Lögberg - 15.06.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.06.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBEK/G, FIMTUDAGINN 15. JtíNí 1939 ---------------- Húgtjerg -------------------------- GefiíS út hvern fimtudag af THE COIiUMBIA PRESS, EIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBEEG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrlrfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 FRÁ ÍSLANDSSÝNINGUNNI Island telur aðein® 120,000 íbúa, og kemst í þeim skilningi tæplega til jafns við eina meðal kjördeild New York borgar; þó befir Island á sýningunni veglegan og athyglisverðan sýningarskála meðal annara þjóða heims, og hefir varið tii undirbúnings og þátttöku hiutfallslega meira fé en nokkur önnur þjóð. Þetta út af fyrir sig, gefur hugmynd um það hve víðfeðm sýningin er, auk þess sem það er talandi vottur um lífsmagn íslenzku þjóðarinnar. Það sem skálinn geyrnir innan veggja vitnar ennfremur um aðra staðreynd, sem sá þá, hve iandið mótast af svipbrigðum töfrandi andstæðna. Á einum veggjanna blasir við á lokkandi bakgrunni mynd Leifs Eiríkssonar, þar sem hann fyrst hvarflar augum að ströndum Vínlands fyrir meir en þúsund árum, og kortið eða málverkið bendir til þess, að Island sé eigi aðeins í dag, heldur verði og á morgun, virkur þátttak- andi í framtíðar heims<sýning'um sem tengiliður hins gamla og nýja tíma. Á kortinu getur einnig að líta í ijúfri ljósmóðu smáan knör, er gengur fyrir seglum, sem mjakast þýðlega frá ströndum Islands í áttina til Græn- lands; knerri þessum stýrir Eiríkur hinn rauði, er fann Grænland árið 982 og stofnaði þar íslenzka nýbygð; næst bregður enn á ný fyrir í mildum fölva víkingasnekkju, er stefnir í vesturveg; þetta er dreki Leifs Eiríkssonar á leið til Vínlands; og nú skiftir um efni, línur og liti; framhjá líður mynd af loftfari, er svífur hraðlega yfir strendur Ámeríku, og stefnir til Evrópu um Island; þetta er flugleið Lindberg-hs; þessi blikmynd ber vitni þeirri sterku von, sem ísland elur í brjósti um mikilvægt framtíðarverksvið viðvíkjandi flugsamgöngum. Og nú kemur fram á sjónarsviðið ein andstæðan enn í svip og sögu Islands; frá víkingasnekkjum og loftdrek- um dregst athyglin að sauðfjárrækt íslenzku þjóðarinn- ar, “þar sem að una hátt í hlíðum hjarðir á beit með lagði síðum”; í skrautlegri baksýn mætir auganu þús- undahjörð bústinna kinda, er liðast niður á jafnsléttu úr gróðursæluin dölum snækrýndra háfjalla; íslenzkt haglendi er svo auðugt að bætiefnum, að íslenzka sauða- kjötið er víðfrægt fyrir hollustu og bragðgæði. Og enn bregður fyrir nýjum myndum; nýjum og nýjum náttúru- undrum; nú er engu líkara en opnast hafi iður jarðar því hvarvetna þeyta hverir og laugar upp hvítbláum gufustrókum; nú eru Islendingar í óða önn að beizla hverahitann og nota hann til upphitunar heimilum sín- um; sparast við það að sjálfsögðu ógrynnin öll af kolum. Á einni myndinni blasa við umfangsmikil samvinnu- rjómabú og griparæktarbýli; svo og blikmynd af fisk- framleiðslunni, er meðal annars bendin ótvírætt til þess, að nú sé ísland orðið eitt allra mikilvægasta síldar- framleiðsluland í heimi; þá er og gerð næsta glögg grein fyrir þeim megin breytingum, sem átt hafa sér stað síð- ustu áratugina á sviði samgöngumálanna innanlands; hesturinn, þarfasti þjónninn, sá, er öldum saman flutti landsmenn yfir fjöll og firnindi, og flutti lífsnauðsynjar þeirra allar frá heimilum þeirra og að þeim, hefir nú að miklu leyti skilað af sér þeirri þungu og örlagaríku ábyrgð og falið hana til umsjár nútímatækninni og bíln- um. Næst verður fyrir auga hrífandi litmynd, mörkuð djúpum dráttum úr heimilis- og menningarlífi þjóðar- innar; myndin er af baðstofu; aldraður maður- heldur á bók og les upphátt fyrir heimilisfólk; jafnvel meðan á léstrinum stendur eru allir að iðju; ýmist við tréskurð, vefnað, kembingu, spuna eða prjóna; þá er lýst sjúkra- samlagi hinnar íslenzku þjóðar, o'g’ þess getið, að fyrir undurlágt mánaðartillag sé hverju einasta mannsbarni trygð læknishjálp; íþróttir færa árlega út kvíarnar, og hefir skipulagsbundinni kenslu í skíðaferðum og sundi verið komið á fót um land alt. Þó hér hafi þegar verið að ýmsu vikið, er þó það landstórfenglegasta eftir enn; það er myndin af stofnun Alþingis 930; fyrsta lýðræðisþingi þeirrar tegundar í víðri veröld; margt er og þarna merkra bóka, svo sem Flateyjarbók, auk margs kon'ar þjóðlegra skartgripa er sett hafa svip sinn á menningarlíf þjóðarinnar að fornu og nýju. Nú er það að verða viðurkent um allan hinn mentaða heim, að það sé verndun forníslenzkunnar að þakka, að mannkynið veit í dag nokkur deili á hinum fornu guðum Óðni og Þór, ásamt bústað Einherja, Val- höll; án verndunar íslenzkunnar, eða forn-norrænunnar, ætti mannkynið hvorki Hamlet né Niflungaljóðin.— —New York Post, 2. júní. Útdráttur.—Ritstj. Kirkjuþingið 1939 Margt hefir gerst í hart nær sextíu ára sögu hins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi. A þessu ári skeSi þaS sem aldrei hefir áSur viS boriS: menn sigldu á kirkjuþing. Vafasamt er hvort nokkurt ann- aS kirkjufélag í landinu hefir haft tækifæri til aS njóta slikrar skemtiferSar sem þeirrar er hér uiu ræSir. GufuskipiS “Keenora” leysti landfestar sínar viS RauSarár- bakkann í Winnipeg kl. 12 á há- degi á mánudaginn 5. júní. HafSi þá allmikill hópur trygt sér far meS skipinu. Fleiri bætt- ust þó við í hópinn í Selkirk, þar sem skipiS stanzaSi á norS- urleiS kl. 5. Myn um hundrað farþegar hafa veriS uimi borS. Nokkurir voru á skemtiferS norSur um vatn, en allflestir voru erindrekar á kirkjuþing, eSa gestir bygSarinnar þar sem þing var haldiS. FerSinni er heitiö til Mikleyj- ar. Þar á þing aS hefjast næsta morgun. Menn tala á leiSinni um þetta fyrirheitna land, sem margir hafa aldrei augum litiS, og hafa lítil kynni af. Þeir sem kunntigir eru fræða hina um legú, sögu, og íbúa þessa ein- kennilega íslenzka mannfélags. Eyjan liggur fram undan mynni íslendingafljótsins. Hún er twn. átján mílur á lengd og 5 mílur á breidd þar sem hún er breiS- ust. íslenzkir landnemar munu hafa sezt þarna að snemma á árum; telja menn áriS 1876 upp- haf bygðarsögu eyjarinnar. Niðj- ar landnemanna hafa fest yndi á eynni og una hag sínum vel. Eru íbúar bygðarinnar nú taldir um 300, flest alt íslenzkt fólk, enda er eyjan talin “íslenzkasta bygð” íslendinga hér í álfu. ASalat- vinnuvegur er aS sjálfsögSu fiskiveiSarnar; einnig er þar nokkur landbúnaður. Sögunar- mylla er einnig starfrækt á eynni. Hversvegna er eyjan kölluS Mikley? spyr einhver. Mönn- imii verður tregt um sv.ar, en þess er getið til aS landnemunum is- lenzku muni hafa fundist svo mikið til um stærS eyjarinnar og tækifæri þau, sem hún bauS til atvinnu, bæði á sjó og landi, aS þeir hafi látiS sig dreyma stóra drauma um framtiS sína og far- sæld niSja sinna á þessum stað, aS þeim hafi þótt sjálfsagt aS túlka alt þetta í nafni eyjarinn- ar og nefna h;ana “Miklu-ey”, sem svo hafi veriS stytt í hiS núverandi nafn hennar, Menn láta sér þessa skýringu nægja, en eftirvæntingin eykst eftir því sem nær dregur þessari ey-lendu íslenzkra afreksmanna. Kl. er tvö eftir miðnætti. GufuskipiS þrammar áfram jafnt og þétt. Þa,S er fullfermt af byggingarefni fyrir kaþólskan skóla norður i óbygðum og lút- erskum kirkjulýS. Vélin rymur og stynur undir þessum sundur- leita farmi, en áfram — áfram móti gustinum! TungliS kastar draugalegum bjarma á vatniÖ. HvíthærSar öldur stinga upp höfSum svo langt sem augaS eygir. Þær rísa aSeins til þess aS hníga, fá engu um þokað, og skilja engin vegsummerki eftir um tilveru sína. Þær eiga eitt- hvaS skylt viS mannlífiS! Von- Þér getið ávalt fengið peninga yðar til baka! Þegar þér geymið peninga yðar á banka eru þeir ávalt á tryggum stað — og þér getið ávalt tekið þá út, er þér æskið. Byrjið sparisjóðs innlegg nú þegar við næsta útibú og haldið þvj uppi með fastri reglu. THE ROYAL BANK OFCANADA Eignir yfir $800,000,000 ^^____ andi aS þetta kirkjuþing sæti ekki svipuSum örlögum! En nú er ekki tími til heilabrota. ÞaS er hrópaS á háþilfari: “Nú sjá- um viS ljósin á Mikley.” Ekki nema þaS þó! Ljós um hánótt. En víst er þaS svo. Jafnvel Tómas verður aS trúa. ÞaÖ virðist vera ljós í hverju húsi meðfram allri ströndinni. Bílar þjóta fram og aftur og rétta ljósfingur sína út í myrkrið á móti skipinu og syfjuðum sjó- velktum gestum. Þetta er fyrsta kveðja Mikleyinga. Hún er for- boði þess er siSar varS. Hlý- indi á allan hátt er þeir fengu viS ráSið, falslaust vinarþel og frábær rausn einkendi alla fram- komu bygSarfólks í sambandi við þetta kirkjuþing. Ekki leiS á löngu eftir að í land var komið, aS mönnum væri skipaS niður hverjum á sinn staS til dvalar á meSan á þingi stóð. Öll heimili bygðarinnar stóðu opin fyrir gestum. Mun hvíldin þaS sem eftir var nætur hafa veriö öllum kærkomin — en mörgum bygSarmönnum mun vart hafa komiS dúr á auga þessa nótt. Umhyggja þeirra fyrir gestunum virtist hafa for- réttindi umfram hugsunina um þægindi þeirra og hvíld fyrir sjálfa sig. Hér er íslenzk gest- risni enn í fullum blóma. Þingdagurinn fyrsti er runn- inn upp. Eftir ærlegan morgun- verS ganga menn til kirkju þar sem þing skal hefja kl. 11 f. h. Kirkja bygSarinnar, einkar snot- urt hús stendur í jaðri þorps- ins sem myndast hefir á austur- strönd eyjarinnar. Þessi kirkja var reist fyrir nokkrum. áruni', en þó ekki fullgjörS fyr en i fyrra sumar, og þá vígS. Hún er fullskipuð fólki. GuSsþjón- usta er hafin. Prestur safnaS- arins, séra By A. Bjarason, ér fyrir altari ásamt fyrirrennara sínunt í embætti hér, séra Sig- urði Ólafssyni, og trúboðanum séra Octaviusi Thorlákssyni. TrúboÖinn flytur vandaða og skörulega ræðu, er hann nefnir “Sigrið heiminn.” “Hversvegna gengur o»s svo illa aS sigra heiminn ?” spyr ræSumaSur. “Vegna þess að oss hefir tekíst miSur í því aS sigra sjálfa oss?” Fjöldi fólks nýtur heilagrar kvöldmáltiSar. Ágætur söng- flokkur, skipaSur bygSarfólki syngur hátíSarsöngva. Athöfn- in öll tilkomumikil og hátíSleg. AS lökinni imiessugjörS lýsir forseti hiS 55. ársþing hins. Ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi formlega sett. Sókn- arprestur býSur þingheim vel- kominn. Vel mælt og vingjarn- lega! En viS vissum þaS strax í gærkvöldi aÖ viS vorum vel- komin í þessa sveit! Laust eftir hádegi er gengið til samkomuhúss bygðarinnar. Þar er langborðum slegiS upp, og þau hlaSin rikulegum og lostæt- um kostum,. ÞaS er nóg pláss fyrir alla, en þó ekkert afgangs. Meyjar og sveinar svifa um sal- inn, kurteis og háttprúð, og ganga mönnum um beina. Alt er svo vel skipulagt aS ætla má aS fólk hér sé þaulvant aS bera á borS fyrir hundraS manns. En þó er þetta i fyrsta sinn aS slík samkoma er haldin á eynni. Kl. 2 er aftur gengiS til kirkju. Forseti flytur ársskýrslu sina, Ljúffengt skozkt Visky BlandaS og látiS í flöskur i Canada undir beinu eftirliti eigendanna ADAIR & COMPANY GLASGOW hjá Gooderlham & Wlorts, Limited • 25 oz. Flaskan $2.40 40 oz. Flaskan $3.75 Að viðbœttum söluskatti ef nokkur er This advertisement is not inserted 6 the Government Llquor Control Co misslon. The Commission is not respo*1 sible for statements made as to qua* of products advertised.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.