Lögberg - 13.07.1939, Page 1

Lögberg - 13.07.1939, Page 1
PHONE 86 311 Seven IJnes oS> ^ Servlce and Satlsfactlon PHONE 86 311 Seven Ijlnes r'or Better Dry Cleaniiif: and Liaundry 52. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLÍ, 1939 NÚMER 27 Thor Thors Alþingismanni og frú hans Ágústu haldið veglegt kveðjusamsæti á Royal Alexandra hótelinu á Miðvikudagskveldið þann Var þetta einn hinn fjölsóttaáti og virðulegaáti mannfagnaður slíkrar tegundar, er Veátur-lslendingar hafa átofnað til . . . Konungur Islands og ríkistjórn sœma fjöldaVeátur-íslend- inga heiðursmerki fálkaorðunnar. . . Th or Alþingismaður afhendir sœmdarmerkin með aðátoð Grettis L. Jóhannssonar Konsúls Islendinga og Dana í Manitoba. KVEÐJUSAMSÆTI það, er hér um ræðir, var fyrir margra hluta sakir ein- stakt í sinni röð, og markar í vissum skilningi sögurílt tíma- mót í lífi íslendinga vestanhafs; yfir því hvíldi frjálsmannlegur blær hinnar sönnustu gestrisni, þar sem allir voru í rauninni heima hjá sér, og nutu í hinni fylstu einingu þeirra rétta allra, jafnt andlegra og efnislegra, er á borð voru bornir. Og þótt ræð- urnar væri/ helgaðar formlega á- kveðnum minnum, þá urðu þær fyrst og fremst íslandsminni, eða íölskvalaus ástarjátning til ís- lands; þannig skyldi það og á- valt vera þá ættlands vors og þjóðar er minst. Um Thor alþingismann og frú hans má það með óskiftum rétti segja, að þau kæmi, sæi og sigr- uðu; svo prúðmannleg var hátt- semi þeirra í hvívetna, og svo kjarnríkar þær ræður, er al- þingismaðurinn flutti, að fólk vort mun að hvorttveggja lengi búa, og hefir þá vel lánast um tilgang heimsóknarinnar. f formálsorðum að afhending heiðursmerkjanna lét Thor al- þingismaður svo um mælt, að slík viðurkenning hefði í raun inni átt að hafa verið fyrir löngu veitt; en vegna dráttarins, sem á hefði orðið, stafaði að miklu leyti lengd listans, eða sú tala þeirra manna, er virðingarmerkj- anna nú yrðu aðnjótandi; þeir væri fyrir löngu maklegir slíkrar virðingar, hver um sig, þó hitt yrði jafnframt að verða tekið með í reikninginn, að sæmdar- aukinn væri helgaður Vestur-fs- lendingum í heild fyrir mörg og mikilvæg afrek, þeirra í þágu ís- lands og íslenzkra menningar samtaka. Var ummælum ræðu- manns fagnað með dynjandi lófaklappi.— Varaforseti Þjóðræknisfélags- ins, Dr. Richard Beck, setti mót þetta með prýðilegum inhgangs- orðum og stýrði því til enda af góðri háttlægni og skörungsskap. Séra Guðmundur Árnason mælti fyrir minni fslands; I)r. B. J. Brandson fyrir minni Thor alþingismanns, en séra Valdimar J- Eylands mintist frú Ágústu Thors. Fyrir hönd þeirra, er virðing- armerkin af hálfu konungs og ríkisstjórnar hlutu, mælti séra K. K. ólafsson, forseti lúterska kirkjufélagsins. óþarft er að taka það fram, að gnótt væri söngva í lok hinna einstöku minna, því söngvinn er landinn enn þó séð hafi nú sjötiu árin í framandi landi. Mrs. Connie Johannesson skemti með einsöng er tókst hið prýðilegasta, en ungfrú Agnes Sigurðsson lék einleik á slag- hörpu; er hún snillingur mikill í list sinni.— Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi átti frumkvæði að þessum eftirminnilega mann- fagnaði, og hafði með ágætum til alls undirbúnings vandað. Eftirgreindir menn voru sæmd- ir stórriddarakrossi Fálkaorð- únnar með stjörnu: Ásmundur P. Jóhannsson Árni Eggertsson Dr. B. J. Brandson Guðmundur Grímsson, dómari Joseph T. Thorson, K.C., M.P. Gunnar B. Björnson Hjálmar A. Bergman, K.C. William W. Kennedy, K.C. Stórriddarar: Séra K. K. ólafsson Jón J. Bíldfell Sveinn Thorvaldsson Guttormur J. Guttormsson Soffonías Thorkelsson. Riddarar: Dr. Richard Beck Frú Kristín Hinriksson Ragnar H. Ragnar Próf. Skúli Johnson Séra Steingr. N. Thorláksson ófeigur Sigurðsson Próf. Thorbergur Thorvaldson Frú Helga G. Stephanson Arnljótur B. Olson Séra Hans B. Thorgrimsen. W. W. KENNEDY OG FRú efna til mannfagnaðar í heiðurs- skyni við Alþingismann Thor Thors og frú hans Síðastliðinn laugardag buðu þau W. W. Kennedy, fyrrum sambandsþingmaður og frú hans um 250 gestum til mannfagnaðar að heimili þeirra 125 East Gate hér í borg, í heiðursskyni við Thor Thors alþingismann og frú hans, sem lögðu af stað suður til Bandaríkja daginn eftir á leið til fslands; var megin þorri þessa mikla mannfjölda fslendingar. Þau Grettir Leo Jóhannsson konsúll og frú hans, aðstoðuðu við að kynna gesti. Mannfagn- aður þessi var að öllu hinn á- nægjulegasti, og allir eins og heima hjá sér. TAPAR MlNNl Franski tungumálasnilingur- inn, Emile Vé prófessor, sem tal- aði 30 tungumál, varð alt í einu veikur á dögunum. Hann var að byrja að nema fjögur ný tungumál er hann misti algerlega minnið. 5. þ. m. Miss Loa Davidson Miss Davidson hefir við at- kvæðagreiðslu verið kjörin til Fjallkonu á 50 árá hátíð íslend- ingadaga íslendinga í Vestur- heimi, sem haldin verður að Gimli þann 7. ágúst næstkom- andi. Koman þökkuð Til Thor Thors alþingismanns og frú Ágústu Þið komuð, eins og bros á vorsins vörum, með vinahót frá kærri ættarþjóð, með fossahreim og sólaryl í svörum; og sálu vorri kveiktuð nýja glóð. Þeir minninganna mildir, hlýir eldar oss munu verma þegar ævi kveldar. Richard Beck. Þingmaður Saskatoon kjördœmis látinn Síðastliðinn sunnudag lézt á sjúkrahúsi í Saskatoon Dr. Alex- ander MacGillivray Young sam- bandsþingmaður, rúmlega sex- tugur að aldri; var hann fimm sinnum borgarstjóri í Saskatoon, en kjörinn á sambandsþing af hálfu Liberal flokksins 1935. Dr. Young var fæddur að Milisville í Nova Scotia 30. júl( 1878, og stundaði nám við Dalhousie og McGill háskólana; hann fluttist til Vestur-Canada að loknu læknaprófi árið 1906. Dr. Young kom heim veikur af þingi, og lézt af völdum uppskurðar við meinsemd í heilanum. Jafn- skjótt og hljóðbært varð um lát Dr. Youngs, sendi King forsætis- ráðherra ekkju hans samúðar- skeyti. DR. EIÐUR S. KVARAN LÁTINN Dr. phil. Eiður S. Kýaran, lektor í norrænum fræðum við háskólann i Greifswald í Þýzka- landi, andaðist á sjúkrahúsi í Greifswald s.l. mánudag. Hafði hann legið rúmfastur á annað ár, eða frá þvi hann kom til Þýzkalands aftur eftir stutta kynnisför hér heima. Eiður var sonur Sigurðar Kvaran læknis.—Mbl. 15. júní. Endurminningar frá kirkjuþinginu í Mikley • Við vorum búin að bælast inni í svækjunni um hálfan sólar- hring; nóttin var tekin við völd- uin, það var bliðviðri. Mér var gengið norður með ströndinni. Mér duttu í hug orð gamals vin- ar míns og spekings: “Við sjá- um jarðríkið á daginn, en himna- ríki á nóttunni.” Eg tók eftir hinni kyrlátu dýrð næturinnar, sem verður ekki séð að deginum. Það stóð stórt tré við braut- ina, lim þess bar við loft og speglaðist prýðilega við nætur- himininn. Bakkinn reis afarhár frá fjöruborðinu og stóð þver- hnýpt upp, gat eg ekki greint hvað eg stóð framarlega; eg greip upp steinmola og kastaði honum fram af, varð eg þess þá áskyrtja, að eg stóð framar en eg hugði. Lengst til norðausturs sást sterk- ur ljósglampi; áttu þar bústað sýnilega einhverjar mannlegar verur á eyju, ifjarlægð við vana- ega mannavegi. Norður með ströndinni sázt til vita, sem rækti sitt starf ein- manalega og þakkarlítið, með því að bregða upp ljósi með jöfnu millibili; fáir virðast taka eftir þessu nytsamlega starfi, nema þeir, sem njóta þess. Nú greiddi frá skýin að nokkru, og máninn sázt til norð- urs í þunnri þokublæju. Þessi dásamlegi hollvættur næturinnar og vinur ferðamanns- ins, kemur sjaldan til mála, bleikldöpur ímynd lífsleiða og einstæðingsskapar. “Einsamall eg áfram skunda, aldrei megna við að standa, á öllum stöðum er eg gestur, enginn þekkir vegfaranda.” Margt bar fleira fyrir augu, en nú var komið uin miðnætti, og kominn tíminn til að halda heim- leiðis og ganga til hvílu. Eg gjsti hjá Benedikt Kjart- anssyni, átti eg ágætlega gott hjá honum og fólki hans öllu. Rekkjunautur minn var G. J. Oleson frá Glenboro; sátum við á sáttshöfði allar næturnar, sem við vorum saman, en þessa nótt reyndi þó heilmikið á samkomu- lagið. Þegar eg náði heim, bjóst eg ekki við að hann væri kom- inn, vildi því bíða hans; leiadist mér að síðustu og gekk inn í svefnherbergið; þá var Oleson þar og svaf eins og maður, sem( hefir góða samvizku. Mér hefir víst gramist yfir því, að hann skyldi hafa haft meira vit en eg, að ganga til hvílu eins og sæmir góðum manni. Eg hefi víst hugsað mér að draga hann út úr rúminu í gremju minni, en elckert varð af framkvæmd- um.------- En hvað er nú að segja frá kirkjuþinginu? Eg leiði það mál hjá mér að mestu; annars væri að bera í bakkafullan lækinn í viðbót við það, sem þegar hefir verið sagt. En eg get ekki varist að minn- ast á samræður manna um við- tökurnar, eitt sinn, meðan við vorum þar. , Einn lét svo ummælt, að hann hefði aldrei borðað betra brauð á æfi sinni. “Já, en hvað er um blessað skyrið?” sagði þá ann- ar. Ekki er blessaður fiskur- inn síztur” greip einhver fram í. “Þó er það bezta ótalið,” sagði einhver; það er hreini og mann- borlegi svipurinn, sem menn og konur bera hér.”------ Heyrði eg karlana vera að stinga saman nefjum um það; værú þeir ungir og ógiftir, myndu þeir víst ekki fara að leita langt yfir skamt að kvon- fangi, ef þeir ættu heima hér. — Með jiakklæti til fólksins í Míkley fyrir velgerðir og góðar endurminningar. S. S. C. Islandsferðir Vestur-Islendinga Fólk á öllum aldri kemur til að sjá “gamla landið” eða land “afa og ömmu.” Þeir eru furðu margir, Vestur- íslendingarnir, sem leggja leið sína til “gamla landsins” á sumr- in. Stundum er um að ræða fólk, sem mjög er farið að hníga á efri ár, og hefir lengi borið þá þrá í brjósti, að mega ísland augum líta enn einu sinni, áður en hið hinst-a kall kemur. En vitanlega eru það ekki nema sár- fáir af öllum þeim skara, sem vildu koma heim þessara erinda, er sjá óskir sínar rætast. En fagnaðarefni má oss íslendingum vera, að hitta gömlu Vestur-ís- lendingana, sem heim koma, og leitt er, jiegar þeir koma og fara án þess að þess sjáist nokkurs- staðar getið, að þeir hafi verið á ferðinni. En svo vill oft verða. Margt af þessu fólki ferðast um sveitirnar til æskustöðvanna og hefir hér skamma viðdvöl.' Væri æskilegt, að ættingjar og vinir sliks fólks kæmi þeim i kynni við blöðin, svo að þau geti haft tal af þeim. En það eru ekki aðeins menn og konur, sem farin eru að hníga á efri ár, er heim koma. Meðal þeirra, sem koma að vestan eru iðulega börn og jafnvel barna- börn landnemanna, sem koma til þess að sjá land föður og móður eða afa og ömmu. Sumt þessara gesta fluttist vestur á barnsaldri, aðrir fæddust vestra “Röm er sá taug, er rekka dreg- ur föðurtúna til” — í annan og þriðja lið. Viðtal við ungfrú Thompson frá Alberta Af tilviljun frétti eg i gær um systur tvær, sem hingað komu fyrir nokkuru frá Canat^a. Þær voru meðal farþega utan á Goða- fossi í gærkveldi og náði eg tali af annari þeirra um hádegisbilið í gær. Systur þessar eru ungfrú S. Thoinpson, frá Edmonton í Alberta, og frú George Eby, frá Winnipeg, og átti eg tal við hina fyrnefndu. Bað eg hana segja Visi lítilsháttar frá ferðalagi þeirra, en fyrst bar á góma hvað- an foreldrar þeirra væri ættaðir. “Við erum báðar fæddar í Manitoba,” sagði ungfrú Thomp- son, “og fluttust foreldrar okkar^ vestur um haf fyrir liðlega 50 árum. Faðir okkar, Sveinn Tómasson, frá Svignaskarði i Borgarfirði, er enn á lífi, búsett- ur í Selkirk, Man., og hefir hann stundað þar söðla- og aktýgja- smíði. Móðir okkar, Sigurlaug Steinsdóttir, lézt í fyrra. Hun var ættuð úr Fljótum. Eg er bú- sett í Edmonton, Alberta, en svstir mín í Winnipeg.” “Hvenær lögðuð þið af stað í íslands-ferðina?” “Við lögðum af stað í byrjun maímánaðar til New York og lögðum af stað þaðan 10. mai og fórum austur yfir haf á Queen Mary. Frá Brftlandi fór- um við á Gullfossi og komum hingað 23. maí.” “Komuð þið á fslandssýning- una í New York?” “Það gerðum við að sjálfsögðu og var þar mjög ánægjulegt að koma. Leizt okkur vel á sýning- una og erum þess fullvissar, að hún sé íslandi til sóma. Luku og þarlendir menn lofsorði á sýninguna.” “Og eftir að hingað kom — hafið þið ferðast mikið um?” “Við höfum skoðað okkur um víða, komið á ýmsa fagra og sérkennilega staði og eruin mjög hrifnar af landinu og þakklátar fyrir mikinn hlýleik og velvild allra, sem við höfum komist í kynni við, en bæði hér í Reykja- vík og upp um Borgarfjörð höf- um við hitt mörg skyldmenni. Því miður gátum við ekki séð æskustöðvar móður okkar, því að okkur var sagt, að þangað væri erfitt um ferðalög svo snemma sumars.” “Og hverjir eru nú helztu staðir, sem l>ið hafið skoðað?” “Við höfum farið víða um Borgarfjarðarhérað og Suður- landsundirlendi. V ið höfum komið að Laugarvatni, Laugar- ási i Biskupsiungum, Gullfossi, Gcysi og Múlakoti í Fljótshlíð, svo að nokkurir kunnir staðir séu nefndir.” “Hafið þið verið hepnar ineð veður?” “Við fengum oft rigningu — en það höfum við ekki látið á okkur fá?” Ungfrú Thompson talar sæmi- lega íslenzku og spurði eg hana hversu hún fengi oft tækifæri til þess að tala íslenzku. “Einu sinni á ári,” sagði hún, “þegar eg hefi skroppið heim til Selkirk. Islendingar eru tiltölu- lega fáir í Edmonton og þegar uin hjón er að ræða er oft ann- aðhvort hjóna borið og barnfætt í Canada. Enskan er þ\í nær eingöngu töluð, en þegar baðir foreldrar eru íslenzkir og fæddir á fslandi var algengast, að þau töluðu íslenzku við börnin, og þannig lærðum við íslenzku. En sannast sagna er, að það verður víðast æ erfiðara að halda ís- lenzkunni við. “Hafið þið nú í huga að koma aftur?” “Við vildum báðar gjarnan koma aftur — og eg held að systir mín hafi ákveðið að koma aftur, ef til vill að ári, og vera þá lengur.” Er eg kvaddi ungfrú Thomp- son bað hún Vísi að skila kær- um kveðjum þeirra systra til allra, sem þær hafa komist í kynni við, og geri eg það hér með. — Vísir 13. júní. Hönd yfir hafið í vetur sein leið birti Lögberg greinarkorn eftir Júnas alþingis- mann Jónsson, þar sem vikið var að því, að félag Ungra Vöku- manna hefði ákveðið að útvega Lögbergi og Heimskr. nokkra tugi borgandi kaupenda á ís- landi; hér var um gagngerða nýjung að ræða, er vakti al- menna ánægju meðal íslendinga vestan hafs; sýnilegt tákn þess glædda skilnings og þeirrar vax- andi samúðar, sem árlega ryður sér til rúms á íslandi gagnvart afkomendum þess í Canada og Bandaríkjum. Nú hefir Lögbergi borist í hendur frá hr. Agli Bjarnasyni, afgreiðslumanni| tímaritsins “Vaka”, listi með 25 nýjum kaupendum að blaðinu, ásamt þvi sem þess er bréflega getið, að von sé á álitlegri viðbót fyrir næstu áramót. Fyrir þetta er réttum hlutaðeigendum hér með alúðlegast þakkað.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.