Lögberg - 25.05.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 25.05.1939, Blaðsíða 6
6 LÍTILL Þegar eg kom til þessa einkennilega gamla manns, byrjaði eg á aÖ stama út vandræðum mínu/mi, en hann tók fram í fyrir mér: “Ekki eitt órð um það,” sagði hann. Eg kæri mig ekki um mælgi. Látum okkur komast aði efninu. Það er svona, kunningi. Það sem liggur fyrir er að skrífa endurminningar rninar. Það er til allrar óhaimi- ingju orðið nokkuð seint; en eg ætla samt að ráðast í það og láta þar nótt sem nemur1 og kvöld er kemur. Eg hefi hugsað mér að eg eigi þrjú ár eftir ólifað, og ef tíminn er notaður vel, kemst talávert í verk. Eg er 70 ára og fæturnar eru á förum, en höfuðið er gott, enn mjög gott. Á þremur árum ætti að vera mögu- legt að rita endurminningar mínar. En engan tíma má missa; það er það sem þessi fyrri ritari minn skildi ekki. Flónið að tarna — strákur vel gefinn, svo eg var i sjöunda himni yfir honum fyrst, — tók það í höfuðið að verða ástfanginn og gifta sig. Að þeim tíma var hann býsna iðinn. En svo einn morgun kom hann, þetta flón, og bað um tveggja daga frí til að gifta sig. Ekki minna, — jæja, tvo daga til að gifta sig. Þú færð ekki eina mínútu til þess, sagði eg- “En kæri herra,” sagði hann. “Það þýðir ekkert fyrir þig að segja kæri herra, eða neitt annað, sagði eg. Ef þú þarft endilega að hætta í tvo daga, þá verðurðu að hætta alveg og fara héðan undir eins.” “En eg fer þá alfarinn, herra!” “Farðu vel,” sagði þetta flón. Það er á þig sem eg verð að reiða mig að koma í staðinn fyrir hann og halda áfram þessu verki sem verður að flýta fyrir. Svona er það Daníel og svona komst eg i þjón- ustu þessa manns. Þessi niaður er ágætisdrengur og talsvert frumlegur eins og ábótinn þinn. Eftir klukk- an átta að kveldinu er ,eg laus. Eg les blöðin í lestrar- herlærginu þar sem ’gamli kunningi okkar Parrotti býður mér góðan daginn. Manstu eftir honum. Þú þekkir hann. Pierrotti úr Cerennes-f jöllunum. Hann hefir glervöru til sölu og hefir búð við Passage du Samon, og hvað honum er vel við mömmu. Hans hús er mér altaf opið. Að vetrinum er það ágætur verustaður. En úr því ,þú ert kominn, verð eg ekki ráðalaus með kvöldin. II. Jack hafði nú lokið sinni löngu sögu. Nú var það mitt að taka við og segja mina. Með olnbogana á borðinu og höfuðið í höndunum hlustaði hann þegjandi á rnína sögu, á mína játningu. Af og til sá eg hann skjálfa og segja: Veslingurinn, vesalings Lítill. Þegar eg þagnaði, stóð hann á fætur og tók í hönd miér og sagði með viðkvæmri rödd: Ábótinn þýzki yar réttur eins og þú sérð, Daníel, þú ert bara drengur enn og ekki fær um að ferðast einn um þennan hrufótta heim, og það er rétt af þér að koma til vetursetu hjá mér. í dag ertu ekki einungis bróðir minn. Þú ert drengurinn minn líka, og þar sem móðir þín er langt á braut, þá er það eg sem á að koma í hennar stað. Viltu það, Daníel?, Viltu að eg gangi þér í móðurstað ? Eg ætla ekki að auka þér nein vandræði. Þú veizt þaö) vel. Alt sem eg fer fram á er að miega ganga við hlið þér og leiða þig.” Seim. svar féll eg um hálsinn á honum, faðmaði hann segjandi: “Ó, Jack bróðir, hvað þú ert góður.” Og þar grét eg heitum tárum án þess að ‘geta hjálpað því alveg eins og Jack fyrrum að Lyon. Nú sló klukkan sjö. Ljós kom í gluggana; fölt, óstöðugt ljós fylti herbergið. “Þetta er dagrenning; Daníel,” sagði Jack. “Nú er mál að sofna. Háttaðu fljótt; þú þarft þess!” “Og þú, Jack ?” Ó, eg! Eg hefi ekki ferðast tvo klukkutíma á járnbraut. Og svo áður en eg fer til húsbóndans þarf eg að ná nokkrum bókum úr lestrarherberginu, og eg ntá ekki missa mikinn tíma. Hacqueville er ekki til að leika sér að. Eg kem aftur klukkan átta. Þeg- ar þú vaknar skaltu fara að létta þér upp um fraim alla muni. Hér byrjaði Jack á að gefa ýms heilræði nauð synleg mönnum líkum mér. Til allrar óhamingju þegar hann fór að gefa mér bendingarnar, liafði eg lagst upp í rúm og þó eg sofnaði ekki alveg, þá náði eg ekki hugmyndunum nákvæmlega. Þreytan, matur- inn og tárin gerðu það að verkum að eg var hálf- sofandi. Eg hlustaði og heyrði einhvern vera að koma og fara í herberginu, glæða eldinn, loka gluggunum og krækja þeim, og svo að koma til mín annað slagið, láta eða breiða eitthvað ofan á fæturnar á mér, kyssa LÖGBEJtG, FIMTUDAGINN 25. MAJ, 1939 mig á ennið, fara svo ofan hægt, án nokkurs hávaða, út um dyrnar. Ef svaf nokkra klukkutíma og eg held eg hefði sofið, þar til Jack hefði komið aftur að kveldi, ef stór klukka raddrám, hefði ekki alt í einu rifið mig upp. Það var heljastóra klukkan að Sarland, þessi ofsalega tröllskessa, sem hringdi sem fyr; “Ding,' dong! Ding, dong!” Vaknið þið! Ding, dong! Klæðið ykkur! Eg stökk fra!m á mitt fólk alt í einu, með opinn munninn til að hrópa sem fyrri sem svefnstofu- gætir: “Komið þið, drengir!” En þegar eg áttaði inig á að eg væri hjá Jack, fór eg hlæja og dansa til ng frá í herberginu. Það sem eg tók fyrir klukkuna að Sarland, var afarstór klukka í verkstæði í nágrenn- inu, sem hringdi alveg eins harkalega og grimdarlega eins og klukkan að Sarland. Eg fór út að glugganum og oþnaði hann. Eg bjóst yið að sjá fyrir neðan breiða garða með skugga- legum einmana trjám, og mann inteð lyklakippu á sleiki- fingri á ferð íheðfram veggjunum. Það brást. Þegar eg opnaði dyrnar hringdu klukkurnar al- staðar tólf á hádegi. Eg stóð þarna augnablik og horfði á skinið í ljósunum í hvelfingunni, á stöngunum háu, í turnunum, þegar eg alt í einu heyrði hávaða utan úr bænum. Eg veit ekki hversvegna það .var; en eg fékk sterka löngun til að komast í hópinn, njóta þessa lífs og fjörs sem þarna var á boðstólum, svo eg sagði við sjálfan Hnig: Eg fer að kynnast París! Þann dag hefir sjálfsagt margur Parísar-maður, þegar hann settist að borðinu að kveldinu, sagt: “Hvað hann var einkennilegur, litli maðurinn, sem eg mætti í dag." Sannleikurinn var að hár mitt var of langt fyrir mórauðu buxurnar of stuttar, og1 svo viskaleðurs- skórnir. Alt þetta gerði Lítinn ábærilega hlægilegan útlits. | | Það var aðeins einn dagur enn þar til vetur byrj- aði. Fjöldi fólks var úti á strætum. Dálítið utan við ntig af öllum asanum og óhljóðunum á strætunum, varð eg seinast einn á ferð og gekk eitthvað út í blá- inn meðfram múrunum. Eg rakst á einhvern og sagði fyrirgefðu, og varð sótrauður í framan. Svo/ /tafizaði eg frammi fyrir hverri einustu búð. Hvað sem fyrir hefði komið, hefði eg ekki surt til vegar. Þannig hélt eg áfram í klukkutíma, þar til eg kom að afarstórum trjám framan við húsaröð nokkra Trén vöru afarhá, en grönn. Alt í einu heyrði eg . svo mikinn hávaða á meðal þeirra, sem þarna voru á ferð með vagna aðeg stanzaði skelkaður. Hvert átti eg að fara þaðan? hugsaði eg með sálfum mér. Hvemig átti eg að finna hús Jacks aftur? Ef eg spyrði turnvörðinn að Saint Germain des Pres. myndi hann hæðast að mér. Án þess að hugsa meira um þetta stanzaði eg framan við leikhúsauglýsingu; það var um mann í ýrnsum gerfum sem ætlaði að koma fram á sviðið það kvöld. Til allrar óhamingju gaf þessi auglýsing, þótt hún væri töfrandi, engar upplýsingar um turn- vörðinn að Saint Germain, svo. eg átti á hættu að vera þarna týndur til dómsdags, þegar alt í einu Jack !>róðir stóð við hliðina á mér. Hann var eins hissa og eg. “Hvað er þetta? Það ert þú, Daníel! Hvað ertu að gera hér? Hamingjan góða!” Eg svaraði rólegur: “Þú sérð það. Eg er að ganga mér til skemtunar.” „ Hinn góði'bróðir, Jack leit á mig með aðdáun: “Þú ert orðinn Parísar-maður nú þegar! Virkilega! Undirniðri var eg auðvitað mjög glaður að vera þarna við liliðina á honum, og eg stakk handlegg min- ifmi undir hans alveg eins og þegar pabbi kom að mæta mér á bátnum fyrrum. “Hvíh'k hepni, að við skyldum mætast 'nér,” sagði Jack. “Húsbóndi minn er nú raddlaus í dag og gat ekki lesið fyrir, svo hann gaf mér frí til klukkan eitt, og jafnvel þar til á morgun, svo eg tók tæfifærið að taka mér langa göngu.” Svo dró hann mig af stað — og þarna vorum við inni í hinni miklu Parísarborg, hvor við annars hlið, stoltir af að vera þarna saman. Nú var alur ótri horfinn, þegar bróðir minn var við hlið mér. Það var samt eitthvað sem hræddi ntig. Þarna sem við gengurn eftir strætinu, þá horfði Jack svo einkennilega á mig hvað eftir annað, eins og með meðaumkvun. Eg þorði ekki að spyrja hvað væri að. "Þessir Viskaleðurskór fara þér býsna vel,” sagði hann eftir tímakorn. “Já, er það ekki, Jack?” sagði eg. “Jú, þeir eru snotrir,” sagði hann, en svo bætti hann við: “Það gerir ekkert til. Þegar eg er orðinn rikur, kaupi eg þér góða skó til að hafa í húsinu og aðra fyrir strætin.” Vesalings Jack, hann sagði þetta án þess að meina að ntóðga mig; en það kom mér illa, þetta var það bezta sem eg átti. Þegar eg var undir fögru plöntuðu trjánum, hlýt eg að hafa verið í rneira lagi skritinn i augum þeirra sem fratn hjá fóru, og þó Jack segði þetta alt vinalega, um skóna góðu, þá vildi eg fara heirn strax. Við fórum inn. Við settumst við eldinn og sát- um þarna allan daginn nnasandi urn alt og ekkert, eins og þegar tveir smáfuglar kvaka hvor að öðrum, vina- lcga. Þegar kotnið var að kvöldi klappaði einhver á dyrnar. Það var þjónn hertogans, og kom hann með kistu mína. "Agætt!" sagði Jack. “Við skulum nú skoða klæðnað þinn." Og svo byrjaði skoðunin. Einhver hefði haft gatnan að sjá i kistuna, og sjá hvernig tnér leið. Jack var á hnjánum við kistuna og dró ttpp hvert plaggið eftir annað og sagði álit sitt um hvað sem var. Þar var orðabók, trefill, önnur orðabók. Blíðum við. Pípa! Svo þú reykir? Og önnur pipa! Þvílík eign! Hvílikar píptir! Ef þú hefðir eins mikið af sokkunt, þá væri vel!” Hamingjan á hæsta tindi! Hvað sé eg? Vísur, visur!. Það eru Ijóð. Þú hefir verið að yrkja. Hversvegna hefirðu aldrei sagt mér frá því? Eg hefi líka ort á mínum tíma — kvæði: Religion! Manstu eftir því kvæði, í tólf þáttum. Látum oss nú skoða þessi kvæði.” “Ó-nei, Jack; það er ekki vert,” sagði eg. “Samt sem áður er það skáldskapur,” sagði Jack og hló. “Látum okkur sjá. Seztu þarna og lestu mér þín vers. annars les eg sjálfur, og þú veizt hvað eg les illa.” Þetta kom ntér af stað: Eg byrjaði að lesa. Þetta voru kvæði, stími eg hafði ort að Sarland, undir fögru trjánum hjá lindinni á sléttunni grösugu, þegar eg var að ferðast með nemendur, góða og illa. Iíg hefði varla trúað sjálfum mér til þess, en eg las kvæðin með ekki litilli hrifningu. Þið getið hugsað ykkur það! Eg hafði aldrei sýnt neinum tnanni þau áður, og svo var dómarinn ekki af verri endanum. Ifann var höfundur kvæðisins: Religion!. Það var sigurvinning, sem eg vonaðist ekki eftir. Eg hafði varla lokið við lesturinn, þegar Jack kom þjótandi til mín og hljóp upp um hálsinn á mér. “Ó, Daníel f Hvað það er ágætt, ágætt!” Eg horfði á hann alvarlegur. Er það virkilega svo, Jack, að þú álítir þetta gott?” “Afbragð, kæri bróðir, afbragð! Þegar eg hugsa um að þú hafðir alla þessa fjársjóðu í kistunni og lézt mig ekkert vita, þá er eins og maður geti varla trúað því.” jOg svo fór Jack bróðir að stika fram og aftur um herbergið, masandi stöðugt. Alt í einu stanzaði hann og sagði mjög alvarlegur: „ “Það er óþarft að hika við að segja það, Daníel: Þú ert skáld, og þú ættir að gera það að lífsstarfi þínu að yrkja!” “Ó, Jack, það er svo erfitt, sérstaklega í byrjun. Það er svo litið upp úr því að hafa.” “Uss! Eg skal vinna fyrir okkur báðum, þú þarft ekki að óttast.” Eg reyndi að koma með ýms mótimæli, en Jack hrakti það alt. En svo voru nú mótmæli mín ekki mjög mikils virði. Eg mótmælti ekki mjög ákveðið. Þessi einlægi áhugi bróður míns gagntók mig og dró kraft úr mínum mótrfiælum. Meðan við vorunt að ræla um þetta leiv timinn. Klukkan að Saint Germain taldi fram stundirnar glað- lega. “Við skulum fara að borða,” sagði Jack bróðir, og hann leiddi mig inn i matsöluhús að Saint Benoit. Það var lítil bygging og var aðeins eitt borð sett, vanalega stórt, en nokkur hólf voru þar og sátum við í því fremsta, í nágrenni við menn mjög illa klædda og luingraða, sem rökuðu af diskum sínum þegjandi. “Þeir eru víst skáld, eða einhverjir lista'menn, þessir, sagði Jack lágt. Og eg hugsaði með mér að slík sjón væri lítil uppörfun fyrir mig. Eg varð víst fremur þlingbúinn en eg lét ekki á neinu bera, til þess að kæla ekki ákafa Jacks. Miðdagsverðurinn var góður. M. Daníel Eyssette sýndi talsvert fjör, en þó enn meiri matarlyst. Þegar við vorum búnir að borða flýttum við okkur upp * turninn og Daníel reykti þar kritarpípu sína í ákafa við gluggann; et) á meðan sat Jack við borðið og var niðursokkinn í einhvern reikning, sem virtist gefa hon- vún fullmikið að hugsa um. Hann sneri sér hvað eftir annað að stólnum, órólegur mjög, taldi á fingr- ununi; en alt í einu reis hann á fætur og hrópaði: “Bravó! Eg hefi reiknað dæmið!” v- “Hvaða dæmi, Jack?” sagði eg. “Eg liefi reiknað út útgjöld okkar tveggja urn mánuðinn. Það verða sextíu frankar.” “Hvernig er það? Sextíu? Eg veit ekki betur en að þú fáir hundrað franka um mánuðinn hja hertog' anum.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.