Lögberg - 27.10.1938, Síða 7

Lögberg - 27.10.1938, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. OKTÓBER, 1938 7 Gottskálkur Thorvaldsen var bezti karl— Gottskálkur Thorvaldsen, fa'Öir Bertels Thorvaldsens, hefir áreiÖ- anlega verið miklum órétti beittur, eða minning hans niðraÖ ótilhlýði- lega, sagði Svend Aggerhohn leik- ari, er við hittumst hér um daginn, og hátíðahöldin þ. 17. sept. s.l. í Höfn bárust i tal. En þann dag héldu Hafnarbúar hátílega 100 ára minningu þess er Thorvaldsen steig á land í Höfn, alkominn frá ítalíu með öll sín listaverk, er Danir siðar bygðu safnið fyrir. Menn hafa jafnvel dregið það i efa, að Bertel Thorvaldsen væri rétt feðraður, heldur hr. Aggerholm á- fram. En síðari rannsóknir leiða ekkert í ljós, er styðji þann orð- róm, heldur þvert á móti. Enda er það augljóst að samtíðarmenn þeirra feðga hafa litið svo á, að Bertel Thorvaldsen hafi erft lista- hæfileika sína fyrst og fremst úr ^öðurætt sinni, og að þaðan hafi eitthvað verið að erfa af því tagi Þorvaldur prestur á Miklabæ, hag- leiksmaður, sendir syni sína báða, Ara og Gottskálk, til þess að læra listsmíði, hvorn sína grein. Ari lærir gullsmíði en Gottskálkur tré- skurð. Því hefir verið haldið fram, að Gottskálkur hafi verið hálfgerður auðnuleysingi og ofdrykkjumaður. En alt er það orðum aukið. Enda er það oft svo, að alþýða manna magnar oft þann orðróm að foreldr- ar íturmenna hafi verið næsta lítil- f jörlegir, rétt eins og til þess að upp- hefja ágætismennina og varpa yfir þá ennþá meiri æfintýraljóma. Gottskálkur gamli Thorvaldsen ’hefir vafalaust haft sína galla eins og við allir meira og minna. En hann hefir verið duglegur í sinni handiðn. Þa*ð er víst. Það sanna t. d. reikningar, sem eru að finnast hér og þar í gömlum plöggum frá hans hendi, þar sem tilfærðar em upphæðir sem hann vann sér inn fyrir tréskurð sinn. Aðalatvinna hans var, sem kunn- ugt er, að skerá út “gollions”-mynd- ir á skip. Hafði hann lengi atvinnu við það á skipasmíðastöð á Larsens- plads í Höfn. En auk þess skar hann út ýmiskonar hússkraut og myndir, sem notaðar voru á leiksvið- um borgarinnar og víðar. Sem dæmi um tekjur hans má nefna, að veturinn 1798, og það var eftir að Bertel var farinn fyrir löngu að heiman, fékk hann. 100 ríkisdali fyrir 2 “gallions”-myndir er hann gerði. Og þrem árum seinna, haustið 1801, er hann svo vel settur, að hann á fé til þess að geta keypt lífrentu fyrir konu sina, sem hefði gefið henni 200 ríkisdali á ári. Það verður að játa, að heimildir eru mjög á víð og dreif um Gott- skálk, æfiatriði lians og skaplyndi Þegar Bertel var 17 ára kærði hann sambýlismann sinn, er bjó á næstu hæð fyrir ofan Thorvaldsens- fjölskylduna í Laksegade 20, fyrir “ósiðsamlegan söng, blót, hávaða og annað.” En í fjölskyldu þessari, er hét Molberg, voru tvær stúlkur á sama reki og Bertel, og mætti giska á, að Gottskálkur hafi viljað hafa taumhald á þvi, sem fór fram í hús- inu. Um skapgerð Gottskálks verður helzt ráðið af bréfum þeim, sem til eru frá honum til sonarins. Þar kemur i ljós, að maðurinn hefir ver- ið skapmaður, skynsamur, oft nokk- uð ertinn og kaldhæðinn, með rikt hugmyndaflug. Hann hefir skrifað ágæta skýra rithönd, og eru engin elliglöp eða afturför á bréfum hans þeim síðustu. Við flettum upp nýútkominni bók um Thorvaldsen eftir Louis Bobé, þar sem tilfærð eru nokkur bréf Gottskálks til sonarins suður i Róm. INNKOLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson Árborg, Man...................Elías Elíasson Árnes, Man.................Sumarliði Kárdal Baldur, Man....................O. Anderson Bantry, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.......................Arni Símonarson Blaine, Wash. .............Arni Símonarson Bredenbury, Sask.......Thorleifur Anderson Brown, Man. ....................J. S. Gillis Calder, Sask...............Thorl. Anderson Cavalier, N. Dakota.......B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask.........Thorl. Anderson Cypress River, Man..............O. Anderson Dafoe, Sask................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dak...........Páll B. Ólafsson Edmonton, Alta...........................S. Guðmundson Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask..........J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dak.............Páll B. Ólafsson Gerald, Sask....................C. Paulson Geysir, Man...................Elías Eliasson Gimli, Man...................O. N. Kárdal Glenboro, Man...................O. Anderson Hallson, N. Dak............Páll B. Ólafsson Hayland, P.O., Man.Magnús Jóhannesson Hecla, Man...........................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.............John Norman Hnausa, Man..................Elías Elíasson Husavick, Man................O. N. Kárdal Ivanhoe, Minn......................B. Jones Kandahar, Sask............. J. G. Stephanson Langruth, Man............John Valdimarson Leslie, Sask...................Jón Ólafsson Lundar, Man....................Dan. Lindal Markerville, Alta............O. Sigurdson Minneota, Minn.....................B. Jones Milton, N. Dak. ...........Páll B.. Ólafsson Mountain, N. Dak. .........Páll B. Ólafsson Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson Oakview, Man. ..............Búi Thorlacius Oak Point, Man, ...............Mrs. Taylor Otto, Man. ....................Dan Lindal Point Roberts, Wash............S. J. Mýrdal Red Deer, Alta................O. Sigurdson Reykjavík, Man................Arni Paulson Riverton, Man.........................Björn Hjörleifsson . Seattle, Wash................... j Middal Selkirk, Man............................Th. Thorsteinsson Siglunes P.O., Man.......Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man..............Búi Thorlacius Svold, N. Dak. ..........B. S. Thorvardson Tántallon, Sask.............J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota.........Einar T. Breiðfjörð Víðir, Man. .................Elías Elíasson Vogar, Man...........................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man.........................Jón Valdimarssor. Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach, Man..........O. N. Kárdal Wynyard, Sask..............J. G. Stephanson Þar á meðal eru bréf um loðhund sem Thorvaldsen skildi eftir heima 'hjá karli og kerlingu, er hann fór suður. Seppinn var kallaður Prim- ong. En svo er sagt, að Thorvald- sen hafi verið meðal þeirra, sem fékk meira og meira dálæti á hund- um, eftir því sem hann fékk nánari kynni af mönnum. Bréf Gottskálks eru vitanlega öll á dönsku, en stafsetningu er ábótavant hjá honum. Til skýringar skal þess getið að kunningi Gottskálks og heimilisvinur var maður að nafni Primon, skjalaþýðandi og útgefandi að hinu illræmda blaði “Folke- vennen.” En þeir Gottskálk og hann ræddu saman urn pólitík og deildu á samtíðina. Bréfin urn hundinn eru á þessa leið: “Seppi lifir eins og blóm í eggi, en kemur mér oft í klípu. Nafni hans Primon er orðirnr skjalaþýð- andi (“Translatör”), og þegar við komum sarnan á kvöldin þá kalla hinir hundinn “Translatör,” og sé kallað á þá, gegna þeir báðir. Þú getur ímyndað þér hvernig honum verður innanbrjósts. Heiberg er rekinn úr landi og riki fyrir sin skrif, og hefi eg því beðið transla- tör Primon að seppi minn mætti vera honum til aðstoðar í starfi hans. Hann hefir fullkomlega afþakkað mitt góða boð, en lofað að kalla hund í höfuðið á mér, og hefi eg gefið honum mitt leyfi til þess, upp á þær spýtur að hann geri þann hund að “translatör”, til þess að uppfylt verði skarðið eftir Heiberg. Minn Prim. er ásýndum eins og gamall erkibiskup, hefir niikið topp- skegg, en nú segir sagan að maður eigi að greiða 4 rikisdali í skatt af hundum, en eg vona að það sé slúð- ur.” , í annað sinn skrifar Gottskálkur á þessa leið um hundinn: “Primon líður betur en okkur Hann er eins dágpr og Amagari, þvi hvar sem hann fer fær hann sitt “Salariom,” og er sama um alt, nema aÖ “fara í bæinn.” Hann er hin vitrasta skepna sem eg hefi þekt. Hvar sem eg sezt, legst hann undir stólinn, við fætur mér. Og þegar móðir þin verður eitthvað hávær, þá flaðrar hann upp um hana og segir “voff.” Hann er mín einasta skemtun. í hálftíma þefaði hann að bréfinu sem eg fékk frá þér.” Kaflann um Gottskálk og konu hans endar Louis Bobé á þessa leið: “Þegar West múrarameistari bauð konu Thorvaldsens peningahjálp, svaraði lfún hvatskeytlega, á sinni jósku mállýzku að hún þyrfti ekki á hjálp hans að halda og sýndi hin- um “hofmóðuga múrarameistara” öskjur m-eð dúkötum í, sem sonur- inn hefir sennilega gefið henni er hann fór. Faðirinn var ekki siður stórlátur. í fátækt sinni hafði hann tilhneig- ingu til þess að sýna stærilæti sitt. Hann vildi t, d. ekki þiggja borgun fyrir sólskífu er hann gerði fyrir Fisker skipstjóra, vegna þess að hann hafði veitt Bertel frítt far á skipi sínu. Á meðan hann gat vildi hann vinna af sér styrki, er hann hafði fengið er hann var í vandræð- um. Enginn skyldi segja, að hann reyndi að nota sér góðvild kunn- ingja Bertels. Gottskálkur Thor- valdsen varð aldrei meiri í sinni grein en venjulegur iðnaðarmaður, en með listamannsskaplyndi var hann, og sjálfsvirðingu, sem mest mæddi á þann dag sem elliheimilið V'artov var opnað fyrir honum. Þegar fór að minka um atvinnu fyrir Gottskálk, fyrir aldurs sakir og þreytu, er hann var kominn yfir sextugt, og vonir móðurinnar fóru að fjara út, um að hún myndi nokkru sinni sjá son sinn, en lífs- þróttur hennar þvarr fyrir hinum ólæknandi sjúkdómi (hún dó úr krabbameini), gat kastast í kekki milli hjónanna. Hann ásakaði hana fyrir að hún eyddi skildingum þeirra í hið svikula lotterí, en htin ásakaði hann fyrir að eyða þeim á annan hátt. En altaf mættust þau í eindrægni þegar þau hugsuðu til sonarins í fjarlægð. Þau t. d. lásu í blöðum og bókum um vaxandi frægð hans og glöddust af. í bréf- um sínum lýsti Gottskálkur söknuði þeirra beggja. Móðirin horfir með tárin í augunum á hann meðan hann [ skrifar, og tárin hrynja niður á gamla, svarta vestið, sem Bertel var eitt sinn í, og hún kyssir vestið. Veturinn 1803 var Gottskálkur atvinnulaus. Um nýársleytið dó kona hans úr hinum ólæknandi sjúkdómi og var jarðsett í Nicolaikirkjugarði. Tvemi árum síðar skrifar Abild- gaard til Schuberts baróns: Eg annaðist um útför móður Thorvald- sens, og hefi fram til þessa styrkt föður hans, eftir því sem efni mín leyfa, eða meira til, því þau voru í mestu fátækt.” Svo stórt var í hinum aldraða einstæða manni, að hann ætlaði að vinna af sér alla skuld við Abild- gaard. Eftir langa yfirvegun var Gott- skálk komið fyrir í Vartov árið 1805. Hann jós sér út í bréfunum til sonarins yfir því að eiga að vera þar innan um halta, blinda, mállausa og alskonar kryplinga. En með þeim stóisma, sem svo oft áður hafði gefið ákafa hans útrás, lét hann sér vistina lynda á hinu gamla elliheim- ili, þar sem svo margir heiðarlegir Hafnarborgarar, er lent hafa í bág- um kjörum á efri árum, hafa endað líf sitt. Gottskálkur var því tnilöur og sáttfús, er hann skrifaði syninum síðasta bréfið. Þar segir svo: “Ef eg hefi verið harðorður í sið- asta bréfi mínu, þá ætla eg að biðja þig að fela þau orð undir kápu kær- leikans. Eg vissi vart sjálfur hvað eg skrifaði í grernju minni.” í “Minervu” Rakbeks hafði hann lesið um frægð sonar síns, að hann tók sjálfum anova fram og gerði föðurlandi sínu mikinn heiður. Nú er draumur Braga um ítur- menni ættarinnar hafði ræzt, gat honum til síðustu stundar, með fullri vitund um eigin gáfur sinar, fund- ist sem hann í fátæklegri stofu sinni væri laus við erfiði og auðmýkt ell- innar. Hann vissi að hann átti son, sem hafði áunnið sér ódauðlegt tiafn. Með þessa huggun andaðist Gott- skálkur Thorvaldsen 24. október 1806. —Lesb. Morgunbl. 2. okt. Úr bréfakörfunni Sænsk stúlka, Elsa Gustafson, hefir enga ótrú á tölunni 13. enda hefir sú tala frekar reynst henni til gæfu, gins og eftirfarandi sýnir: 13. janúar síðastl. lagði ungfrú Elsa af stað til Englands, til þess að leggja stund á tungumál. Hinn 13. febrúar' hitti hún 13 Englend- inga og sá 13. þeirra var Frank Wil- son, en hún trúlofaðist sama dag, 13. febrúar. 13 april var lýst með þeim í kirkjunni, og 13. júlí lagði ungfrú Elsa af stað heimleiðis, til þess að undirbúa brúðkaupið. 13, ágúst var brúðkaupið haldið. Það vildi svo til, að sama dag átti prest- urinn 13 ára starfsafmæli, og hann lagði út af 13. kap. 13. versi í Kor- intubréfinu. Það lætur að líkum, að 13 söngv- ar voru sungnir í veizlunni, en það voru ekki 13 til borðs. Sven Jerrin, þulur við sænska út- varpið, segir venjulega á kvöldin. er hann kveður hlustendur: “Góða nótt, og sofið þið vel!” Um daginn andaðist gömul kona, sem kunni mjög vel þessari kveðju þulsins. Hún launaði honum líka að mak- leikum, gerði hann að aðalerfingja sínum. Fjárhirðir einn tyrkneskur í Taurusfjöllunum i Litlu-Asíu hefir vakið athygli á sér fyrir hve góða sjón hann hefir. Ilann getur talið hinar smæstu greinar í hjartar- fornum í 15 km. fjarlægð. Sagt er, að fleira fólk á sömu slóðum hafi álíka glögga sjón. Eitt af því siðasta, sem Japanar tóku upp eftir hvítum mönnum voru sígarettureykingar. Japanar álitu lengi vel hlægilegt að stinga sígarettu upp í munninn á sér, og enn þann dag í dag vill það brenna við í Jap- WE’RE ALL NUTTY HERE AND THERE Ry P. N. Kpttt ABOUT forty years ago, promo- ters and racketeers started a scheme in Manitoba and the west, to manufacture gas from wheat straw. They said it would be a godsend to the farmers who would get five or six dollars a ton for straw. Some gas companies were organized, but no straw was sold and no gas wás manufactured from straw. The folks who fell for the promoters were just buncoed and the‘racketeers were mostly misguid- ed college men. Now, publicity is being given to a report circulated by a German doctor, said to have come to America 35 years ago, that farmers of Manitoba might get from eight to twenty millions a year for straw. This time it’s newsprint they are going to make out of straw. So the straw man will likely get ’em' again, if they don’t watch out. * * » DOWN at Chester, Pennsylvania, parks officials for some time have been feeding peanuts to the squirrels, which are very num- erous in the parks. What the squir- rels did not eat they buried, and peanut vines are coming up all over the parks, and it looks as if Ches- ter will have quite a municipal crop of peanuts. With all the squirrels they have running through grounds on the Crescent and " elsewhere, nobody has ever seemed to put them to work planting. * * * THE Windsor Daily Star says: The best strike story to come our way so far concerns the man who arrived home about midnight to find the doors locked. He rang the bell and his wife called from an up- stairs window to ask him where he had been. “I’ve been to a strike meeting, we’re on strike,” said the husband. “Well, get back to your strike, there’s a lockout for you at home,” answered the annoyed wife. * * * FOR many years Canada bought a lot more from Germany than * Germany bought from Canada. Last year, they bought more from us than we bought from them. Be- fore the world went screwy about 25 years ago, we all took pride in carrying snappy jack-knives and penknives and razors (Boker’s), and fine lead pencils (Fab- ers’s), and lovely dolls (blondes and brunettes). The best of them came from Germany and Austria in those happy old days. Even the doVls had happy faces and such lovely curls. The screwball era ended that great joyous trade. It must have been pretty dead last year, for Germany bought mofe from us, the principal items they bought were wheat and eels. Sometime the good old days may come back! * * * ADEER LODGE reader is asking who sponsored the radio broad- cast of the World Series. He says he greatlv appreciated getting the scores, ana would like to know to whom he is indebted for the favor. He could sorta return it if he could get the name of the spon- sor and the line he is in. Like when he is in the market for pianos or autos or tooth paste or b.o. or coffee or dry cleaning or anything, he could buy the sponsor’s brands (if any). No, there’s no ob- ligation to anybody. There wasn’t any sponsor. For three years—1934- 5-6—an automobile concern paid the radio companies $100,000 for the right to broadcast the series. Last year the same company had an op- tion on the broadcasting rights, but a few weeks before the series the firm said it would not pick up the option, but the radio company made it pay the $100,000. This year no company could be found that would pay the $100,000. So somebody was left holding a bag or killed a goose that had been laying a diamond egg, or something. Some rackets, figured on the famous old basis of all the traffic will stand, go flooey, off and on. Lots of concerns have got into trouble through trying to hog it too much, couldn’t play fair with folks. That is pretty much what’s the mat- ter with the world in general. • * » ONE of Winston Churchill’s bursts of eloquence in the House of Commons debate on the Munich peace settlement, was as follows:— “You have to consider the char- acter of the Nazi movement and the rule which it applies. A power which burns Christian ethics, which cheers its onward progress by bar- barous paganism and vaunts, a spirit of aggression and conquest, which derives strength and pleasure from perverted persécution and uses threats of murderous force — that power cannot ever be the trusted friend of British democracy.” The House had more faith than Churchill in the German people. The vote was overwhelmingly against what Churchill spoke for. The world will hope the House was right and Churchill wrong. And, Churchill will be glad if events prove that he was mistaken. * * » GRANT’S PASS. Ore., Chamber of Commerce members chuckled and unanimously checked the first item on a business and profess- ional women’s self-improvement questionnaire. The question: “Do you believe more training is needed in spelling? grammer? pun- tuation?” * * * ■ UNITED STATES investments in Canada amount to $3,630,- 000,000—more than one-third of the total United States investments abroad and by far the largest block of the total—according to a survey bý the United States Chamber of Commerce. * * * THE hippity-hop hats and high- on-head hairdress the gals are wearing these days are cute, all right, but just wait till that left ear begins to tingle! an, að það þyki ósiður að reykja sígarettur. Fyrir 15 árum var hvít- ur maður, dr. John C. Barry, bæði læknir og trúboði í Kobe. Einu sinni sá hann einn af sjúklingum sínum reykja pípu og fór strax að tala um fyrir sjúklingnum og benda honum á hve skaðlegt væri að reykja. Læknirinn lánaði honum timarit, þar sem raett var um skað- semi reykinga. Sjúklingurinn, ung- ur Japani, Murai að nafni, las greinina með athygli og honum blöskraði hve miklum peningum var eytt í tóbak bæði í Evrópu og Ame- ríku. Þegar hann var orðinn frísk- ur hóf hann sölu á sígarettum í Japan og á fáum árum græddist honum offjár og er nú einn af auð- ugustu mönnum landsins. EVIL INFLUENCE An educational authority thinks that saving bank boxes in the home are apt to make a child miserly. Furthermore observa- tions tends to suggest they also teach parents to become bank robbers. ♦ Memory Expert The guide had taken him to the top of the mountain, and he gazed long at the scenery. Then he took out a notebook and commenced to write. “Pardon, m’sieu,” asked the guide, “but what are ze notes you make?” “Oh,” said the tourist, “I’m just jotting down the things that have left an indelible impression on my mind, so that I shan’t forget them.”—Guelph Mercury. (, * W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) GOODERHAM & WORTS, LIMITED Stofngett 1832 KUta. áíenglsgerC í Canada Thls advertiscmcnt is not inserted by the Government Idquor Control Oommission. The Commission is not responsible for statements made as to quality or products advertised

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.