Lögberg


Lögberg - 27.10.1938, Qupperneq 6

Lögberg - 27.10.1938, Qupperneq 6
o LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. OKTÓBER, 1938 -----SKULDIN ... Eftir B. Fletcher Kobinson. “Mér þykir leitt að hafa tafíð yður allan þenna tíma, ” mælti ajð^toðarlæknirinn við Ríkarð yfirlækni, um leið og hann kom inn aftur. Yfirlæknirinn gekk fram og aftur um gólfið , með höfuðið niðri á bringu, og báðar liendur fyrir aftan bakið. Vasabókin, er þessi einkennilega skýrsla var rituð í, lá á borðinu “Það gerir ekkert, ” svaraði yfirlæknir inn, um leið og hann leit upp. “Eg sendi vagn til fólks þess, sem vasa- bókin nefnir, ” mælti aðstoðar-læknirinn, “og stúlkan, og faðir hennar, komu hingað aftur með vagninum. Þér þótti réttast, að láta þau vita þetta, ef eitthvað kynni að vera hægt í því.” ‘ ‘ Svo. ’ ’ “Já,” svaraði að^toðarlæknirinn, “og það er rétt, að hans hefir verið leitað alls- staðar í Lundúnum ,og var talið víst, að hann væri dauður.” “Svo er nú það, ” mælti yfirlæknirinn. “En hvernig líður honum?” “Hann er enn mjög máttfarinn; en að ö.ðru leyti gengur ebkert að honum,” svaraði aðstoðar-læknirinn. “Eftir fáa daga verður hann albata.” “Stúlkan stóð sig ágætlegá, ” mælti að- stoðar-læknirinn enn fremur. “Hvorki tár eða kveinstafir — ekkert, er haft gæti æsandi áhrif á sjúklinginn. Það er auðsætt, að þau unnast mjög. ” “Það er ágætt,” svaraði yfirlæknirinn, “og mun eg sjálfur líta á hann.” “Það er vel gjört, ” svaraði aðstoðar- læknirinn. “Hvað þóknast yður frekar?” “Já, það er réttast að þér gjörið boð á lögreglustöðina, ” mælti ytfirlæknirinn, “og segið hvar þrælmennið á heima. Segið þeim ennfremur, að taka líkbörur með sér, til þess að flytja lík þrælsins.” “Það verður annars ekkert gaman,” mælti yfirlæknirinn ennfremur, “þar sem dýrið er laust, og sjálfsagt hamslaust af vonzku. — ítéttast að þeir fari þangað vopn- aðir.” “En — vasabókin?” spurði aðstoðar- læknirinn. “Eg geymi hana fyrir Ransome,” mælti yfirlæknirinn, ‘ ‘ og þegar hann er orðinn hress getur liann sjálfur sagt lögreglus'tjóra sögu sína. ” “Annars er eg í nokkrum vafa um það,” mælti yfirlæknirinn ennfremur, “hvort vasa- bókin getur eigi bakað hr. Ransome máls- liöfðun af hálfu réttvísinnar, enda þótt því megi að vísu ekki gleyma, að hann átti eigi annars úrkosti.” GUÐSDÓMUR Alla nóttina hafði verið rok, og rigning, en þegar daga tók, var þó orðið minna far á lofti, og sjóinn farið að lægja. Gufuskipið, er hafði komist í hann full- krappan úti fyrir var nú farið að halda inn flóann, þar sem óveðursins og ósjóanna gætti minna. Inst við flóann blasti við fagra hafnar- borgin, er ferðinni var heitið til, og sömu- leiðis sást kastalinn, er gnæfir þar á kletta- hæginni og getur varið alla innsiglingu. 1 framstafni skipsins stóð ungur liðs- foringi, í austurrískum einkennisbúningi og var að kíkja á héruðin, er luktu um flóann. Hann var karlmannlegur sýnum; hárið mikið og ljósjarpt, augun skarpleg, og í and- iitssvipnum öllu meiri alvörugefni og festa, en vænta mátti, þegar þess var gætt, hve ung- legur hann virtist vera. 1 káetustiganum heyrðist þungt fótatak, og samstundis sást ungur hermaður, er ldædd- ur var samskonar einkennisbúningi, og veitti honum býsna örðugt að ganga yfir þilfarið til liðsforingjans, sakir ruggsins, sem var á skipinu. Liðsforinginn sneri sér við og hætti að kíkja. “Hvað er fólkið að gera, Jörgen?” spurði liann. “Hvernig líður niðri?” ‘ ‘ Hörmulega, ’ ’ var svarað. ‘ ‘ Svo veikir, að þeir sjá hvorki né heyra. Við erum þeir einu, trúi eg, sem á fótum eru.” ‘ ‘ Og þú ert dálítið rogginn af því, að því er mér virðist, að við skulum hafa verið hraustari á sjónum en hinir,” mælti liðsfor- inginn, og kímdi í svip. “Hví ekki?” svaraði Jörgen. “Þegar maður hefir alið allan aklur sinn í fjalladöl- nm, þó er það ekkert smáræðis þrekvirði, að hafa verið á floti í slíku hafróti sem verið hefir, í fulla þrjá sólarhringa. — Það er engu líkara i*n að borgin Cattaro lægi á heims- enda.” Af mállýzkunni, sem hermaðurinn tal- aði, var auðsætt, að hann var frá Tyrol, og þar sem hann vék svo kunnuglega og blátt áfram að liðsforingjanum, gat eigi hjá því farið, að hann skoðaði hann fremur sem kunningja sinn en yfirmann. Jörgen var laglegur piltur, svarthærður og hrokkinhærður og sólbrendur í andliti; augun dökk og augnaráðið glaðlegt og djarf- mannlegt. Skipið nálgaðist nú óðum borgina og virti Jörgen hana mjög forvitnislega fyrir sér. Risavöxnu fjallatopparnir, sem grilt hafð'i í, síðan um sólaruppkomu, urðu nú skýrari og nýir og nýir fjallatoppar virtust gægjast upp úr bárunum hér og hvar, svo að vanséð mátti þykja að skipið kæmist leiðar sinnar, en svo greiddust fjöllin sundur og skipið hélt inn á milli þeirra eins og um hlið, og þegar inn var komið, þá lá sjórinn þar spegilsléttur og fjalladrögin alla vega um hverfis. Sólin braust sigri hrósandi gegnum ó- veðursskýin, sem voru að hverfa á braut, og varpaði hér og hvar glitrandi geislum á haf- flötinn og þokuslæðan lyftist upp hægt og hægt, til að berast burt með andvaranum. Yfir borginni hvíldi þokan þó enn, þung og dimm, og kastalinn sást að eins óglöggt í gráam þokufeldinum. “Dýrðleg sjón!” sagði ungi liðsforing- inn í hálfum hljóðum og fremur við sjálfan sig en Jörgen. En Jörgen setti upp hæðnissvip og mælti: “Svei! Hvað er þetta í samanburði við fjöllin okkar í Tyrol! Enginn skógur, enginn foss, ,og engin manna híbýli þarna uppi! En hver veit, nema einhverjir fjandmehn kunni að leynast þar í fjallaskorunum, svo að það gæti kostað okkur líf, eður limi að vera þar á stjái. ” Um leið og Jörgen mælti þetta, mátti heyra að hann andvarpaði svo að liðsfor- inginn hlyklaði brýrnar og leit ósjálfrátt á hann. “Hvað á þetta að þýða, Jörgen?” mælti hann. “Þú ert þó ekki að missa kjarkinn? Heima varstu þó engin skræfa, því að hvar sem áflog og ryskingar voru mátti maður því miður jafnan eiga það víst að hitta Jörgen Moos.” “Já, það gátu menn átt víst,” svaraði Jörgen mjög ánægður með sjálfan sig. “En það var og í, góðum hóp, og væri leiðangrin- um heitið gegn heiðvirðum, kristnum mönn- um, skyldi mér eigi þykja margt að því, að berjast í fylstu alvöru, því að þar væri jafn- ingjum að mæta, og yrði maður drepinn, yrði maður þó að minsta kosti jarðsunginn sem kristnum sæmir. En þegar við þessa villi- menn er að eiga, fer gamanið að fara af, því sagt hefir mér verið, að þeir skeri nef og eyru af fjandmönnum sínum — af hverjum sem þeir ná í, og það kalla eg ljótan vana.” ‘ ‘ Vitleysa! ’ ’ svaraði liðsforinginn. ‘ ‘ Þú ert eins og lagsbræður þínir, trúir öllu, sem einhver skrökvar að þér.” “Ekki var þó frú Steinack síður hrædd,” mælti Jörgen, “því að hún lét þegar kalla mig til hallarinnar, er kunnugt varð um vænt- anlega brottför vora til hersins, og lét mig lofa sér því hátíðlega, og staðfesta það með handabandi, að víkja ekki fet frá yður, hr. Gerald — fyrirgefið, hr. liðsforingi, átti eg að segja. ” “Nefndu mig eins og þú ert vanur,” ma:lti Gerald, “þar sem við eigi erum í her- þjónustu sem stendur, enda vorum við góðir ieikbræður á uppvaxtarárunum. — En hvað sagðirðu? Gerði móðir mín þér boð? Já, hún hefir löngum hrædd verið um líf mitt, enda er eg einkasonur hennar.” “En þarna sjáum við höfnina!” mælti Gerald enn fremur. “Vittu nú hvernig félög- um þínum líður og hvort sjóveikin er ekki bötnuð, fyrst skipið er hætt að rugga.” Jörgen játti því, kvaddi sem hermönnum er títt og gekk burt; en Gerald fór aftur að kíkja. Skipið hafði nú þegar sézt úr landi, og þó að það væri nær daglegur vani um þessar mundir, að skip kæmu með nýjar og nýjar liðssendingar, þusti þó saman múgur og margmeniji í landi, þar sem lent var, til þess að heilsa komumönnum. Skamt frá höfninni lá skrautlegt hús, er setuliðsstjórinn bjó í, og stóð þar ungur kvenmaður við opinn glugga og horfði með athygli á skipið, sem var að koma. Hún var brosandi, bláeyg, og rjóð í kinn- um, og bjarta hárið liðaðist í lokkum niður herðarnar. En þó að andlitið væri töfrandi fagurt, duldist þó eigi að í því bjó afarmikil ein- þykkni og stærilæti, eins og það heldur eigi leyndi sér á klæðaburði hennar — sem var í fylsta samræmi við nýjustu tízku, þótt stað- urinn væri afskektur —, að hún var eigi laus við það, að vera dálítið hégómaleg. Þrátt fvrir þetta var hún þó óneitanlega Ijómandi yndisleg, þar sem hún hallaðist út um gluggann. Loks sneri hún sér við og var þá sýni- lega allóþolinmóð. “Gufuskipið mjakast ekkert áfram,” mælti hún. “Það er nú liðinn frekur hálf- tími síðan það sást fyrst, svo að það gæti vel verið komið að lendingarbrúnni, og er þó enn þarna úti, eins og það hefði hleypt út allri gufunni. — En livað hugsarðu Daníra, hví leggurðu eigi þessa leiðinlegu bók frá þér? Mér finst óþolandi að þú sitjir svona hugs- unarlaus og sért að lesa, þar sem eg er rétt að deyja af forvitni.” Stúlkan, sem þetta var mælt við, hætti lestrinum og leit fljótlega út um gluggann. Stúlkur þessar virtust vera á líkum aldri, í mesta lagi seytján ára; en öllu ólíkari stúlk- ur en þær voru, var naumast hægt að hugsa sér. Hvort sem litið var til klæðaburðar eða annars, þá var sem Daníra ætti þar ekki heima eða væri útlendingur. Hún var dimmleit eins og hún væri sól- brend og ]>ó svo föl í andliti, að naumast markaði fyrir neinum roða í kinnunum. Hárið var einkar þykt, hrafnsvart að lit og liðaðist í fléttum niður hálfe og herðar.— Augnahárin löng, og skýldu oftast augunum, sem voru svört, stór og tindrandi. Eftir fjórðung stundar er gufuskipið komið,” mælti hún. “Það er um sama leyti sem vant er. — Er þér farið að leiðast eftir unnustanum, Edith?” Edith kerti hnakkann. “Nú, ]>ó svo væri,” mælti hún. “Við þekkjumst naumast, þar sem eg var barn, er við fórum að heiman, og Gerald kom aðeins snöggvast frá Ii ðs fori ugjaskól aínum, til að kveðja. Eg man glögt, að hann var þá lag- legur,” mælti hún enn fremur, “en dálítið smásmugulegur var hann og hálfleiðinlegur, og sérstaklega féll mér það illa hve hús- bóndalegur hann vildi vera. — En bíði hann við og eg skal svei mér venja hann af því.” “Hvað? Þú ætlar þó ekki að fara að “venja” mannsefnið þitt, áður en þú sérð manninn?” mælti Daníra hæðnislega. “En hann er nú ef til vill ekki alveg eins eftir- látur eins og hann faðir þinn.” Edith hló. “Pabbi getur nú einnig verið full-harður í liorn að taka — gagnvart öðrum,” mælti hún. “En eg get haft hann eins og eg vil, og eins hefi eg hugsað mér að Gerald skuli vera. — En hvernig lízt þér á myndina af honum? ” Um leið og hún mælti þétta, tók hún stóra ljósmynd af skrifborðinu" og brá henni upp til þess að Daníra sæi hana. Daníra leit rétt í svip á myndina og mælti síðan, mjög ákveðið: “Mér líst ekkert á hana.” Editli glenti upp augun alveg forviða “Hvað, líst þér ekki á myndina? Þetta fagra andlit, sem samsvarar sér svo vel—” “Með þessi kuldalegu augu!” svaraði Daníra. “Augnaráð hans sýnir að ástfang- inn getur hann ekki orðið.” “Þá er að kenna honum það,” svaraði Edith. ‘ ‘ En reyndar býst eg nú ekki við því að liafa mikil kynni af þessum liðsforingja fyrst um sinn, þar sem hann er eigi aðeins kominn hingað í þeim erindum að útvega sér konu, heldur jafnframt til þess að berjast vikum saman við landa þína uppi í fjöllum.— Væntanlega tekst þó brátt að siða þessa upp- reisnarflokka, enda skal eg brýna fyrir Ger- ald, að hann verði að hraða sér að vinna sigur og koma hingað aftur, ef hann eigi vilji missa hylli mína.” Enda þótt þetta væri aðeins sagt í gamni, virtist Daníra þó skilja það eitthvað öðru vísu, því að svo var sem leiftur léki í augum hennar er hún svaraði: “Biddu hann heldur að gæta þess að gleyma ekki bæði heimkomunni og brúðkaup- inu, — að fullu og öllu.” Edith liorfði forviða á Daníru í örfáar sekúndur og mælti síðan all-gremjulega: , “Mér finst hálft um hálft að þú sért að óska þess. — En er það mögulegt að þér géti ennþá verið ant um þessa hálfviltu menn, sem ekkert hafa um þig sýslað síðan þú varst í bernsku? Pabbi liefir óefað rétt að mæla, er hann segir að þú vitir ekki hvað þakklæti sé, }>rátt fyrir alt gott, sem liann liefir auðsýnt þér. ’ ’ Drættirnir er komu um munn Daníru, meðan Edith lét þessa dælu ganga, lýstu bæði sorg og gremju. “Þakklæti!” mælti hún í hálfum hljóð- um. “Þú veist ekki hver þungbær skylda það er þegar þakklætisins er krafist.” Þrátt fyrir beiskjuna, er lýsti sér í rödd- inni, var þó eitthvTað í orðum þessum, er gerði það að verkum, að Edith reiddist eigi, en gekk til vinstúlku sinnar, lagði hendina á handlegg henni og mælti sumpart ásakandi en sumpart ofur innilega: “En eg? Meturðu þá vinfengi mitt einskis?” Daníra varð þá þýðlegri í málrómnum og svaraði: “Jú, mikils, Edith, fjarska mikils! En — við höfum aldrei skilið livor aðra, og eig- um það víst ekki eftir. ” Af því að þú hefir jafnan verið sem lok- uð og innsigluð bók,” svaraði Edith. “Eg hefi einatt reynst þér góð vinkona og systir, en þú hefir aldrei viljað gjalda mér í líkum mæli. ’ ’ Það var sem sök biti sekan ,því að Daníra varð niðurlút og mælti ofur hæglátlega: ‘ ‘ Þú hefir rétt að mæla, að það er aðeins mér að kenna; en þú veist ekki og getur ekki vitað—” “Ilvað er það, sem eg ekki veit?” spurði Edith forvitnislega. Daníra svaraði engu en strauk aðeins hendinni hægt um ljósa lokkasafnið ó liöfði vinkonu sinnar, er hvíldi við öxl henni. 1 sömu svipan heyrðist blásið á gufu- skipinu, sem komið var að bryggjunni. Editli stökk upp sem ekkert hefði í skor- ist, hljóp að glugganum eins og örlynt og forvitið barn sem á von á nýju leikfangi. Daníra varð á hinn bóginn aftur beiskju- iegri á svipinn, ýtti frá sér myndinni, sem enn stóð á borðinu, tók aftur bókina, sem hún áður hafði verið að lesa í, og sneri bakinu að glugganum. Annars var það sízt að furða, þó að Edith væri óþolinmóð, þar sem liún eigi hafði séð unnusta sinn síðan hún var barn að aldri. Faðir hennar, Arlow ofursti, hafði verið liðsforingi í stórbæ einum í Suður-Tyrol, fá- ar mílur frá höllinni Steinach, áður en hann var sendur til þessa afskekta kastala í Dal- matíu og þá hafði þessi trúlofun verið ráðin. Föður Geralds liafði verið mjög ant um það, að ráð þetta tækist, og brýnt það ræki- lega fyrir syni sínum er hann lá banaleguna, og uppeldi Edithar var því hagað þessu sam- kvæmt. Edith hafði snemma mist móður sína, og ólst því upp hjá föður sínum og var yndið hans og eftirlæti. Gerald hafði á hinn bóginn verið á lier- skólanum, og þar sem langt var á milli þeirra höfðu þau eigi sést. En er uppreisnin hófst, var hersveit þeirri, er Gerald var fyrir, skipað að fara til Cattero, þótt mönnum kæmi það óvænt, og þannig atvikaðist það, að fyrsta herförin hans átti einnig að verða brúðkaupsförin. Menn voru nú farnir að ganga upp bryggjuna, sem lent var við, en svo var þar mikill ys og þys, að eigi var auðið að koma auga á einstaka menn. Loks sást þó dálítill hópur af liðsfor- ingjum koma út úr mannþyrpingunni og stefna til borgarinnar, og leið þó hálfur kl.- tími unz kastalavörðurinn kom inn í herberg- ið, ásamt gesti sínum. Arlow ofursti var glæsimenni, miðaldra, og hinn hermannlegasti. — Hann leiddi unga liðsforingjann til dóttur sinnar, og mælti um leið gletnislega: “Ilr. Gerald von Steinaoh, keisaralegan liðsforingja langar til að lieilsa þér, barnið mitt. Gáðu að hvort þér virðist andlit þessa unga hermanns líkjast að' nokkru andliti leik- liróður þíns, sem fyr var. En þú, Gerald, þekkir nú fráleitt dóttur mína, því að liún er orðin svo breytt.” Það var auðheyrt á áherzlunni, sem Arlow lagði á síðustu orðin, að honum fanst allmikið til dóttur sinnar koma, enda varð því eigi neitað, að hún var einkar yndisleg. Gerald rétti Edith höndina og mælti glað- iega og innilega: ‘ ‘ Heil og sæl aftur Bdith! ’ ’ Editli leit upp svo að augu þeirra mætt- ust og greip hana þá svo mikil feimni, að hún varð alt í einu kafrjóð í framan, og virt- ist þá enn yndislegri en áður. Gerald kysti hæversklega litlu höndina, sem hann hélt í og slepti henni svo. Það var auðsætt, að honum hafði litist vel ó ungu unnústuna sína, }>ó að það væri eðlisfari hans gagnstætt að verð'a þegar heill- aður eða fanginn. Nú varð hann þess og áskynja, að önnur ung stúlka var einnig þar í herberginu og sneri hann sér því spyrjandi að ofurstanum. ‘ ‘ Daníra fósturdóttir mín! ’ ’ svaraði ofurstinn þurlega, og var auðheyrt á röddinni að honum þótti óþarfi að eyða fleiri orðum. Gerald hneigði sig og Daníra svaraði á sama hátt, án þess að líta upp. Ungi liðsforinginn skilaði nú kveðju frá móður sinni, og afhenti bréf frá henni, og út af því spunnust svo nokkrar umræður, og feimnin fór þá að hverfa. Edith varð kát og glaðleg, eins og hún átti vanda til, en Gerald sama stillingar-ljósið sem fyr, þó að hann svaraði að vísu kurteis- lega og enda alúðlega öllum spurningum, er lutu að ferð hans, heimilinu og móður hans. Loks barst ræðan að herferðinni, og kom l>á í ljós, að ofurstinn taldi uppreisnina tölu- vert viðsjárverðari en alment var álitið.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.