Lögberg - 13.07.1939, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JúLí, 1939
5
^OOMUR!
OLD RYE WHISKY
PROÐUCT OF HIRAM WAIKER A SONS, CANADA
0 DISTILLERS OF
HIRAM WALKER’S LONDON DRY GIN
No. 302—12 oz. $1.00 No. 301—25 oz. $2.15
No. 300—40 oz. $3.25
This advertisement is notinserted by the Goverament Liquor Control Commission.The
Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised.
um að gæta hagsmuna íslend-
inga, en vitanlega verða ekki
gerðar sömu kröfur til sendi-
manna og ræðismanna Dana,
sem eru yfirleitt ókunnir landi
og þjóð og gert yrði til íslenzkra
manna í sömu stöðum. Það er
því miður hvergi nema hér í
Canada að við ei'gurn því láni að
fagna að eiga íslending fyrir
ræðismann. Reynslan hefir
líka orðið sú, að nær altaf þeg-
ar þurft hefir að gjöra þýðingar-
mikla og vandasama utanríkis-
samninga við erlendar þjóðir
hafa íslendingar verið sendir að
heiman til samninganna, oftast
ásamt sendiherra íslendinga í
Kaupmannahöfn, Sveíni Björns-
syni. En í 18. gr. sambandslag-
anna er ákvæði um það að eftir
árslok 1940 geti Alþingi heimtað
endurskoðun sáttmálans og hafi
samningar ekki tekist innan
þriggja ára, eða fyrir árslok
1943, getur Alþingi samþykt að
sáttmálinn sé úr gildi fallinn, ef
3/4 hlutar þingmanna greiða því
atkvæði og þarf þó enn samþykki
þjóðarinnar við almenna at-
kvæðagreiðsíu, þar sem 3/4
hlutar kjósenda taka þátt og 3/4
hlutar atkvæða játa sambands-
slitum. Til þess að þessu fáist
framgengt er bersýnilegt að þjóð-
in verður að vera vel samhuga,
enda hafa flestir talið að upp-
sögn sáttmálan^ og slit sam-
bandsins hafi frá öndverðu blas-
að við sem eðlilegt framhald í
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Á
Alþingi 1928 var borin fram fyr-
irspurn til stjórnmálaflokkanna
hvort þeir væru reðiubúnir að
segja sáttmálanum slitið þegar
þess yrði kostur og svöruðu allir
stjórnmálaflokkarnir því játandi.
Á Alþingi 1937 var siðan svo-
hljóðandi þingsályktunartillaga
samþykt einuin rómi af öllum
þingheimi: “Alþingi ályktar að
fela ríkisstjórninni að undirbúa
nú þegar í samráði við utanríkis-
málanefnd þá tilhögun á með-
ferð utanríkismálanna, innan
lands og utan, sem bezt kann að
henta, er íslendingar neyta upp-
éagnarákvæðis sambandslaganna
og taka alla meðferð málefna
sinna í eigin hendur.
Tillögur um mál þessi séu síð-
an lagðar fyrir Alþingi.”
Við umræður málsins á Al-
þingi kom skýrt fram að til-
gangur Alþnigis var sá að fella
samninginn með öllu úr gildi
og segja sambandinu slitið. Um
þetta stöndum við íslendingar
samhuga nú í dag. Á þessum
tímum ófriðarhættu og hervæð-
inga eru erfiðar og hverfular all-
ar ráðagerðir langt fram í tím-
ann, en stefna okkar íslendinga
í þessu máli er þegar mörkuð.
Við viljum sjálfir ráða öllum
okkar málum og einir sjá um
framkvæmd þeirra. Við teljum
að sama reglan gildi í lífi þjóða
og einstaklings, að sjálfs er
höndin hollust. Ákvörðunin um
slit sambandsins við Dani felur
enga ásökun í sér í þeirra garð.
Sambandinu við Dani, þvi er
felst í sambandslögunum verður
slitið á sínum tíma, en hið ahd-
Iega og menningarlega vináttu-
samband okkar við þessa frænd-
þjóð er órjúfandi, sem vinátta
okkar við hinar aðrar frændþjóð-
ir á Norðurlöndum.
Menn munu nú syrja hvað tek-
ur þá við fvrir fsland eftir 1943?
Við tökum sjálfir utanríkismál-
in í okkar hendur. Við verðum
að senda úr landi íslenzka sendi-
herra, a. m. k. 2 til Evrópu og
1 til Vesturheims. Þessir menn
þurfa að vera vel færir og dug-
legir og hafa staðgóða þekkingu
á íslenzku atvinnulífi og við-
skiftaþörfum. Þeir fara ekki út
í heim til að berast mikið á,
heldur til að starfa af dugnaði
og af þekkingu að hagsmunum
lítillar þjóðar. Hvarvetna þar,
sem kostur er verðum við að fá
fslendinga eða íslandsvini til þess
að annast ræðismensku fyrir
okkar hönd, en augljóst er að
þar getn lítil laun komið á móti
í reiðu fé.
Enn hefir engin ákvörðun ver-
ið tekin opinberlega um örlög
konungssambandsins við Dan-
mörkuf því að það er utan sam-
bandssáttmálans og bundið
erfðarétti, svo sem títt er um
konungs sambönd. Samt eru af-
drif þess á valdi íslendinga
sjálfra og ýmsar raddir hafa
heyrst um það heima að eðlilegt
væri að hverfa til hins forna og
fyrsta stjórnskipulags íslendinga
og stofna lýðveldi í formi nútím-
ans og eftir fyrirmyndum annara
þjóða.
Ymsir inunu telja að djarft
og óvarlega sé stefnt í þessum
málum, eyjan litla sé að slíta af
sér öll sín verndartengsl. En við
athugun sjáum við það, að Dan-
inÖrk getur aldrei ein verndað
sjálfstæði íslands gegn herveld-
um heimsins og vissulega verð-
um við eftir sem áður, aðilar í
vináttubandalagi Norðurland-
anna og^ hlutleysi okkar áfram
viðurkent af öllum þjóðum.
Okkar vernd verður því áfram
sú sama og nú í dag, vinátta og
skilningur stórveldanna í öllum
álfum heims. Við verðum því
að eignast rparga og sterka vini
meðal þjóðanna, sem eigi þola
það,. að nein einstök þjóð beiti
oss órétti eða svifti oss frelsi.
En okkur er það einnig ljóst að
hið raunverulega sjálfstæði okk-
ar byggist framar öllu öðru á
okkur sjálfum. Það er ekki háð
vígorðum, heldur athöfnum.
Sjálfstæði okkar verður að
byggjast á öflugu og traustu at-
Vinnulífi Jijóðarinnar, aukinni
og fjölþættri framleiðslu og vax-
andi viðskiftum um allan heim.
Þá vil eg geta hins síðasta og
merkasta atburðar á sviði hins
nýja samstarfs heiina. Sam-
starfsins á sviði ríkisstjórnar -
hinnar nýju þjóðstjórnar okkar.
Eins og kunnugt er hafa Fram-
sóknarflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn í sameiningu farið
með völdin á fslandi undanfarin
12 ár. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ir alla þessa tíð verið í andstððu,
stundum í mjög öflugri andstöðu
við ríkisstjórnina og valdaflokk-
ana, og margt á milli borið.
Sjálfstæðisflokkurinn er lang
stærsti stjórnmálaflokkurinn með
þjóðinni og fékk við síðustu Al-
þingiskosningar um 42% at-
kvæða eðá litlu minna en Fram-
sóknarflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn báðir samtals. Á
Alþingi varð Framsóknarflokk-
urinn hinsvegar fjölmennastur,
fékk 19 þingmenn af 49, en Al-
þýðuflokkurinn hefir 7 þing-
menn. Þessir tveir flokkar hafa
því meiri hluta þingsins og geta
einir ráðið. En í andstöðunni
voru 17 þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins og 2 þingmenn Bænda-
flokksins, sem í síðustu kosn-
ingum var í bandalagi við Sjálf-
stæðisflokkinn. Erfiðleikar und-
anfarinna ára, sem einkum áttu
rót sína að rekja til aflabrests á
sviði þorskveiðanna og markaðs-
erfiðleika opnuðu augu manna
fyrir nauðsyn allsherjar samtaka
til að leitast við að rétta við at-
vinnulífið o^ bæta hag fram-
leiðslunnar. ‘ Það var erfitt að
gleyma gömlum deilumálum og
slíðra sverðin, en eftir langvar-
andi samninga, yfirveganir og
athuganir tókst það loks og í
fyrsta sinn var nú mynduð þjóð-
stjórn, sem atlir lýðræðisflokkar
Alþingis stóðu að og áttu full-
trúa í. I Ríkisstjórnina völdust
af hendi Framsóknarflokksins
þeir Hermann Jónasson, sem er
forsætisráðherra, og Eysteinn
Jónsson, sem er viðskiftamála-
ráðherra. Af hendi Sjálfstæðis-
flokksins, formaður hans, ólafur
Thors, sem er atvinnumálaráð-
herra, og Jakob Möller, sem er
f jármálaráðherra. Alþýðuflokk-
urinn valdi formann sinn Stefán
Jóh. Stefánsson, sem er félags-
málaráðherra. Stjórnin nýtur
stuðnings 45 þingmanna, í and-
stöðu eru aðeins 4 þingmenn
Kommúnista. Það má því telja
að nær öll þjóðin standi að baki
hinni nýju ríkisstjórn. Þessi
nýja samvinna er tilraun til að
ráða fram úr vanda tímanna og
lægja hinar óheillavænlegu öld-
ur flokkastreitunnar. Hversu
tekst er enn óvitað, en eg veit
að góðar óskir sannra íslend-
inga vestan hafs og austan
fylgja starfi hinnar nýju stjórn-
ar og vonir okkar allra hníga að
þvi að það megi farsælt verða.
Kjörorð hinnar nýju sam-
vinnu og samheldni okkar qiá
vel vera það, sem eitt skáldið
benti okkur á hátíðisdaginn 1.
desember:
“Litla þjóð, sem átt í vök að
verjast,
vertu ei við sjálfa þig að berj-
ast.”
Og enn eru i fullu gildi orð
Jóns Sigurðssonar:
“Sameinaðir stöndum við,
en sundraðir föllum við.”
Mig langar þá enn til að geta
nokkurra mála, sem við heima
ýmist höfum verið að glima við
eða erum að glíma við.
Skáldið og stjórnmálaleiðtog-
inn Hannes Hafstein spurði
þjóðina eitt sinn fyrir löngu:
“Hvað verður úr þínum hrynj-
andi fossum? .
Hvað verður úr þínum flöktandi
blossum?
Við erum nú í okkar daglega
lífi að leitast við að svara þess-
um surningum skáldsins; og láta
rætast hugsjónir þess um hag-
nýting kraftsins úr fossanna
skrúða. Vmsum kann að finn-
ast það ilt verk að spjalla feg-
urð og tign fossanna. En oss
er eldi þörf og afls í óru landi
og við höfum á siðustu árum
verið stórtækir í virkjum foss-
anna. Árið 1918 höfðum við
aðeins virkjað um 340 hestöfl,
nú er virkjunin 18,500 hestöfl.
Virkjanir voru þá 8, en eru nú
40. Rafmagnið var þá um 1/2
miljón kilowatt-stundir og náði
til 7-8000 manns, en er nú 19
miljónir kilowatt-stundir og nær
til um 70,000 nlanns. Stærsta
virkjun er Sogsvirkjunin, sem
lýsir upp Reykjavík og ljær okk-
ur afl til hverskonar iðnaðar.
Þar hafa verið virkjuð 10,000
hestöfl. Þaðan getur Reykjavík,
Suðurlandsundirlendið alt, Hafn-
arfjörður og Vestmannaeyjar
fengið meir en nægilegt raf-
magn nú og óhætt er að auka
neyzluna. því að alls er unt að
virkja í Soginu einu 100,000
hestöfl. Aðrar stórar virkjanir
eru á Akureyri, fsafirði og á
Blönduósi. En rafmagn eigum
við í ríkulegum mæli og gætum
vel iniðlað öðrum þjóðum, þegar
hugvit mannanna hefir gert raf-
magnið að útflutningsvöru, því
að í fossum íslands býr kynja-
kraftur 4 miljóna hestafla.
Hin spurning skáldsins var sú:
“Hvað verður úr þínum flökt-
andi blossum?”
fsland hefir ætíð verið landið
ísa og elda. En hvernig finst
ykkur, háttvirtu tilheyrendur,
hljóma sú setning, að hitinn sé
ein hin mesta eign íslands? En
þetta er nii samt að éætast, hit-
inn er einn hinn inesti fjársjóð-
ur okkar, það er að segja heita
vatnið, sem að inestu ónotað
hefir búið í iðruin eldfjallalands-
ins. Snorri Sturluson kunni að
nytja laugina i Reykholti. Nú
hitar heita vatnið í Reykholti
skólann þar og staðarhús, og
nær allir hinir nýju alþýðuskól-
ar sveitanna hafa nægan og ó-
þrjótand hita úr nærliggjandi
laugum. í gróðurhúsum víðs-
vegar um ladið er rækt-að græn-
meti, hin fegurstu blóm og suð-
rænar drífar. Gróðurhúsin voru
fyrst bygð 1923, en ná nú alls
yfir um 65 þúsund ferhyrnings-
fet. Fyrir nokkrum árum var
heitt vatn úr þvottalaugunum
leitt til Reykjavíkur og hitar nú
upp hinn nýja stóra barnaskóla,
sundhöllina nýju og glæsilegu
og hverfið þar i kring. En
Reykjavik er nú með stórkost-
lega ráðagerð á döfinni, að hita
upp hvert einasta hiis í höfuð-
staðnum með heitu vatni. Jón
heit. Þorláksson kít, þegar hann
var borgarstjöri, bæinn kaupa
vatnsréttindin á Reykjum í Mos-
fellssveit. Var þá lítið vatn enn
fundið. Síðan hefir vatnsins
verið leitað og nú þegar fund-
ist nægilegt til að hita upp allan
bæinn, eða um 200 lítrar vatns
á sekúndu. Verk þetta kostar
um 6% miljón króna og er nú
fengið lán i Danmörku til þess.
íslelizk,ir vepkfræðingar hófðu
gert allar teikningar og útreikn-
inga og hefir það alt staðist
dóma erlendra sérfræðinga. Hita-
veitan verður fullgerð og tekur
til starfa í árslok 1940. Það
verður arðva*nlegt fyrirtæki fyr-
ir bæinn og sparar landinu inn-
flutning á 35,000 smálestum af
kolum á ári. Reykjavík verður
þá reyklaus bær. Rafinagnið
færir bæjarbúum ljósið og heita
vatnið vermir híbýlin.
Við eigum næga orku raf-
magns og lindir heita vatnsins.'
Það er hlutverk okkar að leiða
þessar gjafir islenzkrar náttúru
inn á hvert heimili. En það
land verður að teljast auðugt,
gjafmilt, sem á ljós og yl í alls-
nægtum fyrir öll landsins börn.—
Tími minn er takmarkaður,
svo að eg verð að leitast við að
fara fljótt yfir sögu. Mig langar
að minnaslj litillega á menta- og
skólamálin heima. Skólaskylda
barnanna hefst við 7 ára aldur
og helzt til 14 ára aldurs. Kensl-
an er algerlega ókeypis fyrir öll
börn, ríkið, ba'jar- og sveitar-
félög greiða laun kennara og
annan kostnað við kensluna.
Þetta á einnig við um alla aðra
ríkisskóla frá barnaskóla í há-
skóla. Víða til sveita þar sem
strjálbýli er mikið er ókleift að
hafa sérstakt skólahald, enn
kennari ferðast þá um sveitirnar
og kennir á heimilum barnanna.
í Reykjavík og ýmsum öðrum
kaupstöðum hafa á síðustu ár-
um verið reistir veglegir barna-
skólar með öllum nýtízku þæg-
indum. Ríkið sér nú um útgáfu
námsbóka til barnafræðslu og
fær hvert heimili bækur eftir
þörfum gegn árlegu gjaldi, 7 kr.
á heimili. Barnmargar fjölskyld-
ur þurfa því ekki að gjalda meir
fyrir námsbækur en fámennar
fjölskyldur.
úr barnaskólunum geta ungl-
ingarnir ýmist larið í gagn-
fræðaskólana, sem nú eru 8, i
ölluin kaupstöðum landsins, eða
í alþýðuskólana í sveitunum. í
þessum skólum er minst tveggja
ára nám og eru þar kend öll al-
menn fræði. I alþýðuskólunum,
sem flestir eru reistir á heituin
stöðum, það er að segja í nánd
við hverahita, er lögð áherzla á
íþróttir og verkleg fræði, til að
undirbúa æskuna undir þátt-
töku í framleiðslulífi þjóðarinn-
ar. Þeir, sem stunda vilja sér-
nám fafti ýinist hinn langa
mentaveg í annan hvorn menta-
skólann, i Reykjavík eða á
Akureyri, ljúka þar stúdents-
prófi og halda síðan á Háskóla
íslands eða til framhaldsnáms
við erlenda háskóla, einkum í
verkfræði, hagfræði og öðrum
alþjóðlegum sérgreinum og vís-
indum. Nú eru um 130 stúdent-
ar erlendis, en 250 heiina. Aðrir
námsmenn geta lagt leið sína i
bændaskóla sveitanna, sjómanna-
skólann í Reykjavík, Iðnaðar-
skóla bæjanna eða Verzlunar-
skólana í Reykjavík, og ungu
stúlkurnar leita sumar — eða
eru sendar —• i Kvennaskólann.
Við höfum nú lokið við að reisa
mjög veglega og myndarlega há-
skólabyggingu. Er þar rúm fyr-
ir mörg hundruð stúdenta; bygg-
ingin mjög tíguleg og hin inesta
bæjarprýði fyrir Reykjavik, og
allur aðbúnaður kennara og
nemenda eftir fylstu kröfum
tímans, enda hefir hún kostað
um I/2 miljón króna. útgjöld
ríkisins til mentamála hafa far-
ið mjög vaxandi á undanförnum
árum. Árið 1905 greiddi ríkis-
sjóður til mentamála um 140
þús. kr. — árið 1915 364 þús.
kr. — 1924 1 milj. 370 þús. kr.
en nú um 2 miljónir og 100 þús.
kr. — Námfúsir og frámsæknir
hafa íslendingar jafnan verið
og það er von okkar að þjóð-
félagið geti ætið risið undir þvi,
að greiða hverju landsins barni,
sem hug og hæfileika hefir til,
brautina fram til þeirra menta,
sem það þráir.—
Eg vil þá geta nokkurra menn-
ingarmála á sviði þjóðfélagslegra
umbóta. Fyrir nokkrum árum
voru sett lög um verkamanna-
bústaði. Eru bæjarfélég og rík-
ið skylduð að leggja fram 2 kr.
hvort um sig á íbúa hvers bæjar-
félags, þar sem verkamannabú-
staðir eru reistir. Rikið ábyrg-
ist lán byggingarsjóðanna og fá
verkamennirnir 85% lán út á
hverja íbúð, til 42 ára með 5%
vöxtum. Heil hverl'i verkamanna-
bústaða hafa sprottið upp i
Reykjavík á undanförnum 7 ár-
um, eru það alt myndarlegar
sambyggingar, íbúðir vistlegar og
þægilegar, enda gætu þessar
byggingar sómt sér vel í hvaða
stórborg sem væri.
Með lögum frá 1. apríl 1936
var komið á alhliða alþýðutrygg-
ingum, þær ná aðallega til
slysatrygginga, sjúkratrygginga
og elli og örorku-trygginga. All-
ir verkamenn, neina þeir sem
vinna við landlninað, eru trygð-
ir gegn slysum og greiða vinnu-
veitendur iðgjöldin. Þeir, sem
verða frá vinnu vegna slysa fá
goldnar 5 kr. á dag og læknis-
kostnað. Alger örorka er bætt
með 6.000 kr. Eignir slysatrygg-
ingarsjóðs eru nú um 1% milj.
kr.
Sjúkratryggingar ná til allra í
kaupstöðum og kauptúnum, og
til þeirra sveita þar sem sjúkra-
samlög eru stofnuð. Allir greiða
til þeirra ákveðið gjald á mán-
uði, í Reykjavík t. d. 4 kr„ og
hljóta í staðinn ókeypis læknis-
hjálp og sjúkravist. Þeir, sem
hafa yfir 4,500 kr. skattskyldar
tekjur, verða þó að greiða tvö-
falt gjald. Ríki og bæjarfélög
greiða hvort sin 25% til trygg-
inganna, þó ekki yfir 3 kr. á
mann. Til ellitryggingar gjalda
allir menn 16—67 ára frá 5—7
kr. á ári eftir búsetu, auk 1% af
skattskyldum tekjum og munu
ellitryggingar geta tekið til fullra
starfa árið 1948, en þangað til
eru gamalmennum goldin elli-
laun.
Þá vil eg vfkja nokkuð að at-
vinnumálunum. Aðal þættir at-
vinnulífsins eru nú sem fyr
landbúnaður og sjávarútvegur.
Landbúnaður hefir tekið mikl-
um breytingum undanfarna ára-
tugi, ræktunin stóraukist og vél-
arnar viða komið í stað mann-
aflans. Árið 1900 voru ræktuð
tún á slandi um 18,000 hektarar,
en nú er þetta tvöfalt og hefir
töðufengurinn einnig tvöfaldast.
Búpening hefir einnig fjölgað
árið 1900 áttu ísledingar 23,600
nautgripi, en 1937 37,600; sauð-
fénaður hefir á sama tíma auk-
ist úr 469 þús. } 654,000, enda
eiga íslendingar miklu fleira
sauðfé á mann en nokkur önnur
þjóð á Norðurhveli jarðar. Jarð-
ræktarlögin sem sett voru 1923
hafa mjög aukið ræktun og aðr-
ar búnaðarframkvæindir. Sam-
kvæmt þessum lögum veitir rík-
ið verðlaun fyrir ýinsar búnaðar-
framkvæmdir, og nema þau ár-
lega um /2 milj. króna.
Árið 1936 voru sett lög um ný-
býli og \samvinnubygðir. Sam-
kvæmt þeim styrkir ríkið nýbýli
í sveit með 3,500 kr. framlagi
og tryggir lán til bygginganna.
Svipaðir styrkir eru einnig veitt-
ir til samvinnubygða, þ. e. sam-
býla í sveit. Framlög ríkisins
til landbúnaðar hafa stóraukist á
undanförnum árum, þau voru
árið 1900, 42,300 kr. — 1920,
346 þús. kr„ en 1935 1 milj. 837
þús. kr.
Framleiðsla landbúnaðarins
hefir tekið geysilegum stakka-
skiftum og aukist stórlega á
seinni árum. Verðmæti hennar
var áætlað árið 1900 um 7%
inilj. kr„ árið 1910, 9.3 milj. en
1930 22.2 milj. og 1937, 29.3
milj. Útflutningsverðmæti land-
búnaðarins hefir á sama tíma
aukist úr 2.2 milj. kr. í 7.7 milj.
kr. — Það hefir greitt mjög
fyrir framleðislu og útflutningi,
að tekist hefir sala á frystu kjöti
í stórum stil, einkum til Bret-
lands. Það er talið að um 39,-
000 fslendingar lifi nú á land-
búnaði eða 35.8% þjóðarinnar.
Þótt miklar breytingar hafi
átt sér stað á sviði landbúnaðar
eru þær þó mun stórfeldari á
sviði sjávarútvegsins. Þar iná
segja, að bylting hafi gerst. Frá
landnámstíð geta talíst þrjú
tímabil í sögu útvegsins. Fyrsta
tíinabilið nær alt fram til ársins
1800; þá þekkjast aðeins opnir
bátar. Þá kemur tímabil nítj-
ándu aldarinnar; þá koma skút-
urnar. Loks er síðasta timabilið
frá byrjun þessarar aldar; þá
koma til sögunnar togararnir,
stórtækustu veiðitæki nútímans.
Þjóðin tekur þá að sækja á
djúpmiðin, afli og afrakstur út-
vegsins vaxa svo gífurlega að
segja má að bylting verði í
atvinnulífinu. Hinn stóraukni
atvinnurekstur verður undirstaða
framfaranna á þessari öld, því
að þaðan kemur afl þeirra hluta
sein gera skal og íslendingar bera
oftast gæfu til þess að fjármagn-
inu fylgja auknar framfarir á
sviði framleiðslu og þjóðféíags-
legra umbóta. Frá þvi að láta
smíða einn nýtízku togara árið
1907 eignast íslendingar yfir 40
fullkomin skip. Jafnframt tog-
urum fjölgar línuskipum og vél-
bátum.
Nú mun láta nærri að íslend-
ingar eigi um 36 togara, 30 línu-
skip og 300 vélbáta, auk um 700
smærri mótorbáta. Að smálesta-
fjölda er allur veiðiskipaflotinn
nú um 30,000, og á honum vinna
um 7,000 manns.
Aukningu skipastólsins hefir
auðvitað fylgt aukning fram-
leiðslunnar, og má nú telja að
árleg fiskiframleiðsla íslendinga
sé 600 miljónir punda. Sam-
kvæmt tölum alþjóda skrifstofu
fiskiveiða framleiða Þjóðverjar
árlega um 15 pund af fiski á
mann, Frakkar um 24.2, Eng-
lendingar um 44.1, Norðmenn
(Framh. á 8. bls.)
/