Lögberg - 22.06.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.06.1939, Blaðsíða 4
4 LOGBEBQ, FIMTUDAGINN 22. JÚNJ, 1939 ---------------Höfitierg----------------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COIAIMBIA PRESS, IjIMITEI) B95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 Sargent Ave., Wirmipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Vort lán býr í oss sjálfum Þó fjarlægðin geri fjöllin blá, þá gerir bún jafn- framt mennina misjafnlega mikla. Ýmsum finst alt bezt sem fjarst er, og þessvegna leita þeir tíðum langt yfir skamt; þeim sézt yfir ómælisfeg-urð beimahagans þar sem vagga þeirra fyrst stóð, og ræturnar standa föstum fótum; leitarþráin er samt sem áður hverjum heillyndum manni í blóð borin; hún leitar að framrás í mörg-um og mismunandi myndum jafnt um farvegu stað- reynda sem hugsjónalífs. Og dæmi munu til þess, að innilegri fögnuður sé leitinni samfara en jafnvel fund- inum sjálfum. Flestir menn eru í gæfuleit; þeir sendast svo að segja landshornanna á milii í þokukendri eftir- væntingu um gull og græna skóga, er finna megi ein- ungis í námunda við fjöllin blá; ósjaldan verður það efst á baugi að slíkir menn hverfi leitarþreyttir til heimahagans með vonbrigðastimpil um brá og enni; þeir höfðu leitað langt yfir skamt; horft úr sér augun' eftir draumrænum ágætum hins fjarlæga, snúið baki við unaði æskustöðvanna og raunspeki liins forna tíma að holt es heima hvat. Sá verður margs vís, er víða fer; hann getur fundið margt, séð margt, og þráfaldlega lært margt, en stúnd- um hefir hann líka týnt sér sjálfum; menn leita að hlut- um, en ekki sér sjálfum; hlutina finna menn stundum, en bjálfa sig ekki; menn leita hvíldar í hvíldinni og at- hafnaleysinu, en ekki í þreytunni og eljunni þar sem hina yfirgripsmestu hvíld er þó helzt að finna. Menn þrá frelsi og sjálfsforrði; þó verða þeir áður en varir auðsveipir skósveinar tízkunnar og vanans. Margir menn, sem ferðast í skrautlegum bílum myndu gjarna hafa kosið að ferðast með öðrum hætti, en koma sér einhvern veginn ekki að því vegna þess að nágrann- inn stýrir ef til vill enn]>á skrautlegri og verðhærri bíl; hefðarfrúrnar klæða sig heldur ekki ávalt í samræmi við það, er þær helzt myndu kjósa; þær sækja fyrirmynd- irnar út fyrir heimilið, þó ekki sé lengra farið en til næstu nýbýliskonunnar; þó hefir það verið svo á öllum öldum, að hver sé sinnar gæfu smiður, og að lán vort búi í oss sjálfum; trúmensku vorri við móðurmoldina, uppnma vorn og ætt. Sé um það að ræða, að skreyta heimilið að innan, veggfóðra eitt herbergið eða svo, þarf vitaskuld að leita á náðir sérfræðings til þess að ráða fram úr vandanum. Og því ættu ekki húsráðendur að hafa öðru l»arfara að sinna en því, að brjóta heilann um litasamræmið í vegg- fóðri svefnherbergisins eða baðklefans? Oft og tíðum er það fólk gæfusamast, sem úr minstu hefir að spila; það á þess sjaldnast kost að ferðast í verðháum bílum; það lætur sér jafnaðarlegast nægja æfintýri á göngmför; það nemur margt af lífinu og sjálfu sér, sem hinum, er meira berst á verður ávalt- sem lokuð bók; það hefir komið auga á þá gullvægu staðreynd að lán þess búi í því sjálfu; það finnur sinn auðnuveg í faðmi átthaga sinna, og leitar ekki langt yfir skamt. Enginn þarf að ætla að þetta óbrotna fólk sé sneytt hug- sjónum eða að fegurðartilfinningu þess hafi verið stungin svefnþorn; það á líka sín lokkandi bláfjÖll og þroskast í andlegri návist við hátinda þeirra; en svika- gylling yfirborðsmenningarinnar fer fram hjá því, og það unir glatt við sitt. f sveitasögunni óviðjafnanlegu leggur Björnstjerne Björnson Arna þannig orð í munn: “Eg ætlaði að gera úr mér afbragðsmann, eg ætlaði langt burt en veg ei fann, eg vildi með stórmennum standa þeim stærstu í verki og anda. Nú sé eg hið dýrasta af drotni léð og dyggasta með sér að bera, er ekki að teljast þeim mestu með en maður í reynd að vera.” Vort lán býr í oss sjálfum. Og þó verksvið vort sé takmarkað og hin dagelgu störf vor einskorðuð við stund og stað, er ekkert það afl til í víðri veröld, er hamlað geti oss frá því að stefna hugleiðis á blámans fjöll; þó verða það handtökin heima fyrir, er að síðustu gera garðinn frægan. Fróðlegt rit og nýátárlegt The Icelandic Physiologus. Facsimile Edition with an introduction by Halldór Hermannsson. 11 h a c a, New York, Cornell Uni- versity Press, 1938. ( Islandica, Vol. xxvii). Fræðimenn víðsvegar um lönd og aðrir þeir, er verulegan áhuga hafa á að fylgjast með rann- sóknum í bókmenta- og menn- ingarsögu Islands, taka fegins hendi hverju nýju bindi ársrits- ins Islandica, sem Cornell há- skólinn stendur að og Halldór prófessor Hermannsson hefir samið eða séð um útgáfu á frá byrjun. Þetta er 27. bindi ritsafnsins, og æði nýstárlegt að efni, því að það hefir inni að halda ljós- prentaða útgáfu af brotutni þeiin, sem við lýði eru, af islenzkri þýðingu miðaldaritsins víðkunna, The Physiologus. Er rit þetta af ýmsum ástæðum hið merki- legasta, fyrst vegna þess, að það var eigi, svo vitað sé, þýtt á önnur Norðurlandamál, og eigi síður vegna hins, að þýðingabrot þessi eru úr fyrstu myndutn prýddu bókum á íslandi, sem varðveizt hafa; en þau eru, að því er Halldór telur, bæði að lík- indum frá 12 öld. Nú mun miargur spyrja: Hverskonar rit er hér um að ræða? The Physiologus (The Bestiary) var safn dýralýsinga með trúarlegu og táknrænu sniði (religious natural history books), og var aðaláherzlan lögð á það, að nota lýsingar og háttu dýra þeirra, er sagt var frá, sem uppi- stöðu í trúarlegar og siðfræði- legar dæmisögur. Nægir eitt dæmi úr íslenzku þýðingunni þessu til skýringar, en útgefandi hefir fært stilinn til nútiðarmáls: “Sirena jarteinir í fegurð raddar sinnar sæti krása þeirra, er menn hafa til sælu í heimi hér, og gá þess eins og sofna svo frá góðurn verkum. En dýrit tekur rnenn og fyrirfer þeim, þá er þeir sofna af fagri röddu. Svá farask margir af sællífi sínu, ef þat eitt vilja gera í heimi hér.” Uku myndir ritsins drjúgum á áhrifagildi þess fyrir þeirrar tíðar menn; en athugulum nú- tíðarlesendum vekja þær sér- staklega athygli á íslenzkri drátt- list umræddrar aldar, enda þótt myndirnar i þessum íslenzku þýðingum séu gerðar eftir er- Íendum fyrirmyndum, Útgáfa þessi er því hréint ek-ki snauð að menningarsögulegu gildi. I glöggum og gagnorðum inn- gangi rekur útgefandinn fyrst i höfuðdráttum sögu íslenzkra bókmenta á 12. öld; lýsir siðan hinum erlendu frumritum þýð- ingabrotanna, og ræðir að lokum ítarlega um efni þeirra, meðferð þess og myndir þær, er prýða þau. Ekki er því að neita, að ýms bindi ritsafnsins eru meira við almennings skap heldur en þetta nýjasta þeirra, enda mun það fyrst og fremst ætlað fræði- mönnum. En þýðingabrot þessi af víðfrægu riti, sem vafalaust hefir haft sín áhrif á ýmsan hátt í íslenzku menningarlífi, voru fyllilega þess virði, að gefa þau Minni Veáturheims (Pluti á Islendingadegi að Mountain, N.D. 16. júní 1939) Bftir Richard Beck Landið sem hló við Leifi heppna forðum likt eins og draumsýn risi þar úr hafi; landið, sem hlaðið lífsins nægtaborðum1, lýðunum snauðu reyndist auðnugjafi; land, er varð þjóðum ljós á vegi frelsis, ljómar oss enn sem mynd ins brotna helsis! Margt er að þakka, mjúkhend fóstra varstu mæddum og þjáðum börnum allra landa; örlátri hönd þeiin gæfublómin barstu, brendir þeim djúpt í hjarta nýjan anda,— andann þann göfga, er engan bróður smáir, einungis sálarkjarnann hreina dáir. Wjashington ennþá vakir oss í minni, vorbjarmi skín um landsins föður prúða; Lincoln, sem viti’ í ljósdýrð bjartri sinni, leiðina varðar, búinn hetju-skrúða. Sögunnar himinn, settur þeirra stjörnum, sigurleið markað trúum landsins börnum. Berast að eyrum yfir breiðu höfin ógnþrungnar raddir blóðgra frændaviga; frelsinu sjálfu gerð er víða gröfin, grátur og kvein frá brjóstum þjóða stíga. Þakklátum huga því skal lands vors minnast, þróttur og frelsi hér í eining tvinnast. Minni Islands AÐ MOUNTAIN 16. JÚNÍ 1939 Nú logar jörðin öll í heiftareldi, sem andi dauðans stjórnartaumum héldi og dagur lifsins kominn væri að kveldi. En byssuvöldin sóa arði og auði sem öllum skyldu miðla frjálsu brauði — þau rýja fólkið eins og svæfða sauði. Og dauðinn ratar jafnt í höll sem hreysi og hikar ei þótt fólkið varnir reisi — Hin eina vörn er algert varnarleysi. Já, eina vörnin; það veit þjóðin okkar og því er vist að enginn hana lokkar í vopnagerð — þar gleymast allir flokkar. Vor ættjörð; — drottins eini friðarblettur, og öllum heimsins löndurn betur settur; í vopna stað þar ríkja lög og réttur. Þó sverðum beittu synir þínir forðum, og sögur þeirra ljómi af frægða mörðum, er öllu breytt — og æðra tafl á borðum. Og þú ert eina þjóðin fyr og síðar, sem'þekking hlaut af glöpum fyrri tiðar, og himnabrú úr brotnum flökurn smiðar. A vorri jörðu aldrei hefir andað nein önnur þjóð, sem til var betur vandað; því kónga og þrælablóði var þar blandað. C)g mundu hvað þú ert og átt að verða og engum leyf þinn mikla hlut að skerða: sem vegaljós á brautum friðarferða. Þig drottinn blessi norður i Atlantsálum; hann orni þínum hundrað þúsund sálum með sigurúrslit öllum þínum málum. Og fjöldi af “Jónum” framtíð þína krýni, á friðarhimi eins og stjörnur skíni, en enginn “Hitler,” enginn “Mussolini.” Sig. Júl. Jóhannesson. út á jafnvandaðan og smekk- legan hátt eins og hér er gert. Það er aldrei neinn klaufa- eða fljótfærnisbragur á ritum þeim, er koma frá hendi Halldórs Hér- mannssonar; hann byggir ávalt á traustum grunni víðtækrar og djúpstæðrar vísindamensku. Meg) hans sem lengst við njóta! Richard Beck.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.