Lögberg - 15.06.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 15.06.1939, Blaðsíða 7
7 Klettafjöll og Kyrrahaf Eftir Sig. Júl. Jóhannesson (Framh.) Þegar eg hafði hlustað stund- arkorn á þessa pólitisku kapp- ræðu, fór eg í gegnum hvern vagninn eftir annan. Þeir voru allir fullir af fólki, og kendi þar margra grasa. Þar voru ríkir og fátækir, ungir og gamlir, hvít- ir og mislitir, háir og lágir. Járnbrautarlestin er eins og lítil eftirhermumynd af landinu, þjóðinni og lífinu; mun eg geta uiu nokkur dæmi því til söfinun- ar síðar. 'lvestin nálgaðist Alberta og leið þangað inn yfir landamær- in milli fylkjanna, án þess að nokkur maður yrði þess var. Eg hafði búist við að hún ræki sig á eða tæki eitthvert snögt við- bragð þegar þangað kæmi. Eg hafði heyrt-svo margar trölla- sögur úr ríki Aberharts að eg gat búist við öllu mögulegu og ómögulegu — sérstaklega öllu ómögulegu. En ekkert skeði. Mig hafði lengi langað að koma til Alberta. Þar var svo margt einkennilegt. Mér hefir fundist það vera nokkurs konar riki eða land út af fyrir sig; eitthvert millibilsríki milli dverg- heima, tröllheima, álfheima og mannheima. Þar voru Kletta- f jöllin ; ein hinna stórkostlegustu klettaklasa, sem þessi heimur þekkir. Þar var hið mikla bú Játvarðar áttunda Englakonungs, sem nú er kominn í sömu stöð- una og hann Jón á Brekku: hann er nú aðeins maðurinn hertnar frú Simpson. En lengstar og viðkvæmastar verða samt minningarnar um hann allra Englandskonunga, þótt hann ríkti þeirra skemst. Þar var — og er og verður — Stephan G. Stephansson; þótt hann sé horfinn úr tölu þeirra, sem líkamlega lifia, þá stendur hann þar um aldur og æfi á eins föstum grundvelli og Klettafjöll- in sjálf. Mig langaði sannarlega að geta satt augun stundarkorn með því að sjá heim til Stephans. En þess var mér varnað. Eg “lét því aftur augun til þess að sjá betur’’ eins og Einar Bene- diktsson segir, þegar eg var næst heimili Stephans, þótt það væri ^alllangt í burt, og fyrir innri sjónum sá eg standa hinn and- lega konung Klettaf jallanna. Frá þeim háu tindum og djúpu döl- um hefir heilagúr andi hins ó- dauðlega imáls svifið yfir þeim stað er samtímis var hústaðir' hins fátæka bónda, sem “alt sitt á undir sól og regni” og hins volduga stjórnanda, sem leiddi og leiðbeindi, auðgaði og endur- fæddi sál þjóðar sinnar. Og eg ryfjaði upp í huganum nokkra daga, sem við áttum þvi láni að fagna að hafa Stephan G. á heimili okkar. Hann var þá á ferð um Vatniabygðimar svo- nefndu og við áttum heima að Leslie. Og mér hefir altaf fund- ist það skrítið að sá stóri andi skyldi rúrnast í þeim: litla kofa. Sumir halda þvi fram að Stephan G. hafi verið einrænn og kaldur í lund. Vikutímann, sem hann dvaldi hjá okkur sann- færðist eg um hversu röng sú skoðun er og f jarstæð. Hann sat LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JÚNÍ 1939 tímum saman með litla stúlku, sem við áttum, hjúfraði hana upp að sér, raulaði við hana vís- ur, lék við hana og hagræddi henni eins og hann væri vön og viðkvæm barnfóstra. Nei, Stephan G. var ekki kald- ur í lund.— í Alberta er annar miaður, sem mig langaði til að heimsækja; maður sem eg hefi þekt síðan við vorunj unglingar heima á íslandi. Það er prestaöldungur- inn blindi, séra Pétur Hjálmsson. Eg vann með honum við skurða- gröft á Svarfhóli í kringum i8go; hann var þá búfræðingur. Eg hefi aldrei þekt nokkurn mann eins vinnuharðan við sjálf- an sig og séra Pétur. Búfræð- ingar á íslandi í þá daga voru yfir höfuð álitnir latir og sér- hlifnir; hvort það var rétt álitið, veit eg ekki; en hitt er víst að séra Pétur vann svo ákaft og hvildarlaust að engu verður til jafnað. Eg var — og hefi altaf verjð — kraftalítill, en ekki ó- nýtur að vinna. Eg reyndi að hanga í honum' eftir megni og kasta hnausunum frá pálnum svo fljótt að ekki stæði á, en eg hefi aldrei verið eins þreyttur á æfi minni. Eg lét hann þó ekk- ert vita af þvi; fyrirvarð mig fyrir að láta bera á því. Séra Pétur er einn binna allra hrein- lyndustu og einlægustu manna, sem eg hefi þekt—Já, mér hefði þótt gaman að geta heimsótt blinda öldunginn; geta skammað hann fyrir vinnuhörkuna forðum og þakkað honum fyrir margt ög margt.— Nú er komið svo langt áleiðis að Klettafjöllin blasa við í allri sinni hátign. Tilsýndar í fjar- lægð líta þau út eins og geysi- miklir skýjablóstrar í íslenzkum útsynningi og eru svo hrikaleg að manni stendur stuggur af. En þeir, sem lesið hiafa kvæðið “Klettafjöll” eftir Stephan G. og sérstaklega þeir sem sjálfir hafa ferðast um þessi fjöll í heiðskíru veðri, geyma í huga sér mynd ógleymanlegrar náttúrufegurðar; þeir taka undir með Birni Pét- urssyni og segja: “Þar hefir drottinn sjálfum sér sumarbústað valið.” (Framh.) Campbell River, B.C. (7. júní, 1939) Herra ritstjóri Lögbergs :— Það má segja að hér sé alt fremur “quiet on the northern front.” Tiðarfarið hefir verið hagstætt fyrir allan jarðargróð- ur, svo bæði ávextir og garða- afurðir dafna og þroskast og gefa von um góða uppskeru. Heilsufar á rneðal landa hér er gott, engin veikur það eg til veit. Þann I. júní byrjaði hér fiski- vertiðin “The Commercial Fish- ing” og fiskiniðursuðuhúsið opn- að, og tekið til starfa. Er það á Valdez eyjunni sem er um þrjár mílur undan liandi, hér úti á firðinum, og mest allir, sem þar vinna eru Indíánar. Síðan hafa streymt hér inn fiskimenn með báta sína úr öllum áttum, i hundraða tali, því það er álitið að hér sé eitt af betri fiskimið- um, hér við eyjuna, fyrir lax- veiði. Hefir niðursuðuhúsið báta hér í förum á rneðal fiski- manna til að kaupa fiskinn af þeim eins og hann kerniur úr sjónum, og borga 8 cents fyrir pundið. Hér hafa verið nokkrir landar á ferðinni nú í seinnitíð. Ólí Jónasson frá Árnes í Manitoba var hér unl miðjan* maí; var hann að sjá sig um hér; hefir hann verið heilsutæpur um nokk- Urt skeið, svo aðal-erindi hans hingað vestur á Ströndina er að vita hvort loftlagið hér á betur við hann, en í Manitoba. Hann er farinn til baka til Vancouver og bjóst við að verða þar fyrst um sinn. Gunnlaugur Jacobsson frá Geysir P.O. i Manitoba kom hingað þann 21. maí. Var hann einnig að skoða sig um hér, áður en hann lagði af stað til Smith’s eyjunnar sem er nálægt Prince Rupert. Eru þar búsettir nokkrir fslendingar sem: stunda fiskiveiðar, og bjóst Mr. Jacobsson við að verða þar í sumar. Ekkert er það ólíklegt að hlann komi aftur á þessar slóðir, þvi honum leizt hér vel á sig. Mr. og Mrs. Andrés Gíslason og Sverrir Gíslason frá Hayland P.O. í Manitoba voru á ferð hér um mánaðamótin. Þetta fólk er búið að vera hér á eyjunni síðan síðastliðið haust, og hefir verið í Port Alberny á vesturströnd eyjarinnar, hafa þeir haft þar vinnu við smíðar. Þessu fólki leizt vel á sig hér og hafði orð á því að koma hingað aftur í sumar, og máske setjast þá að hér á ströndinni. Núna eru hqr staddir Sigurjón Borgfjörð frá Lonly Lake, Man. Carl Sigurðson frá Narrows, Mian. og Árni Sigurdson frá Bay End. Man. Eru þeir fiskimenn og eru að líta hér eftir tækifær- um til _ að stunda fiskiveiðar. Þessir náungar eru ungir, frísk- ir og framgjarnir mienn, og hafa verið á fljúgandi ferðinni síðan þeir komu, að búa sig til að taka til starfa. Eru þeir búnir að kaupa sér bát og nauðsynleg veiðarfæri. Líka keyptu þeir sér tjald til að búa i og ætla að hialda til að Valdez-eyjunni í sumar, því þar verða þeir betur settir, nær fiskimiðunum. Með þeim kom ung stúlka, Miss Þóra Sigurðsson, er hún systir þeirra Sigurðssons bræðra; fékk hún strax vist í þorpinu Campbell River. Mrs. Margret Stephenson frá Vancouverj er hér í heimsókn til Mr. og Mrs. K. Eiriksson. Þá eru konungshjónin og alt fylgilið þeirra komið og farið. Við hér aðeins heyrðum óminn frá ;allri þeirri dýrð, í blöðunum Víst eru allir samimála um það, að þeim tignu gestum væri sýnd öll sú virðing og viðhöfn, senj tign þeirra væri samboðin. Líka eru augljós þau betrandi áhrif sem þessi heimsókn þeirra hefir á alt samband og samvinnu milli Bretaveldis og Canada. Allir canadiskir þegnar hafa verið samróma með að bjóða þau vel- komin og þakka þeim; fvrir kom- uná. Mjög eru samt skiftar skoðanir fólks um það, hvort fyrirkomulagið sem haft var til að tak:a á móti þessum tignu gestum, hafi verið skynsamlegt þegar allar aðstæður eru teknar til greina. Canada þjóðin er fá- menn, og vafin skuldum eins og skrattinn skömmunum og þar sem tíunda hver mannssál dreg- ZIGZAG S Orvals pappír í úrvaís bók 5' 2 Tegundir SVÖRT KAPA Hinn upprunalegi þ u n n i vindlinga pappír, sem flestir, er reykja "Roll Your Own” nota. BitSjiB um “ZIG-ZAG” Black Cover BLA KÁPA “Egyptien" úrvals, h v í t u r vindlinga pappír — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir væri vaföir I verksmitSju. BiSjið um “ZIG-ZAG” Blue Cover ur fram lífið á lélegum stjórnar- styrk. Konungshjónunum er þetta ískyggilega ástand sjálf- sagt kunnugt, og hafa því ekki átt von um neinar svona íburðar- frekar móttökur, sem gengur langt fram úr þvi sem nokkurn tima áður hefir átt sér stað i Canada. Þó reynt væri á allán hátt, að láta ekki konungshjónin sjá Ístandið í Canada eins og það raunverulega er, þá bendir ír.argt til þess að konung hafi grunað fleira en hann fékk séð. Þessari staðhæfingu til stuðnings ætla eg að minna á að það var ákvarðað að konungshjónin kæmu ekki við á ýmsum stöðum þar sem séð er fyrir sjúkum og fötluðum hermönnum. Til dæm- is var það ákvarðað að þau kæmi ekki á Shaughnessy spítalann i Vancouver, þar sem fjöldi af veikum, hermönnum halda til. Konungurinn fékk því ráðið sjálfur, að konungshjónin heim- sóttu hælið, og töluðu þau bæði við eins marga af sjúklingunum eins og ttminn leyfði. Líka er þess getið að konungur hafi orð- ið fyrir vonbrigðum, er hann mætti og ávarpaði “The War Veterans” í \rancouvcr. Er skýrt frá því, að hann hafi verið vikn- andi er hann var að tala fyrir þeim. Þarna voru mennirnir, sem höfðu lagt lífið í sölurnar fyrir landið og konunginn sinn. Þama voru þeir, þegar aðrir voru þar prúðbúnir, voru flestir af þeim í einu ræflunum sem þeir klæddust daglega, því ekki var annað til, horaðir og ræfils- legir. Þetta var eitt af þvi sem konungshjónin áttu ekki að sjá. Eg tek hér upp eina málsgrein úr grein, sem birtist í “The Van- couver Sun” 2. júní, þar sem er verið að skýra frá þessum at- burði: . . . ’“The contrast was so noticeable and His Majesty’s touching recognition must have gladdened their hearts, and should have shamed us.” Eg er á þeirri skoðun að það hefði verið miklu skynsamlegra lað einhverri upphæð af þeirn auð, sem var verið að sóa hér, (Framh. á bls. 8) í Today, there is no need for you and your family to be out of touch with the social and business activities around you. For a few cents a day you can have your own home telephone—by this modern low-cost method you can quickly arrange get-togethers with your neighbors—keep in touch with distant relatives-—secure the highest price for your produce. Do not be isolated through the lack of a telephone. Order Your Home Telephone Today NE SY5TEM

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.