Lögberg - 01.06.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.06.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JÚM, 1939 5 YOUR TELEPHONE flÍBEfc PROTECTS YOU RGRINST When Danger Threatens— You Want Help QUICKLY! Farmhomes usually arequite far apart and because they are so isolated, become easy prey for robbers of the road. You and your family may be held up at any time and robbed ofmoney and valuable belongings. Do not be caught unawarcs! With your own home telephone you can quickly call aid. Safeguard Your Property the Telephone Way Þar blasir viÖ gríðarmikið landa- bréf, upplýst rafljósutn; tekur þetta yfinmikinn hluta veggjar. Á kortinu sézt leiÖin sem Leifur fór forÖum, og loftleið L,ind- berghs ofiursta, er hann flaug til Evrópu fyrir nokkrum árum, með viðkomustað á íslandi. fslenzkir atvinnuvegir eru sýndir í tveimur greinum. Ann- ars vegar er sjávarútvegurinn. Er þar sýnd f jölbreytni íslenzkra sjávarafurða, íslenzkur skipa- stóll, hvernig unnið er á þeim sviðum, og hvernig fiskurinn er undirbúinn til útflutnings. Land- búnaðarsýningin gefur glögga hugmynd um sveitabúskapinn á íslandi eins og hann er nú rek- inn. í sambandi við þetta at- riði sýningarinnar er vert að geta þess að sérstök skýring imeð myndum er gefin um það hvern- ig 'laugavatn og heitar vatnslindir eru hagnýttar til að búa til vermireiti, þar sem ávextir alls- konar og grænmeti dafnar eins og þá er bezt lætur. Uppstoppaðar-ís- lenzkar kindur af ýmsum litum, sem stóðu í glerkössum, vöktu mikla athygli. Þótti ullin ein- kennileg og fögur. Kaupsýslu- maður einn er inn kom taldi að íslenzk gæruskinn væru glæsileg vara til kápugerðar. Glögg hugmynd og góð var gefin um fræðslumál landsins, með ágætum ljósmyndum af fögrum skólabyggingum. Man eg eftir myndum af þessum: Hólaskóla, Laugarvatnsskóla, Hallorimstaðarskóla og Menta- skóla Akureyrar. Gamlar ís- lenzkar bækur voru til sýnis í glerskápum í litlu herbergi, sem kallað var “baðstofan.” Það sem mestá athygli vakti í “bað- stofunni” voru útskornar súðir og bekkir. Listaverk íslenzkra fagmánna eru hér til sýnis, og naut eg þeirrar ánægju að kynnast einum þeirra, hr. Þorleifsson. Hafði hann málað allmargar af hinum fögru olíumyndutn sem sýndar voru, og sömuleiðis voru mál- verkin á skálasvölunum hans handaverk. Því miður eru mál- verkin sýnd í stofu, sem er svo lítil að myndirnar geta ekki notið sín að fullu. Tvö forkunnar fögur veggtjöld, með höndum gjörð, vekja undrun og aðdáun áhorfenda vegna þess hve eðlileg þau eru. Annað þeirra sýnir íslenzkan bóndabæ í miðju túni. Hitt sýnir baðstofu að innan. Hver meðlimur fjölskyldunnar er á sínum stað, og hver með sitt verk í höndum. Húsbónd- inn situr fyrir itniðju og les fyrir fólkið. Þessar veggmyndir, svo nákvæmar út í yztu æsar, eru hið mesta furðuverk listarinnar. Fagrar standmyndir skreyta svalirnar, og ýmsa aðra hluta byggingarinnar. Margar þeirra eru handaverk hins fræga mynd- höggvara, Einars Jónssonar. Er tillit er tekið til fólksf jölda á Islandi, má með sanni segja að sýning þess líði ekki að neinu leyti við samanburð sýninga ann- arg þjóða. Um listasafnið ís- lenzka má hiklaust segja, að það ekki aðeins þoli samanburð við samsvarandi sýningar.muni ann- ara þjóða, heldur standi langt um framar mörgum þeirra, sem wér auðnaðist að sjá. Sýningar- nefndin á mikið þakklæti skilið fyrir sína frammistöðu, fyrir að koma sýningarmununum svo simekklega fyrir og gjöra sýn- inguna svo aðlaðandi og ánægju- lega. Forstöðumaður Islands- deildarinnar er hr. Vilhjálmur Þór. Megi hróður íslands vaxa að verðugu við sýningu þessa! Fáum orðum vil eg, áður en lýkur, fara um nokkur önnur at- riði sem sérstaklega vöktu at- hygli mína. Því miður var sýn- ingarskáli Canada ekki tilbúinn, eða opinn, dagana sem eg var á sýningunni, en mun hafa verið fullgjör nokkrum dögum seinna. WaShingtonríkið, hið “sígræna ríki” eins og það er stundum kallað, þar sem eg átti heima fyrir skemstu, hafði mjög at- hyglisverða sýningu, sem hér er ekki tækifæri til að lýsa. Mjög þótti mér mikils um vert að sjá mynd af Friðarboganum í Blaine, sem stendur á landa- mæralínunni milli Bandaríkjanna og Canada, og var reistur þar til minningar um ioQ ára frið anilli þjóðanna. Ekki hafði eg átt þess von að sjá nafn Blaine bæj- ar á veraldarsýningunni í New York. En nafnið og myndin vöktu hjá mér margar hlýjar minningar um vini og starfs- systkini, lengst í fjarska — hinu megin á hinu mikla meginlandi Ameríku. Eftirtektarverðasta atriðið í sambandi við ítölsku sýninguna er útlistun á því hvernig fatnað- ur er búinn til úr mjólk. Margt er skrítið i hanmoníum! Þessi fína, mjúka mjólkur-ull er búin til úr undanrenning, og kallast “lanital.” Ostefnið í mjólkinni er skilið frá, hert og þurkað. Með sérstökum efnablöndum er það þéttað svo að myndar smá- þræði. Er það síðan skorið, þvegið, þurkað og kembt og er þá tilbúið fyrir vefstólinn. Með þessari aðferð fuMyrða forstöðu- menn þessa iðnaðar að framleiða megi eins mikið “lanital” á finKm mínútum, eins og fataefni, sem fáist af hundrað kindum í ull á ári hverju. Margar þjóðir hafa tekið upp þessa nýjung, þar á meðal Bret- land og Canada. Fimm ungar stúlkur höfðu þann starfa á hendi að ganga fram og aftur og sýna sig í búningum úr þessu efni. Öndvegi skipar á sýningu Japans-manna eftirlíkan af 'hinni heimsfrægu “Frelsis-klukku” (Liberty Bell) Bandaríkjanna. Þetta líkan er einn þriðji hinnar upprunalegu stærðar klukkunnar. Er likan þetba alsett perlum og demöntum og er fagur vottur um listfengi hinna austurlenzku gull- smiða. Vafalaust er “gimsteinahúsið” sá skálinn á sýningarsvæðinu, sem mestan geymir veraldarauð- inn. Þar erú samankomin meiri auðæfi en jafnvel Kroesus lét sig nokkru sinni dreyma um. Eru þarna hrúgur af höggnum og ó- höggnum gimstejnum, virði margra miljóna. Sámfara mjúku undirspili og tempruðum ljósum, heyrist rödd ósýnilegs ræðu- manns, sem skýrir sögu gimstein- anna. Aðeins fimtíu manns er leyft að koma þarna inn í einu, og vopnaðir verðir eru til staðar sem vaka yfir hverri hreyfingu gesta. Er eg gekk út úr skála þessum, heyrði eg ávarp, sem mér fanst lærdómisríkt. Gömul hjón gengu rétt á undan mér. Gamli maðurinn þreifaði eftir slitinni og kreptri hönd förunaut- ar síns, og mælti ofur hlýlega: “Æ, lof mér að halda um gim- steininn minn!” Þessi orð, töluð af svo ábæri- legu kærleiksþeli, vöktu hjá mér þessa spurningu: Eru ekki önn- ur verðmæti til sem æðri eru gulli og gimsteinumi? Frá Islandsýningu í New York Jcelandic Pavilion, World’s Fair, 24. maí, 1939. Hin mikla heimssýning var opnuð þann 30. apríl eins og kunnugt er, af Roosevelt forseta Bandaríkjanna. Viðstaddir þá athöfn voru 600,000 manna, þar á meðal fulltrúar og gestir frá þeimi 62 þjóðum, sem þátt taka í sýningunni, og fjöldi amerískra stórmenna víðsvegar að. Strax að lokinni vígsluræðu forsetans voru þær sýningar, sem tiibúnar voru opnaðar almenn- ingi. Voru það flsetar hinar amerísku sýningar, en ekki nema tvær erlendar, svo kunnugt sé. Þessar tvær voru sýningar Is- landsi og Japan. Islendingar gengu undir fána sínum, ásamt öðrum þátttakandi þjóðum að palli þar sem sátu forsetinn og aðrir tignir gestir, og hlýddu á vígsluræðurnar, og annað það er þar fram fór. Að vígsluathöfninni lokinni var gengið til íslandsskálans, og bauð framkvæmdarstjóri Vilhjálmur Þór íslendingum sem viðstaddir voru og skyldmennum þeirra til skálans. Lýsti hann sýningunni með stuttri ræðu, og sagði hana opnaða. Viðstaddir voru Harald- ur Árnason kaupmaður, úr fram- kvæmdarnefnd sýningarinnar og Garðar Gíslason stórkaupmaður, sem þakkaði Vilhjálmi Þór og Haraldi Árnasyni fyrir velunnin störf í þágu lands og þjóðar, með opnun og framkvæmd sýn- ingarinnar, fyrir hönd sýningar- ráðsins. Var þ-vi næst litast um í skálanum og fóru gestirnir lof- samlegum orðurn um sýninguna. Að þessu loknu var skálinn opnaður almenningi, og fyltist hann á svipstundu. Um 5000 manns munu hafa komið inn á sýninguna þennan fyrsta dag. Síðan hefir aðsaknin verið mjög góð og suma daga geysimikil. Að kvöldi þess 24. þ. m. munu sýningargestir samtals hafa verið um 37,000.-— Strax var ljóst að sýningar- gestum þótti sýningin merkileg frásögn um Mf, sögu og starf íslenzku þjóðarinnar. Ummæli gesta hafa verið mjög lofsam- leg og daglega hefir fjöldi manna snúið sér til starfsfólks sýningarinnar og látið i ljósi á- nægju sína yfir sýningunni. Blaðaummæli hafa og verið á sömu lund. The Newx York Herald Tribune skrifar: Blaðamaður sem heimsótti sýninguna þann 1. maí skrifar í blað sitt (Bath Times Maine) undir fyrirsögninni “Iceland’s Exhibit ready at Start, — one of few foreign Concessions Com- pleted.” Talar hann um sýning- una í heild sinni mjög vel, og segir að sumt sé “exceptionally well done.” Hann segir enn- fremur: “Throughout the Exhibit there is evidence that Iceland is conscious of her potential im- portance as a stepping off place in the event of regular airlies between America and Europe.” “An actual size model of a living roomi (baðstofa) was particularly interesting. Carved walls gave the room an artistic atmosphere. We felt that we would like nothing better than curling down in a corner and pour through a few of the vol- umes that were exhibited.” Hann lýsir og í greininni þeim liluta sýningarinnar sem fjallar um iðnað þjóðarinnar og talar um það alt í sama tón. Öll önn- ur blaðaskrif um sýninguna hafa verið í sama tón. Ennþá hafa fáir íslendingar, Austmenn eða Vestmenn, heim- sótt sýninguna. En vonandi fjöl- roenna þeir áður en langt tun Mður sérstaklega á íslandsdaginn á sýningunni sem er 17. júni. ið, en#þeir voru nefndarmenn- irnir af hálfu Vestur-Islendinga er verið hafa í ráðum með hinni íslenzku sýningarstjórn um sýn- ingarmálið. Fyr um daginn skoðuðu Ikrónprinsh j ónin sýn- inguna. LAUSAVfSUR BALDVINS JÓNATANSSONAR Sumargleði Þegar Baldvin bjó á Brunná í Eyjafirði, mætti hann eitt sinn sóknarpresti sinum, Matth. Joch- umssyni, á götu, og kastaði fram fyrri part þessarar visu. Ekki stóð á botninum. Svanur fagurt sumarlag syngur á bláum tjörnum. (B. J.) • Guð er að bjóða góðan dag grátnum jarðar börnum. (Matt. Joch.) Haustvísa 1913 Hvítna fjöllin feiknahá, faðmast mjöll og hlynur. Hríðarvöllinn ofan á álfahöllin stynur. Staka Nú er eg með bogið bak, brotinn fót og marinn. Eftir liðið andartak allur verð eg farinn. Staka Nú er áin öll að sjá, undir snjáa feldi. SveLlagljáinn sveipast má, Sunnubráar eldi. (Útsýn yfir Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu, 15. jan. 1939) —Lesbók. “It will be well to pause be- fore the beautiful statue of Leifr Eiriksson and proceed with a visit to Iceland. There the Ice- landers remind you that their home is a land of countless geysers and that theirs is the oldest parliamentary govemment in the world.” Þann 3. maí hafði fram- kvæmdarstjórn sýningarinnar há- 1 degisboð fyrir Friðrik krónprins [ og Ingiríði krónprinsessu og ! fylgilið þeirra. Sátu hófið um 50 manns, bæði íslendingar og | Danir og Bandaríkjamenn. Is- lendingar frá Canada, sem boðnir I voru, gátu þvi miður ekki kom-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.