Lögberg - 13.07.1939, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLf, 1939
Kaþólskur biskup
á Islandi
Viðtal við Martein Meulenberg
biskup á heimili hans
í Landakoti
“Fullviss um að eg myndi eiga
skamt eftir ólifað tók eg próf
frá háskólanum í Algier, þar
með var eg útskrifaður og mér
fanst að eg mætti ekki deyja án
þess að hafa tekið prófið. En
einhvern veginn fór það þannig
fyrii4 guðlega forsjón, að eg lifði
af veikindin. Mér var ætlað
hlutverk í lífinu — og nú er því
líkast til bráðum lokið. Eg átti
að taka við biskupsstóli Jóns
Arasonar á fslandi, en þegar eg
var við háskólanám mitt suður
í Afríku, hafði eg varla heyrt
það dásamlega land, annað föð-
urland mitt, nefnt. Og þegar eg
dey, þá dey eg sem þegn þess.”
Eg sit í stofu biskupsins í
landakoti, Marteins Meulenbergs,
og hlusta á hann segja þessi
orð. Það er hlýtt í þessari stofu
og litirnir eru þægilegir, biskup-
inn situr við stóran glugga,
skrýddur skrúða sinum, og sólin
skín inn um gluggahn. Þetta er
óvenjulegt umhverfi fyrir mig,
hér eru trúarrit um alt og
kirkjulegar myndir um alla
veggi.
Biskupinn á 40 ára prests-
skaparafmæli á morgun, af þess-
um 40 árum hefir hann verið
33 ár prestur hér á landi. Af
þessu tilefni er eg gestur yfir-
manns hins kaþólska safnaðar.
Eg bið biskupinn að skýra í
aðaldráttum frá prestsskaparæfi
sinni:
“Mér er ekki vel við viðtöl í
blöðum,” segir biskupinn, “en
þér hafið aldrei fyr komið í
heimsókn til mín, og þess vegna
get eg ekki gert yður afturreka.
Eg er þýzkur, frá Rínarlöndum.
Þar lærði eg til prests fyrst. Eg
var drengur að aldri, þegar Bis-
marck rak alla prestana úr landi
og við, fórum til landamæranna
til að sækja prest.
Fimm ár suður í Algier
Að námi mínu heima á Þýzka-
landi loknu fór eg til Hollands
og stundaði þar nám, en svo fór
eg á háskólann í Algier suður í
Afríku. Þar stundaði eg nám í
5 ár. Þar veiktist eg mjög af
innvortis meinsemd og allir
kunnustu læknir suður þar töldu
mig af, en eg komst í kynni við
innfæddan spiáskamtalæknir,
sem læknaði mig á 3 vikum.
Þessi maður var undarlegur
maður. Hann varð að flýja und-
an múgnum út í eyðimörkina.
Hann setti son sinn til menta og
hann útskrifaðist með góðu
læknisprófi frá háskóla í París,
en þegar hann kom heim, fékk
hann fáa sjúklinga, og faðir hans
varð að flýja. Þessi gamli mað-
ur notaði aðeins grös og jurtir
til sinna lækninga.
öll þessi 5 ár, sem eg dvaldi
í Algier, sá eg aldrei andlit ungr-
ar konu, þó ótrúlegt sé. Þær
báru altaf slæður fyrir andlitun-*
um. Arabar eru dásamlegur
þjóðflokkur. Þeir eru gáfaðir og
göfugir og fáir Evrópumenn hafa
réttar huginyndir um þá.
Þegar eg var þarna syðra, var
fátt um kaþólska menn í Afríku,
en þeim hefir farið stöðugt fjölg-
andi á síðustu árum fyrir áhrif
Frakka, ítala og Spánverja. Það
var 18. maí 1899, sem eg tók
prestsvígslu, og það var suður
í Algier.
Frá Algier fór eg til Hollands
og gerðist kennari við menta-
skóla. Stundaði eg það starf i
2 ár, en var síðan skipaður einn
af þremur prestum í Hróars-
keldu í Danmörku. Eg þekti þá
Danmörku lítið og kveið fyrir
því að fara þangað, en mér leið
vel þar allan tímann, sem eg
dvaldi þar. Þar lærði eg dönsku.”
Fyrsti utlendingurinn, sem
varð íslenzkuT ríkisborgari
—Og hvenær voruð þér skip-
aður prestur hér á íslandi?
“Það var árið 1903, áður hafði
kaþólska kirkjan hér heyrt und-
ir danska biskupinn og gérði það
raunar þar til eg var vígður til
biskups. Þó að eg kviði mikið
fyrir því að fara til Danmerkur,
þá verð' eg að segja, að eg kveið
margfalt meira fyrir að fara
hingað. Eg hafði mjög skakkar
hugmyndir um landið og þjóð-
ina. Eg hélt satt að segja að
hér væri eilífur snjór og kuldi,
og að þjóðin væri ekki nema
hálfsiðuð. En eg komst fljótt að
raun um annað.
Mér var kunnugt um þær mót-
tökur, sem fyrsti erlendi prestur-
inn, sem til Islands fór á vegum
kirkjunnar, hafði fengið. Það
var um 1855. Hann átti að fara
til Siglufjarðar vegna franskra,
hollenzkra og fleiri þjóða sjó-
manna, en skipið komst ekki
nema til Akureyrar og þar var
gefin út‘tilkynning um, að eng-
inn íslendingur mætti hafa nein
mök við hann. Þessi maður hét
Baudouin, Baldvin hinn kaþólski,
eins, og hann var kallaður hér.
Honum voru í rauninni allar
bjargir hannaðar, en svo kom
hinn kunni höfðingi, Einar As-
mundsson í Nesi, til skjalanna
og veitti honum beina. Fyrir
þetta var Einar dæmdur, en hann
skaut máli sínu til hæstaréttar í
Kaupmannahöfn, sem eyddi mál-
inu.
Mér var ekki tekið á þennan
hátt. Þetta er dásamleg þjóð, og
eg, sem er fyrsti útlendingurinn,
sem varð ríkisborgari Islands,
tel mér að því mikinn heiður.
Eg dvaldi svo óslitið hér í
Reykjavik, þó að eg ferðaðist
allmikið um landið á hestbaki
og væri allsstaðar vel tekið af
prestum sem alþýðu, þar til
1914. Þá ferðaðist eg til út-
landa, en meðan eg dvaldi úti
skall ófriðurinn yfir og eg komst
ekki heim. Dvaldi eg svo í
Danmörku í 4 ár, en fór svo
aftur heim að stríðinu loknu
og tók, við mínu íyrra starfi.
Árið 1929 var eg svo vígður
biskup til Hóla af van Rossum
kardínála, og voru þá margar
aldir liðnar frá því, að nokkur
kardínáli hafði heimsótt Norður-
lönd. Var íslandi með þessari
heimsókn hins göfuga kardínála,
sem var heimsfrægur maður,
sýndur mikill sómi, enda tóku
þeir vel á inóti honum, svo vel,
að kardínálinn og páfinn
gleymdu því aldrei, og birtust
greinar í blöðum um allan heim
um hinar glæsilegu móttökur.
Man eg hve glaður eg varð, er
eg sá í erlendum blöðum stórar
fyrirsagnir, eins og þessa: “ís-
lendingar kenna heiminum að
haga sér.”
Með biskupsvígslu minni varð
eg fyrsti kaþólski biskupinn hér
á landi eftir Jón Arason, hinn
stórbrotna fslending, en hann lét
lífið eins og kunnugt er árið
1550.”
Stórbrotna-r framkvæmdir
—Framfarir 1 starfi kaþólskra
manna hér á landi hafa verið
stórbrotnar síðan þér tókuð við.
“Það hefir margt verið gert.
Landakotsskóli var stofnsettur
1909, Jófríðarstaðir voru keyptir
1924, Spítalinn i Hafnarfirði var
.1
vígður snemma ársins 1926 og
kirkjan þar nokkru síðar á sama
ári. Kirkjan hér var bygð 1927
og spítalinn í Stykkishólmi og
nýi spítalinn hér 1935. Loks tók
skóli okkar í Hafnarfirði til
starfa í fyrra. Alls er rúm fyrir
um 250 sjúklinga í sjúkrahús-
um okkar.”
—Og svo klaustrið.
“Já, nú er að koma skriður á
það mál. Bygging þess fer að
byrja, þrjár nunnur eru þegar
komnar. Klaustrið verður ekki
bygt alt í einu, aðeins nokkur
hluti þess núna fyrst, síðar verð-
ur bætt við það smátt og smátt
og jafnt mun nunnunum fjölga.”
—Á eg að skila nokkru til fs-
lendinga?
“Þess þarf varla. Eg elska
þjóðina og dái landið. Þjóðin er
hamingjusöm og kostirnir eru
svo miklir, að eg gleymi göllun-
um. Það segir líka vinur minn
Jón Sveinsson (Nonni) um alt
og alla.”
VSV.
—Alþ.bl. 17. júní.
Milli himins
og jarðar
(Framh.)
Ofsaleg hræðsla fékk nú yfir-
hönd, ólýsanleg skelfing fyrir
tómleikanum alt i kringum mig,
og það var hrein furða að eg
ekki slepti taki, því lítið hefir
vantað á að eg brjálaðist af
þessari ógurlegu hræðslutilfinn-
ingu, er gagntók mig. Eg hélt
mér föstum og gat jafnfraint
komið fyrir mig vitinu. Eg varð
að hafa eitthvað er eg gæti hvílt
fæturna eða hnén við, þvi eg
fann að eg var að gefast upp af
því að draga neðrihluta líkam-
ans. Eg lyfti upp öðrum fætin-
um| og eins og fálmaði eftir ein-
hverju til að krækja honum
utan um. Þú manst eftir hve
þessi hreyfing er manni ósjálf-
ráð þegar maður hangir á hönd-
unuin og er að því kominn að
sleppa tökum. Þegar eg nú
fálmaði út í loftið með fætinum,
rak eg hann í taugina, svo fór
eg ósjálfrátt að reyna að ná
henni með báðum fótum, en
tókst það ekki. Meðan á þessu
gekk, litum við yfir fótgöngu-
liðsherdeild af okkar mönnum
og eg heyrði mikið óp koma frá
hermönnunum, sem nú fyrst
höfðu gert sér grein fyrir ástandi
mínu; þegar þeir sáu mig sprikla
skildist þeim fljótlega hve aumk-
unarverð kjór mín voru, og af
meðaumkun höfðu þeir látið til-
finningar sínar í Ijós með ópi
þessu, en meðvitundin um að
margar þúsundir manna störðu
á mig hertu mig enn upp. Eg
fálmaði á ný með vinstra fæti,
þar til eg fann að taugin var
komin inn fyrir fótinn og litlu
eftir tókst mér að vefja henni
utan um hinn fótinn. Með þess-
um hætti fékk eg talsverða hvíld
fyrir hendurnar, svo eg því bet-
ur gat gefið því gætur er gerðist
á jörðunni. Beint niður undan
mér sá eg hjálmtrjónurnar á
þýzkri fótgönguliðs herdeild, en
það varaði aðeins fáein augna-
blik* þá voru þeir horfnir aftur-
fyrir, svo kom akur, sleginn og
hirtur, þá skógur, og svo ein
benda af riddaraliði, fótgöngu-
liði og stórskotaliði. Allir gláptu
á mig, fimtán þúsundir fjand-
manna beint fyrir neðan. Þeir
stóðu sem þrumu lostnir af
undrun. Það heyrðist ekkert óp
ekkert skot, og mér fanst tím-
inn — sem vart hefir verið yfir
hálfa mínútu — verða að eilífð.
Svölurnar flugu alt í kring um
mig og sungu sitt vanalega
“tevit-tevit-tevit” eins og þeim
væri ánægja í því að sýna hvaða
yfriburði þeirra ferðalag hefði
fram yfir mitt. Skothríðinni á
milli útvarðanna hafði lint, með-
an eg þaut dinglandi yfir höfð-
um þeirra, en svo laust henni á
aftur, en þá í fjarlægð, einmitt
er eg horfði ofan á andlitin á
léttvopnaðri riddaradeild. Þú
heldur að þetta hafi tekið lang-
an tíma, en slíkt er fjarstæða.
Eg leið áfram með vindhraða,
og alt, sem var á jörðunni þusti
áfram, eins og af ómótstæðilegu
afli í gagnstæða átt — til Metz.
Þá hélt eg að Þjóðverjar væru í
hörku áhlaupi á borgina.
Riddararnir bentu spjótum
sínum í áttina til mín og einhver
þeirra hefir miðað á mig byss-
unni til að skjóta mig, því eg
heyrði kallað greinilega: “Nei,
skjótið ekki, við verðum að elta
og reyna að ná þeim, sem eru
í körfunni. Ef þú skýtur mann-
inn, dettur hann til jarðar, og
við það léttist loftfarið og hefur
sig upp aftur. Það var lán fyr-
ir mig að eg skildi þýzku. Loft-
farið hefir þá verið farið að
lækka á fluginu, en því hafði
eg gleymt. Það var líka svo og
lækkaði nú óðum. Það fór að
lifna von hjá mér, svo eg fékk
nýjan þrótt og gat skilið betur
það sem fram fór. Yfirmenn-
irnir í körfunni er hékk neðan
í loftfarinu, eður gasbelgnum,
voru að sleppa út gasi og ætluðu
með því að tefla á tvær hættur
með að verða teknir fastir, ef
mér yrði auðið að komast lif-
andi til jarðar. Eg leit upp til
þeirra augnablik og sá höfuðin
á þeim koma yfir borðstokkinn,
og veifa húfunum sínum. Þeir
ætluðu áreiðanlega að gera til-
raun að bjarga mér óbreyttum
liðsmanni. Guð blessi þessa
hugrökku menn. Eg hafði hugs-
að mér að sleppa haldi þegar
30 fet væru til jarðar og með
því reyna að bjarga þeim. Frá
því eg tókst á loft og til þessarar
stundar, gátu ekki verið liðnar
meira en 3—4 m(nútur—seinna
frétti eg að loftfarið hefði farið
30 mílur á klukkustund. — Eg
var kominn um 2 mílur þegar
eg varð þess var að taugin ætl-
aði að fara að dragast til í lóf-
unum, en 200 fet voru enn til
jarðar og eg var óðum að gefast
upp, og endirinn á æfintýri
þessu hlaut að standa fyrir dyr-
um. Það var að draga úr vind-
inum, því riddararnir sem áður
höfðu dregist aftur úr voru nú
óðum að draga á okkur. Allir
störðu á mig, og svo var að sjá
að ekki þyrfti að stýra hestun-
um, þeir væru jafn ákafir og
riddararnir. Þeir hentu á harða
stökki yfir hvað sem fyrir varð,
stórgrýti, niðurfallin tré, *skurði
og girðingar eins og ekkert væri.
I ákafa sinum fóru hermennirnir
að æpa, en foringinn skipaði
þögn. Spjótum öllum var beint
í áttina til mín, og ekkert annað
sýndist líkara en eg yrði að láta
fallast ofan á spegilfagra oddana
þegar eg misti af haldinu.
Eg streyttist við að klemma
tauginaj á milli hnjánna, en þau
skulfu af óstyrk og ákafar
þrautir smugu um allan likama
minn. Eg stóð á öndinni eins
og eg væri að kafna, svitinn
draup niður um mig, þó mér
fyndist eg hafa köldu. Ástandið
þar óþolandi og eg fann að eg
var að tapa ráði og rænu; stöð-
ugt strukust bólgnar og blóðug-
ar hendurnar ofan eftir taug-
inni. Enn leit eg ofan fyrir
mig. Þvi nær, sem kom jörð-
unni, því meir snerist alt fyrir
augum mínum saman í eina
þvælu, skógar, sléttur, hermenn,
hestar, hús og kofar, akrar og
ZIG-ZAG
5
Drvals pappír í úrvals bók
C
5'
2 Tegundir
SVÖRT KAPA
Hinn upprunalegi þ u n n i
vindlinga pappír, sem fiestir,
er reykja “Roll Your Own"
nota. BiSJiB um
“ZIG-ZAG” Black Cover
BLÁ KAPA
“Egyptien’’ úrvals, h v 11 u r
vindlinga pappír — brennur
ejálfkrafa — og gerir vindl-
ingana eins og þeir væri
vafSir I verksmiSju. Bi8ji8
um
“ZIG-ZAG” Blue Cover
engjar. Mig svimaði og eg lét
aftur augun. Kraftarnir voru
komnir að þrotum og mér var
ljóst, að eg gat dottið á hverju
augnabliki. Hald mitt utan um
taugina, var svo þróttlaust, að
taugin drógst stöðugt gegnum
lófana með jöfnum en vaxandi
hraða og óköfum þrautum. Eg
reyndi að taka utan um taugina
með tönnunum, en tókst ekki,
og riddararnir gátu ekki varist
með aumkunar-ópi, þar sem þeir
þeystu áfram fyrir neðan mig.
“Vesalings ræfillinn!” mælti
foringinn, “við verðum að
bjarga honum. Stóri Fritz!
Kræktu spjótinu í lykkjuna og
hertu á reiðinni. Þú getur þá
ef til vill hjálpað honum ofan
ólimlestum.”
“Lykkjunni!/ Eg hafði gleymt
henni. Taugin hafði verið fest
um vinduna með Iangri lykkju,
og það er hún, sem þeir eru að
tala um, hugsaði eg. Sé lykkjan
svo nálægt jörð að þeir geti
krækt í hana með spjóti, get eg
ekki heldur1 verið langt frá jörð.
Nái þeir í Iykkjuna, draga þeir
loftfarið til sín og þá er úti um
foringjana. Eg verð að sleppa
tauginni undir eins. Samstundis
slepti eg taki og datt ofan á
einn riddarann, og svo snögt að
hestur og maður féllu til jarð-
ar, meiddist maðurinn nokkuð,
en eg veit að hann varð jafn-
góður. Þykir mér vænt um, því
hann bjargaði lífi minu, þótt
það yrði með öðru móti en hann
hafði gjört ráð fyrir.
Eg man það að eg var grip-
inn af mörgum höndum og lyft
upp, jafnframt heyrði eg hróp-
að í reiði: “Þarna fara þeir i
loftbátinum!” Þegar loftfarið
hafði losast við mig, hækkaði
það á augabragði. Svo hefi eg
fallið i yfirlið svo sem 1—2 mín
útur. Þegar eg kom til sjálfs
mín aftur, voru hjá mér tveir
riddarar; störðu þeir upp í loft-
ið þangað sem loftfarið sveif á-
fram stöðugt hærra og hærra og
lengra áleiðis. Skamt frá okk-
ur voru hinir riddararnir og
skutu hvíldarlaust en til einkis.
Yfirmenn mínir voru úr bráð-
ustu hættu og skemtu sér við
að veifa flöggum sínum til fjand-
manna sinna. Aldrei hefir mér
auðnast að frétta hver urðu af-
drif loftfarsins og frönsku for-
ingjanna. Þjóðverjar héldu mér
sem herfanga til þess friður var
saminn, en jafnskjótt og eg vissi
að Frakkar hefðu orðið að láta
af hendi Eloaz, sem var feðraból
mitt, flutti eg hingað til Ame-
ríku.
Þýtt fyrir kvöldvökufél.
“Nemo” á Gimli, af
Erlendi Guðmundssyni.
Send kveðja
Árla morguns þann 6. júní,
skolaði mér fdrnum og gráum
upp á austurströnd Mikleyjar.
Eins og kunnugt var, átti að
setja kirkjuþing hins lúterska,
íslenzka kirkjufélags þennan dag
á þessari afskornu og fögru eyju.
Mér hefir ekki leikið neinn hug-
ur á að segja neltt um kirkju-
þingið. Eg gekk þegar áður ekki
þess dulinn, að þangað átti eg
lítið erindi annað en það eitt,
að bæta einum við töluna. En
svo hefir líka fallið vel til, að
séra V. J. Eylands og séra K. K.
ólafsson hafa skrifað allskipu-
lega lýsingu af ferðinni og þeim
kirkjufundi.
Að fara að skrifa um eyjuna
sjálfa, legu hennar og afstöðu á
hveli jarðar, hefir mér ekki kom-
ið til hugar, því margir munu
þess minnugir að hafa lesið
prýðisgóða ritgerð eftir séra
Rúnólf Marteinsson, sem hann
nefnir “Mikley.” Nú, hvað er
það þá, sem við á að bæta? Jú,
fáeinum orðum um einhverja
geisla, sem lýst hafa i huga
minn er eg horfi til baka.
Eg hafði á liðinni æfi haft
mikla löngun til að kynnast
Grundar-fólkinu, sem flutti á
fyrri árum úr Eyjafirði, og tók
sér bólfestu á Mikley, 6 bræður
og ein systir, börn séra Sigur-
geirs Jakohssonar á Grund í
Eyjafirði og frúar hans Ingi-
bjargar. “Grundarbræður” voru
þeir jafnan nefndir í daglegu
tali. Þeir voru betur að sér
gjörfir um flesta hluti en alment
gerðist. Þjóðhaga smiðir, léku
mjög vel á flestar tegundir hljóð-
Látið umboðsmann vorn
SKÝRA FYRIR YÐUR HAGNAÐ-
INN VIÐ ÞAÐ AÐ NOTA CASE
tEinungis me8 notkun þreskivélar getiB þér slegiS korn y8ar
snemma, jafnvel þó það sé grænt á köflum og illgresi l þvl;
þaS þornar alt jafnt og er reiöubúið til þreskingar þegar tlm-
inn kemur. Aðeins þreskivél skilur eftir stráið á hentugum
stað til fóðrunar, geymslu eða sölu. Einungis Case þreskivél
veitir yður þann árangur, sem aldagömul reynsla I kornsparnaöi
einungis veitir.
Skoðið 1939 Case þreskivél. V(r munuS sannfærast um að hún skarar
langt fram úr þeim. sem bygðar voru fyrir fimm eða tlu árum.
Prægar fyrlr hve léttar þær eru I förum. Case þreskivél þarf minni
orkugjafa en áður, og þreskir fljétar en áður við orkugjafann frá
dráttarvélinni. Case er auðveld þreskivél með einungis þremur megin
tilbreytingum og fimm beltum. Case er sterkasta vélin I öllum sam-
setningl vegna þess að flestir partar hennar eru úr stáli; hún snögg-
slær vegna hins ágæta cylinder, og grindabotn hennar er svo nákvæm-
lega þakinn, að engin öhreinindi setjast að milli stálrimlanna; véliri
er af hæfilegri breidd og fullnægir að gerð og starfsorku öllum kröfum
hins nýja tlma. Parið og skoðið þessa nýtlzku þrekivél nú þegar.
J. I. CASE CO.
CALGARY EDMONTON REGINA SASKATOON WINNIPEG TORONTO