Lögberg - 22.06.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.06.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAOINN 22, JÚNÍ, 1939 O LÍTILL Jack fór einn um kvoldiÖ og kom sigri hrósandi til ba'ka. “ÞaÖ er búiÖ,” sagÖi hann; handrit þjtt fer í prentsmiÖjuna á morgun. Það kostar okkur 900 franka, semi er smámunir. Eg gef nótur, 300 franka hverja, sem borgist á þriggja mánaða fresti. ViÖ prentum 1000 eintök og seljum 3 franka hvert og verða það 3000 frankar, sem bókin gefur af sér. Þú heyrir það, 3000 frankar! Af þessu borgum við prentaranum og 1 franka til sölubúðanna, sem selja. Þá verða til góða 1100 frankar. Hæ! það er sannar- lega gott til að byrja með.” Eftir nokkrar vikur kom bókin út. Þann dag ráfuðum við upp að bókabúðum Odeon-byggingarinn- ar til þess að fregna hvernig gengi með sölu þessa mikla kvæðis Comedie Pastorale. “Bíddu mín,” sagði Jack, eg ætla að fregna hvað margt hefir selst.” Eg beið og gekk fram og aftur. Jack kom til mín eftir augnablik fölur af geðshræring, “Góði bróðir; enn sem komið er hafa þeir selt aðeins eina, — spáir ekki mjög góðu.” Eg tók þétt í hönd hans þegjandi. Eg var orð- laus. Mér leið svo illa að eg gat ekkert sagt; en eg sagði við sjálfan mig; Það er einhver einn í Paris sem hefir látið svo lítið að fara ofan i pyngju sína og kaupa bókina. Hver skyldi það vera. Það er einhver sem les bókina. Eg vildi gjarnan vita hver hann er.” Um morguninn sat eg við matborðið hjá vitringn- um alvarlega, þegar Jack alt í eipu kom inn lafmóður og hrópaði: “Miklar fréttir, Daniel!” Og hann dró mig út með sér. “í kvöld klukkan sjö fer eg með hertoganum til Nice til að sjá systur hans, sem er að deyja. Ef til vill verðum við þar lengi. Vert þú rólegur. Húsbóndi minn hefir tvöfaldað kaupið. Eg get sent þér 100 franka á mánuði. Eg hleyp nú til að kveðja Pierrotte og segi prentaranum að flytja upplagið i bókasölubúðirnar og ritdómara þeirra. Eg má engan tíma missa. Komdu heim klukkan fimm.” Eg horfði á eftir honum þar sem hann hljóp sem fætur toguðu eftir Saint-Benoit stræti. Eg fór inn i matsöluhúsið en gat hvorki etið né drukkið. Þessi hugsun gagntók mig að Jack yrði hér eftir langt í burtu frá :mér; það var árangurslaust fyrir mig að reyna að hugsa um bókina mína eða Fagureyg. ekkert gat dregið hugann frá því að Jack yrði langt í burtu, að eg yrði aleinn, sjálfs mins húsbóndi og að héðan af hvíldi öll ábyrgð á piér. Hann kom á tilteknum tíma. Þó eg væri sjálfur mjög æstur og niðursleginn, var hann fram á siðasta augnablik rólegur og kátur. Og til siðasta augnabliks sýndi hann mér sömu móðurlegu umönnunina, eins og frá því fyrsta og stöðugan áhuga af lífi og sál. Hann hugsaði aðeins um mig, um að mér liði vel og að líf mitt yrði sem ánægjulegast. Þegar alt var reiðubúið kom vagn eftir okkur og við lögðum af stað til vagnstöðvarinnar. Hertoginn var kominn á undan okkur. Eg sá hann tilsýndar, þennan smáa h'lægilega mann, og höf- uðið minti mann á snjóhvitan broddgölt, þar sem hann flögraði fram og aftur á stöðinni. í hendingskasti kvaddi Jack mig, tók með sinum stóru “lummum” um höfuð mér og kysti mig þrisvar af öllum mætti og stökk svo til þessa einkennilega herra síns. Þegar eg sá þennan ástkæra bróður minn hverfa fann eg einkennilega til. Mér fanst alt í einu eg vera minni en eg hafði áður verið, enn ómerkilegri, enn meira barn, eins og bróðir minn hefði farið með merginn úr beinum minurn, þrek mitt, hugrekki og helminginn af hæð minni. Eg hræddist fólkið í kring- um mig. Eg var aftur orðinn ómerkilegur; Lítill. Það var orðið réttnefni. V. Daníel, sem nú var aleinn, gerði hvert axar- skiftið eftir annað. Þrátt fyrir 100 franka á mánuði eyddi Litill meiru en því, og fór að skulda. Hann lét dragast inn í vondan félagsskap og varð jafnvel flækings-fión, sem þóttist geta skemt fólki með ýms- um kúnstum. Bréf frá Pierrotte til Jacks sýndi hvað Litill hafðist að. Jack skildi við húsbóndann og flýtti sér til Parísar og til Pierrotte og bað um 500 franka til láns að borga skuldir Lítils. Að því búnu fór hann að 'leita að Eteníel. En hvar var hann? Niðri í. skúffu fann Jack bréfsnifsi, þar sem talað var um að mæla sér mót í leikhúsinu Montparnasse. Þetta var nægilegt; hann flýtti sér til leikhússins og dró bróður sinn úr þessu dýki ólifnaðar. Lítill var yfirkominn af harmi 'yfir því að hafa bakað bróður sinum öll þessi vandræði. Hvert átti hann að fara. Loksins fékk hann vinnu sem aðstoðarkennari og það gaf honum dá'lítinn kjark. Til allrar óhamingju veiktist Jack nokkru eftir þetta, og dó að nokkrum vikum liðnum. Við útförina fékk Lítill hitaveii ægi- lega. Pierrotte tók hann heim í hús sitt. Já, Lítill lá veikur. Hann ætlaði að deyja. Á Saumon stig var mikið talað um hálmhvílu, sem end- urnýjuð var á tveggja daga fresti stöðugt. “Þarna er víst einhver ríkisbubbi, sem er að deyja,” sögðu menn. “Það var samt enginn ríkisbubbi. Það var Citill. Hætt var við alla lækna. Tvær taugaveikislegur innan tveggja ára, hlaut að vera langt of strangt fyrir ör- lítinn fugl sem Lítill virtist vera. Dauðaþögn sló yfir hið forna stórhýsi Salouettes! Pierrotte sofnaði ekki dúr; og djúpu, fögru augun flutu í tárum af örvæntingu. >Úr gulu setustofunni var flutt píanóið steindautt, flautan innilokuð. En pað aumkvunarverðasta af öllu var fagra veran, eng- illinn dökk-klæddi, sem sat í horninu inni prjónandi frá morgni til kvölds, þegjandi, tárfellandi án afláts. En á meðan allir syrgðu í húsinu Salouette, nótt öag„ lá Lítill hreyfingarlaus, lengst af á fyrirtaks fjaðrarúmi, án þess að gruna hið minsta hvað um var að vera. Augun voru opin; en hann sá ekkert; áhrif hluta utan að komust ekki svo nærri að hann yrði þeirra var. Hann heyrði ekkert nema einhverja suðu og óreglulegan nið eins og af vatni. Hann talaði ekki; hann hugsaði ekki neitt. Veikin var að komast að takmörkum sínum, ná hæsta stigi. Að menn vildu leggja kaldan vatnsbakstur við höfuðið og leggja ís- mola i munn honum, það var alt sem hann æskti eftir. Þegar molinn var bráðnaður í munninum; þegar kalda vatnið var orðið volgt og ísinn bráðnaður, murraði hann litið eitt. Það var öll hans ræða. Þannig liðu margir dagar . Svo var það einn góðan veðurdag, að Litill fann einkennilega breytingu á sér. Honum fanst sem hann væri á sjávarbotni og sæi í móðu í gegn. Augun sáu, eyrun heyrðu; hann andaði og fann til fótanna. Undrunarverða vélin, sem hugsar raknaði við. Hún hafði sofið í horni í heilakerfinu, þessi aðdáanlegi vefur, fínn eins og hin nálega ósýni- legu álfahár. Vélin hreyfðist, fyrst hægt, svo hrað- ara og seinast æðislega. Hugmyndirnar krosslögðust hver um aðra. Svo greiddist úr þeim eins og silki- þráðum. “Hvar er eg, Guð minn góður? Og þetta stóra rúm! Og þessar tvær konur þarna nærri glugg- anum? Hvað eru þær að gera? Þessi dökk-klædda, sem snýr að mér bakinu, ætli eg þekki hana? Eg hefði haldið að eg þekti hana.” Og til þess að sjá hana betur, reis Lítill á olnbogann og hallaðist út úr rúminu. Ó, nú mundi Lítil'l alt: dauða Jacks, og greítrun, komuna til Pierrotte. Hann sá nú alt i huganum og mundi alt. En, um leið og þetta alt ryfjaðist upp varð Litill órólegur og sorgbitinn, og fyrsta orðið varð að stunu. Þegar stunan heyrðist, hrukku konurnar þrjár, se:n voru að vinna, við, forviða. Sú yngsta, mjög ung, reis á fætur og hrópaði: ‘Tsinn, isinn!” og hljóp að eldstæðinu og greip ísmola, sem hún myndaði sig til að bjóða sjúklingnum. En Lítill vildi ekki þiggja það. Hann bandaði á móti með hendinni ofur hægt, og sagði með titrandi rödd: “Góðan daginn, Camille!” Camille Pierrotte viarð svo forviða að heyra þennan deyjandi mann tala, að hún stóð grafkyr með hendina útrétta, með gagnsæan ísmolann á fingrunum rósrauðum af kuldanum, sem lagði af isnum. . “Góðan daginn, Camille!” sagði Litill aftur. Ó, eg þekki þig vel. Sérðu mig; sérðu mig virkilega?” “Hvort eg sé þig, Daniel! Já, eg sé þig vel.” Þá jókst Litlum hugur og hann spurði fleiri sptirninga. “Eg hefi verið mjög veikur, Camille, er það ekki rétt, — lengi veikur?” “Jú, á morgun eru það þrjár vikur.” “Hamingjan góða, þrjár vikur! — þrjár vikur liðnar síðan vesalings Jack .... Hann gat ekki lokið við setninguria, en faldj höfuðið í koddanum og grét. Á þessu augnabliki kom Pierrotte inn og kom með nýjan lækni; þetta var hinn frægi læknir Broum, fjörugur og duglegur og fljótur í öllum snúningum og tafði sig ekki við að hneppa á sig hansika við höfðalag sjúklinganna. Hann gekk að Litlum, tók á slagæðinni, skoðaði, tungu og augu og sneri sér síðan að Pierrotte segjandi: “Hvað er það sem þú hefir verið að segja mér? Drengnum er batnað!” “Batnað!” sagði Pierrotte og neri saman höndun- um af ánægju. “Svo vel batnað, að þú rnátt henda þessum ís undir eins út um gluggann til hænsnanna. Heyrðu, ungfrú, vertu bara róleg! Innan átta daga verður þessi ungi sigurvegari dauðadóms á fótum; eg á- byrgist það. Frá þessari stundu skulu þið sjá um að hann sé rólegur í rúminu, verði ekki fyrir neinni mikilli geðshræringu. Það er aðalatriðið. Að öðru leyti skuluð þið láta náttúruna sjálfa ráða. Hún læknar fljótar og betur en þú og eg.” Og er hinn frægi Broum hafði sagt þetta, klapp- aði hann léttilega ofan á þennan unga sigurvegara dauðans, brosti til ungfrú Camille og fór út rólega og hægt í fylgd með Pierrotte, sem grét af gleði og endurtók í sífellu: “Ó, Monsier doktor! Maður gæti vel sagt . . . maður gæti vel sagt . . .” Inni í herberginu vildi Camille láta sjúklinginn fara að sofa, en hann afbað það með öllu rnóti. “Ó, farðu ekki frá mér, Camille, eg bið þig þess innilega. Láttu mig ekki vera einan. Hvernig ætti eg að geta sofið, eins sorgbitinn og eg er?” “Jú, Daníel, þú mátt til; læknirinn sagði það. Komdu nú að sofa. Vertu hlýðinn; þú þarfnast hvildar; lokaðu augunum og hugsaðu ekki um neitt. Eins fljótt og eg kem áftur sérðu mig, og þegar þú hefir sofið, skal eg vera lengi hjá þér.” “Eg skal sofa; eg skal sofa,” sagði Lítill og lokaði augunum. Svo byrjaði hann aftur. “Eitt orð enn, Camille: Hver var þessi í dökka kjólnum, sem eg sá fyrir stundu síðan?” “Dökkum kjól!” “Já, þú skilur það kona í dökka kjólnum þarna íyrir handan með þér, við gluggann. Nú er hún þar ekki. En eg sá hana þar áður. Eg er viss um það.” “Ó, nei, Daníel, það hlýtur að vera misskilningur. eg hefi verið þar við vinnu með ekkjunni Tribon hinní stóru, sem þú manst eftir, en hún er aldrei í svörtum kjól, hddur grænum. Nei, það er enginn í húsinu í svörtum kjól. Þig hefir dreymt þetta. Komdu, eg er að fara. Sofðu nú vel.” Þegar hún hafði sagt þetta, fór Camille undir eins, eins og rugluð, kafrjóð, rétt eins og hún hefði verið að skrökva, Lítill hvildi einn, en hann svaf ekki vel. Hann var að hugsa um vininn, sem nú hvíldi að Montmartre og augun fögru, sem forsjónin virtist hafa lýst upp og skapað honum einum til blessunar. I þessu opnuðust dyrnar hægt og hægt, eins og einhver vildi koma inn, og rétt á sama augnabliki heyrðist til Camille, er sagði lágt: “Farðu ekki inn; æsingurinn myndi deyða hann, ef hann vaknar svona strax.” Þá lokuðust dyrnar aftur hægt, eins og þær voru altaf hálf opnar. Til allrar óhamingju sást á svartan kjól í gegnum rifu á hurðinni, og lítill sá kjóllafið, þar sem hann hvíldi á rúminu. Hjartað barðist ótt og títt. Hann reis á olnboga og hrópaði hátt: “Mamtna! mamma! því kemurðu ekki að kyssa mig?” Á sama augnabliki opnuðust dyrnar. Konan í litla dökka kjólnum kom inn hlaupandi. En í stað- inn fyrir að koma beint til Lítils fór hún hingumegin í herberginu og kallaði: “Daníel ? Daníel!” “Hérna, mamma!” sagði Lítill og rétti fram hendurnar brosandi. Hérna! Svo þú sérð mig ekki.” Þá sneri Mrs. Eysette sér hálfvegis við að rúm- inu og fálmaði í áttina með skjálfandi höndum' segj- andi titrandi: “Æ nei, ástin mín, eg sé þig ekki og aldrei mun eg sjá þig héðan í frá. Eg er blind!” Þegar Lítill heyrði þetta, féll hann flatuf aftur, grátandi. Þetta var eðlilegt. Eftir 20 ára baráttu, tvö börn dáin og eiginmaðurinn í fjarlægð og þessi sífeldi grátur og vandræði höfðu gjört hana blinda. Það var skiljnalegt; en fyrir Lítinn var þetta svo ægilegt, svo hryggilegt að forsjónin skyldi haga því svona. Átti hann þá ekki að deyja lika? Ja, nei. Lítill dó ekki. Hann rnátti ekki deyja. Bak við hann var vesalings marnrna blind. Hvar átti hún að finna tár til að gráta þriðja soninn? Og hvað myndi verða af pabba, sem ekki hafði tíma til að koma og kyssa soninn einn koss né leggja blóm á leiði hins. Hver átti að byggja upp arinn áranna, svo þau gætu vert sig þegar þau gerðust gömul, og hendurnar færu að kólna? Nei, nei; Lítill mátti ekki deyja. Hann varð að reyna af öllu megni að lifa og starfa.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.