Lögberg - 15.06.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.06.1939, Blaðsíða 1
52. ÁRGrANGUR LÖGBERG, FTMTUDAGINN 15. JÚNÍ 1939 NÚMER ‘24 lceland’sPavilion,' World’s Fair (2. júní 1939) Fyrsti mánuður Heimssýning- arinnar er liðinn. Þrátt fyrir ó- hagstæð veður fyrri hluta mán- aðarins varð tala gesta á sýn- ingunni tæplega 8 miljónir eða vel ]?að, sem búist hafði verið við. f slandssýningin, ein af þeim I fáu erlendu sýningum, sem opin j var allan tímann, fékk mjög góða aðsókn eða samtals um 83,000 manns allan maímánuð. Umsagn- | ir gesta, blaða og útvarps um Sýninguna hafa verið mjög lof- samlegar. Einn af ritstjórum amieríska tímaritsins “Foreign Affair”, Mr. Robert Gale Wool- bert, skrifar framkvæmdarstjóra Sýningarinnar, Vilhjálmi Þór, rn. a. þannig í bréfi dags. 25. rnaí s.l. “I was so very much im- pressed with this (Iceland’s) exhibit — with its informa- tiveness, its good taste and ex- cellent arrangement that I ani unable to refrain from drop- ping this line in order to con- gratulate you.” Stórblaðið “The New York Post” skrifar í dag langa grein Um íslandssýninguna undir fyr- irsögninni “Iceland, One of Smallest Nlations Does Things in a Big Way at the Fair.” Nils Murer, fréttaritari ‘norska hlaðsins “Aftenposten” í Olso skrifar í blað sitt þann 20. maí °g segir þar m. a.: “Midt i ligger Island (stóra veggkort sýningarinnar) klopp- en mellem den gamle og nye verden. Det er flyveruten Amerikh-Europa over Reykja- vik det gjelder. Pá kartets ene side siger Leiv Eriksson Leifr Eiríksson) inn mot Vin- land, pá den annen side daler Charles Lindbergs fly ned over Reykjavik, Den garnle og den nye tid knyttet sammen. n Island er de gamle sagaers og de unge talanters ö. Disse omstendigheter er utnyttet meget pent og stundom kjanske litt rörende. Men Is- land er ogsá det gamle ger- manske demokratis land. Al- tinget er samlet pá Thingvalla- sletten og i montern ved siden av sees det moderne Island med sin iniponerende sociale politisk innsats.” Annars virðast frændur vorir, ^orðmenn, litt hrifnir af þeirri ^herzlu, sem íslendingar í sýn- 'Ugu sinni, leggja á landafundi Þeirra Leifs og Þorfinns. Grein Murers hefir að undirfyrirsögn: “Island tok Leií Eiriksson, men var det ikke Olav Trygg- vason som gav ham ordre om at seile til Vinland?” Síðar (Framh. á 5. bls.) Miss Grace Hulda M. Smith Miss Smith er einkadóttir Mrs. T. Moorbey að Eriksdale og fyrra imanns hennar Ragnars heitins Smith; útskrifaðist hún af Misericordia sjúkrahúsinu hér í borg í hjúkrunarfræði fyrir tveimur árum, með hinuni ágæt- asta vitnisburði. Miss Smith lagði af stað síðastliðinn sunnu- dag suður til Rochester, Minn., þar sem hún hefir fengið stöðu við Kahler Hospital. Þórður Sveinsson aðalbókari andaðist í gærmorgun, eftir að hafa verið rúmfastur eina viku, en sjúkleika þess, sem leiddi hann til dauða kendi hann fyrst í septembermánuði s.l. pórður Sveinsson var fæddur að Húsavík hinn 19. júlí 1885 og var hann bróðir þeirra Bene- dikts bókavarðar Sveinssonar og Baldurs Sveinssonar blaðamanns, og var hann yngstur þeirra bræðra. Til Reykjavíkur flutt- ist Þórður árið 1906 og vann hér á pósthösinu um nokkurra ára skeið. Er hann lét af því starfi tók hann að gefa sig að verzlun, stofnaði Viðskiftafélagið og sið- ar firmað Þórð Sveinsson & Co., en seldi eignarhlut sinn í því siðar, og gerðist þá starfsmaður við Ræktunarsjóð. Er Búnaðar- bankinn var stofnaður réðist Þórður þangað sem aðalbókari og gegndi þvi stafi til dauðadags. Nokkru eftir að Þórður Sveinsson kendi krankleika síns var hann skorinn upp, en alt kom fyrir ekki og var auðsætt til hvers sjúkdómurinn myndi leiða. Það mun Þórði sjálfum einnig hafa verið vel ljóst, en þrátt fyrir það gekk hann að störfum sínum, eins og ekkert hefði í skorist. Þórður Sveins- son var einhver vinsælasti og vandaðasti maður, sem völ er á —Vísir 15. maí. TUTTUGU ARA FORUSTA Þann 10. ágúst næstkom,andi verða liðin 20 ár frá því, er Mr. King forsætisráðherra, tókst á hendur forustu Liberal flokksins í Canada; nýtur hann enn ó- skifts trausts flokks síns. Ur borg og bygð Mr. J. T. Thorson, K.C., þing- maður Selkirk kjördæmis, kom til borgarinnar að loknum þing- störfum i Ottawa á mánudaginn. ♦ ♦ Hinn 24. maí voru gefin saman af séra Jakob Jónssyni, á heimili hans, Mr. Victor Wayland Gaddis, vatnsveitu-verkfræðing- ur frá Oak Park, Illinóis, og Miss June Esther Josephson: frá Elfros, Sask. — Heimili þeirra verður í Oak Park, 111. — Brúð- lurin.er dóttir Mr. og Mrs. Guðm. Josephson í Elfros. ♦ ♦ í kirkju Selkirksafnaðar, á Hvítasunnudag, þ. 28. maí, s.h, voru staðfest þessi ungmenni, af séra Jóhanni Bjarnasyni:— Audrey Kristín Lenore Wal- terson, Áuleen Ella Walterson, Carolina Jónína Eyman, Lillian Clara Thorsteinson, Sigríður Irene Thorvaldson, Magnús Ingi- berg Magnússon, Victor Emil Sigursteinn Erickson. 4- + Samkoma Jóns Sigurðssonar félagsins s.l. mánudagskveld í fundarsal Sambandskirkjunnar var með nokkuð öðru sniði held- ur en venjulegar samkomur meðal okkar landanna. Fyrri partur efnisskrár var táknmynd vorkomunnar með viðeigandi söngvum. Síðari partur var söngleikur í tveimur þáttum, “The Dwellers of the Moon.” Sýnir leikurinn skipshöfn og farþega af loftskipi sem heim- sækir íbúa tunglsins. Yfir sýn- ingum þessum og söng var skáld- legur fegurðarblær, sem var þeim til sóma sem höfðu æft það og undirbúið. Sérstaka eftirtekt vakti Cora Doig, sem lék völv- una í “The Dwellers of tlie Moon.” Samkoman var vel sótt, enda átti hún það fyllilega skilið. Fimtíu ára hátíðin að Gimli 7. ágúst Nú fer að líða að einni hinni islenzkustu hátíð okkar Islend- inga vestanhafs, “tslendingadeg- inum,” sem haldinn verður að Gimli, þann 7. ágúst n.k. Þar, sem þetta hátiðahald stendur i sambandi við 50 ára afmæli íslendingadagsins, verður sérstaklega vél vandað til skemt- ana að deginum. Allskonar í- þróttir fara fram í skemtigarð- inum og ótal verðlaun verða gefin. Þar verða snjallir ræðu- menn og skáld, sem allir vilja heyra. Söngur, listdansar, stór hljómsveit, er leikur við og við allan daginn, og svo ótal margt fleira. Skreyting skemtigarðs- ins í ár verður óviðjafnanleg. Og þar gefst fólki einnig að lita prýðilegt málverk af fyrstu lend- ing íslendinga við Gimli, eftir Friðrik Sveiirason listmálara. Fjallkonu dagsins kjósa Is- Scra K. K. Ólafson Á nýafstöðnu kirkjuþingi, sem haldið var í Mikley, var séra K. K. Ólafsort endurkosinn for- seti Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga i Vesturheimi. Góður gestur vœntanlegur Þann 28. þessa mánaðar kem- ur. hingað til borgarinnar hr. Thor Thors alþingismaður og formaður sýningarráðs íslands í sambandi við heimssýninguna í New York; hann er sonur at- hafnamannsins þjóðkunna hr. Thor Jensen í Reykjavík, og hefir getið sér góðan orðstir sem lögfræðingur og urosvifamikill at- hafnamaður. Hr. Thors hefir ákveðið að halda fjóra fyrir- lestra meðal íslendinga vestan hafs undir urrisjá Þjóðræknis- félagsins, og verða þeir haldnir sem hér segir: Wlinnipeg 3. júlí, Gimli 4. júlí, Glenboro 6. júli og á Mountain, N. Dak. 9. júli. lendingar sjálfir. Einhver af þessum þrern konum, sem eru í samkepninni, verður Fjallkonan. En hver þeirra? Verður það Mrs. G. F. Jónasson, Mrs. F. W. Shaw eða Miss Lóa Davíðs- son? Um það er nú spenning- urinn, en verður ekki lýðum ljóst fyr en þann 10. júlí næstkom- andi. En þá verður saimkepninni lokað. Er fólk vinsamlega beð- ið að greiða sem bezt fyrir seðla sölunni og sending bóka og stubba til hlutaðeigandi konu; og festa það vel i minni að allar seðla bækur, stubbar og j>en- ingar, verða að vera komnir í hendur nefndarinniar mánudag- inn þan 10. júlí, fyrir klukkan 6 að kvöldi. Þá verður samkepn- inni lokað, og hver seðill, sem nefndinni berst í hendur eftir þann tíma, verður ekki tekinn til greina við atkvæðatalninguna. I næstu blöðum verður skýrt nánar frá niðurröðun skemti- skrárinnar og sagt frá öllu, sem þar verður til skemtunar. Islendingar! munið eftir 7. ágúst í suimar. Það má enginn sannur íslendingur missa af því að vera á fimtíu ára afmæli Is- lendingadagsins. Davíð Björnsson. Konungshjónin brezka fóru sigurför um Bandaríkin Heimsókn konungshjónanna brezku til Bandaríkjanna var ó- slitin sigurför; ber amerískum hlöðum saman um það, að aldrei hafi þar áður að garði borið á- hrifameiri sendiboða gagnkvæms góðvilja. Á landamærum Can- ada og Bandarikja við Niagara- fossa, kom utanrikisráðherra Bandarikjanna, Cordell Hull, til móts við hina konunglegu gesti og bauð þá velkomna á ameríska grund; voru konungshjónin gest- ir þeirra Roosevelts forseta og frúar hans í fjóra sólarhringa; að þvi loknu fóru þau til New York til þess ab skoða heims- sýninguna. Iceland Day Program JUNE 17, 1939. Station W2XE, 11.830 mega- cycles, short wave. Possibly Can Broadcasting Network. Time—2.15 p.m. to 3.30 p.m. Eastern Daylight Saving Time. 12.15 p.m. to 1.30 p.m. Winni- j>eg Time. Sj>eakers— Thor Thors, Chairtman Ice- land’s Fair Committee; Fio- rello H. LaGuardia, Mayor of New Yiork City; Grover A. Wlialen, President of Fair; Mr. Flynn; Gerald P. Nye, Senator for North Dakota; Dr. Vilhjálmur Stefánsson, representing the I c el a n d i c National League of N. A. Icelandic Music will be rendered. Vísur eftir Benedikt G. Benson I. Æfiþráður er að líða; eflaust bráðum héðan fer. Drottins náð og blessuð blíða bið eg ráði fyrir mér. II. Lauf út springa, lifna blóm lækjar þyngist niður; fuglar syngja fögrum róm, foldin yngist viður. III. Betur þorðum baugs hjá skorð bragarorðum haga, er á borði stóð um storð staupið forðum daga. IV. Veigar renna í vínglös enn, varma kennir inni; bragnar spenna og sötra í senn signað kvenna minni. V. Flöskunni’ hef eg heitið trygð, hennar náð vér finnum: fyrir mig af dýrri dygð dó hún mörgum sinnum. (Frarnh.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.