Lögberg - 27.07.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 27.07.1939, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JÚLf, 1939 7 VESTMANNADAGUR (Framh. frá. bls. 4) son rithöfundur og Steingrím- ur Arason kennari. Þeim til aðstoðar starfaði fjölmenn starfsnefnd, og voru í fram- kvæmdarstjórn hennar Ari K. Eyjólfsson, Egill Vilhjálmsson og Thor Jensen-Brand. Vöku- nienn hjálpuðu til að halda uppi reglu á hátíðinni og niargir fleiri veittu aðstoð sína á ýmsan hátt. Hefir Tím- inn verið beðinn að flytja þakkir forstöðunefndar til allra þeirra, sem veittu henni aðstoð. —Tíminn 4. júlí. • liVEÐJUR til VES TMA NNA DA GSINS Vestmannadeginum á Þing- völlum barst eftirfarandi sím- skeyti frá Þjóðræknisfélagi fs- lendinga í Vesturheimi. F'ormaður Vestmannadgasins, Lingvöllum. Beztu kveðjuóskir. Þakkir Vestur-íslendinga fyrsta Vest- rnannadeginum á Þingvöllum. Þ jóðræknisfélagið.” Frá forsætisráðherra, sem heldur nú leiðarþing í kjör- dæmi sínu, barst svohljóðandi skeyti: “Vestmannadagurinn, Þing- völlum, Sigfús Halldórs frá Höfnum. Eg sendi fyrsta Vestmanna- degi á Þingvöllum innilega kveðju mína. Við Islendingar á tslandi minnumst í dag og þökkum stórvirkin, sem Is- lendingar í Vesturhcimi hafa unnið fyrir ísland, verk, sem e.ru ómetanleg fyrir heiður íslands og menningu. Eg færi fram þær óskir að Vestmanna- dagurinn á Þingvöllum nú og framvegis megi viðhalda bræðraböndum og efla þau milli íslendinga beggja megin hafsins. Hermann Jónasson.” Frá aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga í Reykholti barst eftirfarandi skeyti: “Vestmannadagurinn, Þingvöllum. Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga, sem stendur yfir i Heykholti, sendir Vest- mannadeginum á Þingvöllum kærar kveðjur og óskir að hann megi Verða til þess, að hnýta fastar bræðraböndin milli íslendinga vestan hafs og austan.” Frá Vökumönnum barst eft- irfarandi skeyti: “V estmannadagurinn, Þingvöllum. Vökumenn íslands hylla hugsjón Vestmannadagsins. Traust séu og drengileg f.rænda-handtökin yfir haf. Guðmundur Gíslason, Reykjaskóla.” —Tíminn 4. júlí. ÁVARP FJA LLKONUNNAR Vigdís Steingrímsdóttir, forsætisráðherra frú Við höldum hátíð í dag — óvenjulega hátið. Eg verð að játa fyrir ykk- ur, börnin mín, að eg hefi verið skammsýn eins og mæðrum hættir stundum til. En leyfið mér að flytja fram þá afsökun, að mér hef- ir gengið margt í mót. Það er ekki fyr en á sein- ustu tímum, að eg hefi öðl- ast skilning á landnámi barna minna í Vesturheimi. Þegar þau létu frá landi, myndi eg hafa kosið að halda þeim hjá mér, og hlaut að trúa á batn- andi hag. Mér hugkvæmdist ekki þá, að með þessu landnámi væru þau að ganga á vog með hin- um mestu menningarþjóðum um andlegt og líkamlegt at- gervi, og að þetta myndi verða mér og börnunum, sem heima voru, til vegs og brautar- gengis. Mér hugkvæmdist þá held- urur ekki, að með þessu land- námi yrði skapaður tengilið- ur við gleymdan atburð, er Leifur sonur minn fann Vest- urheim fyrstur Evrópumanna. Eg hugsaði ekki þá, að trygð þeirra og ástríki myndi bera svo hátt í listum og þjóð- legum fræðaiðkunum, í orð- um og athöfnum, sem öll reynsla fær um sannað. Alt er þetta tilefni hátíðar- innar, sem við höldum í dag. Eg flyt hugheilar kveðjur og þakklæti hinni miklu fóstru þessara barna minna, og treysti því, að þau reynist henni jafn skyldurækin eins og þau hafa verið mér ástúð- leg. En þeim sjálfum vil eg leggja ríkt á hjarta, að þau varðveiti jafnan vegarnestið, móðurmálið og menningararf- inn, sem mun verða þeim íil gæfu og gengis hér eftir sem ZICZAG 5' Orvals pappír í úrvals bók 5 2 Tegundir SVÖRT KAPA BLÁ KÁPA Hinn upprunalegi þ u n n I vindlinga pappír, sem flestir, er reykja “Roll Vour Own” nota. BitSjitS um “ZIG-ZAG” Black Cover “Egyptien” úrvals, hvítur vindlinga pappír — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eifts og þeir væri vafSir I verksmiSju. BiSjiS um “ZIG-ZAG” Blue Cover hingað til, en mér trygging fyrir áframhaldandi barna- láni. Lifið heil. —Tíminn 4. júli. EFTIR VESTMA NNA DA GINN Fyrsti Vestmannadagurinn á fslandi var haldinn í fyrra- dag. Nokkur þúsund manna komu saman á Þingvöllum til að minnast landa í Vestur- heimi og hins merkilega starfs þeirra þar. Á þessum fyrsta Vest- inannadegi féllu mörg hlýleg orð i garð Vestur-íslendinga. Ræðumennirnir mintust hins mikla dugnaðar þeirra, sem komið hefði jafnt fram við andleg og verkleg störf. Þeir mintust ástar þeirra á íslandi, íslenzku þjóðerni og íslenzkri tungu. Þeir mintust aukins vegs og álits, sem framkoma landa vestra hefði aflað hin- um íslenzka kynstofni. . Með árlegum hátíðisdegi, sem helgaður er Vestur- fs- lendingum líkt og Vestmanna- dagurinn á Þingvöllum í fyrra dag, hefir þjóðin stigið stórt og merkilegt spor til að bæta fyrir þann kulda og skilnings- leysi, sem hún hefir oft sýnt Vestur-fslendingum og mál- efnum þeirra á umliðnum ára- tugum. Þessum góða sið verður því að halda áfram og treysta á þann hátt vinar- böndin milli fslendinga aust- an hafs og vestan. En jafnhliða því þarf heimaþjóðin að sýna skilning sinn í verki. Verndun is- lenzkrar tungu og þjóðernis í hinu mikla þjóðahafi vestra er vissulega mikill vandi. I því starfi þurfa Vestur-íslending- ar ekki aðeins að njóta fulls (Framh. á bls. 10) 50 ára^afmœli ísluiulimiadiiúsiiis í Gimli Park . . . Mánudaginn 7. ágúát, 1939 Miss Canada, MISS EVELYN TORFASON Miss Ameríka, MISS GUÐRÚN ANNA ISFLLD Forseti, JÓN J. SAMSON Fjallkona, MISS SIGURBORG DAVÍÐSON Formaður iþróttanefndar, E. A. ISFELD Klukkan 10. f'. h., íþróttir fara fram á íþróttavellinum i Gimli Park O. (Dansinn byrjar kl. 9 e. h.) Tho-rsteinsson’s Old Time Orchestra spilar fyrir dansinum Skemtiskrá (Skemtiskrá byrjar kl. 2 e. h.) ‘O Canada” um leið og Fjallkonan kemur 0. 10. 11. 12. Hljómsveitin leikur: í hliðið. Hljómsveitin leikur: “ó, Guð vors lands,” þegar Fjallkonan er komin að sæti. Forseti, Jón J. Samson, setur hátiðina. Karlakór íslendinga í Winnipeg: “Fjalladrotning móðir mín.” Ávarp Fjallkonunnar: Miss Sigurborg Davíðson. Karlakórinn og hljóðsveitin: “O Canada.” Ávarp Miss Canada: Miss Evelyn Torfason. Karlakórinn og hljóinsveitin: “The Star Spangled Banner.” Ávarp Miss Ameríka: Miss Guðrún Anna ísfeld. Hljómsveitin: “Maple Leaf For Eever” Ávörp heiðursgesta. Hljómsveitin leikur: “ó, fögur er vor fósturjörð.” 13. 14. 15. 10. 17. 18. 19. 20. 21. 22 Minni íslands: Séra V. .1. Eylands. Karlakórinn: “Brennið þið vitar.” Minni fslands, kvæði: Dr. Richard Beck. Hljómsveitin: “öxar við ána.” Minni landnemanna: Friðrik Sveinsson. Karlakórinn: “Lýsti sól stjörnustól.” Minni landnemanna, kvæði: V. J. Guttormsson. Hljómsveitin: “Þú bláfjalla geimur.” Listdansar: 10 stúlkur frá Selkirk. Karlakórinn: Nokkur lög. Kl. 4, skrúðganga: Fjallkonan leggur blómsveig á landnema- minnisvarðann. Kl. 7, almennur söngur undir stjórn Alderman Paul Bardal. Aðgangur að garðinum 25c lyrir fullorðna, lOc fyrir börn innan 12 ára. (Kl. 9, dans í Gimli Pavilion). Aðgangur að dansinum 25c. Karlakór fslendinga í Winnipeg syngur undir stjórn Ragnars H. Ragnar. Gunnar Erlendsson við hljoðtærið. — Gjallarhorn og hijoð- aukar verða við allra hæfi. — Sérstakur pallur og sæti fyrir gullafmælisbörnin. Gestir frá Islandi: Vilhjálmur Þór, framkvæmdarstjóri íslandssijningar- innar í New York og Árni G. Eylands, verkfæraráðunautur Sambands íslenzkra samvinnufélaga. JÓN J. SAMSON, forseti DAVIÐ BJÖRNSSON, ritari.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.