Lögberg - 23.03.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 23.03.1939, Blaðsíða 7
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 23. MABZ 1939 7 KAUPIÐ AVALT LUMBER hj4 THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Ur ýmsum áttum Eftir Guðmund frá Húsey I'aÖ var tiauÖsynleg hugvekja, sem Dr. Sig. Júí. Jóhannesson sendi íslenzku hlaðsstjórunum 23. f. m. Hann var að skora á þá aÖ 'láta blöðin flytja fréttir heiman af íslandi___ VitS eldri mennirnir höfum oft verið gramir yfir því fréttaleysi að heirnan. Þær eru okkur meira virði en flest annað, og ættu að vera sjálfsagðar í ís- lenzkum blöðum hér í landi. Það er lík'a hægt um hönd fyrir ritstjórana hérna. Þeir fá því nær öll blöð að heiman; og ekki þurfa þeir að hafa fyrir því að þýða þær fréttir, eins og hér- lendar blaðafréttir. Eg sé nokk- uð af blöðum að heiman, og sé þar margt sem mundi hafa meira gildi hjá löndum hér, en margt af því, sem blöðin flytja. Blöðin okkar þyrftu helzt að hafa fréttaritara heimá, einn í hverj- um landsf jórðungi gða fleiri. Það er mikill fróðleikur í frétta- hréfum sem stundum hafa borist til blaðanna hérna frá þeim Kristleifi hinum borgfirzka og Ara bónda á Fagurhólsmýri í Öræfum'. Slíka menn þyrftu blöðin hérna að eiga að víðar, og varla mundi það kosta þau annað en að senda þeim blöðin. Þessi áskorun Sig. Júl. hefir nú þegar borið góðan árangur, því það hafa verið meiri íslands- fréttir í tveim síðustu blöðum Lögbergs, en í mörgum blöð- nnx áður. Eg fæ mörg bréf að heiman á ári hverju, en þau eru öll að svo miklu leyti einkamál til min, að eg hefi aldrei látið þau i blöðin, en stundum útdrátt úr þeim. Ef menn heima rituðu blöðunum beina leið, þá mundu þau bréf verða meira við hæfi f jöldans. Eg skal nú reyna að ráða dá- litla bót á þessu fréttaleysi, en einhliða verður það nokkuð, því flest mín bréf eru af Austur- landi. Eg hefi nýlega fengið bréf frá þeim Jakob prófasti Einars- syni á Hofi í Vopnafirði og Lirni hreppstjóra á Rangá í bunguhreppi. Bæði eru þau of löng til að birta þau í heilu lagi, en útdrátt ur þeim mætti gefa. Séra Jakob tekur samanburð a þrem síðastliðnum árum í sveit sinni, 1936-7 og 8. Fyrsta árið var a.farörðugt, eins og kunnugt er, bæði á Austur- og Norður- landi. Þó virtist mér eftir frétt- Utn að dæma, að það hefði leikið ^ opnfirðinga einna harðast, þvi þangað varð að flytja hey úr fjarlægum sveitum. Þó varð þar enginn verulegur afnota- brestur á búpeningi það vor, og sýnir það að miklu betur er nú farið með fénað en fyr á árum. bfæsta ár, 1937-8 var aftur á- S®tis ár; heyskapur nægur og fjárhöld góð. Verðlag betra á bændavörumf en áður, og garð- yrkja ágæt. Þann vetur gengu hestar úti allan veturinn í Vopnafirði, og héldu holdum, og mun það einsdæmi. Síðastl. ár var aftur verra. Veturinn var að visu góður, eins og áður er getið, en vorið kalt og hryðju- samt fram i ágúst, en þá brá til betri tíðar og hausttíðin allgóð og veturinn fram að jólum. Bréfið er skrifað snemma í jan. og hafði þá verið illviðrakafli um tíma. Heyskapur hafði verið með minna móti en bætti þó rníikið hvað hausttíðin var góð. Garðávextir með minsta móti en þó víðasthvar nægir til heimilis- nota. Fjárpestir hafa lítið tjón gjört síðustu árin, því nú eru fengin meðöl sem duga vel við þeim flestum ef þau eru notuð í tíma; en dýr eru þau, því bændur þurfa að vera útbúnir með 3 eða 4 tegundir af meðölum ár hvert, of ormaveiki lyfið er svo sterkt að það gjörir það að verkum að fleiri ær verða lamblausar en áður. Og til að. verjast þessum kvillum þarf að ala ær á vetrum, þótt hagar séu auðir. Talsvert er keypt af fóðurbæti, einkum síldarmjöli, enda þótt heybirgðir séu nægar, þvi bændur álíta að það borgi sig; lörnbin verði vænni og féð hraustara. Af efnahag bænda í sveitinni lætur hann betur en eg bjóst við. Flestir segir hann að skuldi nokkuð, og einkum þeir, sem hafi mikið undir höndum. Þá segir hann að enginn bóndi í sveitinni hafi þegið af sveit nema ef til vill einn bláfátækur fjöl- skyldumaður. Hann telur 8 bændur, sem hafi góð bú og skuldi ekki að mun; og um1 einn bónda getur hann, sem hafi keypt stórbýlisjörð í ár; Hnefils- dal á Jökuldal, fyrir 16,000 kr. og borgað strax 5,000 kr. í pen- ingum. Sá heitir Valdimar Ágústsson frá Gnýstöðum, ung- ur maður af gömlum bændaætt- um í sveitinni. Jörðin var seld vegna skulda, sem á henni hvíldi, því þar eru mikil og dýr mann- virði, sem urðu fyrverandi eig- anda ofurefli. Framfarir telur hann mlestar í tún rækt, garðrækt og bygging- um. Það lítur út fyrir að harð- ærið hafi ekki lamað þá mjög Vopnfirðinga, því tvö síðustu árin hafa verið bygð þar 8 stein- hús til ibúðar; en allmiklar skuldir telur hann að á þeim hvíli. Garðrækt telur hann tals-, vert meiri en til heimilisþarfa í góðum árum, en örðugt um sölu á þeim vegna fjarlægðar frá márkaði. Af sjávarútveg Vopnfirðinga hefir hann verri sögu að segja. Þar er nú um 250 mlanns kring- um kaupstaðinn, sem hafa treyst mest á sjóinn, en það hepnast illa. Það hafa verið fiskileysis- ár þar undanfarih ár eins og víð- ar á Austfjörðum, og útgjörð smávaxin. I sumar hafa þar að- eins gengið 9 trillubátar og telur hann þá hafa tapað á útgerð- inni. Þá segir hann að þorps- búar hafi ekki þegið af sveit að mun, því flestir haíi þeir eina kú og fáeinar kindur, og garð- raekt stundi þeir) allir. En sjáv- argagnið telur hann lítils virði, eins og nú horfir við. Eg gleymdi að geta þess, að hann segir að hrútur af Kara- kul-kyni hafi verið keyptur að Krossavík í Vopnafirði. Með honum hafi borist ný tegund af fjárveiki, en ekki mæðiveikin sunnlenzka. Það er kölluð garnatæring, og hefir hún gjört talsverðan skaða á því heimili, en ekki borist út ennþá. Útkoman verður þá þessi í Vopnafirði, eftir bréfi Jakobs, engir bændur þar geta kallast rikir en flestir bjargálnamenn. Þó allmlargir, sem aðeins bjarg- ast styrklaust. Elestir munu þeir skulda nokkuð, en fáir yfir efni fram. Og í það heila tekið virðist að landbúnaður sé þar á framfaravegi. Það má kalla að þeim séra Jakob og Birni á Rangá beri saman um landbúnaðinn í sveit- um sínum, og það sama er að sjá í fréttagrein af Héraði, sem nýlega kom i Tímanum. Það er daufara hljóð í bréfum úr syðri fjörðunum austanlands. Þar munu öll sjávarþorp vera illa stödd, og ver en í Vopna- firði, því þau eru mannfleiri, og hafa engan styrk af landbúnaði. Sum þeirra hafa haft talsverðan styrk af ríkissjóði undanfarin ár. Veldur þar miklu fiskileysi, og dýr útgerð. Nú fást menn ekki til að stunda veiði á róðrar- bátum eins og fyrrum'. Það lítur svo út sem fiskiveiðar á botn- vörpungum og vélabátum sé orð- in svo kostnaðarsöm að hún borgi sig ekki heima nema í | beztu aflaáruml og horfir því til I vandræða með sjávarútveginn.— ! Landbúnaðurinn reynist stöð- ugri nú eins og fyr, þrátt fyrir | ýms óhöpp; en hann getur ekki borið þann kostnað sem á rikinu hvílir í seinni tíð.— Héðan úr Siglunessveit er fátt að frétta, nema heilsu manna og höld fjár. Veturinn mátti kalla í bezta lagi fram í lok janúar. ! En febrúar og það sem af er þessum mánuði hefir verið óstilt tið og ónotaleg. Frosthörkur af og til, hæzit 40 stig,en aldrei staðið lengi á þeim. Snjófall aldrei mikið í einu, en oft snjó- að daglega og oftast af suðri eða suðaustri. Þeir hafa því ekki náð hingað með fullum krafti snjóbyljirnir seml gengið hafa yfir Bandaríkin i vetur. Snjó- dýpt liér er nú um 2/ fet i skógum, þar sem vindar ná ekki til. Fiskiveiðum er nú lokið, því enginn mun nú hafa beðið um framlengingu á veiðitímanum, eins og undanfarin ár. Það mátti kalla að það fisk- aðist vel frani að sólstöðum, en síðan litið. Hættu því nokkrir veiðum eftir nýárið og flestir fækkuðu mönnuml, því veiðin borgaði illa nmnnhald. Þó mun afkoma fiskiveiða hafa orðið í góðu meðallagi yfir allan tím- ann, þrátt fyrir óvanalega lágt verð, (50 pundið í pickerel hæzt). Ásmundur Ereeman bóndi á Siglunesi, sem um mörg ár hefir verið stærsti útgjörðarmaður hér á Manitobavatni, hefir nú selt ' útgjörð sína til fiskiveiða Páli Reykdal í Winnipeg, eða félagi því er hann veitir forstöðu. En ekki er Ásmundur hættur störf- j um. Hann hefir eins og áður stórt gripabú á Siglunesi, Auk | þess hefir hann leigt skógarland mikið fyrir norðan Gypsumville | og flutt þangað sögunarmyllu og öll áhöld til að vinna viðinn. Aðallega mun hann vinna þar bönd undir járnbrantarteina, en þó nokkuð af öðrum trjávið, þvi þangað flytur hann kassamyllu sina. Þar er nægur viður, en hann er nú genginn til þurðar 1 kringum Siglunes. Synir Ásmundar fimm eru oftast heima og vinna með föður sínum að störfur hans, þegar þeir hafa þroska til vinnu. En einn þeirra er giftur og farinn að búa. Hann er nú fluttur á land tengdaföður síns Asgars Sveistrups og hefir leigt það af sonum hans. Gamli maðurinn er orðinn bilaður að heilsu og dvelur hjá' dóttur sinni og tengdasyni. Aðrar breytingar hafa ekki orðið á búnaðarhátt- um manna hér síðastl. ár.— Þetta er orðinn mislitur pistill en hann getur þó fylt einn dálk í Lögbergi.— GEFIJVS ... BLÓMA OG MATIURTA FRÆ CtvcRÍð Kinn Nýjan lvaupanda að Blaðinu, eða Borgið Yðar Eigið Áskriftargjald Fyrirfram Frœið er nákvœmlcga rannsakað og ábyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI! Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðiB fyrirfram, $3.00 áskriftar- gjald til 1. janúar 1940, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2. og 3 (I hverju safni eru ótal tegundir af fræi, sem sézt I auglýsingunni). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskrftargjöld, $6.00 borgaða fyrir- fram, getur valið söfnin nr. 1., 2. og 3. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3. Hinn nýi kaup- andi fær einnig að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3. Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8—NEW BKAI TIFT I; SHADES—8 Regular full size packet. Best and newest shades in respective color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet Pea List also. SEXTET QIEEN. Pure White. GKO. SHAWVKR. Orange Pink. Five or six blooms on a stem. WELCOME. Dazzling Scarlet. WHAT JOY. A Delightful Cream. MRS. A. SEARLKS. Rich Pink BKAUTY. Blush Pink. * shading Orient Red. SMIIiKS. Salmon Shrimp Pink. BKD BOY. Rich Crimson. No 2 COLLECTION—Flowers, 15 Packets KDGING BORDKR MIXTURK. MATHIOIiA. Evening seented ASTKRS... Queen of the Market, stocks. the earliest bloomers. MIGNONETTE. Well balanced BACHETiOR’S liITTON. Many mlxture of the oM favorlte. new shades. CATiENDUTiA. New Art Shades. NATURTIUM. Dwarf Tom Thumb. CAUIFORNIA P O P P Y. New You can never have too many Prize Hybrids. ‘ Nasturtiums. CUARKIA. Novelty Mixture. PETUNIA. Choice Mixed Hy- CIiIMBERS. Flowering climbing brids. vines, mixed. POPPY. Sliirlcy. Delicate New COSMOS. New Early Crowned Ar(. ghaaes. and Crested. KVERTiASTINGS. Newest shades, /iINNIA. Giant Dahlia Flowered. mixed. Newest Shades. No. 3 —ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Uong Blood (Darge PARSNIPS, Early Short Round Paeket). (Large Packet). CABBAGE, Enkhuizcn (Darge RADISH, Frcnch Brcakfast Packet). (Large Packet). _ . , TURNIP, Purple Top Strap CARROT. Cliantenay Half Long w (Tjar„e The (Iiarge Packet). early white summer table OXION, Yellow GIoIk’i Danvers, turnip. (Large Packet). TlTRNIP. Swede Canadlan Gem LETTUCE. Grand Rapids. This (Large Packet). packet wiil sow 20 to 25 feet of ONION, AVliitc Pickling (Large row. Packet). Sendið áskriftargjald yðar í dag! (Notið þennan seðil) , To TIIE COLUMBIA I’RESS. LTMITED. WiniUpcg. Man. Sendi hór með $.....,.. sem ( ) ára áskriftargjaid fyrir “Lögberg.” Sendið pðst frtt söfnin Nos.: NAFN ................................................. HEIMILISFANG ............................................ FA'LKI .......................................

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.