Lögberg - 16.02.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.02.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBER/G, FIMTUDAGINN 16. FEBRÚAR 1938 -------------- Högberg ---------------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COGUMBIA PRESS, UIMITEI) 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manltnba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÖNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 “Björn á Reyðarfelli” Hin nýja ljóðsaga Jóns Magnússonar, “Björn á Reyðarfelli,’’ skipar höí'uiidinum á bekk með þeim fáu, útvöldu; um það verður naumast deilt; yfir bókinni hvolfist lieiður himinn andlegrar aðalsmensku, auk hins fegursta málfars; enda er það nú fyrir löngu vitað, að Jón Magnússon sé skáld af guðs náð; ást hans á sann- leikanum, og viðbjóður hans á lýginni, gera höfundinn að drenglundaðri ljóðhetju, er færist í auka við ár hvert; fegurðinni syngur liann ómengað lof; hann beitir lieldur ekki tæpitungu við þær stallsys'fcur, hræsni og lygi; hann nefnir þær ávalt skírnarnafninu. Fyrsta ljóðabók Jóns Magnússonar, “Bláskógar,” kom út 1925; mintist núverandi ritstjóri Lögbergs bók- arinnar að nokkru í blaðinu, og vakti fyrstur manna at- hygli á hinum efnilega höfundi vestan hafs; næsta bókin, “lljarðir,” kom á bókamarkað 1929, en “Flúðir” 1935. I öllum bókunum þremur er fjöldi yndislegra ljóða; ástarjátning til íslenzkrar karlmensku og íslenzkrar náttúrudýrðar; Jió ætlum vér að með þessum síðasta ljóðsagnabálki sínum, “Björn á Reyðarfelli,” hafi höf- undurinn reist sér óbrotgjarnasta bautasteininn; er bókin helguð minningu móður skáldsins, Sigríði Þorkels- dóttur frá Goðhóli á Vatnsleysuströnd. Bókin hefst á snildarkvæði, “Gamall heimur,” og fara hér á eftir tvö síðustu erindin: En fornar sögur tóku hug minn traustast Þær tindra stöðugt yfir jörð og lýð— um gamlan mann við fjöllin efst og austast, sem æfi langa liáði tvísýnt, stríð. En þannig bar hann skortsins ofraun alla, að enginn maður honurn bregð'a sá. Því hann var sjálfur örninn frónskra fjalla, sem flýgur hærra en nokkur augu sjá. “Mér fanst hann vera ímynd þeirrar þjóðar, sem þúsund ára raunaferil tróð og dauðaplágum varðist gadds og glóðar, en geymdi altaf lífs síns dýrsta sjóð. —Því gat ei brostið ættarstofninn sterki, þótt stríðir vindar græfu aldahöf, að fólk, sem tignar trúmenskuna í verki, það tendrar eilíf blys á sinni gröf.— Einyrkjasaga “Björns á Reyðarfelli,” er vitanlega ekki saga eins manns; hún er saga margra íslenzkra ein- yrkja, sem eigi vildu kúgast láta, heldur buðu aðstæðum og örlögum byrgin í íslenzkum örapfafaðmi; sagan hefst á sýslumannssetri, er Björn gerist fulltíða maður; hann er einkasonur sýsjumannsins og vel að öllu a'tgervi bú- inn; dvelur hann um þessar mundir heima og býr sig undir laganám. Þó að mjög sé litið upp til hins unga mentamanns á heimilinu, þykir snemma bera á þeim ljóði á ráði hans, að hann heldur sig mikið í sveit með vinnufólkinu og hugsar ekki minna um búskap en bókvísi. Gengur stundum í blindhríðum og fárviðrum á beitarhús til fjármannanna og dvelur þar heila og hálfa daga, sund- ríður ár og er í ýmsu slarki og harðræðum. Skipast hann ei við fortölur og verður svo að vera sem hann vill. Mjög þykir hallast álit Björns, þegar vitnast, að hann leggur ást á eina vinnukonuna; slær um það í rimmu mikla nleð þeim feðgum, er lýkur á þann veg, að Bjðrn fer heiman ásamt unnusitu sinni, slyppur að kalla. Björn leitar nú ásjár frænda síns, er Hörður heitir; hann er gildur bóndi, maður einrænn og stórbrotinn. Þegar þau Björn ber að gerði, tekur hann við þeim forkunnar vel; dveljast þau þar um hríð, og fer fram brúðkaup þeirra. Það verður að ráði, að Hörður fær Birni land að Reyðarfelli, eyðijörð, sem liggur að heiðinni ofan við bygð.— Oft var þröngt í búi hjá þeim Birni eftir að Revðar- felli kom; þó bætti nokkuð úr silungsveiði í vatni einu uppi á heiðinni; sótti hann einkum fast veiðina, er bjargarskortur svarf harðast að á útmánuðum; var þá oft mikið klakahögg, er hann vakaði niður í vatnið bæði fyrir net og dorg; skifti Björn jafnan veiöinni meðal granna sinna; var hann maður örlátur og greiðafús. Ástriki var mikið með þeim Reyðarfellshjónum, þó þau horfðust oft í augu við hin- ar þyngstu mannlegar raunir; afkoman var jafnaðarlegast örðug; i ofanálag bættist svo bjargþung sorg, er það slys varð á heiðarvatninu, að sonur þeirra, Leifur, piltur um tvítugsaldur, druknaði þar; börnin voru mann- vænleg. Björn var stórhuga maður og framgjarn; er bömin voru flest komin upp, hafði hann ýmsa loftkastala í smíðum; meðal annars kvaðst hann mundu beisla hver nokkurn eða volgan pytt ofan við túnið; því næst þóttist hann staðráðinn í því, að rífa gamla bæinn og reisa á rústum hans nýtízku timburhús; hann var jafnan stórdreyminn. “Meinleg örlög imargan hrjá mann og ræna dögum, sá er löngum endir á íslendinga sögum.” Þó hagur þeirra Reyðarfells- hjóna batnaði að mun við aukinn vinnukraft, er börn þeirra kom- ust á legg, þá gekk bú þó mjög saman eftir að þau flugu úr hreiðri fyrir fult og alt, giftust og fóru að sjá um sig sjálf. Björn missir konu sína; við það fallast honum hendur; hann verður gamall fyrir aldur fram; og lifir aðeins í endurminning- ununn.— Siðasta kvæðið í þessari að- dáanlegu bók nefnist “Á grafar- bakka” og lýkur þvi á þessa leið: “í ritning mína brýt eg hérna blað, Minn bikar tæmdur.—Líf mitt fullkomnað. I aðra veröld andinn hvarf af stað, þar ætlum vér hann riði geyst í hlað og ræddi fátt við Pétur eða Pál. —Hans pund var lagt á konungs metaskál. En svarta kistu grófu nnenn í mold. í miskunn dauðans svaf hið þreytta hold.” “Björn á Reyðarfelli” er mesti ljóðsagnabálkurinn, sem nokkurt íslenzkt skáld hefir fram að þessu samið, og jafnframt ský- laust sá bezti. í mótsetningu við margskyns afhroð og illgresi, sem umi þess- ar mundir sýnist skjóta rótum í Ijóðaakri íslenzku þjóðarinnar, teljast kvæði Jóns Magnússonar til andlegra nytjajurta. Bókin er prýðisvönduð að öllum frá- gasgi, og gefin út á kostnað Isa- foldar prentsmiðju.. — KVADDUR TIL PRESTS- ÞJÓNUSTU 1 SELKIRK Séra S. O. Thorlaksson, sem gegnt hefir um langt ára skeið trúboðsstarfi í Japan fyrir hönd Kirkjufélagsins, en nú dvelur í Seattle, VVIash., ásamt fjiilskyldu sinni, hefir verið kvaddur til prestsþjónustu i Selkirk söfnuði. Mr. Thorlaksson er uppalinn i Selkirk, og taki hann köllun, kemur hann í raun og veru heim til sín. Minningarrit Ungmennafélaga Islands Eftir prófessor Richard Beck Geir Jónasson: Ung- mennafélög / slandi 1907-1937. Minningar- rit. Reykjavík 1938. Þetta myndarlega, vandaða og myndum prýdda rit (nærri 450 bls. í stóru broti) á erindi til allra þeirra, sem áhuga hafa á menningarsögu hinnar íslenzku þjóðar; göunlum ungmennafélög- um mun það sérstaklega kær- kominn lestur, því að það rifjar upp hugljúfar endurminningar og blæs lífsanda i æskuhugsjónir sem hættir til að kulna í “önnum dagsins.” Ritið er gefið út af Sam- bandsstjórn Ungmennafélaga ís- lands í tilefni af 30 ára starfs- afmæli þess merka félagsskapar; var það í alla staði verðugt og vel til fallið, að þeirra tímamóta i sögu margþættrar starfsemi ungunennafélaganna væri minst á þann hátt. Aðalhöfundur rits- ins er magister Geir Jónasson á Akureyri, en hann lauk prófi í sagnfræði við háskólann í Qlso fyrir stuttu síðan. Aðalsteinn Sigtnundssop kennhri, fyrv. sam- bandsstjóri ungmennafélaganna, ritar formála, enda mun hann eiga drýgstan þátt í útgáfu rits- ins. Fyrsti kafli þess eru “Minn- ingar” ýmsra ungmennafélaga. einkum frá fyrri árum, og hafa þeir flestir verið forystumenn félagsskaparins. Eru minningar- greinar þessar allar einkar læsi- legar og sumar prýðisvel ritaðar, og varpa skæru ljósi á víðtæk og varanleg áhrif ungmennafé- laganna. Kemur það ekki sizt frani í því, hversu margir af greinarhöfundunum hafa staðið og standa i fylkingarbrjósti i framfara- og menningarbaráttu þjóðarinnar. Þeir hafa reynst trúir umbóta- og þjóðræktarhug- sjónum ungmennafélagsskapar- ins. F.lzta ungmennafélagið er 1 ■ ■ ■1 ■ ■ n ■1 ■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■^ GREATER VARIETY and IMPROVED QUALITY" of agricultural production CONTINUED YIELDS ■ of forest produöts / m NEW RECORDS ■ in mineral production HIGH QUALITY STANDARDS a in an expanding fur industry ■ SUSTAINED PRODUCTION from frésh water fisheries ■ INCREASED EFFICIENCY in industry from cheap power. B • o DEPARTMENT OF MINES AND NATURAL RESOURCESj /70,V. ./. S. McDIARMID, Minister ■ llliai! ■ ■ ■ ■■■■■■ ■ ■ V ■ ■ ■ ■ D ■ ■ ■ ■ ■ 'S MANITOBA MARCHES ON TO

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.