Lögberg - 11.05.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 11.05.1939, Blaðsíða 7
LÖGrBERO, FIMTUDAGINN 11. MAl 1939 7 Druknun Látramanna 1812 Á Hvallátrum vestra var all- |nikið útræÖi lengi fram eftir óldum. Hefir þar löngumi verið þrfbýli og stundum fjórbýli, að hí er fornar heimildir votta. árið 1812, þegar sá atburöur ?erðist, sem hér-verður frá sagt, v°ru fjórir búendur á Látrum. í^eir voru þessir: Ólafur Jóns- s°n, 58 ára; Björn Bjarnason, 49 ára; Ólafur Bjarnason, bróÖ- ,r hans, 43 ára, og Sigríður Hagnúsdóttir, 62 ára. SigríÖur Lessi hafði veriÖ gift manni Peim, sem Ólafur hét og var Erlingsson. Hann var fyrir all- löngu dáinn, en ekkja hans hélt afram búskapnum á Látrum. Sigríður var dugnaðarkona hin 'nesta, og lét vinnumenn sína stunda búskap og útræði af 'uiklu kappi. Ráðsmaður hennar öét Guðmundur Þorsteinsson. Bonurn er svo lýst, að hann hafi verið maður hægur i skapi og dulur. Þótti Sigríði hann ekki nógu vinnuharður, né sækja sjó af slíku kappi, sem hún vildi. Hvatti húiii hann því oft til sjó- sóknar, og var það þó talinn ó- Þarfi, því maðurinn var engin jiðleskja. Guðmundur tók brýn- ,ngum húsfreyju með hinu mesta jafnaðargeði, en þó kom það fyrir, að honum rynni í skap, °g sat þá oft lengi i honum Þykkjan. • Svo er sagt, að síðari hluta aprílmánaðar vorið 1812 kæmi ■nikið steinbitshlaup á mið þeirra Gátramanna. Komu bátar jafn au hlaðnir í land og var mikið Lapp í mönnum um að hlaða, eftir þvi sem fleyturnar framast K>ldu. Laugardaginn, fyrir kóngs- öasnadag reru allir bátar í sæmi- Kgu veðri 9g fiskuðu vel. Þegar a daginn leið tók veður heldur að spillast og lét Guðmundur ^orsteinsson kasta út nokkru af aflanum, til þess að létta bátinn °g verja hann fyrir áfölluim'. ^kki gerðist neitt annað tíðinda i r°ðrjnum og náðu allir landi heilu og höldnu um kvöldið. En Það er frá Sigríði húsfreyju að aegja, að þegar hún frétti um Lað, að báturinn hefði verið ruddur, varð hún hin versta við. ^fyrti hún Guðmund ráðsmann s,un mjög harðlega, kvað hann hina mestu sjóbleyðu, sem öfæddist hverja golu og ætti 'arla skilið að stíga út í bát *raniar. Guðmundur svaraði engu, en þó sáu menn, að hann reiddist við. . Nú var alt viðburðalaust, þar öj á mánudagsmorgun. Þá var röið alskipa frá Látrum, í blíð- jSta og bezta veðri. Guðmundur 0fsteinsson reri eins og aðrir var hann við sjöunda mann jjasetar hans voru þessir: Jónas 'Jarnason, vinnumaður á Látr- hjá Sigríði. Jónas þessi var 'Uikill maður vexti og svo sterk- nþ að orð var á gert. Þorbjörn •mnsson hét annar háseti. Guð ’Uundur ■> hann var einnig vinnu U'aðm- hjá. Sigriði á Látrum |,r'Öji hásetinn var Einar 'Jarnason, fóstursonur Sigríðar ’Usfreyju. Hann var aðeins 16 vetra gamall. Hinir þrír háset pr.n.'r voru úr Gufudalssveit ‘Jörn Arnfinnsson frá Hall S eir>snesi, Jón Jónsson frá Skálanesi og Jón Höskuldsson, giftur barnamaður. • Strax og komið var fram á mið hófst steinbítsafli gifurlegur og hlóðu flestir á skammri stundu. Guðmundur aflaði mik- ið og lét á skipið sem það fram- ast þoldi. Var nú tekið til segla og lagt af stað i land. Dá- lítið var tekið að vinda, en þó mátti veður enn heita þolanlegt. Þegar þeir Guðmundur höfðu siglt um hríð og tekið var að gæta straumsins í Látrarröst, kom það í ljós að skipið var of- hlaðið og fóru hásetar að tala um, að það myndi ekki geta varið sig. Reyndist það svo, að eftir því sem meira bar á straum rastarinnar og vindur fór vax- andi, varð erfiðara að verja bát- inn áföllum, og gaf nú drjúgum Vildu þeir þá ryðja, Björn Arnfinnsson og Jónas. Fylgdi Jón Höskuldsson þeim einnig í í. Guðmundur formaður og Jón af Skálanesi vildu ekki að út væri rutt af aflanum. Töldu menn, að i Guðmundi Sætu frýjuorð húsfreyju og væri hon- um enn skapþungt út af þeim. Rétt í þessu reið alda á bátinn og lá við sjálft að hann mundi fylla. Tóku þeir nú að ryðja í ákafa, Björn og Jónas. Þegar Guðmundur sér það, stekkur hann frá stýrinu og fram í rúm- ið til að hamla því, að þeir köst- uðu út fiskinum. Sagði Björn svo síðar, að aldrei hefði hann séð Guðmund svo viðbragðs- fljótan sem þá. Snerist nú báturinn og fylti og tók að sökkva. Jónas mælti þá: “Þar sérðu nú fyrirsjón þína, Guðinundur.” Um leið og skip- ið fyltist, reið undir það alda og hvolfdi því. Komust allir á kjölinn, nema sveinninn Einar, sem flaut fyrir aftan skipið. Hafði hann sagt þegar sökkva tók: “Guð almáttugur hjálpi okkur, nú erum við allir farnir.” Aftur snerist skipið og urðu þeir þá viðskila við það, Þorbjörn og Guðmundur formaður. Hinir fjórir náðu taki á skipinu á ný og komust á kjölinn. Nú er að segja frá Birni Bjarnasyni og skipverjum hans. Þeir hófu uppsiglingu skömmu á eftir Guðmundi. Sáu þeir til er skipið sökk. Mælti þá einn há- seti: “Þar feldi Guðmundur. Björn svarar reiðilega: “Smánist* þið að þegja og gáið að verki ykkar.” Stóðu hásetar hans í austri, því skipið var mjög hlað- ið. Sigldu þeir svo áfram í land. Varð Birni þetta mjög til ámælis og töldu flestir, að björgun hefði verið möguleg. Sögðu og sumir, sem litlir voru vinir Björns, að liann mundi ekki syrgja það, þótt Sigríður yrði að hætta bú- skap rnóti honum á Látrum. Þótti Björn þessi harðdrægur og gróðamaður mikill. Nú sjá þeir, sem á kilinum voru, að Björn heldur áfram til lands. Þótti þeim þá óvænkast sinn hagur. Veltist skipið þarna í röstinni um hrið og missa þeir af því Jón af Skálanesi og Jónas. Þá náði Jónas því aftur og voru þeir nú þrír á kjölnum, hann, Jón Höskuldsson og Björn. Litlu siðar misti þó Jónas af skipinu með öllu. Nú bar að Ólaf formann, bróður Bljarnar þess, sem fyr var getið og í land hafði siglt. Voru þeir þá enn á kjölnum Jón og Björn Amfinnsson. Þegar Jón sá Ólaf leggja að, sagði hann: “Komið þið bless- aðir «í Jesú nafni að bjarga okkur.” Björgun var óhæg, því straum- ur var mikill og bára töluverð, en skip Ólafs hlaðið af fiski. Fór því nokkur timi í að leggja að flakinu. Segja sumir að Jón kallaði þá: “Takið hann Björn fyrst.” En þó var Jón svo þrekaður orðinn og þrotinn að kröftum, að hann misti takið ör- skömmu síðar og sökk þegar. Sló nú felmtri á háseta Ólafs og féllust þeim hendur; er þeir sáu manninn drukna fyrir augum sér. Hvatti Ólafur þá menn sína að róa að og ná manninuimi, sem eftir var á kilinum. Björn varp- aði sér þegar til skips Ólafs, er hann sá sér fyrst færi, og náði með annari hendi í slíðrið. Inn- byrti Ólafur hann þegar og sigldi til lands. Var Bjöm þrekaður mjog eftir sjóvolk þetta, en náði sér þó furðu fljótt. • Sigríður húsfreyja fréttir nú um mannskaða þenna og bar hún sig ærið vel í fyrstu. Var jafn- vel orð á því gert, hve lítið svo stór atburður fékk á hana. Skiþ það, sem Látramenn höfðu druknað af, hét Haukur. Það fann sá maður, sem Sigurður hét, Þorfinnsson úr Breiðuvik. Flutti hann það heim í Látra- lendingu. Þegar hann kom með skipið, var Sigríður úti stödd, á- samt stúlku þeirri, er Kristín hét “Hvaða skip er þar í lending- unni?” spyr Kristín og bendir á skipið. Sigriður imælti: “Ekki þarftu að benda mér á það, og vildi eg að það hefði aldrei fyrir mín augu komið. Svei því og marg svei því!” Eftir þetta gerðist Sigriður undarleg og lá við hreinni sturl- un með köflum. Varð hún að hætta búskap á Látrurn og dvaldi síðan all-lengi á Vatneyri. Þó batnaði henni að lokum veikindi þessi og varð hún gömul kona. Andaðist hún hjá séra Daða, syni Jóns prests Ormssonar í Sauðlauksdal. Af Birni Arnfinssyni, manni þeim er bjargað var, er það að segja, að hann bjó síðar að Kletti í Kollafirði. Varð hann gildur bóndi og þótti i hvívetna hinn mesti og röskasti maður. (Eftir imunnlegum heimildum og Vestfirðingasögu Gísla Kon- ráðssonar). Gils Guðmundsson. —Lesbók. Námsskeið! Námsskeið! Námsskeið! Á öllum tímum kemur sparnaður sér vel; þó ekki hvað sízt þegar hart er í ári.— Við höfum til sölu námsskeið við helztu verzl- unarskóla (Business Colleges) borgarinnar. Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga hjá okkur tafarlaust. CThe Columbia Press Limited SARGENT & TORONTO Winnipeg, Man. GEFINS . . . BLÓMA OG MATJURTA FRÆ Otvegið Einn Nýjan Kanpanda að Blaðinu, eða Borgið Yðar Eigið Áskriftargjald Fyrirfram Frœið er nákvœmlega rannsakaO og ábyrgst aO öllu leyti TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI! Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðið fyrirfram, $3.00 áskriftar- gjald til 1. janúar 1940, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2. og 3 (I hverju safni eru ótal tegundir af fræi, sem sézt I auglýslngunni). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskrftargjöld, $6.00 borgaða *fyrir- fram, getur valið söfnin nr. 1., 2. og 3. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3. Hinn nýi kaup- andi fær einnig að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3. Allir pakkar sendir móttakanda ,að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8—NEW BEAUTIFIIIj SIIADES—8 Regular full size packet. Best and newest shades in respective color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet Pea List also. SEXTET Qt’EEN. Pure White. GEO. SITAWVER. Orange Pink. Five or six blooms On a stem. WELCOME. Dazzling Scarlet. AA7HAT JOY. A Delightful Cream. MRS. A. SEARLES. Rich Pink BEAUTY. Blush Pink. shading Orient Red. SMILES. Salmon Shrimp Pink. RED BOY. Rich Crimson. No 2 COLLECTION—Flowers, 15 Packets EDGING BORDER MIXTURE. MATHIOLA. Evening scented ASTERS... Queen of the Market, stocks. the earliest bloomers. jnGNONETTE. Well baianced BACHELOR’S BUTTON. Many mixture of the old favorite. new shades. ________ „ _ CALENDULA. New Art Sliades. NATURTIUM. Dwarf Tom Thumb. CALIFORNIA POl’PY. New You can never have to° many Prize Hybrids. Nasturtlums. CLARKIA. Novelty Mixture. PETUNIA. Choice Mixed Hy- CLIMBERS. Flowering climbing brids. vines, mixed. rOPPY. Shirley. Delicate New COSMOS. New Early Crowned Art Shaaes. and Crested. EVERLASTINGS. Newest shades, ZINNIA. Giant Dahlia Flowered. ' miXed. Newest Shades. No. 3 —ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Txrng Blood (Large PARSNIPS. Enrly Sliort Romul Packet) (Large Packet). CABBAGE, Enkhuizcn (Large RADISH. Frcnch Brcakfast Packet 1 (Large Packet). '■ TURNIP, Purplo Top Strap CARROT. Chnntcnay Half Long TjCaf (Tinrgc Packct.) The (Large Packet). early white summer table ONION, Yellow GIo1>c Danvcrs, turnip. (Large Packet). TURNIP, Swcdc Cnnadian Gem LETTUCE. Grand Rapids. This (Large Packet). packet will sow 20 to 25 feet of ONION, Whitc Pickling (Large row. Packet). Sendið áskriftargjald yðar í dag! (Notið þennan seðil) To TIIE CÖLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipcg. Man. Sendi hér með $........ sem ( ) ára áskriftargjald fyrir “Lögberg." Sendið pðst frtt söfnin Nos.: NAFN ................................................. ... HEIMILISFANG ........................................... FYLKI ..................................................

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.