Lögberg - 20.07.1939, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚLÍ, 1939
3
Kœlandi!
Hressandi!
Sími
96 361
KIEWELS
Dáinn Islandsvinur
Á vopnahlésdaginn nú í vet;
ur, 11. nóv., andaðist suður á
ftalíu, Bandaríkjamaður rúm-
lega 8 ára að aldri, dr. C. K.
Austin. Hann hafði um þrjá-
tíu ára skeið stundað íslenzk
fræði, að því leyti sem annir
leyfðu. Saga hans bregður
Ijósi yfir það, hvernig lítið úr-
val ágætrá manna meðal stór-
þjóðanna verður hugfangið af
íslandi,, þjóðinni og málinu.
Dæmi þeirra mætti sanna veik-
trúuðum íslendingum, að hér
væri um að ræða nokkur þau
verðmæti, sem kalla mætti ó-
venjuleg.
Dr. Austin hafði lokið lækn-
isnámi á unga aldri vestan
hafs og síðan stundað fram-
haldsnám í Þýzkalandi. Að
því búnu settist hann að í
París, og bjó þar allan sinn
starfstíma. Var hann mjög
sóttur sem læknir af löndum
sínum frá Ameríku. Hann
giftist ágætri enskri konu, með
norrænu nafni. Frú Geir-
þrúður var glæsileg kona og
ágætlega ment. Voru þau hjón
ógleymanleg öllum, sem kynt-
ust þeim.
Dr. Austin var mjög hneigð-
ur að tungumálanámi og
fjallaferðum. Voru þau hjón
mjög á ferðum í Sviss i sum-
arleyfum á yngri árum. Síðan
tóku þau að ferðast um Noreg
á sumrin og lærðu um leið
tungur Norðurlanda þjóða.
Frá þeim málum var stutt
skref yfir lil íslenzkunnar. Dr.
Austin vildi læra íslenzku, en
vissi ekki völ nokkurs manns
í París^, er kynni þá tungu.
Ilitaði hann þá bréf yfirmanni
bókhlöðunnar í Reykjavík og
bað um góð ráð í þessu efni.
Jón heitinn Jakobsson svaraði
aftur um hæl, að þá væri
staddur í Paris við að undir-
búa doktorsritgerð sína einn
hinn þektasti mentamaðúr á
íslandi. Það var Guðm. Finn-
bogason. Tók hann nú að
kenna dr. Austin íslenzku og
var lærisveinninn hinn nám-
fúsasti, þótt komin væri nærri
fimtugsafmælinu. Fóru þau
hjón, nú ferð til íslands, mest
með gömlu “Vestu,” sem ekki
hafði mikið af þægindum
stórborganna. En þau kynt-
ust landi og þjóð allmikið,
enda talaði læknirinn íslenzku
eftir því sem við varð komið.
Fengu þau góðan þokka á
landi og þjóð, og myndu hafa
haldið áfram að koma hingað
árlega, ef friður hefði haldist
og skipakostur verið sæmileg-
ur. Frú Austin undraðist
þann eiginleika, að íslending-
ar hefðu í sál sinni meðfædda
andlega ræktun svo að gera
mætti “gentleman” úr fyrstu
kynslóð, en það þykir erfitt í
ættlandi hennar.
Eg dvaldi í París sumarið
1911 og varð einskonar arf-
taki G. F. að lesa íslenzku
með, ameríska lækninum. Eg
bjó þá eins og títt er um slíka
aðkomumenn í námsmanna-
hverfinu og þekti engan horg-
arbúa persónulega. En eftir
nokkra stund fóru þau Austin
hjón til Norðurlanda meðan
hitinn var mestur, en buðu
mér að húa í íbúð sinni á
meðan. Mér þótti sá kóstur
Iikastur þvi, þegar Arabinn
var kalífi einn dag. Dr. Austin
bjó í dýrasta hverfi borgar-
innar, skamt frá Sigurbogan-
um, og hinum fagra Boulogne-
skógi. Mér þótti það líkast
æfintýri að flytja inn í því-
líka íbúð, með 10 herbergjum;
þar sem húsbúnaður allur var
hinn fullkomnasti, málverk á
veggjunum og margir skápar
fullir af merkileguin bókum á
mörgum tungumálum. Einna
merkilegast þótti mér hið mis-
lita, útskorna svartviðarrúm í
hjónaherberginu. Það stakk
mjög í stúf við hin alt of
stuttu og alt of mjóu rúm,
sem íslenzka þjóðin hefir bú-
ið við í margar aldir. Mér
þótti sú kend nýstárleg og
þægileg, að sofna í rúmi sem
virtist vera svo víðáttumikið,
að það hefði engin takmörk.
Síðar meir hefi eg oft hugsað
um hið víðáttumikla ættland
okkar fslendinga í sambandi
við þessa endurminningu. Við
fslendingar eigum við þann
fögnuð að búa, að hvergi
þrengir að um landrýmið, ef
rétt er að farið.
Mér fór svo sem flestum i
þvílíkum kringumstæðum, að
mér þótti vistin allgóð, og varð
París enn kærari, fyrir að
hafa um stund átt þvílíkt
heimili. Eftir nokkræ stund
komu húsbændurnir heim úr
Noregsferð, og við dr. Austin
héldum áfram að lesa saman
íslenzku. Honum þótti mest
varið í þær bókmentir, sein
sprottnar voru úr alíslenzkum
jarðvegi. Hann hafði miklar
mætur á sögum Þorgils gjall-
anda og Jóns Trausta og setti
þá skör hærra en aðra nútíma-
höfunda, sem meir höfðu tam-
ið sér sagnalist á erlenda vísu.
í huga dr. Austin varð ísland.
fólkið á íslandi og hið þrótt-
mesta og sjálfstæðasta í bók-
mentunum að fornu og nýju
ein samfeld mynd, eitl
draumaland. Þegar hann var
á ferð með neðanjarðarbraut-
inni milli sjúklinga sinna i
París, hafði hann íslenzkar
uppáhaldsbækur til að lesa.
Eitt sinn gekk hann á björtum
sumardegi með íslenzkri konu
út í Boulogneskóginum. Alt í
einu bendir hann á sætaröð
í skóginum þar sem sólin
braust gegnum limskartið og
segir: “Eigum við ekki að
muna Jónas Hallgrímsson: Og
ef vér sjáum sólskinsblett í
heiði, þá setjumst allir þar og
gleðjum oss.”
Jónas Hallgrímsson var upp-
áhaldsskáld hans, bæði af þvi
að hann var listaskáldið góða,
en líka af því, að það bezta
og dýrmætasta í íslenzku sál-
arlífi endurómar í ljóðum
hans.
Dr. Austin kom aldrei eftir
þetta til fslands. Hann vann
fyrir Bandamenn sem læknir
í stríðinu, en hætti síðan lækn-
isstörfum og bjó um stund í
Sviss, en síðan á ítalíu. Hann
fylgdist altaf með fslandi, þótt
úr fjarlægð væri, og unni
landinu með þeim hlýleik, sein
annars einkennir íslendinga,
sem verða að dvelja langdvöl-
um erlendis. n þess að vila
það var hann í ætt við sögu-
hetjur úr íslenzku lífi. Hann
var einhuga- og viljastyrkur.
Skapgerð hans var lík þrótt-
mikilli eik á bersvæði, sem
stormvindar geta brotið en
ekki beygt.
Mér finst það heiður fyrir
okkar þjóð, að gestur með svo
sterka og drengilega skapgerð
gat unnað íslandi og íslenzku
þjóðareðli alla æfi og fram á
grafarbakkann, eftir hina
stuttu heimsókn og kynni af
bókmentunum. ísland verður
aldrei ferðamannaland á sama
hátt og Noregur og Sviss. En
ísland hefir eignast nokkra
einlæga vini, og mun eignast
framvegis, úr flokki andlegra
yfirburðamanna. Einn af
þeim var ameríski læknirinn,
sem andaðist á vopnahlésdag-
inn síðasta.—J. J.
—-Samvinnan, 1939
Hitt og þetta
SíÐSKEGGUR
Louis Goulon hefir inaður
heitið. Hann fæddist 1828 í
Vondenesse í Frakklandi.
Drengnum óx snemma mikið
skegg. Hann rakaði sig ekki
og þegar hann var 14 ára var
skegg hans orðið 30 cm.
langt, en þegar hann var 22
ára náði skeggið niður á kné.
Nokkurum árum siðar, þeg-
ar hann var sjálfur 1.59 m.
hár, var skeggið orðið töluvert
lengra, eða 2.60 m. Þóttu
þetta eins dæmi og skeggvöxt-
ur mannsins hinn furðuleg-
asti. L. G. bárust tilboð úr
ýmsum áttum um að sýna
sig og skegg sitt opinberlega
fyrir peninga, og voru sum
þannig, að siðskeggur þessi
mundi hafa orðið prýðilega
efnaður maður, ef hann hefði
tekið þeim. En hann hafn-
aði öllum slikum tilboðum og
tók ekki í mál, að hafa sýn-
ingu á sér. Hann sat heima
til æfiloka og undi hag sínum.
En mikill tími hafði farið í
það daglega, að greiða þetta
mikla skegg og hreinsa af öll-
um óhreinindum.
—Er það satt, sem maður
heyrir, að hann tengdafaðir
þinn tilvonandi sé orðinn
eignalaiís?
—Ekki vil eg nú segja það.
Eg veit t. d. um mig, að eg
skilaði stúlkunni aftur, undir
eins og eg heyrði þetta, svo
að hann væri þó ekki alveg
allslaus!
iÖiuuneöö
DR. B. H. OLSON
Phones: 35 076 . 906 047
Consultation by. Appointment
Only
•
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
Dr. P. H. T. Thorlakson [
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts. j
Phone 22 866
•
Res. 114 GRENFELL BLVD. j
Phone 62 200 I
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30
•
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
406 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEG
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
•
506 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 36 888
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðingur í eyrna, augna, nef
og hálssjúkdðmum
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofusími 22 251
Heimilissími 401 991
Dr. S. J. Johannesson
272 HOME STREET
STE. 4 THELMA APTS.
á fyrsta gðlfi
Talsimi 30 877
0
Viðtalstlmi 3—5 e. h.
DR K. J. AUSTMANN’
410 MEDICAL ARTS. BLDG.
Stundar eingöngu, Augna-
Eyrna-, Nef og Háls-
sjúkdðma.
Viðtalstími 10—12 fyrir hádegi
3—5 eftir hádegi
Skrifstofusimi 80 887
Heimilissími 48 551
ÍH. A. BERGMAN, K.C.
íslenzkur lögfrœðingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1656
Phones 95 052 og 39 043
J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœðingur 0 • 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 LINDAL, BUHR & STEFANSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. LINDAL, K.C. A. BUHR BJÖRN STEFÁNSSON 0 Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET
i "" "" "" "" M" |j. J. SWANSON & CO. THORVALDSON &
EGGERTSON
LIMITED islenzkir lögfrœðingar
i 308 AVENUE BLDG., WPEG. G. S. THORVALDSON,
• B.A., LL.B.
| Fasteignasalar. Leigja hús. Út- A. G. EGGERTSON, K.C., LL.B.
• vega peningalán og eldsábyrgð af Skrifstofur:
! öllu tægi. 705-706 Confederation Life Bldg.
PHONE 26 821 SÍMI 97 024
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST„ WINNIPEG
0
pœgílegur og rólegur bústaOur
i niiðbiki borgarinnar
Herbergi $2.00 og þar yfir; með
baðklefa $3.00 og þar yfir.
Ágætar máltíðir 40c—60c
Free Parking for Ouests
A. S. BARDAL
848 SHERBROOOKE ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talslmi 86 607
Heimilis talsími 501 562