Lögberg - 08.12.1938, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.12.1938, Blaðsíða 2
2 LÖGrBERG, FIMTUDAOINN 8, DESEMBER 1938 ZIGZAG Orvals pappír í úrvals bók 2 Tegundir BLÁ KÁPA “Egyptien” úrvals, h v 11 u r vindlinga pappír — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir væri vafSir i verksmiSju. BiSjiS um “ZIG-ZAG” Blue Cover SVÖRT KÁPA Hinn upprunalegi þ u n n i vindlinga pappír, sem flestir, er reykja “Roll Your Own” nota. BiSjiS um “ZIG-ZAG” Black Cover Frá Vogar í Manitoba Flest fréttabréf byrja á því að lýsa tíðarfarinu. Það fer nú annars að verða á eftir timanum að lýsa þvi i vor og sumar, þegar mánuður er liðinn af vetrinum. En í fáum orðum má segja að flestir munu samdóma um það, að slíka sumar- og haust-tíð muni þeir ekki. Sérstaklega var tíðin hagstæð fyrir alla úti- vinnu; stillíngar og þurviðri flesta daga. Sama tiðarfar var alt haustið og fram í byrjun þ. m. Snjóaði fyrst dálítið 5. f. m. Síðan hefir verið fremur óstilt tíð en ill getur hún ekki kallast. Fyrir jarðargróður var tiðin helzt til þur, þó mun gras- vöxtur hafa verið í meðallagi og heyskapur því sæmilegur. Akrar voru víðasthvar allvel sprottnir, en viða spiltust þeir af ryði; þó munu þeir óvíða hafa eyðilagst með öllu. Garðávertir munu hafa verið í góðu meðallagi. Heilsufar manna hefir verið : góðu lagi í þessari bygð í sumar. Þó hafa tvær konur látist hér; Guðrún Guðmundsdóttir, kona Jónasar K. Jónassonar að Vog- ar og Sigríður Guðmundsdóttir kona Þorsteins Jónssonar við Oak View. Hefir þeirra beggja verið minst í islenzku blöðun- um. Um giftingar og barnaeignir nenni eg ekki að skrifa; hvort- tveggja er svo algengt, og ekkert einkennilegt við það fyrir þessa bygð. Þó má geta þess að flest- ir hinna eldri bænda eru nú hættir búskap hér í bygð og margir þeirra dánÍF. Unga kyn- slóðin er því tekin við völdum víðast hvar, og verður bráðum einvöld í sveitinni. Það verður þá þeirra verk að halda í horfinu og koma á umbótum til fram- fara. Hér hefir verið lítið um stórar framkvæmdir undanfarin ár, þvi hér hefir verið viðskiftakreppa eins og annarsstaðar. Flestir hafa átt í vök að verjast að halda í horfinu, og hafa því litlu kostað til umbóta í búnaði. Þó má geta þess að hér í sveit hefir vaknað nokkur áhugi í sumar fyrir aukinni akuryrkju. Má það að mestu þakka áhrifum stinnan úr Handaríkjum, þótt undarlegt sé. En því er svo varið, að hingað komu menn þaðan að sunnan í fyrravetur og lögðu föl- ur á lönd sem sveitarstjórnin hafði ráð á, og festu kaup á 60 löndum. En það undarlega við þessi landakaup var að þeir vildu helzt þau lönd, sem hér voru talin að engu nýt, vegna grjóts og “alkali.” Kváðu þeir þau lönd bezt fallin til að rækta “alfalfa” sem nú er í háu verði sem útsæði, auk þess sem grasið er ágætt gripafóður. En þeir höfðu sagt að alfalfa þrifist ekki til útsæðisöflunar nema í kalk- blandinni jörð. Þessi kaup Bandaríkjamanna urðu þó ekki fullgjörð í ár, þvi peninga mun hafa vantað til að vinna löndin til ræktunar i sumar, og óvist hvort þeim verður haldið áfram. En þau urðu til’ þess að bændur fóru að gefa þessu gaum, því fátt af löndum hér hefir notast vel til kornræktar. Hafa því allmargir bændur hér byrjað á að búa lönd sín undir alfalfa ræktun. Geirfinnur bóndi Pétúrsson á Hayland keypti kraftmikinn snjó bíl í fyrravetur til að draga hey til markaðar. Hann hefir nú verið notaður til að brjóta lönd í sumar. Hafa synir Geirfinns unnið að því, og hafa unnið nótt og dag í alt sumar, fram um veturnætur. Þeir hafa unnið fyrir bændur víðsvegar um sveit- ina, en hvergi mikið í sarna stað, því margir vildu gjöra tilraunir í smáum stíl. Verður þvi tals- verður undirbúningur undir aukna akuryrkju næsta sumar. Fátt er hér um góða gesti, sem koma hreyfingu á félagslífið í sveitinni; væri þess þó mikil þörf. Það eru aðeins prestarnir sem heimsækja okkur af og til, sérstaklega forsetar kirkjufélag- anna, séra K. K. Ólafsson og séra Guðmundur Árnason. Séra Kristinn hefir komið hingað oft undanfarin 3 sumur og flutt guðsþjónustur og fyrirlestra um ýms efni. Séra Guðm. hefir komið hingað af og til um rnörg ár og framið hér prestsþjón- ustu víðsvegar um alla sveitina. Auk þess hefir hann oft flutt erindi á samkomum. Hann stofnaði söfnuð hér i vestur- bygðinni síðastliðið vor, á sama grundvelli og sambandssöfnuðir eru nú hér i landi. Þó eru hér engir únítarar svo eg viti, en flestir eru hér frjálslyndir í trú- málum og forðast deilur um þau efni. Séra Guðm. er líka fjarri því að vera þröngsýnn í trú- málum og enginn ádeilumaður. Hann er kjörinn prestur safnað- arins sem stendur. Jönas alþm. Jónsson frá Hriflu heimsótti okkur í sumar, eins og flestar bygðir íslend- inga hér í landi. Slíka gesti ber ekki oft að garði hjá okkur, enda var aðsókn að samkomu hans fjölmennari en hér hefir verið um mörg ár. Eg hygg að enginn gestur sem að heiman hefir komið á siðari árum hafi hrifið eins hugi manna eins og Jónas, nema ef vera skyldi séra Kjartan Helgason. En hann var hér á ferð um hávetur i vondri tíð, og var þvi aðsókn að sam- komum hans verri en skyldi. 'Ræða Jónasar var fróðleg og vel hugsuð, en þó hygg eg að fram- koma hans hafi unnið honum inn meira álit en ræðan. Hann lék á alsoddi, og tók hvern mann tali eins og gamlan kunningja; spurði um ætt þeirra og æsku- stöðvar, og leysti greiðlega úr öllum spurningum. Við sáum eftir að geta ekki haft hanri degi lengur, því ráðgjört var að fara með þaiin víðar um bygð- ina, þótt hér sé fátt markvert að sjá. En það var öðru nær en að tími væri til slíks. Samkom- an stóð langt fram á nótt, en hann þurfti að vera kominn til YVinnipeg kl. 10 næsta morgun og norður að Gimli um hádegi sama dag. Varð hann því að fara héðan kl. 6 næsta morgun, svefnlítill og þreyttur. Er það lítil nærgætni af þeim, sem ráða ferðum þessara gesta að heiman. En svo hefir oft farið áður, að þeim hefir verið ætlaður svo stuttur tími til umferðar hér i sveit að kalla má að þeir hafi orðið að vinna nótt og dag- Mundi slíkt vera óvinsæl vinnu- harka, ef um hérlenda verka- menn væri að ræða.— Það var kominn illur kur i fiskimenn hér við vatnið fyrstu vikuna af síðasta mánuði. Vatn- ið var íslaust en komið fast að þeim tima er leyft er að byrja veiðar. Þó rættist úr þessu; vatnið lagði á fáum dögum hér norður frá, en þó tapaðist viða bezti tíminn frá smáfiskaveiði Og á suðurvatninu urðu menn fyrir allmiklum sköðum á netj- um fyrir ísrek. Veiði mun al- ment fremur treg, en lítið revnd ennþá. Verðlag lítið ákveðið ennþá en þó í lægra lagi það sem frétt er. Guðm. Jónsson frá Húsey. Ásgeir Tryggri Friðgeirsson fæddur í Garði í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu 17. októ-' ber 1860; dáinn að Betel á Gimli, á nýársdaginn 1938. Lúinn og hrumur er lagstur til moldar Ásgeir Friðgeirsson F n j óskdælingur, getinn í Garði imd Gönguskarði, þá síðasta öld var sextug þætt. Samtíðarfólk þitt að Betel hafði orðið þess vart að þú myndir ætla í langferð síðast- liðinn nýársdag. Mörgum stóð því stuggur af þessari ferðaá- ætlun þinni, sem ekki sýndist geta orðið hamlað um eitt fót- mál. Samtíðarfólkið þitt vissi að á því tímabili er jafnan allra veðra von úr fangi náttúrunnar Þessi orðrómur samferðamanna þinna um það að allra.veðra von væri í aðsígi, eða það þó þessa heims veðraföll klæddu höf og hauður í hvita vetrakuflinn sinn og læstu þau í dróma frosts og 1 snjóa, öftruðu þér ekki hót frá því að leggja upp í ferðina til strandarinnar hingumegin, sem oft er nefnd svo, en enginn þekk- ir, þú hafðir oft minst á það við mig i snedibréfunum þínum góðu og mörgu, hvað þér, konu þinni og ykkur öllu gamla fólkinu, sem dvelur nú hinstu stundir æf- innar á góðgerðaheimilinu Betel, liði vel, hvað þér fyndist elli- árin þín líða þar fljótt og slétt, hvað þér virtust átök ellinnar hlý og vingjarnleg og æfihaustið róttt og blítt, og ganga sem næst í spor æskuáranna þinna í Garði þegar* þá Iifðir áhyggjulausu lífi þar við blíðuatlot foreldra þinna. Svona getur ellin stundum lagst létt á sveif sína, þegar þeir, sem úera hana, stefna huga og hjarta sínu hærra til þess, sem gaf hvorttveggja, æsku og elli. En þrátt fyrir það, þó þér fyndist æfihaust þitt fagurt og rósamt á jarðneska heimilinu þínu, Betel, þá samt stefndi hugsun þín það- an, frá því jarðneska til þess himneska. Þér hafði verið boðið að flytja alfarinn frá Betel þennan dag, yfir í safn feðra þinna, yfir í sólskinið á Góðravonahöfða ei- lífðarinnar, þar sem moldin er ekkert, en andinn er alt. Þú vissir að á veginum þangað voru engir farartálmar eða villugötur, engin Tvidægra, enginn Dimmi- fjallgarður, ekkert, sem gat vil: þér sýn. Þú þektir stefnuna, þó þú hefðir ekki örnefni eða vörð- ur til að vísa þér leið; afspurnin ein dugði þér, eins og öllum öðr- um, sem voru farnir á undan þér yfir þessi sömu landamerki. í þetta ferðalag fer hver einn síns liðs, án nokkurs mannlegs stuðn- ings eða fylgdar, alt það jarð- neska, sem tilheyrði þér, átti að verða eftir hérna megin. Það var þér þarflaust í þessa ferð. Undir hvítu silfurhærunum þin- um lagirðu svo á stað með tveim- ur lífstíðar förunautunum þin- um, Bæn og Signing, þakklátur við lífið, þakklátur við ástvini þína, sem efir lifa, þakklátur við síðasta heimilið þitt Betel, sem nú geymir s'iðustu minninguna um þig, dáinn og horfinn þvi að sýn og viðtali. Foreldrar Ásgeirs voru merk- ishjónin Friðgeir Olgeirsson í Garði í Fnjóskadal og kona hans Anna Ásmundsdóttir, hún var alsystir Einars í Nesi í Höfða- hverfi, alþingismanns, móðir þeirra, kona Ásmundar, var Guð- rún dóttir hins þjóðkunna manns Björns i Lundi i Fnjóskadal; en Björn í Lundi var bróðir Krist- jáns bónda á Illugastöðum í sömu sveit, föður þeirra bræðra séra Benedikts í Múla í Reykja- dal, séra Jóns á Felli og Þór- odsstað í Kinn í Þingeyjarsýslu og síðar á Breiðabólsstað í Húnavatnssýslu, Björns hrepp- stjóra á Þverá i Fnjóskadal föð- ur Jóns bónda á Héðinshöfða á Tjörnesi, föður Tómasar ráð- herra í Manitoba, Sigurður bóndi í Naustavík faðir Indriða föður Kristjáns bónda á Mountain, N. Dak., Kristján amtmaður á Möðruvöllum við Eyjaf jörð; einnig voru þeir Ásgeir og Tryggvi Gunnarsson þrímenning- ar að ættum. Ásgeir ólst upp hjá foreldr- um sínum í Garði fram að tví- tugsaldri og lærði söðlasmiði af föður sínum, og svo snikkaraiðn, og var þjóðhagur við þau störf. Árið 1896 giftist hann Þor- björgu Hákonardóttur bónda á Haukabergi á Barðaströnd, Snæ- bjarnarsonar bónda'í Dufansdal í Arnarfirði, Pálssonar bónda s. st. mála-Snæbjarnar sonar. Svo er Þorbjörgu lýst, að hún hafi verið gáfuð kona, fríð sýn- um, glaðvær og skemtileg. Ás- 1 geir og Þorbjörg eignuðust 5 börn, 4 þeirra eru dáin; einn sonur þeirra lifir, sem á heima í Californiu. Ásgeir og kona hans bjuggu um nokkur ár i Nýja Islandi og um skeið í bænum Árborg. Fluttust þaðan til Californíu og síðast að Gimli. Þar lifir nú Þorbjörg ekkja hans á gamalmennaheimilinu góðfræga Betel, og bíður þess eins að æfi- sól hennar gangi til viðar. Ásgeir minn, kærar þakkir frá mér og mínum fyrir góða við- kynning gegnum sendibréfin þín mörgu og góðu. Lifðu svo heill og sæll í safni feðra þinna. F. Hjáhnarsson. Aðvörun I dag barst mér skeyti frá Innisfail, Alberta, þess efnis að frú Helga, ekkja Stephans G. Stephanssonar ha'fi að undan- förnu verið veik og legið á sjúkrahúsi þar í bænum. Bilað hjarta telja læknar aðal meinið. Helga hefir verið til skamms tíma mesta hraustleika kona, en er nú að vonum orðin slitin og þreytt. Hún er fædd 3. júlí 1859, og er því á 10. ári hins 8 tugar. En aldrei kvartar hún um ann- að en eigið getuleysi til góðrar liðveislu öðrum til handa. Eg vil nú með aðstoð íslenzku vikublaðanna kunngera íslend- ingum fjær og nær, hvernig nú er ástatt með heilsufar hennar. Mér finst það vera sjálfsagt að vara vini hennar (sem! hljóta að vera margir—og fleiri en henni sjálfri er kunnugt um) svo þeir þurfi síður að naga sig í handa- bökin í framtíðinni, sökum ,þess að vitneskjan um veikindi og örðugar kringumstæður hinnar öldnu ekkju hins góða skálds, barst þeim ekki í tíma. Það er nýlega búið að prenta heima á Islandi sjöttu ljóðabók Stephans G. Stephanssonar, og fyrsta bindið af sendibréfum hans, sem kunnugt er öllum þeim, sem ís- lenzk blöð lesa bæði hér og heima. Hitt mun flestum ó- kunnugt um, að hin aldurhnigna ekkja skáldsins er veik og fjár- hagslega illa stödd, á sjúkrahúsi vestur undir Klettafjöllum i Al- bertafylki. “Hver almennings gleðifrétt eru mín jól.” Stephan G. færði og færir marga gleði- fréttina, sem íslendingar eiga eftir að gera sér jólabrauð úr— þannig, að sem flestar fréttir gætu orðið í “sannleika” gleði- fréttir, og þá nytu menn við hvert slíkt tækifæri hinnar á- byggilegu og sjaldgæfu jólagleði, og þá væri hægt að hafa jólin oftar en einu sinni á ári —' þvi “gleðifrétt” og “jólagleði" færi saman. 1. desember 1938. Jak. J. Norman. “Eg verð þá vist að taka hlut- ina hægt og rólega, eins og þeir liggja fyrir,” sagði innbrotsþjóf- urinn, þegar læknirinn ráðlagði honum að hafa hægt um sig vegna heilsunnar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.