Lögberg


Lögberg - 15.12.1938, Qupperneq 4

Lögberg - 15.12.1938, Qupperneq 4
4 LÖOBEB/G-, FIMTUDAGINN 15. DESEMBEE 1938 -------------- Högherg --------------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COLiUMBIA PRESS, EIMITED B95 Sargent Ave., Winnlpeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Uimited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Milli fjalls og fjöru Fréttasambandið Associated Press, flutti þær fregn- ir vítt um heim þann 2. desember að íslenzka þjóðin hefðin hefði minst tuttugu ára fullveldis síns daginn áður, með virðulegum hátíðahöldum víðsvegar um land; veigamestu hátíðahöldin fóru þó að sjálfsögðu fram í höfuborg hins íslenzka ríkis; gekk þar mannfjöldi mik- ill að' leiði Jóns Sigurðssonar og lagði á það blómsveig. Forsætisráðherrann, herra Hermann Jónasson, flutti við þetta tækifæri aðalræðuna og brýndi fyrir þjóðinni að standa þéttan vörð um andlegt, efnalegt og menningar- legt sjálfstæði sitt. Áminst fréttasamband leggur sérstaka áherzlu á það í greinargerð sinni af Fullveldisdeginum hve íhygl- isverð og ánægjuleg sú mótsögn sé, er gildi um ástandið á Islandi borið saman við hin dapurlgu tíðindi frá stjórnmálavettvangi annara Norð'urálfuþjóða upp á síð- kastið. tsland sé eina landið í víðri veröld, er hvorki hafi nokkuð af her né flota að segja, og þó muni það engu að síður mega teljast flestum, ef ekki öllum öðrum þjóðum, óhultara um tilverurétt sinn.— Viðskiftavelta tslands er hlutfallslega meiri en við- gengst með nokkurri annari þjóð, og er hið sama úm fiskiveiðarnar að segja. Einn liður hinnar reglubundnu dagskrár, sem fram fór í Reykjavík á Fullveldisdaginn, var útvarpið frá íslendingum vestan hafs; fyrsti tengiliðurinn þeirrar tegundar, í andlegum samgöngum milli heimaþjóðar- innar og samstofna kynkvísla í vestri. Hið drengilega ávarp Hermann forsætisráðherra, er til vor barst á Fullveldisdaginn á öldum ljósvakans, vakti hvarvetna hlýtt bergmál vestan hafs, er óma mun lengi og hlýja mönnum um hjarta. 4 4 4 Þegar aðrir fljóta sofandi að' feigðarósi og hafast eigi að, er forsætisráðherra Manitoba-fylkis, Mr. Bracken, seint og snemma á ferð með margskonar nyt- samar nýjungar á prjónum; enda er nú svo komið, að Mr. Bracken þykir, án tillits til pólitískra trúarbragða, einn allra hagvitrasti stjórnmálamaður canadisku þjóð- rinnar um þessar mundir; rætist á honum hið forn- kveðna, að hann sé vaskur maður og batnandi. Þessa dagana stendur yfir fundur í Winnipeg, næsta mikilvægur, er Mr. Bracken hefir kvatt til; eru þar mættir sérfræðingar, eigi að'eins canadiskir, heldur og einnig sunnan úr Bandaríkjum, til þess að ráðgast um aukin og endurbætt sölusambönd fyrir búnaðaraf- urðir; vitaskuld sýndist það liggja nokkurn veginn í augum uppi, að eitthvað yrði að taka til bragðs, sem líklegt þætti til framtíðar þrifa; það var Mr. Bracken, sem fvrstur reið á vaðið, og verður slíkt vonandi að makleikum metið. Ek;ki mega menn kippa sér upp við það, þó sýnilegs árangurs af starfi þessa fundar verði ekki vart þegar í stað; enda slíkt ekki á eins manns færi; þó er með þessu stisrið spor í rétta átt, er ætla má að til nokkurs góðs leiði í framtíðinni; verzlunarhöft þau, þjóða á milli, sem frá óeðlilegum tollmúrum stafa, verða að nemast úr gildi ef vel á að fara; þetta er Mr. Bracken Ijóst, og með það fyrir augum hefir hann meðal annars kvatt til áminsts fundar viðvíkjandi sölu búnaðarafurða. ♦ -f ♦ Fvrverandi utanríkisráðherra Chamberlain stjórn- arinnar, Mr. Anthony Eden, flutti nýverið ræðu í New York, er laut að viðhorfinu á sviði stjórnmálanna frá sjónarmiði demokratiskra þióða; ræðan var glæsileg í formi, o" þó ákjósanlesrt mætti telja að hún hefði verið nokkru ákveðnari í einstökum atriðum en raun varð á, lék um hana engu að síður hressandi blær víðsýns um- bótamanns. Mr. Eden lýsti afdráttarlaust yfir því, að þrátt fvrir alt og alt, — skiftar skoðanir á ýmsum mikilvægum málum, — þá væri brezka þjóðin ein og óskift. er til þess kæmi að verja Ivðræði sitt og heilög einstaklingsréttindi gegn hnefarétti og kúgun í hvaða mvnd sem væri. 444 f borginni Lima stendur yfir um þessar mundir ihvglisvert þing, er tuttugu og ein Ameríku-þjóð stendur að: þetta er áttunda þingið í röðinni, sem Pan-American þjóðir kveðja til. Af hálfu Bandaríkjastjórnar mætti þar hinn drenglundaði og víðsýni utanríkisráðherra hennar, Mr. Cordull Hull. Kjarna-atriðið í ræðu hans var á þessa leið: “Eins og nú horfir við sýnist mann- kynið eiga einungis um tvent að velja, miðaldaþrælkun í Fasista- flíkum, eða lýðræðis fyrirkomu- lagið, þó því sé í ýmsu ábóta- vant.” Með þetta hvorttveggja fyrir augum, kvaðst Mr. Hull líta svo á, að það væri með öllu óhjákvæmilegt fyrir allar Ame- ríkuþjóðir að stofna með sér ó- rjúfandi varnarsamband gegn er- lendri áróðursstarfsemi og fylkja sér \ einingu undir fána lýðræðis Og mannréttinda.— ■f ♦ -f Um reifarasögu getur, er gengur undir nafninu “Reim- leikinn á herragarðinum.” í öðr- um garði, er Queens Park nefn- ist, fer Mr. Hepburn á handa- hlaupum og kærir sig kollóttan þótt bláni á hnúum. Enda ska! nú til mikils vinna. Orð leikur á að þeir Mr. Duplessis £rá Quebec og Mr. Hepbum hafi blandað hjörlegi, eða með öðrum orðum svarist í fóstbræðralag; markmiðið sagt að vera það, að koma King forsætisráðherra í pólitiskum skilningi fyrir kattar- nef; reka hann frá flokksfor- ustu og svifta hann kjóli og kalíi. Og nú hefir Mr. Hepbum ráðið það við sig, að snúa opin- berlega baki við Mr. King í næstu kosnnigum; hann um það Ekki mun ólíklega þykja til get- ið, að slíkt verði til landhreins- unar talið að losa liberal-flokk- inn við Mr. Hepburn eftir hið “óeðlilega bandalagsbrall” hans við Mr. Duplessis, eins og Mr King sjálfur nefnir það. Alt þetta hjákátlega moldviðri Mr. Hepburns, styrkir Mr. King fremur í sessi en veikir, og blæs liberal flokknum byr í segl við næstu kosningar. Thor Thors segir frá vesturför sinni Thor Thors alþingism. kom heim með Gullfossi í gærkvöldi. úr för sinni til Nýfundnalands og Bandaríkjanna. Tiðindamaður Morgunblaðsins átti stutt samtal við Thor áður en hann steig af skipsfjöl, og fékk hjá honum eftirfarandi frá- sögn af förinni vestur. För mín hefir tekið um 3 mánuði og voru erindi mín aðal- lega í Nýfundnalandi og Banda ríkjunum. Stjórn Nýfundnalands hafði boðið fulltrúa frá Islandi að koma í kynnisför til landsins, til að kynnast landi og þjóð og fiskveiðum og fiskverzlun lands- manna, ásamt fulltrúa frá Noregi og Bretlandi. Dvöldumst við þar um hálfan mánuð og urðum margsvísari um atvinnul'íf Ný- fundnalands og þjóðarhætti og ræddum nokkuð sameiginleg á- huga- og vandamál. Var okkur öllum tekið þar í landi með frá- bærri gestrisni og stakri alúð. Verður e. t. v. tækifæri til þess síðar að skýra nánar frá ýmsu um fiskveiðar Nýfundnalands, sögu þess og stjórnmál. Það mun síðar koma í ljós, hvort nokkur árangur verður af við- ræðum okkar um vandamál fisk- framleiðsluþjóðanna, Eg hefi gefið ríkisstjórn og stjórn S.Í.F. ítarlega skýrslu um för þessa. Niðursu ðuvörur S. /. F. 1 Bandaríkjunum dvaldi eg um 5 vikur, að mestu í New York, en auk þess i Chicago, St. Paul og Boston. Aðalerindi mitt var að undirbúa sölu á fram- leiðsluvörum hinnar nýju niður- suðuverksmiðju S. 1. F. og kynnast þörfum og kröfum neytendanna. Fékk eg send þangað fyrstu sýnishorn héðan að heiman. Líkaði varan sjálf ágætlega, en ýmsu þurfum við að breyta um útbúnað vörunnar í samræmi við framleiðslu keppi- nautanna og löggjöf Bandarikja- manna. að er skoðun min, að góðar horfur séu um talsverðan markað fyrir þessa nýju fram- leiðslu okkar, ef við gætum hinnar ítrustu vöruvöndunar og getum stilt framleiðslukostnaði svo i hóf, að verðlag okkar verði fullkomlega samkepnisfært. En miklir og margvíslegir örðug- leikar verða á vegi okkar í önd- verðu. Um þetta málefni mun eg gefa stjórn S. í. F. nákvæma skýrslu. New Yo-rk sýningin Jafnframt þessu máli hafði eg nokkur afskifti af undirbúningi þátttöku okkar íslendinga í heimssýningunni næsta vtor. Vann eg að því máli í samvinnu við framkvæmdarstjóra okkar, hr. Vilhjálm Þór, sem nú er bú- settur í New York. Miðar und- irbúningnum vel áfram og verð- ur innan skamms unt að skýra frá væntanlegu fyrirkomulagi sýningar okkar í einstökum at- riðum, því að eg hefi í fórum mínum fullnaðartillögur um aðal drætti sýningarinnar og mun eg leggja þær fyrir sýningarráðið einhvern næstu daga. í sambadi við sýningarmálið vil eg geta þess, að eg hefi með- ferðis undirritaðan samning af hendi Columbia Concerts-félags- ins í New York um söngför 38 íslendinga um Banadrikin næsta haust. Mun eg ræða það mál við söngmenn bæjarins og vænti að góð samvirma náist meðal söngmanna um för þessa, svo að hún geti orðið þjóð vorri til hins mesta sóma. Til Vesturheiws Að lokum þetta: Það er sannfæring mín, að framtíðarviðskifti okkar íslend- inga á sviði framleiðslu og fjár- mála eigi og verði að verulegu leyti að beinast til Vesturheims. Á ófriðartimum hefir neyðin beint hugum okkar og ferðum í vesturátt og okkur hefir borist björgin þðaan. Þessu höfum við verið furðu fljótir að gleyma. Sjaldan hefir verið meiri nauð- syn á því að rifja upp þessa kenningu ótriðaráranna og fram- fylgja henni, en einmitt nú, þeg- ar öll Evrópa er sem púður- tunna, sem ótal þræðir liggja að og einn neisti getur kveikt í á hverri stundu.—Mbl. 23. nóv. Framsóknarblaðið í Vest- mannaeyjum birtir eftirfarand' fregn: “Netagerð Vestmanna- eyja keypti á síðastliðnu sumri þriðju netahnýtingarvélina og er nú búið að taka vélina í notkun. Netagerðin framleiðir nú öll þau net, sem notuð; eru í Evjum, og hefir auk þess selt nokkuð af þorskanetum í verstöðvarnar við Faxaflóa og austan fjalls. Fraim- leiðslan er fyllilega sambærileg við erlenda framleiðslu um verð og gæði og hefir tekist vel til með þennan atvinnurekstur.” —Tíminn 6. nóv. “ÖRKIN HANS NÓA” 1 Ameríku er roskinn maður, sem trúir því statt og stöðugt að nýtt “syndaflóð” sé í vænd- um og að allar lifandi verur á jarðríki muni þá farast — eða að minsta kosti hvert einasta kvikindi í Ameríku vestanverðri! Fólkið sé orðið svo léttúðugt og syndum spilt, að skapari himins og jarðar hljóti nú að fara að taka i taumana, ekki síður en á dögum Nóa. — Maður þessi — hann heitir William Greenwood — hefir látið smíða sér nýja “Örk” og lagt alla stund á það, að hafa hana sem allra líkasta þvi, sem menn hafa gert sér í hugarlund að “Örkin hans Nóa” muni hafa verið. Hefir smíði skipsins staðið yfir árum saman og altaf hefir karlanginn verið að láta breyta, því að ýmsir hafa frætt hann á því, að ekki muni “þetta eða þetta” vera rétt, held- ur hafi örkin verið “svo eða svo,” og á margt hefir karlinn fallist — margvíslegar breyting- ar og umbætur. En að lokum mun nú “örkin” tilbúin! * Greenwood hefir ekki farið að dæmi Nóa gamla að því leyti, að hann hefir látið undir höfuð leggjast fram að þessu, að safna í örk sína ölluim dýrategundum jarðarinnar. Honum mun hafa fundist það snúningasamt, karl- anganum. Örkin 'mundi og þurfa að vera nokkuð stór, ef allar tegundir ætti þar að rúm- ast, þó að ekki væri nema “karl og kona” af hverri. Hann er sannfærður um það, hinn gamli maður, að heimurinn muni farast í “syndaflóði” mjög bráðlega, Og hann hefir meira að segja tiltekið ár, dag og stund, er flóðið imundi hefjast. En hinn ákveðni tími hefir liðið hjá og ekkert merkilegt gerst. Þá hefir hann kannast við, að útreikningar sínir hafi líklega ekki verið réttir, enda sé örðugt að segja þannig fyrir um slíka hluti, að engu geti skeikað. — Og svo hefir hann spáð af nýju! Greenwood segir, að flóðiti miklu t Ohio og víðar þar vestra sé aðeins lítið sýnishorn af því, sem i vændum sé. — Hann er að visu ekki alveg sannfærður um — ekki æfinlega — að alt líf á jörðunni muni farast og sé það þó miklu líklegra. Hitt tel- ur hann engum vafa bundið, að vesturhluta Bandaríkjanna og Canada verði ekki þyrmt! Þar sé ólifnaður fólksins orðinn svo ægilegur, að engin von sé til þess að nokkur manneskja, sem þar dvelst, geti sloppið lifandi!—Og mikið af allri þessari siðspillingu og bölvun segir hann að eigi upp- tök sín f Hollywood!— Karlinn skorar á fólk að taka sinnaskiftuim: þegar í stað, því að tíminn sé að verða naumur! Hann klæðist mjög andhælis- lega, er hantt fer út á stræti og gatnamót. Hann gerir það til þess, að vekja athygli á sér og þeim boðskap, sem hann vill kunngera öllum lýðum. — Hann kannast við syndir sínar og; á- virðingar og segir að vel megi svo fara, að hann verði sem aðrir syndarar herfang dauðans í hinu trtikla flóði! —Sd.bl. Vísis. Many of the modern writers are women. It’s so much easier to be an author if you have some- body to make a livíng.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.