Lögberg - 01.06.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.06.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JÚNÍ, 1939 LÍTILL “Já, en fjörutíu franka sendi eg stööugt til madömu Eyssette til þess að byggja upp þann arinn áa vorra. Þá eru eftir sextíu frankar. Við borgum fimtán franka fyrir herbergið. Það er ekki dýrt, eins og þú veizt; bara, eg J>arf að búa um rúmið sjálfur. Já, fimtán frankar fyrir herbergið og fimm frankar fyrir eldivið, sem eg sæki sjálfur til myllunnar. Þá eru eftir fjörutíu frankar. Fyrir þitt fæði, segjum þrjátíu frankar, þú borðar á matsöluhúsinu, selmt við förum til altaf á kvöldin. Það eru fimtán frankar án eftirmatar og þú veizt að það er ekki slæmt. Þá eru eftir fimm frankar fyrir morgunverð þinn. Held- urðu að það sé nægilegt?’’ “Eg hugsa það,” svaraði eg. Og svo eru tíu frankar, sem þarf að borga, sjö frankar fyrir þvott — slæmt að eg hefi svo lítinn tima; eg gerði það sjálfur á bátnum — eftir þrír frankar, sem eg nota þannig: þrjátíu cent fyrir minn morgunverð, auðvitað, þú skilur það! Eg fæ altaf eina máltíð á dag, góða, hjá hertoganum, og þarf því ekki eins dýran morgunverð, eins og þú. S.íðustu þrjátíu sentin fyrir óviss útgjöld, svo sem. tóbak, fri- merki og ýmislegt fleira. Það verður alt sextíu frankar. Heldurðu ekki að eg hafi reiknað það dálítið fallega? En svo eru föt og skór; eg veit hvað eg skal gera. Eg fæ mér vinnu að kvöldinu við bókhald hjá einhverjum smákaupmanni. Eg er viss um að vinur minn Pierrotte finnur mér pláss, hæglega.” “Nú, svo þið eruð mestu mátar( Pierrotte og þú; kemurðu þangað oft?” “Já, mjög oft. Á kvöldin hlustar maður á hljóð- færaslátt.” “Er það mögulegt, að Pierrotte spili á hljóð- færi ?” “Nei, ekki hann, en dóttir hans.” “Dóttir hans? Svo hann á þá dóttur. Ha, ha! Jack, er hún falleg þessi ungfrú?” “Þú spyrð um of mikið í einu. Eg skal svara því seinna. Það er orðið framorðið. Við skulum fara að hátta.” “Það er á strætinu að Saint Germain des Prés, i horninu við kirkjuna. til vinstri og upp við rafta dálítill gluggi, seim: gerir mér ilt fyrir hjarta ætíð þegar eg lít þar upp. Það er glugginn á gamla her- berginu okkar; og enn í dag þegar eg fer þar um, þá sé eg mynd af Daniel fyrrum, í huganum, æfinlega, þar sem hann situr þarija uppi við borð fast við gluggann, sem nú myndi brosa af meðaumkvun, ef hann sæi Daníel í dag, beygðan og boginn. Daginrj eftir fórum við á fætur í dagrenning. Jack fór undir eins að sjá um matinn. Hann sótti vatn, sópaði herbergið og setti á borðið. Sjálfur irnátti eg ekki snerta á neinu. Eftir morgunverð fór Jack til hertogans og eg sá hann ekki aftur fyr en um kvöldið. Eg var einn allan daginn, augliti til auglitis við skáldagyðjuna eða það sem eg kalla skáldagyðjuna. Frá morgni til kvölds við gluggann opinn og borðið þar við, sat eg stöðugt við að ríma. Skáldagyðjan, steinarnir og bjöllurnar voru þeir einu sem létu sjá sig og heyra —- aldrei neinir aðrir. Hver hefði átt að heimsækja mig? Enginn þekti mig. Á matsöluhúsinu að Saint Benedict var eg vanur að setjast einn út í horn frá öllum öðrum. Eg horð- aði hrátt, með augun á diskinttm, og undir eins og eg var búinn með matinn, tók eg hatt minn flóttalega og stökk af stað. Aldrei var neitt sem tafði mig — aldrei nein skemtiganga. Þessa ólukkans feimni erfði eg frá móður minnf og þar við bættist hinn lubbalegi klæðnaður minn og skórnir, hinir hlægilegu viska- leðursskór, sem eg hafði enn ekki getað lagt niður. Þegar Jack kolm heim varð alt í uppnámi. Þá komu þau kátína, hávaði og hrifning. Við sungum, hlóum og spurðum tíðinda þann daginn sem var að líða. “Hefirðu unnið vel í dag? Hefirðu bætt miklu við kvæðið?” Svo sagði hann frá einhverjum uppgötvun- um hertogans, þessa frumlega félaga; tók úr vasa sínum eitthvert góðgæti, sem hann hafði stungið í vasa sinn hjá húsbóndanum og skemti sér við að horfa á :mig eta það með ágætri lyst. Eftir það sneri eg mér að borðinu og ríminu. Jack gekk nokkrum sinnum í kring i herberginu og þegar hann sá að eg var fyllilega kominn af stað með rímið, skauzt hann af stað segjandi: Meðan þú vinnur að ljóðagerðinni, ætla eg að fara þarna yfirum eitt augnablik. “Þarna yfir um” þýddi til Pierrotte og ef þú, lesari góður, ert ekki farinn að skilja hversvegna hann fór svo oft yfir um, þá ertu fremur skilningssljór. Eg skildi það strax fyrsta daginn, á því hvað hann greiddi sér vel fryir speglinuim, og svo oft, og lagaði hálsbyndið þrisvar eða oftar; en eg lét sem eg tæki ekkert eftir þessu, til þess að leiða af allan grun. En eg hugsaði um það í einrúmi. í millitíðinni hafði Jack bróðir náð sér í vinnu við bókhald að kvöldinu, fyrir fjörutíu franka um mánuðinn og þangað fór hann á hverju kvöldi þegar hann kom frá hertoganum. Þetta sagði hann mér vesalingurinn, bæði glaður og sár, hálf sár, því nú gat hann ekki farið eins oft “yfir um.” “Hvernig geturðu þá komist þarna yfiruim?” sagði eg undir eins. Hann svaraði mér, með tárin í augunum: “Á sunnu- dögum.” Og frá þeim tíma, eins og hann sagði, fór hann þangað aðeins á sunnudögum. Hvað var það þá svo töfrandi sem dró Jack þarna yfir um og hélt honuirt þar? Eg hefði ekki haft neitt á móti því að vita það. En Jack sagði mér aldrei neitt u'm það og eg var of stoltur til að spyrja um það. Að hinu leytinu má segja, að eg gat hvergi farið á viskaleðurs-skóm. Svo var það einn sunnudag að Jack sagði við mig þegar hann var að fara til Pierrotte dálítið feimnislega: “Langar þig ekki til að fara þarna yfir um, Daniel litli. Það yrði þér áreiðanlega til skemt- unar.” “En kæri bróðir, þú hlýtur að vera að gera að gamni þínu.” “Já eg veit vel að setustofan að Pierrotte er varla boðleg skáldum.” “Ó, það er ekki það, sem eg meina, Jack; það er útgangur minn. “Já, auðvitað, mér datt ekki í hug---------.” Og hann lagði af stað glaður yfir að hafa þannig losnað við mig, að :mér virtist. Hann hafði varla farið niður allan stigann samt, þegar hann sneri sér við og kom upp þrjár tröppur aftur og sagði; “Daniel, ef þú hefðir skó og föt, forsvaranleg, myndirðu vilja koma með mér til Pierrotte?” “Hversvegna ekki ?” sagði eg. ‘ ‘Jæja, komdu þá; eg skal kaupa þér það sem þig vanhagar um, umj leið og við förum yfir um.” v Eg horfði á hann og trúði því varla að hann meinti þetta. “Þetta er um mánaðamótin, svo eg hefi peninga,” sagði hann, til þess að sannfæra mig. Eg var svo glaður yfir að losna við gömlu rægsnin að eg tók ekkert eftir hvað Jack var hrifinn af einhverju og kom það fram i röddinni. Það var löngu seinna að eg mundi eftir því. Á þessu augnabliki hljóp eg um hálsinn á honum og við lögðum af stað til Pier- rotte og þegar við komum til Palais Royal keypti hann það sem þurfti af manni, sem hafði brúkuð föt. I III. Þegar Pierrotte var tvitugur mundi hann varla hafa trúað því að hann einn góðan veðurdag yrði eftirmaður M. Salmette í glervöruverzluninni og yrði tvö hundruð þúsund dollara virði í búðinni á horninu í Sauman götu. Pierrotte auðmaður og mikils met- inn! Fráleitt! Tuttugu ára að aldri hafði Pierrotte aldrei farið úr þorpinu og skildi ekki orð í frönsku en innvann sér hundrað dollara á ári, með því að ala upp silki- orma. Eins og allir drengir á þeim aldri, átti hann kærustu, sem hann fór með til dansleika undir lindi- trjánum á hverjum sunnudegi. Kærasta Pierrottes hét Roberta, stór og fönguleg stúlka. Það var hin stóra Roberta. Honulm: þótti mjög vænt um hana og hugs- aði sér að giftast henni þegar hann hefði dregið um það hvort hann ætti að fara í stríðið eða ekki, eins og þá var venja. Þeir sem drógu lágar tölur urðu að fara; en dátturinn sagði númer 4, svo hann varð að fara i striðið eða að öðrum kosti borga stórfé. Hvílik vandræði! Til allrar .hamingju kom madama Eyssette honum til hjálpar. Hún hafði verið uppalin að nokkru leyti af móður Pierrottes og hjálpaði nú fósturbróður sínum — lánaði honum tvö þúsund franka til að kaupa sig lausan. Þá voru Eyssettes rikir. Hinn hamingjusa'mi Pierrotte giftist því Robertu sinni, en þar sem þetta góða fólk hugsaði mest um að borga þetta sem fyrst — en með því að vera úti á landi myndu seint geta borgað — þá tóku þau sig upp og lögðu af stað til Parísar til þess að leita hamingjunnar. Svo leið ár og ekkert fréttist af þessum fjalla- búum ; svo einn góðan veðurdag fékk madama Eyssette bréf frá Pierrotte og konu hans, og þar með 300 franka, fyrsta afrakstur vinnu sinnar. Annað árið kom enn bréf frá Pierrotte og konu hans og 500 frankar. Þriðja árið kom ekkert. Eitthvað gekk víst illa. En fjórða árið kom enn bréf og 1200 frankar og blessunaróskir til allrar f jölskyldunnar Eyssette. Til allrar óhamingju vorum við sokkin á kaf, allslaus, þegar þetta síðasta bréf kom. Við höfðum selt verk- stæðið og vorum að leggja af stað af landi burt. 1 þessu volæðisástandi gleymdi madama Eyssette að svara Pierrotte og konu hans. Siðan höfðum: við ekk- ert frétt afj þeim þar til Jack kom til París og mætti Pierrotte sem nú var einn með dóttur sinni, þar sem konan Roberta var dáin. En Pierrotte var í sömu búðinni sem Salouettes höfðu átt og rekið vrzlun sina i. Ekkert gæti verið óskáldlegra, ekkert átakanlegra en saga þessara eigna. Þegar þau komu til Parísar tók kona Pierrotte sig til að vinna af sér skuldina við madönu Eyssette. Þau komu til Salouettes og þessir Salouettes voru þeir ágjörnustu og nískustu menn, sem hugsast getur. Þeir tímdu hvorki að taka karl né konu sér til hjálpar. Þeir vildu gera alt einir og þannig spara fé. Það varð samt úr að þeir tóku hina vænu Robertu sem vinnukonu og átti hún að sjá um og gera alt sem við þurfti i sambandi við hússtjórn- ina fyrir tólf franka á mánuði. Guð veit að verkið viar tólf dollara virði. Ert hvað um það, Roberta var ung, förug og vön harðri vinnu, svo var hún líka ákveðin i að vinna fyrir peningunum. Hún var skraf- hreyfin og gamli Salouette sat löngum á tali við hana, og alt gekk vel. S.vo einn góðan veðurdag bauð Salouette að lána þeim hjónunum Pierrotte svo þau gætu byrjað sjálf á dálítilli verzlun. Á þessari verzlun græddi Pierrotte ekki til að byrja með, en hann hafðj fæði, skæði og húsnæði og vel það. Fyrsta árið, sem þau voru hjá Salouette sendu þau 300 franka til ungfrú Eyssette. Það var nafn Mrs. Eyssette meðan hún var ógift, og Pierrotte hafði aldrei kallað hana annað. Þriðja árið gekk alt fremur ill. En árið 1830 fékk Salouette þá hugmynd að hann væri orðinn heldur gamall til að vinna alt einn og stakk upp á þvi að Pierrotte færi til hans sem aðstoðarmaður í búðinni. Pierrotte þáði boðið, en hann var ekki lengi við það. Síðan þau komu til Parísar hafði kona hans verið að kenna honum að lesa og skrifa og þegar hann fór að vinna í búðinni, fór hún að leggja sig enn meira fram við að kenna honum, og eftir nokkra mánuði gat hann gert hvað sem var í búðinni fyrir Salouette, sem nú var að verða blindur. Kona Pierrotte, Roberta hin væna, vann nú með honum -af kappi og eignir Salouettes uxu stöðugt frá þeim degi að þau tóku við. Fyrst vann Pierrotte eins og fyrir Salouette, en bráðlega gerðist hann félagi hans; en svo einn góðan veðurdag þegar Salouette hafði alveg mist sjónina, seldi hann alt i hendur Pierrotte og skyldi hann borga eitthvað ákveðið árlega, til gamla mannsins, þegar þau hjónin, fjallabúarnir væru orðin ein um hituna. Fóru þau að græða stöðugt, svo að innan þriggja ára borguðu þau alla skuldina, siðast 1200 franka og Salouette gamla líka og áttu búð, ljómandi fallega og verzlunin hin ágætasta í alla staði. Þegar hér var komið, alveg eins og Pierrotte hafði ekki lengur þörf fyrir hjálp, veiktist hin væna Roberta og dó, búin að slíta kröft- um sínum til hjálpar eiginmanninulm, sem syrgði hana mjög að maklegleikum. Þetta er þá, í stuttu máli, saga Pierrotte, eins og Jack sagði mér hana, þegar við vorum á leiðinni til Pierrotte á Saumon götu, og þar sem leiðin var all- löng, þekti eg Pierrotte talsvert þegar eg mætti honum heima. Eg vissi að Pierrotte, Jacks góði vinur, var mjög masgjarn og leiðinlegur, vegna þess að hann talaði mjög hægt og gat varla sagt eina einustu setn- ingu án þess að bæta við: “maður gæti vel sagt.” Eg var þvi undirbúinn. Ungfrú Pierrotte þekti eg ekkert nema það sem Jack hafði sagt mér um hana að hún væri sextán ára og héti Camille, ekkert meira; því um alt annað í því efni þagði Jack eins og! þorskur. Klukkan var hér um bil niu þegar við komum að húsinu. Búðin var lokuð og að mestu leyti í myrkri, nema á búðarborðinu lifði á lampa, og sáust vænlegar peningarhrúgur á borðinu og yfir þeim rauðleitt andlit hlæjandi á bak við heyrðist að spilað var á flautu. “Gott kvöld, Pierrotte,” sagði Jack og stanzaði framan við borðið. Eg stóð við hlið honum og sló á mig bjarma ljóssins. “Gott kvöld, Pierrotte!” Pierrotte, sem var að telja peninga sina, leit nú upp þegar hann heyrði rödd Jacks; en þegar hann tók eftir mér, stóð hann upp og starði á ’mig eins og þrumulost- inn með spentum greipum. “Jæja,” sagði Jack sigri hrósandi; “hvað sagði eg þér!” “Ó, Daníel, kæri! Guð sé oss næstur,” sagðj hinn góði tryggi maður. “Mér virtist — maður gæti sagt — mér virtist eg sjá hana.” “Sérstaklega augun, Pierrotte. Líttu á augun, sagði Jack.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.