Lögberg - 20.07.1939, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚLf, 1939
7
Áfram-~~fram
á leið
-f4-f
Deilunni um skipakaup Eim-
skipafélagsins ætti nú að vera
senn lokið. Samkvæmt fyrri
ályktun aðalfunda, hefir stjórn
félagsins ákveðið, að láta smíða
stórt og vandað farþegaskip.
Skipið á að vera tilbúið í marz
eða apríl 1941.
En þegar nú þessi ákvörðun
hefir verið tekin, að láta smíða
vandað farþegaskip í stað skips,
sem aðallega væri ætlað fyrir
vöruflutninga eins og sumir
vildu að gert yrði, er rétt að at-
huga lítið eitt nánar, hvor stefn-
an, sá sem tekin var eða hin,
hafi verið meir í anda forgöngu-
manna EimskipafélagsinS.
•
Þegar verið var að stofna Eim-
skipafélagið var einmitt rætt um
tvær leiðir. önnur leiðin var
sú, að stofna félag með farm-
skipum eingöngu og taka aðeins
upp þá hlið samgangnanna við
útlönd. Hin leiðin var, að stofna
félag, er hefði á hendi samgöng-
ur milli íslands og útlanda og
með ströndum fram, bæði farm-
og farþegaflutninga, og var ætl-
unin, að félagið gæti siðar meir
fullnægt allri flutningaþörf
landsinanna á sjó.
Síðari leiðin var farin af for-
göngumönnum Eimskipafélags-
ins. Fyrsta skipið, sem félagið
réðist í að smíða var Gullfoss,
sem- sameinaði hvorttveggja,
farþega- og farmflutninga. —
Þetta skip var og er enn aðal-
farþegaskip Eimskipafélagsins.
En nú er Gullfoss 24 ára.—
Hann er koininn á Jiann aldur,
sem er svo hár, að ekki þykir
hentugt að eiga skip lengur. Þau
verða dýr í rekstri, viðhalds-
kostnaður verður mikill. En auk
þess fullnægir Gullfoss ekki
lengur kröfum tímans til far-
þegaskipa, hvorki um þægindj
eða hraða.
•
Þar sein nú er komið að því,
að fá þurfi skip í stað Gullfoss
var spurningin sú, hvort fylgja
ætti stefnu þeirri, sem forgöngu-
menn Eimskipafélagsins mörk-
uðu í upphafi, að sameina farm
og farþegaflutningana, eða
breyta til, hverfa frá farþega-
flutningunum og snúa sér ein-
göngu að farmflutningunum.
Stjórn Eimskips taldi sjálf-
sagt, að breyta í engu frá stefn-
unnj, sem forgöngumennirnir
set'tu í upphafi. Hún ákvað því,
að Gullfoss skyldi endurnýjaður
með nýju, fullkomnu farþega-
skipi. Aðalfundur félzt tvívegis
á þessa stefnu stjórnarinnar og
fól henni að sjá um smíði skips-
ins.
Þegar Gullfoss var smíðaður
var hann bezta "og fullkomnasta
farþegaskipið, sem sigldi föst-
um áæltunarferðum milli ís-
lands og útlanda. Hann skar-
aði langt fram úr öllum öðrum
skipum, sem voru í ferðum til
Islands.
Þegar nýja skipið kemur,
verður eins með það og Gullfoss
á sinum tíma, að það verður
lang-fullkomnasta farþegaskipið,
sem hér verður í ferðum Með
þessu sýnir stjórn Eimskips að
hún hefir skilið réttilega hvað
vakti fyrir forgöngumönnum fé-
lagsins, er það var stofnað.
Ef stjórn Eimskips hefði nú
farið hina leiðina og endurnýj-
að Gullfoss með skipi, sem að-
allega var ætlað fyrir fapmflutn-
inga, væri það alger stefnu-
breyting frá því, sem forgöngu-
menn Eimskips mörkuðu í upp-
hafi. Það hefði og beinlínis
verið stór afturför, því að þá
hefði Eimskip ekkert skip átt,
sem fyrst og fremst væri far-
þegaskip.
•
En nýja skipið mun auk þess
marka algerða stefnubreytingu í
siglingum fslendinga. Skipið
verður svo hraðskreytt, að það
getur farið 6 ferðir milli landa á
þrem sumarmánuðum, en Gull-
foss fer nú 3 ferðir á sama tima.
f þesstim ferðum getur nýja
skipið flutt til landsins 1122 far-
þegum fleira en Gullfoss, yfir
þrjá sumarmánuðina.
Þessi stórfelda aukning á
flutningi farþega hingað til
landsins mun færa þjóðinni
miklar tekjur, beint og óbeint.
Það er meira að segja ekki ó-
sennilegt, að nýja skipið verði
til þess. að opna augu lands-
manna fyrir því, að þjóðin á
þarna hulinn fjársjóð, sem henni
verður drjúg tekjulind i fram-
tíðinni.
Norðmenn hafa fyrir löngu
komið auga á þá tekjulind, sem
þeir hafa af erlendum ferða-
mönnum, enda nema nú
þessar tekjur þeirra tungum
miljóna árlega.
Við höfum vissulega ekki
ráð á, að kasta þessum tekj-
um frá okkur. Og framtíð-
in mun sýna og sanna, að
stjórn Eimskips hefir með
sniíði hins nýja skips stigið
hið mesta happaspor fyrir
land og þjóð.
—Morgunbl. 24. júní.
Skrifstofustjórarnir Her-
mansen og Hansen voru eng-
ir perluvinir og mátti segja
að fullur fjandskapur væri
milli þeirra. Þeir reyndu þó
með yfirborðskurteisi að láta
sem minst á fjandskapnum
bera.
Dag nokkurn vildi svo til
að þeir komu búðir jafnt að
lyftudyrunum.
—Gerið þér svo vel — þér
fyrst, sagði Hermansen.
—Nei, gerið þér svo vel að
ganga inn fyrst, sagði Han-
sen.
—Nei, nei, Hansen, gang-
ið þér á undan, sagði Her-
mansen.
—Nei, kemur ekki til mála,
sagði Hansen.
—Jæja, farið þér þá til
fjandans, sagði Hermansen
og gat ekki stilt sig lengur.
—Gerið þér svo vel að fara
á undan, sagði Hansen.
♦ ♦
—Pabbi, af hverju eru
negrar svartir?
—Hvaða kjána spurning er
þetta, drengur, ef þeir væru
ekki svartir, væru þeir ekki
negrar.
Are you shut in |li||||||
by poor road con-
ditions caused hy
storin and rain?
When the roads are °
bad and you are unahle
to make that social visit
or trip to town you had
planned, the TELEPHONE
provides a quick means of ^
communication with the out-
side world. Its small cost will
pay you rich dividends in time,
k money, friendship and secur-
ity. You can shop —visit—plan
m —BY TELEPHONE! «,
Björg Jónsdóttir Carson
24. ÁGÚST 1875 — 2. JÚLf 1939
•
“Þeim fækkar ört, sem
fremst á veröi stóðu
á frama, vegs, og mann-
dáðanna braut,
sem undirstöður okkar
giftu hlóðu
og áttu gegmda i hjö-rtum
fagra sjóðu.
er hver og einn í húsum
þeirra naut.”
Fyrir fáum dögum síðan fluttu vikublöðin íslenzku
dánarfregn þessarar velþketu og ágætu konu. Nú langar
mig til að bæta fáeinum orðum við það, sem þar var
sagt, þó upplýsingar um ættir hennar hafi eg ekki nægi-
Iegar til þess að gera því eins góð skil og eg hefði óskað.
Björg var fædd á Gilsárvallahjáleigu í Borgarfirði
í Norður-Múlasýslu 24. ágúst 1875. F.oreldrar hennar
voru þau Jón Árnason. hóndi þar og ólavía Jónsdóttir.
Fluttu þau hjón til Vesturheims árið 1886 ásamt börnum
sínum og bjuggu hér í Winnipeg um margra ára skeið,
og er risna þeirra og góðgerðasemi enn í minnum höfð.
Þrátt fyrir það að Björg heitin kom hingað vestur
aðeins barn að aldri, tók hún snemma drjúgan þátt i
íslenzkum félagsmálum. Mun hún hafa verið ein af
stofnendum Tjaldbúðarsafnaðar hér í borg og vann hún
að öllum framfara málum þess safnaðar af iniklum dugn-
aði, unz hann hætti að starfa sem sérstakur söfnuður.
Hún var og ein af stofnendum Jóns Sigurðssonar félags-
ins og var sístarfandi að heill þess félags meðan kraftar
hennar entust. Þar að auki tók hún þátt í margskonar
öðrum félagsmálum og lét sér mjög ant um heill og heið-
ur islenzka þjóðarbrotsins hér vestra, enda unni hún fs
landi og gladdist yfir hinum miklu framförum þess. Var
vinum hennar því gleðiefni að atvikin höguðu þvi þannig
að hún gat sótt hina miklu hátíð á Þingvöllum 1930, og
geypidi hún margar fagrar endurminningar um þá ferð
og veru sína heima.
Joseph Carson, eiginmaður hennar, andaðist hér í
Winnipeg i septemhermánuði 1938, og lifa foreldra sína
þrjár dætur: Mrs. D. Bruce Murray og Mrs. James Braid
Smith, báðar til heimilis í Winnipeg, einnig Miss Alma
V. Carson til heimilis í Chicago.
Fyrir nokkruin árum misti Björg heitin tvo bræður
sína, Árna lögmann Anderson og Einar Sigurð Anderson.
Hinn síðarnefndi féll í stríðinu mikla á Frakklandi.
Á lifi eru fjögur systkini hennar: Maria K. Ander-
son, i Vancouver; Carl J. Anderson, Winnipeg; Gunnl.
Anderson, Winnipeg og Gunnar Anderson, Watson, Sask.
Að hafa kynst þessari látnu merkis-konu er mikill
ágóði, — andlega talað. Á þeim sviðum er mest um
vert að kynnast sönnu fólki, fólki, sem á hugsjónir, sem
hvorki mölur né ryð fá grandað. Þeir, sem þannig eru
frá guðs hendi á götu vora settir, hafa ekki einungis
bjargað sinu eigin lífi, heldur og auðgað líf allra þeirra,
sem gæfu báru til að hafa einhver kynni af þeim.
Frá öndverðu var heimili þessarar látnu konu sam-
komustaður hinnar ungu uppvaxandi kynslóðar íslend-
inga hér. Hinu umkomulausa og fátæka skólafólki var
hún sem bezta móðir og leiðbeinandi í hvívetna. Munu
fáir kalla það fleipur er eg endurtek það, sem fyr hefir
verið svo fagurlega sagt: “Að þekkja hana var að elska
hana.” Hennar góðverk, ósérplægni og vinfesta fylgja
henni út yfir gröf og dauða.
Hér læt eg þá staðar numið og kveð þessa glæsilegu
og trygglyndu konu með þessum alkunnu orðum:
“P"ar þú í friði,
Friður guðs þig blessi,
Hafðu þökk fyrir alt og alt.”
P. S. Pálsson.