Lögberg - 22.06.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.06.1939, Blaðsíða 3
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 22. JÚNÍ, 1939 3 Opið bréf TIL KARLAKÓRS ISL. I WINNIPEG í “Logbergi” frá 13. apríl s.l. sé eg auglýsta söngskrá Karla- kórs íslendinga í Winnipeg, fyr- ir samsöng kórsins 26. apríl i Concert Hall i Winnipeg Audi- torium. Söngskrá þessi ol'li mér bæSi undrunar og hrygÖar, er eg las hana og hefi eg þó reyndar fyr tekiÖ eftir því fyrirbrigÖi í söngskrá kórsins er veldur því aÖ eg tek mér þaÖ bessaleyfi aÖ benda á þaÖ opinberlega, þar sem eg tel þetta fyrirbrigÖi muni verÖa kórnum til tjóns og van- viröu, haldi hann áfram á þeirri braut, sem þaÖ virðist benda til. Þetta á þó frekar viÖ nú en áÖur þar sem mér virðist, sem kórinn muni hafa ætlaÖ aÖ marka tíma- mót í tilveru sinni með þessum samsöng i Winnipeg Auditorium, bæÖi meÖ því aÖ Yninnast tíu ára stqfnunar sinnar og starfsemi og eins með því, aÖ fara nú í fyrsta sinn úf fyrir svið hinna íslenzku bygða og túlka verk íslenzkra tónskálda og sína eigin söng- hæfni meðal sam!borgara sinna canadiskra. Það veldur mér þvi meiri sárs- auka að þurfa að benda kórnum á þann ágajlla er framanskráð söngskrá bendir til þar sem eg var starfandi í kórnum á fyrstu árum hans, hefi altaf þótt vænt urn hann og á í hópi söngmanna hans marga af mínum beztu vin- um. Síðan eg hvarf til Islands hefi eg altaf fylgst af áhuga með öllu því, er kórinn hefir tekið sér fyrir hendur og undrandi hefi eg veitt því athygli að þetta fyr- irbrigði, er hér um ræðir, hefir orðið tneira og meira áberandi ár frá ári, unz það nú, á þess- um tímamótum kórsins setur aðal svipinn á starfsemi hans, í kunn- ugra manna augum, og það hon- um hvorki til hróss né heiðurs. En þetta fyrirbrigði er hér um ræðir er; alger útrýmihg tón- verka eftir stofnanda kórsins og heiðursfélaga, tónskáldið Björg- vin Guðmundsson. Eg vil spyrja kórinn; hvað veldur þessu? Með hvaða móti getur hann réttlætt það að á samsöng, er hann heldur tii minningar um tiu ára starfsemi sína, og þar sem það merkiiega spor er stigið að túl'ka kórsöng í fyrsta sinn á meðal samborgara sinna af öðrum þjóðflokkum i fínasta samkomúhúsi borgarinn- ar; og þar sem það er náttúrlega sjálfsagt og rétt að túlka lög ís- lenzkra tónská'lda, skuli mesta tónskáld landsins vera algjörlega útilokað. Mér finst þetta vera svo mik- ilsvert atriði að vert sé að benda kórnum á það, ekki síður þegar þess er gætt að hið umrædda tón- skáld er einmitt stofnandi Karla- kórs íslendinga í Winnipeg og fyrsti söngstjóri hans og sá, sem kom starfi hans á fastan grund- völl. Þar að auk er þetta tón- skáld líklega eina tónskáldið, sem er heiðursfélagi kórsins og kór- >nn mun eiga í fórum sínum f jöldaniörg af hinum indælu lög- um hans; liklega fleiri en eftir nokkuð annað tónskáld, svo ekki til að dreifa erfiðleikum með að ná í lög eftir hann. Einnig niá benda á það að Björgvin Guðmundsson er að miklu leyti vestur-íslenzkt tónskáld, þar náði hann þroska og fullkomnun í list sirmi og mega Vestur-fs- lendingar réttilega telja sér hann, að minsta kosti að hálfu við heimaþjóðina, enda mun hann sjálfur ávalt skoða sig sem Vestur-fslending. Það hefði því, bara á þessum grundvelli einum, átt að vera metnaður kórsins og skylda að hafa lög eftir hann á söngskrá sinni. Og eg er sann- færður um að fjölda margir af vinum og velunnurum Björgvins Guðmundssonar, vestan hafs, myndu verða kórnum þakklátir, ef hann gæfi þeim kost á að heyra mörg af hinum gulfallegu og tilkimumiklu karlakórslögum hans, sem nú eru orðin svo vin- sæl hér á landi og sem að kórinn annaðhvort á frá fyrstu tíð eða þá að Björgvin Guðmundsson hefir sent honum á síðari árum eða kórinn hefði getað fengið hjá honum með ljúfu geði ef um þau hefði verið beðið. Má þar tilnefna lög eins og: “Syngið strengir,” “Á Finnaf jallsins auðn,” “í rökkurró hún sefur,” “Eg horfi ein á eftir þér” og Kveðja til Vestur-íslendinga,” sem aldrei hafa sézt á söngskrá kórsins; fyrir utan hin afar- vinsælu og fallegu lög: “Sko háa fossinn hvíta,” “Þey, þey og ró, ró,” og “íslands lag,” sem kór- inn söng hér á árunum ásamt fleiri lögum eftir hann en sem hafa nú ekki sézt á söngskrám kórsins um rnargra ára skeið, þó að ýms önnur lög, ekki nándar nærri eins tilkomumikil, sé ennþá sungin af honum. Mér hefði nú fundist, að þeg- ar kórinn ér nú á þeim tveimur merkilegu tímamótum í senn, að minnast tíu ára starfsemi sinnar og syngja í fyrsta sinn “út á við” ef svo mætti að orði komast, þá hefði hann átt að leggja það mikla rækt við upp- runa sinn, og sýna stofnanda sínum og heiðursfélaga það mikla virðingu að hafa að minsta kosti hálfa söngskrána lög eftir hanp eingöngu og hinn helming- inn eftir önnur íslenzk tónskáld i stað þess að koma fram með eins sundurlausa söngskrá eins og þá, sem auglýst er i Lögbergi 13. apríl. En kórinn gerir alveg það gagnstæða. Hann óvirðir minninguna um sinn eiginn upp- runa og starf ;með þvi að hafa ekkert — ekki eitt einasta — lag eftir; manninn, sem hann á upp- haf sitt að þakka: manninn, sem er mesti snillingur íslenzkra tón- skálda, enn sem komið er. Til að bæta svo gráu ofan á svart heldur svo kórinn sam- söng þenna á afmælisdag Björg- vins Guðmundssonar, 26. april, en það er dagur, sem kórar, er hann hefir starfað við, hafa altaf munað. Geri eg þó frekar ráð fyrir að þetta sé af gleymsku og hugsunarleysi gjört hjá rnrnum gömlu kórfélögum en ásettu ráði. enda varla við því að búast að kórinn muni afmælisdag stofn- anda síns fyrst hann hefir gleymt stofnandanum sjálfum. Engn að siður styngur þetta at- riði í augun sem storkun gagn- vart Björgvin Guðmundssyni fy.rst svona er í pottinn búið. Eg spyr aftur mina gömlu og góðu kórfélaga: Hvað veldur þessu? Hvað er það, sem kem- ur ykkur til þess að gera ykk- ur, að því er virðist, far u:m að þurka út öll áhrif af verki og list Björgvins Guðmundssonar úr starfsemi ykkar? Haldið þið að þið eigið meiri og glæsilegri framtíð fyrir höndutn með því að gleyma eða óvirða fortíð ykk- ar. Haldið þið að ykkur takist betur að túlka islenzka tónlist með því að ganga algerlega á snið við mestu tónskáld landsins, Ef svo er, — ef þið álitið að þið séuð þess umkomnir að túlka alþjóð manna í Vesturheimi verk íslenzkra tónskálda, án þess að hafa Björgvin Guðmundsson þar með, og það framarlega, þá er eg sannfærður um — og það veit eg að margir munu taka undir með mér — að þið eruð á rangri braftt og getið aldrei gefið al- menningi vestur þar nema spé- spegilsmynd af tónlist íslendinga með þvi móti. Og þó að eg hljóti að vita kórinn fyrir það augljósa virðingarleysi, er hann sýnir Björgvin Guðmundssyni með því, að syngja ekkert eftir hann á þessum konsert, þá, samt sem áður, á eg enga ósk meiri þeirri að kórinn megi eflast og dafna og vinna sér frama og frægð, en það gerir hann því að- eins að hann haldi minnigu stofn- anda síns í heiðri, taki verk hans upp í söngskrá sína og lofi fólki að heyra hin stórbrotnu lög hans, sjálfu því til ánægju en kórn- um til hróss og heiðurs. Akureyri 18. maí, 1939. Jóms Thnrilarson. Tólfrœður ljóðaþáttur til skáldsins Dr. Sig. Júl. Jó- hannessonar, sem hefir kvartaó undan þögn og friði í heimi V estur-heimskunnar. Svo þér leiðist þögnin. En það vita rögnin, að betra mun autt rúm ef seyrug er sögnin. Ef ekki skal þegja, hvað á þá að segja? Er annað að hugsa utn en fæðast og deyja? Til hvers er að tala og mærðast og mala, er ei málunum borgið ef hanarnir gala? Vér ræðum um eitthvað, þó ekki sé neitt það, sem andrænum hygginda- rökum sé leitt að. Vorir trúmála rokkar og stjórnmála strokkar eru standandi nefndir i blöðunum okkar. Vér leitum að landi á sól-orpnUml sandi og hvimum til vesturs, þó austrænn sá andi. Vér byggjum nú “brúna,” sem bera skal trúna og ræktum þar blómin, er ræturnar fúna. Vér hugsjónir kæfum og sálirnar svæfum og málin í andlausum orðaglaum þæfum. Vér sól ekki sjáum né sannleikann þráum og sálrænum tónum vér tæplega náum. Vér hugleysið hrífum, við and-rónni ýfum, sem út-dauðar skottur með vindunum svífum. Vér leitum í skýjum að lífsanda nýjum, sem bjargráða tilraun á töpuðum þýjum. $usinc5ð I DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 _ 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba i Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. | Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 i Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. A. V. JOHNSON nentist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingiingu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdóma. ViStalstími 10—12 fyrir hftdegi 3—5 eftir hftdegi Skrifstofusími 80 887 Heimttissími 48 551 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœðingur • 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalftn og eldsáByrgð af öllu tægi. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • pœgilecrur og rólegur bústaður í miðbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Guests Svo hvað viltu meira frá heimskunni heyra, er hún ekki það, sem bezt lætur í eyra. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SOrfræðingur í eyrna, augna, nef og hftlssjúkdómum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstimi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusími 22 251 Heimilissími 401 991 1------------------------ |Dr. S. J. Johannesson 272 HOME STREET STE. 4 THELMA APTS. ft fyrsta gólfi Talsimí 30 877 Viðtalstími 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfræðingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 L.INDAL, BUHR & STEFANSSON fíarristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. LINDAL, K.C. A. BUHR BJÖRN STEFÁNSSON • Telephone 97 62i Offices: 325 MAIN STREET f THORVALDSON & EGGERTSON íslenzkir lögfrœðingar G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. A. G. EGGERTSON, K.C., LL.B. Skrifstofur: 705-706 Confederation Life Bldg. SlMI 97 024 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selu;- líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talslmi 501 562 V. B. Benedictsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.