Lögberg - 02.01.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.01.1939, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5, JANÚAR 1939 3 skiftalöndum. Vitaskuld þarf aÖ leggja mikla áherzlu á að halda þeim, og vinna á með skynsamlegum aðgerðum, þar sem þaÖ er hægt. En hitt væri fjarstæÖa aÖ loka auugnum 1yr- ir þróun samtíðarinnar, t. d. hinuin stórkostlega aukna skipa- flota ÞjóÖverja. Vissulega kaupa þeir ekki fisk frá íslandi, þegar þeir framleiða meir en nóg sjálf- ir. Fyrir utan hin gömlu mark- aðslönd í Evrópu, er vitaskuld nokkur von um saltfisksölu i SuÖur-Ameríku og harðfisks- markað i sumum hitabeltislönd- um gamla heimsins. En samt vantar 'inarkaði. Og ,í þeim efnum er ekki . nema í eitt hús að venda: Til Bandaríkjanna, bæði með fisk og síld, og til Kanada að ein- hverju litlu leyti með síld. Nú er síður en svo, að auð- lilaupið sé að því að vinna stóran markað í Bandaríkjunum, og allra sízt má senda þangað mikið í einu á litt undirbújjjn markað.- Þróunin um sölu þangað getur orðið örugg, en hún verður ekki hraðfara. f Bandaríkjunum eru um 130 miljónir manna. Lahdið er svo sem allir vita, auðugt að nátt- úrugæðum og auðugt að fé. En . ef frá eru talin fiskimiðin vio Nýfundnaland, sem tilheyrir Bretaveldi, þá eru síldar- og fiskimið ekki sérstaklega rnikil við Norður-Ameriku. Minsvegar er margt sem bend- ir til að íslendingar geti, ef þeir sýna þrautseigju og dugnað, unnið sér varanlegan og mikinn markað fyrir hraðfrystan fisk, nokkurn markað fyrir saltfisk og mikinn markað fyrir síld í ýms- um myndum. Bandarikjaþjóðin er fjölmenn. Hún er auðug. Kaupgeta er mikil. Þjóðin metur mikils góða vöru. Hraðfrystur, ís- lenzkur fiskur er ágæt vara. Bandaríkjamenn standa framar öllum öðrum þjóðum í kæli- 'inálum. .Þeir hafa mikil kæli- hús. Þeir kæla loftið í járn- brautarvögnunum og mörgum byggingum í hitatiðinni. Þar eru kæliskápar i fleiri heimilum en nokkru öðru landi. — Vegna kaupdýrleika er erfitt að fá þjón- ustufólk til heimilisstarfa Hús- móðir í Bandaríkjunum njetur mikils að fá góða matvöru í heimilið, senv unt er að gera að góðum rétti fljótt og með lítilli fyrirhöfn. Hraðfrysti fiskur- inn er einmitt slík vara. Auk þess er mikið af kaþólsku fólki í Bandaríkjunum, sem kann að meta góðan saltfisk. Eg sá í Boston í haust saltfisk í litlum öskjum, sem ung húsmóðir hafði keypt og taldi góða vöru. Gyð- ingar eru fjölmennir vestan hafs og þeir unna mikið saltsild. t einni íslendingabygð í Kanada seldi mjög duglegur íslenzkur kaupihaður hollenzka síld til Rússa sem bjuggu í nábýli við hann. Hann gat ekki fengið hentuga islenzka síld handa þess- um viðskiftamönnum. Eg álít að jafnhliða sýning- unni í New York og þegar henni er lokið, verði frá hálfu íslend- inga að leggja megináherzlu á að skapa stóran og varanlegan markað fyrir fisk og síld í Norður-Ameríku, jafnhliða því að alt er gert til að vernda og ef unt er, auka Evrópumarkað- inn. En Bandaríkin eru nýr NUGA-TONE STYRKIR UITÆRIN Séu líffæri ySar lömuö, eöa þér kenniö til elli, ættutS þér aö fá yður NUGA-TONE. Pað hefir hjálpað miljónum manna og kvenna t stð- astliðin 4 5 ár. NUGA-TONE er verulegur heilsu- gjafi, er styrkir öll llffærin. Alt lasburða fólk ætti að nota NUGA-TONE. Fæst t lyfjabúðum; varist stælingar. Kaupið ekta NUGA TONE. Notið UGA-SOL við stýflu. Petta úrvals hægðalyf. 50c. heimur. Þar er unt að byrja ný og rnikil skifti, ef varan er góð og myndarlega haldið á málum. íslendingar vestan hafs mundu af hreinni frændsemis- tilfinningu geta haft rnikil áhrif að skapa íslenzkum vörurn álit. Þeir eru að vísu ekki marg- mennir. En þeir eru dreifðir mjög viða, og hvarvetna vel metyir. Einn af auðugustu Is- lendingum vestan hafs, Soffónías Þorkelsson úr Svarfaðardal, ætl- aði að hætta stórri fjárhæð til tryggingar fisksölu vestra, en það var aldrei notað af ástæðum, sem ekki snerta hann. Eg álít að öll íslenzka þjóðin verði að sameinast um það, að opna mikil f>g varanleg verzlun- arviðskifti við Norður-Ameríku, og að vinna að því máli með ó- bilandi festu og þrautseigju, unz fullur sigur er unninn. En það er sigur, þegar við höfum bein- ar ferðir til New York alt árið, seljum þangað stöðugt vöru og fáum í staðinn hinn góða og fjölbreytta varning frá Ameríku- mönnum. J. J. —Tíminn 6. des. Á krossgötum Fullveldishátíðin á Laugar- vatni var óvenju fjplmenn. Heimafólk og skólafólk er um 200. Gestir voru um 500. Skól- inn er svo bygður, að gera má 4 kenslustofur að einum sal og með því móti nægði húsrúmið fyrir þennan mannfjölda. Séra Guðmundur á Mosfelli flutti messu. Þrír nemendur fluttu ræður. Björn Jakobsson hafð: f imleikasýningu, en Þort'ur Eristleifsson lét þrjá kóra syngja. Þrír menn sáust undir áhrifum áfengis. Tveir héldu sig úti, en einn var fluttur burtu. Einn maður reyndi að kveikja i vindlingi i- borðstofunni, en skólafólkið lét hann hætta. Nem- endur eru um 160, en 50 um- sækjendum var neitað um inn- töku i skólann í haust, vegna þrengsla. Ágúst Þorvaldsson á Brúna- stöðum i Hraungerðishreppi skrifar blaðinu:—20. nóvember síðostliðinn var minst þrjátiu ára starfs lestrarfélags sveitar- innar með veizlu að Skeggja- stöðurn, ræðuhöldum og söng. Forgöngu um stofnun lestrarfé- lagsins hafði ungmennafélag, sveitarinnar á sínum tima. Nú eru í bókasafninu um 1000 bindi bóka og venjulega eru um 1000 bindi lánuð út á hverju ári. Einn af stofnendum lestrar- félagsins og í stjórn þess alla tíð er Gísli Jónsson oddviti á Stóru-Reykjum. Bókavörður og í stjórn félagsins hefir Guðjón Jónsson á Skeggjastöðum verið í 26 ár. Ólafur ögmundsson bóndi í Hjálmholti hefir verið 1 formaður þess um mörg ár. ♦ Fóðurbirgðafélag var stofnað í 11 raungerðishreppnum siðastliðið sumar og hafði stjórn búnaðar- félags sveitarinnar forgöngu í því máli og var henni falin stjórn hins nýja félags. Tók það til starfa í haust og hefir ráðið sér eftirlitsmann, er haft hefir tilsjón með heybirgðum, á- 1 setningu bænda og fleiru. -f Á Eljótsdalshéraði hefir tið verið venju fremur góð, það sem af er vetrarins. Gengur fénað- ur manna sjálfala og er mjög óvíða búið að taka lömb á gjöf. Snjólaust hefir verið niðri í bygðinni, fram að þessu, en dá- lítil fannalög í fjöllum. Um Fagradal var fært bifreiðum fram undir siðastliðin mánaða- mót, en þá teptist leiðin vegna snjóa. Heyfengur manna í sumar var í minna lagi og staf- ar það af því, hve heyskapurinn byrjaði seint og grassprettan var treg lengi sumars. Nýting heyj- anna var hinsvegar ágæt. -f Karl Hjálmarsson kaupfélags- stjóri í Þórshöfn skrifar Tím- anum fregnir úr N.-Þingeyjar- sýslu og af lAUiganesströnd: Siðastl. sumar var grasspretta yfirleitt rýr hér um slóðir. Byrj- aði heyskapur seint af þeim á- stæðum og varð heyskapartím- inn stuttur og heyfengur í rýrara ■lagi. Sumstaðar urðu tún i meðallagi, en útengi lélegt víðast, en var að spretta fram i ágúst- lok. Nýting heyja mátti kallast góð, þó hröktust hey, jafnvel töður, á yztu bæjum á Langa- nesi fram yfir miðjan október- mánuð, en náðust þá, en orðin nijög lélegt fóður. Uppskera garðávaxta brást að mestu. Fengu sumir litlu meira upp úr gfirðum sínum en þeir settu nið- ur. f Fiskafli var með betra inóti í verstöðvum kringum Langanes. Gæftir voru sæmilegar í sumar, en mjög slæmar síðan með byrj- un október. Alls munu hafa stundað þorskveiðar í verstöðv- unum kringum Latiganes og við Bakkafjarðarflóa um 35 bátar mest opnir vélbátar, hreyfilbátar. Mesti afli á bát var á m.b. Lundey, hreyfilbát með þilfari, stærð 3 smálestir. Aflaði sá bátur um 280 skippund. Eigend- ur Jón Björnsson og Jóhann Tryggvason, Þórshöfn, formað- ur Daníel Sigurðsson. -f Síðan í októberbyrjun hefir tíðarfar verið mjög umhleypinga- samt, en ekki komið snjór til muna fyr . en um næstsíðustu helgi. Þá kom; norðan stórhrið og fenti fé á nokkrum stöðum í Þistilfirði. Mistu menn þó ekki fé til muna nema á einum bæ, Hermundarfelli. Þar fenti í ein- um skafli 23 kindur, og er þær fundust voru 10 þeirra dauðar. -f í súmar var reist myndarlegt samkomuhús að Svalbarði í Þistilfirði. Lagði Ungmennafé- lagið “Afturelding” fram helrn- ing af byggingarkostnaði, en Svalbarðshreppur á móti. — Búnaðarfélag Skeggjastaðahr. á Langanesströnd leigði austan af Eskifirði s.l. sumar og sumarið 1937 dráttarvél og lét brjóta hjá BEZTI FJÖLSKYLDU DIIYKKURINN 5 STÓR GLÖS 8c bændum um 25 hektara. Var í ætta land sáð að mestu s.l. sum- ar höfrurn og grasfræi. -f Búnaðarsamband Suðurlands efnir til búnaðarnámskeiða 3.— 13. desember á átta stöðúm á’fé- lagssvæðinu og stendur hvert námsskeið 1—3 daga. Á nám:- skeiðunum mæta af hálfu Bún- aðarfélags Islands Páll Zophó- niasson, Ragnar Ásgeirsson, Halldór Pálsson og Árni G. Ey- lands, en Jóhannes Þorsteinsson af hálfu búnaðarsambandsins.— Tíminn 8. des. Business and Professional Cards DR. B. H.OLSON Phones: 3 5 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medica! Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD Phone 62 200 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannkeknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St PHONE 26 546 WINNIPEO DR. A. V. I0HNS0N Dentist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 J. T. THORSON, K.C. islemkur Inpfrirðinour 800 GREAT WEST PERM. BLl' Phone 94 668 J. J. SWANSON & CO LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEO Fastelgnasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalún og eldsftbyrgB a< öllu tægi. PHONE 94 221 ST. REGIS HOTEL 28 6 SMITH ST., WINNIPEG Pœoilegur og rálegur bústaOur i miObiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yíir; m*8 baBklefa $3.00 og þar yfir. Agætar mftltlBir 40r—60c Free Parking for Ouests í Neapel er matsölustaður þar sem eingöngu eru 'framreiddir réttir búnir til úr spörfuglakjöti, en þar fást aftur á móti um ioo mismunandi tegundir spörfugla til matar. Ekki er óalgengt að sami maður borði 15—20 fugla í eina máltíð. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Msnltoba DR. ROBERT BLACK SérfrœBingur 1 eyrna, augna, nef og héissjúkdðmum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViBtalstlml — 11 til 1 og 2 tll 6 Skrifstofuslml — 22 261 Heimtli — 401 991 Dr. S. J. Johannesson 272 HOME ST. STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gðlfi Talsími 30 877 Viðtalstfmi 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. islentkur löofrceOinfjur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bnilding, Portage Ave. P.O. Bojr 1666 PHONES 95 052 og 39 043 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Lindal, K.C., A. Buhr Björn Stefánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET Thorvaldson & Eggertson tslnzkir löofrœðingar G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. A. O. EGOKRTSON, K.C., LL.B. Skrifstofur: 705-706 Oonfederatíon Life Blg. SlMl 97 024 A.S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selm likkistur og annast um út- farir Allur útbúnaBur sá bezti Ennfremur selur hann allskonai minnisvarBa og legsteina. Skrifstofu talstmi: 86 607 Helmllis taislmi: 501 562 GIBSON & HALL Refrigeration Engineers Öll vinna leyst fljótt og vel af hendi 290 SHERBROOK ST. Sími 31 520

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.