Lögberg - 08.12.1938, Qupperneq 1
51. ÁRGAN<rUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. DESEMBER 1938
NÚMER 49
Bróðurkveðja að heiman
Eftirfarandi símskeyti frá Reykjavík barst Lögbergi á föstu-
daginn var, og er það hér með einlæglega þakkað:
Reykjavík 2. desember 1938.
Columbia Press,
Winnipeg, Man.
Kveðjur Vestur-lslendinga í gær hingað heim höfðu djúp
og alvarleg áhrif á alla þjóðina. Við færum alúðarfylstu þakkir
öllum löndum vestan hafs, bæði þeim, sem þátt tóku í minningar-
athöfninni og einnig öllum hinum, sem hingað sendu þöglar
kveðjur. Vaxandi samstarf íslendinga vestan hafs og austan er
hin sameiginlega ósk allra Islendinga í dag.
Jónas Jónsson, formaður Framsóknarflokksins
Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins
Stefán Jóh. Stefánsson, formaður Alþýðuflokksins.
—--------------------.
HIÐ NÝJA SKIP
EIMSKIPAFÉLAGSINS
%
Eins og áður hefir verið skýrt
frá hér í blaðinu hefir stjórn
Eimskipafélags Islands leitað til
ríkisstjórnarinnar um liðsinni til
þess að félagið geti látið smíða
farþega- og flutningaskip, mkilu
stærra og hraðskreiara en þau
skip, sem nú eru í förum milli
íslands og útlanda.
Til þess að fá vitneskju um
það, hvernig málið stæði nú,
snerum vér oss í gærkvöldi til
formanns Eimskipafélagsins,
Eggerts' Claessen hrm. og skýrði
hann oss frá því, að í gær hefði
félagsstjórninsi borist svar ríkis-
stjórnarinnar við málaleitun fé-
lagsins. Hefir rikistjórnin lofað
Eimkipafélaginu að leggja til við
Alþingi að félaginu verði veittur
sérstakur styrkur úr ríkissjóði
vegna þessara skipakaupa, að
upphæð 150 þús. kr. á ári um
10 ára skeið, með ýmsum skil-
yrðum, sérstaklega að því er
snertir gjaldeyrishlið málsins.
Gjöld hins fyrirhugaða skips
til ríkissjóðs (svo sem vitagjald,
lestagjald o. s. frv.) eru áætluð
um 130 þús. kr. á ári, svo fram-
angreind styrkupphæð svarar
rúmlega til þess að skipið verði
gjaldfrjálst til rikissjóðs.
Stjórn Eimskipafélagsins gat
ekki haldið fund í gær til þess
að taka afstöðu til málsins eins
og það nú horfir við.
—Morgunbl. 5. nóv.
Til Sigríðar Olson
Eg hlustaði á útvarpið Islands-
daginn.
Alt var það gott fyrir þjóðernis-
haginn.
—En Sigríður! Fullveldi sál
minni yfir
söngur þinn náði og með henni
lifir.
* 1
Þin list er svo indæl! Hún lætur
mig dreyma
um líf, sem á ekki á jörðunni
heima.
Hún flýgur jafn hátt, þó að sígi
sólin,
og syngur í skammdegismyrkri
um jólin.
J. S. frá Kaldbak.
B.V. “ÓLAFURT’
TALINN AF
Leitin að botnvörpungnum
“Ólafi” var að mestu leyti hætt
í gær, enda var það kunnugra
manna mál, þeirra er voru á
sömu slóðum og “Ólafur” í ó-
veðrinu, að lítil von væri um að
skipið væri ofansjávar. Skips-
höfnin á-Ólafi var 20 manns og
skipstjóri sá 21. Þessir menn
láta eftir sig 13 ekkjur og 18
börn 15 ára og yngri.
—Morgunbl. 8. nóv.
Mr_ H. R. McLaughlin
Mr. McLaughlin er fram-
kvæmdarstjóri CJRC útvarps-
stöðvarinnar, er forgöngu hafði
á hendi við útvarpið til Islands
þann 1. þ. m. Taldi hann ekkert
það eftir sér, er verða mátti
þessari mikilvægu nýjung í and-
legum samgöngum milli íslend-
inga austan hafs og vestan til
liðs. íslendingar standa við hann
í drjúgri þkkarskuld
fyrir dugnað hans og
lipurð i sambandi við
millilanda útvarpið á
fimtudaginn var.
Þetta er mynd af út-
varpsstöðinni í Win-
nipeg, sem annaðist
um útvarpið til ls-
lands á Fullveldis-
daginn þann 1. þ. m.
Eigandi hennar er
James Richardson,
einn af víðkunnustu
fésýslu og athafna-
mönnum hinnar cana-
disku þjóðar.
Rödd úr veátri
Flutt yfir millilanda-útvarp 1. desember 1938
Oss brennir ei þörf fyrir útfararóð
því enn er hér landnám í gerð;
í liðsbón ei heldur vér leitum til neins,
né lögsögumanna á ferð.
Vér spinnum hér einir vorn örlagaþráð,
þó alt. sé með nýlendubrag.
En framundan eygjum vér íslenzkir menn
hinn andlega fullveldisdag.
Vort lífstré er eitt þó að afkvistað sé,
og árin það styrkja í rót.
Og lim þess- ber út yfir aldir og rúm
hið eilífa, norræna mót.
Það rýrir ei afrek hins útflutta manns,
og útsýnið hýrnar við það,
að samstofna eining á eins fyrir því
sinn íslenzka stöngul og blað.
Úr vestrænni firð leitar hugur vor heim
þó haustað um sléttuna sé,
og vitjar þess elds sem að árdegis brann
um æskunnar gróandi vé.
1 lýðríki andans býr eilífð þess manns,
er algræðir þjóðanna sand.
Þeim kvistum, sem atvik og útfiri greip
með aðfalli skolar á land.
F ullveldisdagsins
minst í Washington
/
Á fimtudagskveldið þann 1.
*desember, hélt Hon. Otto Wid-
stad sendiherra Islands og Dan-
merkur í höfuðborg Bandaríkj-
anna, Washington, veizlu til
minningar um Fullveldisdag ís-
lands, er um 30 gesiir sátu.
Agnar Klemens Jónsson, starfs-
maður sendisveitarinnar, var
fjarverandi úr borginni. Mr.
W.idstad flutti íturhugsaða og
snjalla ræðu um ísland og ís-
lenzka þjóðmenning; ræðuna
þakkaði Mr. Leifur Magnússon,
forstjóri International Labor
skrifstofunnar í Washington.
Einnig tóku til máls prófessor
Stefán Einarsson og Hjálmar
Björnson, fyrrum ritstjóri og
núverandi einkaritari Senator
Shipsted í Washington. í veizlu-
lok lék Mr. Vilhjálmur Einars-
son á fiðlu “Ó Guð vors lands,”
en við hljóðfærið var frú hans,
Sylvía, dóttir þeirra Mr. og Mrs.
S. K. Hall í Wynyard, er jafn-
framt lék nokkur tónverk eftir
föður sinn. í veizlulok söng
hver að beztu getu “Hvað er
svo glatt.”
ÍSLENZKAR
BÖKMENTIR ERLENDIS
Auk þeirra bóka um íslenzk
efni, sem Ejnar Munksgaard
gefur út, og áður hefir verið
getið kemur út í Danmörku þýð-
ing á skáldsögu Halldórs Kiljan
Laxness “Höll sumarlandsins.”
Engar bækur eftir Gunnar Gpnn-
arsson eða Guðmund Kamban
koma út á yfirstandandi ári.
Sænska forlagið “Natur och
Kultur” gefur innan skamms út
bók um Eddu eftir Erik Ther-
mann “Eddaen och dess ödes-
rtagikk.”—Morgunbl. 4. nóv.
Einar P. Jónsson.
824 SKRÁÐIR
ATVINNULEYSINGJAR
1 REYGJAVIK
Skr ásetning atvinnulausra
manna i Reykjavík hefir farið
fram undanfama daga og var
lokið í gærkvöld.
Reyndust 824 menn atvinnu-
lausir hér í bænum, þar af 8
konur.
Undanfarin ár hefir tala at-
vinnuleysingja á þessum árstima
þannig:
1937 682
1936 660
1935 605
Reyndin hefir orðið sú undan-
farið, að atvinnuleysingjum hef-
ir farið fjölgandi fram eftir
vetrinum. Hæsta tala atvinnu-
leysingja, sem skráð hefir verið
hér í bæ, var 1. febrúar 1937,
936 menn.—Morgunbl. 4. nóv.
Hvaðanæfa
Siðastliðinn þriðjudag voru
undirskrifaðir í París samning-
ar milli Þýzkalancis og Frakk-
lands um órjúfanlegt vinfengis-
samband milli beggja þjóða.
Utanríkisráðgýafar ^Frakka og
Þjóðverja staðfestu samninga
]>essa með undirskrift sinni fyrir
hönd hlutaðeigandi stjórna. Sam-
kvæmt samningum þessum eiga
núverandi landamerkjalínur milli
Þý-zkalands og Frakklands, að
skoðast algildar og órjúfanleg-
ar um aldur1 og æfi.
Hörmulegt námuslys vildi til í
Sydney námunum í Noca Scotia
á þriðjudaginn. Létu þar 16.
námumenn líf sitt, og margir
liggja limlestir á sjúkrahúsum.
Þeir Ásmundur P. Jóhannsson
°g Jón J. Bíldfell fóru norður
til Nýja íslands á laugardaginn
í erindum Þjóðræknisfélagsins
og komu aftur á mánudaginn.