Western Carriers with their addresses and
telephone numbers is included.
Truckers & Shippers cannot afford to be
without one of these books
Copies Can Be Obtained By Mailin" $1.0« to
TIIE COLUMBIA PRESS, I/TD.
695 SARtíEXT AVEXUE, WIXXIPEG
FUNDARBOD
Framkvæmdarnefnd Selkirksafn-
aðar biður þess getið, að almennur
safnaðarfundur verði haldinn í sam-
komuhúsi Selkirksafnaðar á mið-
vikudagskvöldið þann 27. þ. m-, kl.
8. Þess er vænst að safnaðarfólk
fjölmenni á fundinr^
Messuboð
Fyrsta Lúterska Kirkja
Engin morgunguðsþjónusta og
enginn sunnudagsskóli næsta sunnu-
dag. íslenzk messa kl. 7 að kveldi.
Séra Bjarni A. Bjarnason prédikar
+ 4-
Guðsþjónustur við Churchbridge:
Ensk messa í kirkju Konkordia-
safnaðar þann 24. þ. m. kl. eitt eftir
hádegi. íslenzk messa í Þingvalla-
kirkju 31. ágúst kl. 1 e. h. í Lög-
bergs kirkju þ. 7. ágúst, messa og
altarisganga kl. 2 e. h.
s. s. c.
♦ ♦
Vatnabygðir sunnud. 24. júlí:
Kl. 11 f. h., ensk messa í Leslie.
Kl. 2 e. h., íslenzk messa í Hólar
(seini tíminn).
Kl. 7.30 e. h., ensk messa í Wyn-
yard.
, Jakob Jótusson.
♦ ♦
Sunnudaginn 24. júlí miessar séra
H. Sigmar í Gardar kl. 11 f. h. Sama
dag kl. 2 e. h. hið árlega skemtimót
Víkursafnaðar i skemtigarðinum
við samkomuhúsið í Mountain.
Stutt Guðsþjónusta, ræðumenn séra
N. S. Thorláksson og Mr. Valdimar
Björnson frá Minneapolis. Vonað
er að fólk fjölmenni.
♦ ♦
Séra K. K. Ólafson flytur guðs-
þjónustur setn fylgir i Vatnabygð-
unum í Saskatchewan sunnudaginn
3i. júlí:
Kristnes kl. 11 f. h. (fljóti tími)
Foam Lake kl. 2 e. h. (fljóti timi)
Mozart kl. e. h.
Kandahar kl. 7 ^30 e. h.
Messurnar að Kristnesi og í
Kandahar verða á ensku. Hinar á
íslenáku.
Til þess að tryggja yður
skjóta afgreiðslu
Skuluð þér ávalt kalla upp
SARGENT
TAXI
FRED BUCKLE, Manager
PHONE
34 555 - 34 557
SARGENT & AGNES
The BLUE OX
Meat Market
P. LAMOND, Prop.
Phone 30 000
For the Finest in
MEATS and VEGETABLES
Free, Prompt Delivery
592 ELLICE AVE.
Islenzkar tvíbökur
og brauð — margar tegundir
af kökum og sætabrauði
GEYSIR BAKERY
724 SARGENT AVE.
Phone 37 476
Sendum vörur heim.
The Watch Shop
Diamonda - Watches - Jewelry
Agents for BULOVA Watchee
Marriage Licenses Issued
THORLAKSON & BALDWW
Watchmakers & Jetocllera
69 9 SARGENT AVE., WPG.
Minniát BETEL
í
erfðaskrám yðar
Þj óðræknisfélag í slend inga
Forseti: DR. RÖGNV. PÉTURSSON,
45 Home Street.
Allir Islendingar í Ameríku ættu að
heyra til pjóðræknisfélaginu. Ársgjald
(þar með fylgir Tímarit félagsins) $1.00,
er sendist fjármálaritara Guðm. Levy,
251 Furby Street, Winnipeg.
Jakob F. Bjarnason
TRANSFER
Annast greiðlega um alt, eem að
flutningum lýtur, imáum iða
■tðrum. Hvergi sanngjarnarm
▼erB.
HelrniU: 581 SHERBURN ST.
Slml 15 »08
ROLLER SKATING
Winnipeg Roller Rink
Every Evening, Wed., Sat.
Afternoon. Instructions Free
to Learners
LET US TEACH YOU
LANGSIDE AND PORTAGE
Phone 30 838
Wolseley Hotel
186 HIGGINS AVE.
(Beint á móti C.P.R. stöðinni)
SÍMI 91 079
Eina akandinaviska hótelitf
i borpinni
RICHAR LINDHOLM,
eigandt
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE KMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551
v