Lögberg - 13.07.1939, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLf, 1939
3
færa og smíðuðu sum af þeim
sjálfir, söngmenn miklir og góð-
ir söngstjórar, hannyrða menn
svo miklir utan húss og innan,
að mörg heimasætan mundi hafa
þurft á öllu að taka, að jafnast
við þá. Nú eru fjórir bræðurnir
fallnir, en tveir eru enn á foldu,
Bogi og Jón. Eg varð nú svo
lánsamur að geta orðið mál-
kunnugur Jóni, og jók það mik-
ið á gleði mína á eynni. Við
hittumst nokkrum sinnum —
utan dyra—og varð það greinda
og prúða Ijúfmenni mér æ kær-
ara og nær mínum innra manni.
Eg varð ekki lítið hrifinn, þeg-
ar eg sá hann stíga upp í kór
með þeim prýðilega söngflokk
eyjarbúa, sem að öllu leyti var
ungt fólk. Þar hefir fylgt söng-
fylkingunni einhver þróttur og
öryggi frá fyrri tímum.
Svo var hkast, sem séra Sig-
urgeirs og frú Ingibjargar ættin
hafi verið kynsæl mjög á Mikley.
Eg varð þess var, að nær við
aðrar hvorar dyr mætti maður
nafninu Sigurgeirsson, og þar á
meðal á Steinnesi hjá systkin-
unum fjórum og frænda þeirra,
þar sem félagar mínir og eg
dvöldumst á meðan kirkjufund-
urinn stóð yfir, við ágætis gest-
risni og aðbúð.
Þá kem eg að öðrum þætti
þessa fáorða bréfs. Áður en eg
lagði af stað frá Garðar, North
Dakota, hafði vakist hjá mér
mjög mikill áhugi að finna mann
að máli, sem eg hafði ekki áður
séð, en búsettur er á Mikley, en
eg var farinn að örvænta, því
hann hafði ekki borist á þann
vettvang þar sem millurnar sög-
uðu og — hefluðu. Þessi maður
var hinn ritfæri maður og skáld
Jónas Stefánsson frá Kaldbak.
Laust eftir miðjan dag þann
9. júní var kirkjuþinginu lokið.
Fólkið sem á móti okkur tók,
framkvæmdi alt sem það hafði
föng á — og það var mikið —
að gera okkur dvölina sem á-
nægjulegasta. Buðu þeir nú
sendimönnum safnaðanna og
prestum, að taka þá á vélabát-
um sínum norður með eyju og
sýna þeim strandlengjuna. Eg
hvarf frá því að fara norður, en
hljóp nú af stað í þvera átt suð-
ur eyju, eitthvað yfir tvær míl-
ur, og stöðvaðist á Sunnuhvoli,
þar sem Jónas Stefánsson býr
• með frú sinni Jakobínu, sem
mun hafa verið yngst af börnum
séra Sigurgeirs á Grund. Þar
mætti eg þeim viðtökum sem eg
væri þeirra nákominn. Hjónin
veittu mér þá ánægju, að skrafa
við mig Ianga stund, og barst
talið um heima og geima. Brátt
varð eg þess vís, að þau höfðu
yfir að búa fjölfræði og víðsýni,
en alt af svo fjarri dómsýki.
Mér kom til hugar, að eg sæti
þar gagnvart þeim sæmdarhjón-
um fremur þekkingar- og fróð-
leiksvana.
Það var ekki fjarri, að eg
öfundaði eyjarbúa af sínu aðlað-
andi sveitalifi. Þar var ekki
ekið í bílum langar leiðir að
kvikmyndahúsum, eða öðrum
tyllisamkomum. Þeir eru sjálf-
um sér nógir og geta með sín-
um samtökum boðið fólkinu
ljómandi samkomur og skemt-
anir. Mér fanst sem eg væri
kominn aftur heim/ í sveitarsælu
Eyjafjarðar, þar sem eg var al-
inn upp til fullorðins áfa.
Eitt af því, sem mér þótti
prýða svo injög ströndina voru
nöfn sveitaheimilanna. Þau hafa
verið valin að mestu eftir fegurð
eins og: Sunnuhvoll, Birkines,
Reynistaður, Steinnes, Steins-
staðir og Grund, svo nokkur
séu talin. En strönd Mikleyjar
kemst ekki fram hjá þeim skapa
dómi, sem allar aðrar strendur
eru háðar, að hún er þegar orð-
in “ströndin lífs^ og dauða.
Frumbyggjarnir flestir fluttir
yfir, en alt af taka aðrir við, og
geisli gæti þar haldist við, sem
ljómaði af í framtíðinni, ef
bæjanöfnin héldu velli í hókum
og blöðum með sinum hugljúfu
vonum og sælu, en líka sorgum
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARCYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551
I
og söknuði, líkt og Berurjóður,
sem skipað hefir sæti á öruggum
grunni í bókmentunum nær
ellefu hundruð ár.—
Lifið heil!
G. Thorleifsson.
Viðhorfið
“Sérhvert það riki, sem er
sjálfu sér sundurþykt,
lcgst i auðn.” Matt. 12;25.
Sameiningarmálið svokallaða
var uppi til umræðu á siðasta
kirkj uþingi. Vonandi verður
það til þess, að allur misskiln-
ingur og hleypidómar hverfi
með tímanum. Má líta á það
mál frá ýmsum hliðuin.
f minningarriti kirkjufélags-
ins frá 1910 er mynd af fyrstu
erindrekum kirkjuþingsins. Mér
þykir sérlega vænt um þessa
mynd; hún bendir á gott upp-
haf og heilbrigt áform. Það
raurialega við þessa mynd er það,
að hugsjón hennar reyndist að-
eins Ijúí'ur og fagur\ draumur,
sem ekki rættist. Brátt har
mönnum á milli svo stórkost-
lega, að einn vildi til fjalls og
annar til fjöru; menn sögðu
skilið við kirkjufélagið með öllu.
Hér var þá fyrsta skiftingin;
hefir aldrei gróið um heilt síðan.
Ekkert skal um það dæmt,
hverjir áttu hér stærsta sök.
Menn komu frá íslandi yfir-
leitt óvanir að starfa saman
undir fríkirkjulegu skipulagi.
Menn voru misjafnlega nestaðir
andlega að heiman. Með sínum
afar takmörkuðu hæfileikum
skipuðu menn sér inst í kór í
trúmálastarfinu. Innræti þeSs-
ara manna, margra hverra, leyfði
þeim ekki að skilja eða meta
einlæga hugsun annara og við-
It^itni: höndin iðulega slegin,
sem var rétt frain til að hjálpa.
Þessir heldri menn neyttu
hrekráða í kirkjulegum málum,
sem eru illa liðin, jafnvel í ver-
aldlegum málum.
Með aðferð þessari var mörg-
uu^ hrundið frá kirkju og krist-
indómi; munu naumast tölum
talið, hve margir hafa tapast úr
tengslum af þessari ástæðu.
Þetta ástand er ætíð hættulegt,
og þvi skaðlegra sem félagsskap-
urinn er fámennari og veiga-
minni.
Menn voru ekki nógu stórir
andlega, til þess að geta umborið
sundurleitar skoðanir hvor ann-
ars; ekki nógu víðsýnir og frjáls-
lyndir til þess að geta horft á
málin frá sjónarsviði manna á
öðru máli en þeir sjálfir. Mönn-
um brast þolinmæði hver við
annan. Það skorti ekki bitur.
skeyti frá báðum hliðum.
Hyggindi og framsýni var á
misjöfnu stigi; þess var naumast
að vænta, að menn, sem höfðu
siglt sig um í einkamálum sín-
um, gætu stýrt farsællega að
landi í almennum málum.
Sem minst vil eg vikja að sér-
stökum dæmum, en aðeins minn-
ast þess, þegar talað var um að
koma á reglubundnu heimatrú
boðsstarfi milli hinna dreifðu
svæða landa vorra. Það var ekki
talið gerlegt; slegið fyrir fjár-
skorti, en einmitt um það bil var
verið að safna miklu fé til J. B.
skóla.
Ávextirnir af þessari ráðstöf-
un er nú öllum augljós; skólinn
er þar sem hann er, en fólk það,
sem um var að ræða er að miklu
leyti horfið út úr islenzku fé-
lagslífi.-^---
Svo kom önnur eða jafnvel
þriðja skiftingin 1909, þegar
nokkrir söfnuðir sögðu skilið
við kirkjufélagið. Og litlar lík-
ur til samkoinulags; millibilið
milli andstæðinga eykst fremur.
Sumir söfnuðirnir, sein gengu
úr, hafa stofnað sérfélag og
gengið í samlag með öðrum, sem
eru á gagnstæðum meið við
kirkjufélagið trúarlega.
Hvað er hið kirkjulega viðhorf
meðal vor í dag?
Návæmlega það, sein bent er
á að ofan:
“Sérhvert það ríki, sem er
sjálfu sér sundurþykt, legst í
auðn, og sérhver borg eða heim-
ili, sem er sjálfu sér sundurþykt,
fær eigi staðist.” Matt 12:25.
Þaíj hefir orðið “bræðrabylta”
innan hins íslenzka, kirkjulega
félagsskapar.
Hvorutveggja málsartar lain-
aðir og ósjálfbjarga.
Eg hefi vikið að þessuin atrið-
um, til þess betur að geta skilið
viðhorfið, eins og nú sýnist.
Hvað er þá helzt til ráða fyrir
kirkjufélag vort?
Tær leiðir gætu komið til
greina:
Sú fyrri, að láta reka á reið-
anuin, á sama fleka og með
sama áraburði og verið hefir í
full fimmtíu ár, og þó inun nær
sanni, að vér erum lítið eða jafn-
vel ekkert nær landi bjartrar
framtiðar og sjálfstæðis en þá
vér lögðum frá landi. Vér eig-
um að sækja gegn nákvæmlega
sömu örðugleikum, sem öll ein-
stök félög, andleg og veraldleg
eiga við að stríða; sem hafa
knúið þau til þess að ganga í
heildarsamband til viðhalds
starfi sínu.
Mér dettur í hug í þessu sam-
bandi, að minnast á nokkuð, sem
mér vitandi hefir sjaldan verið
minst á.
Flest, eða jafnvel öll, félög og
stonanir gera ráðstöfun fyrir því,
að eftirlaun séu veitt þeim, sem
hafa reynst dyggir starfsmenn,
og lagt fram alla krafta og efni
til að geta staðið vel í stöðu
sinni.
Það má vera að mönnum sýn-
ist þetta smáatriði, en yfirleitt
mun það talið sjálfsagt mann-
úðarmál. í flestum öðrum fé-
lögum mun talið sjálfsagt, ekki
aðeins að sjá mönnum borgið í
ellinni, heldur og líka að lið-
sinna þeim, sem verða fyrir slys-
um eða langvarandi veikindum.
Ekkert slíkt fyrirkomulag hef-
ir kirkjufélagið á prjónunum,
mun þó enginn vandi að sýna
nauðsyn á slíku.
En hvort sem þetta er rætt
lengur eða skemur; eða frá
hvaða sjónarmiði, sem það er
skoðað, verður því ekki neitað,
að kirkjufélag vort er afar fá-
stætt og jafnvel einstætt í þessu,
og verður það aldrei talið virð
ingarauki.
Hin önnur leið, sem gæti kom-
ið til greina er það, að fara að
dæmi annara kirkjufélaga og
veraldlegra stofnana, sem starfa
á svipaðan hátt og kirkjufélagið.
Þau sáu þá eina úrlausn að
bindast samtökum, þar sem
hvort um sig fengi notið að fullu
sérkenna sinna.
Þau öll gerðu sér ljósa grein
fyrir hættunni af því að vera
einangirað; bundust þessvegna
samtökum gegn þeirri hættu.
Þessi samtök virðast hafa orð-
ið til gagns og gengis fyrir þessi
félög, virðist því mega álykta, að
það gæti orðið hagur fyrir
kirkjufélagið ða fara að dæmi
þeirra.
Með því að gera samtök með
þeim, sem eru komnir lengra á
leið í kirkjulegri starfsemi, og
ganga í samvinnu ineð þeim,
sem hafa lært að sigla fram hjá
þeim skerjum og grynningum,
sem hafa reynst oss svo hættu-
leg.
Það eru margir ágætismenn
innan lútersku kirkjunnar hér í
landi, sem eru í miklu áliti og
skipa margar vandasamar og
ábyrgðarmiklar stöður.
Ekkert verður ákveðið um
það að sinni, hve mikill fjár-
munalegur styrkur fengist við
það, að gera samtök með öðrum
félagsskap, en væntanlega mynd-
um vér sem kirkjufélag njóta
sömu réttinda og aðrir í þeirri
heild.
En ef vér nytum einhvers
efnalegs styrks utan að, myndi
þá ekki hætta á því að farið yrði
að skipa oss fyrir í sérmálum
voruin og fjármálum?
Mundi það ekki líka geta vald-
ið ágreiningi ef vér sem kirkju-
félag ekki gætum, inætt þeim út-
gjaldalið, sem oss væri ætlaður?
Það vill svo vel til, að vér höf-
um dálitla reynslu í þessu efni,
sem ætti að geta leiðbeint okk-
ur. •
Fyrir nokkruin árum hófst
samvinna um heiðingjatrúboð
við annað kirkjufélag: kirkjufé-
lagið skuldbatt sit til að leggja
ákveðinn skerf fram árlega, en
ástæður leyfðu ekki, að það gæti
haldist af vorri hálfu; engar
“stympingar” urðu út af þvi,
það sem vér gátum ekki látið af
hendi, tók hitt félagið upp á sína
arma án minstu umklökunar.
Eitt sinn naut J. B. skóli fjár-
styrks utan að. Ekki veit eg til
að það fé væri veitt með neinum
skilyrðum, utan þess, að það
væri látið ganga til skólans. Og
einskis krafist í því sambandi
þar fyrir utan.
Hér virðist því alls engin
hætta á ferð.
Hvernig er þá viðhorfið á trú-
málasviði voru, þegar litið er
fram og aftur?
Endalaus sundurþykkja og
barnalegt ósamkomulag, sem
hefir gert alla farlama; skifting-
in ekki aðeins ein, heldur tvenns
(Framh. á 7. bls.)
Svo kom hin mikla sorg, er
hún misti mann sinn frá heim-
ili og börnum og varð að hverfa
frá öllu, sem búið var að byggja
upp. Eftir það lifði hún sem
ekkja í 33 ár og var þá með
börnum sínum, leiðbeindi þeim
og hjálpaði eftir megni.
Þau hjónin áttu 14 börn. Sex
dóu þegar í æsku en átta eru á
lífi: Jón fiskikaupmaður á Gimli
í Canada, Magnús hermaður í
Winnipeg, það var hann sem
gat sér frægastan orðstir Vestur-
íslendinga í hemisstyrjöldinni á
vígstöðvunum í Frakklandi, Ey-
mundur stýrimaður á Dettifossi
og Kristján, sem búsettur er í
Kaumannahöfn. — Dæturnar eru
fjórar: Guðbjörg, Margrét, Anna
og Lára, allar búsettar í Reykja-
vík.
Guðrún var fríð kona sýnum,
hafði vingjarnlegt og aðlaðandi
viðmót. Fann sárt til með öllum
sem bágt áttu og rangindum voru
beittir, gat þá verið harðorð í
garð þeirra er misbeittu valdi
sinu við minni máttar. Sann-
girni og réttlæti voru lög henn-
ar.
Hin síðustu ár dvaldist frú
Guðrún á heimilum dætra sinna
hér í bænum. Hún las mikið,
mundi íslendingasögurnar og
fjölda af söguþáttum, fylgdist
mjög með i bókmentum nútim-
ans fram á síðustu daga.
Nú hefir hún haft vistaskifti,
og þar með er horfin ein af mæt-
ustu konum þessa lands og væri
Veitir Bragðgæði
við allar máltíðir
IK
8í
óskandi að land vort mætti eign-
así sem flestar henni líkar.
Enda veit eg að þeir sömu, sem
áttu því láni að fagna, að kynn-
ast hennar göfugu framkomu,
munu jafnan minnast hennar
með ást og virðingu. Þú varst
fyrirmynd þinnar stéttar, fyrir-
mynd, sem eiginkona, móðir og
amma. Minning þín mun og
skina sem skær stjarna fram uni
ókomna tíma.
Vestfirðingur.
—Morgunbl.
ATHS.—Þessi minningargrein
er endurprentuð hér vegna lang-
varandi vinskapar milli ritstjóra
þessa blaðs og tveggja mætra
sona hinnar látnu konu, er dval-
ið hafa vestanhafs í fullan
fjórðung aldar, Jóns útgerðar-
manns Magnússonar á Gimli, og
Magnúsar Magnússonar, St. Boni-
face, þess, er cann sér viðfrægð
fyrir vasklega framgöngu í
heimsstyrjöldinni miklu frá
1914. —E. P. J.
i3uötncöö anb
Minningarorð
GUÐRÚNU
UM
MIKAELSDÓTTUR
Hinn 14. apríl s.l. lézt á heim-
ili dóttur sinnar hér í bænum,
ekkjan Guðrún Mikelsdóttir frá
Hafnarhólmi í Steingrimsfirði,
og þar með er fallin í valinn hin
prúðasta og elskulegasta hús-
freyja, sem í mörg ár varðveitti
arineldinn á einhverju hinu
myndarlegasta heimili þar í
Guðrún var fædd á Hellu í
sveit.
Steingrímsfirði hinn 12. október
1860. Foreldra sína misti hún
ung og ólst upp hjá föðurbróður
sínum, Jóni Jónssyni óðals
bónda á Hellu.
í ungdómsinum bar snemma á
góðum gáfum hjá hinni ungu
stúlku og þótti umvert hvað hún
las mikið og notaði allar frí-
stundir til, lærdóms. 19 ára
gömul giftist hún Magnúsi Krist-
jánssyni frá Brunná í Dalasýslu.
Hann var “lóðs” fyrir vestur og
norður ísland, fyrir “Marstalla-
skonnortur,” sem í þann tíð
gengu til og frá Steingrímsfirði,
og liafði margar svaðilfarir, bæði
við strendur landsins og milli
landa. Fanst hinni ungu konu
hún hafa heimt mann sinn úr
helju, er hann kom heim úr
slíkum ferðum.
Hann gerði hið prýðilegasta
bú á jörð sinni, og má segja, að
Guðrún hafi verið manni sínum
sannarleg stoð, slík fórnfýsi og
ást til manns síns, er sýndi sig
í allri samvinnu búsins og var
það líka umtalað, hve glæsileg
og myndarleg hin unga kona var
Þeir, sem kunnastir voru blóma-
skeiði heimilisins, meðan hin
mannvænlegu börn þeirra dvöld-
ust enn heima, munu seint
gleyma risnu þess og myndar
skap.
'1 "" "r n" nn "" "" 1 DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only e / Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba
Dr. P. H. T. Thorlakson DR. B. J. BRANDSON
205 Medical Arts Bldg. 216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts. Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866 Phone 21 834—Office timar 3-4.30
e Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Res. 114 GRENFELL BLVD. (Phone 403 288
Phone 62 200 Winnipég, Manitoba
I
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GEN, TRUSTS
j BUILDING
s Cor. Portage Ave. og Smlth St.
I PHONE 26 645 WINNIPEG
DR. ROBERT BLACK
SérfræíSingur í eyrna, augna, nef
og hálssjúkdómum
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Viötalstími — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofuslmi 22 251
Heimilissími 401 991
DR. A. " mmt v. johnson|
% ■ Dentist
e
506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124
Home Telephone 36 888
Dr. S. J. Johannesson
272 HOME STREET
STE. 4 THELMA APTS.
á fyrsta gölfi
Talsimi 30 877
e
Viðtalsttmi 3—5 e. h.
DR. K. J. AUSTMANN | H. A. BERGMAN, K.C.
410 medical arts. bldg.
Stundar eingöngu, Augna- islenzkur lögfrœðingur
Eyrna-, Ncf og Háls- sjúkdóma. e
Viðtalstími 10—12 fyrir hádegi Skrifstofa: Room 811 McArthur
3—5 eftir hádegi Building, Portage Ave.
Skrifstofusimi 80 887 P.O. Box 1656
Hcimifíssimi 48 551 Phones 95 052 og 39 043
ij. T. THORSON, K.C.
íslenzkuf tögfrœðingur
800 GREAT WEST PERM. Bldg.
Phone 94 668
LINDAL, BUHR &
STEFANSSON
} Barristers, Solicitors, Notaries, etc.
W. J. LINDAL, K.C.
A. BUHR
BJÖRN STEFÁNSSON
e
Telephone 97 621
Offices: 325 MAIN STREET
J. J. SWANSON & CO. THORVALDSON & EGGERTSON
LIMITED íslcnzkir lögfrœðingar
308 AVENUE BLDG., WPEG. G. S. THORVALDSON,
e B.A., LL.B.
Fasteignasalar. Leigja hús. tJt- A. G. EGGERTSON, K.C., LL.B.
vega peningalán og eldsábyrgð af Skrifstofur:
öllu tægi. 705-706 ConfederaUon Llfe Bldg.
PHONE 26 821 SlMI 97 024
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST., WINNIPEG
e
pægilegur og rólegur bústa/fur
i miðbiki borgarinnar
Herbergi $2.00 og þar yfir; með
baðkiefa $3.00 og þar yfir.
Ágætar maitíðir 40c—60c
Free Parking for Quests
A. S. BARDAL
848 SHERBROOOKE ST.
Selur llkkistur og annast um tit-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talslml 86 607
Heimilis talsími 501 562