Lögberg - 31.08.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 31.08.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. ÁGÚST, 1939 Frelsi og jafnræði ' Eftir* Ásgeir Ásgeirsson. í nafni frelsisins var ísland numið og enn er það heitasta ósk íslendinga að lifa sem frjálsir menn i frjálsu landi. Hér mun hafa verið frjálst um að litast, þegar Ingólfur setti fyrst bú í Reykjavík, engir skattar, engin lög og — engir nágrannar. En brátt jókst bygðin í kringum hann og færðist á nokkrum árum kring um alt landið. Lands- menn urðu þess brátt vísari, að með lögum skal land byggja, og stofnuðu þjóðfélag, sem frægt er orðið og ber nú hærra við himin sögunnar en flest önnur samtíðarríki. Síð- an hefir enginn verið frjáls á íslandi í sömu merkingu og hinn fyrsti landnámsmaður— nema máske Grettir í Drangey og Fjalla-Eyvindur. Fin þeirra frelsi á ekkert skylt við það frelsi, sem bygðamenn þrá að njóta í samfélagi við aðra, sem lúta sömu lögum. f stjórnmáladeilum getur eng- inn í fullri alvöru, átt við það frelsi, sem frumbygginn nýtur, útlaginn eða ræninginn. Þegn- frelsi er annars eðlis og sam- rýmanlegt allri félagslöggjöf, sem sett er ýmist til að koma í veg fyrir að fáir menn hafi aðstöðu til að takmarka frjáls- ræði alls almennings eða til að láta frelsið fara vaxandi með þjóðinni. Á yfirborðinu virðist svo, að mótsetning sé á milli frelsis einstaklingsins og lagasetningar þjóðfélagsins. En þessi refhvörf, eins og Snorri mundi kalla það, eru aðeins á yfirborðinu. Þegar dýpra er leitað, kemur i Ijós, að frelsi er óhugsandi í þjóð- félagi án félagslöggjafar, sem verndar einn fyrir öðrum og lyftir hag heildarinnar. Frelsi er vigorð, sem á greiðan aðgang að hjörtum flestra íslendinga, enda er það óspart notað. Er það og ekki að undra, því undir merkjum frelsisins hefir stjórnmálabar- átta fslands verið háð alt frá þvi á dögum Fjölnismanna og lengur þó. Fyrir frelsi og full- veldi þjóðarinnar var barist látlaust í heila öld gegn er- lendri kúgun og yfirráðum manna, sem fákunnugir voru um okkar hag. Þar var bar- ist fyrir þjóðfrelsi, og auð- skilið að baráttugildi þessa orðs hækkaði svo sem frekast má verða í hugum manna. Það, sem, barist var fyrir, var frelsi til sjálfstjórnar, og koma þar skýrt fram hin sömu refhvörf og áður var getið. — Hvort sem um er að ræða frelsi þegnsins eða þjóð- arinnar, þá er það jafrmn frelsi til sjálfstjórnar. Frelsi og stjórn eru engar andstæð- ur. Án frelsis verður stjórnin harðstjórn og án stjórnar leið- ir frelsið til glötunar. Fyrir frjálsri verzlun var og háð löng barátta og ströng. Sú barátta var háð í þeim tvennum tilgangi, að verzlunin færðist inn í Tandið og að sannvirði skapaðist í viðskift- um við frjálsa samképni. Hið fyrra atriði átti að færa arð- inn af verzluninni inn i land- ið og hið síðara í hendur þeim, sem til hans höfðu unn- ið. Sá tilgangur hefir náðst, að frjáls verzlun yrði til þess að verzlunin færðist inn í landið, en um hitt má meira deila, hvort líklegt sé, að frjáls smakepni færi mönnum sann- virði í viðskiftum. Stærsta á- takið til að ná því marki er vöxtur og viðgangur sam- vinnufélaganna í landinu og má af því bezt sjá, hve fráleitt það er að .skilja á milli kaup- félagsskapar og frjálsrar verzl- unar eias og oft hendir í urn- ræðum. Kaupfélagsskapurinn er í eðli sínu einn þáttur hinn- ar frjálsu samkeprþ. Fram að ófriðnum mikla virtust horfurnar góðar um vaxanríi samkepni og verzlun- arfrelsi. Batnandi samgöngur í allar áttir juku stórum möguleikana á því, að hver vara væri framleidd og unnin, þar sem hin náttúrlegu skil- yrði væru bezt. Það var frjálst að kaupa á þeim markaði sein var ódýrastur og selja þar, sem bezt var borgað fyrir vör- una. Það leit út fyrir að þessi litli hnöttur, sem vér bvggj- um, væri ekki of stór til að geta orðið ein viðskiftaheild. h)n hvort sem það nú er af því, að heimurinn sé of stór eða mannskepnan of lítil, þá hafa hinar glæsilegu vonir farið í rúst. Við þetta hefir breyzt alt viðhorfl í vérzlunar- málum og færast nii öll við- skifti óðfluga í áttina til full- kominna vÖruskifta. Það er erfitt, eins og nú er komið, að halda uppi nútímamenningu í landi, sem hefir fábreytta framleiðslu og skortir bæði skóga, námur og kornakra — að eg nú ekki nefni kaffið, sykurinn og tízkuvörur. ís- lendingar verða nú að skámta bæði innflutning og útflutning og eru ófrjálsir um það, hvai1 er keypt og selt. Það er uin- heimurinn, sem hefir skelt yfir okkur þessum holskefl- um, og okkar frjálsræði í því einu fólgið að ráða því, hvern- ig skuli lenzað í þessu hafróti. Vitanlega er um það deilt, hvernig skuli haga seglum og stjórnað, en ekkert eiga þær deilur skylt við hina gömlu viðureign milll frjálsrar, inn- lendrar verzlunar og erlendrar einokunar. Aðferðirnar verða að breytast með gerbreyttunfi skilyrðum, en tilgangurinn með þeim ráðstöfunum, sem nú kalla að, á að vera hinn sami og áður, að tryggja mönnum sem jafnasta ' að- stöðu í viðskiftunum og sann- virði. Til þess höfum við nú óskoraða sjálfstjórn að skapa í þessum efnum sem mestan jöfnuð og frelsi. Frelsi einstaklinganna verð- ur ekki með öðru móti betur varðveitt og aukið en því, að bæta og jafna lífskjörin. Það frelsi, sem verðskuldar að heita því nafni, er nátengt þeim kjörum, sem almenning- ur á við að búa. Það frelsi, sem þjóðin hefir hlotið, á að endurspeglast í lífskjörum þegnsins. Hið einfalda líf bóndans og sjómannsins, þeg- ar flest var heimafengið, heimtaði ekki mikil afskifti þjóðfélagsins. öðru máli gegnir um hið margbrotna líf og margþættu viðskifti nú- tímans. Vinnufús maður, sem er atvinnu- og bjargarlaus fyr- ir sig og sína, er hvorki frjáls né líklegur til að fórna miklu fyrir það “frjálsræði,” sem hann hefir til að svelta. Og þegar margir safnast saman, sem búa við skort og þrælkun, þá eru mestar líkur til, að þeir safnist í sveit þeirra, sem gefa stærst fyrirheitin gegn þvi að fá einræði. Atkvæðis- rétturinn verður einskisvirði, ef hann hefir ekki áhrif á lifs- kjörin. Hann hefir ekki sinn tilgang í sjálfum sér, heldur er hann meðal til að ná því inarki, sem hvert frjálst og fullvalda þjóðfélag stefnir að, að skapa góð kjör og glæsi- legt þjóðlíf. Þá fyrst eru menn frjálsir þegar hver, sem til þess vinn- ur, hefir nægilegt fyrir sig og sína af hinum brýnustu lífs- nauðsynjum og auk þess nokkurn frítíma og fjármuni til að geta notið hollra nautna sem fíestar eru ódýrar. Þjóð- félagið er því frjálsara og frelsi þess því traustara, því fleirj sem eiga hús sitt og lít- inn hlett, áhöld til að bjarg- ast við, blöð og bækur og frjálsar stundir til þess að sinna, óþreyttir, sinni instu þrá. Það er þessvegna, sem félagshyggjan er frelsishreyf- ing nútímans gegn úreltri ein- staklingshyggju, sem nú orðið hefir það aðalmark, að vernda sérhagsmuni og sérleyfi. Það er hin mikla frelsisbarátta vorra tíma að tryggja þeim, sem fúslega inna af hendi störf sín og skyldur, jafna að- stöðu i margbreyttu jijóðfé- lagi, þar sem hættan er mesl á þvi að lítilmagninn verði troðinn undir. Það er nauð- syn þéttbýlisins og hinna flóknu og margþættu við- skifta og atvinnuhátta nútím- ans að setja margskonar lög og reglur til að tryggja frelsi almennings. Frelsið er ekki eins og jarðgróinn steinn, sem hægt er að setjast á og standa ekki upp af aftur, heldur eins og lífið sjálft, sem sifelt verð- ur að endurnýjast til að það varðveitist. En það villir mörgum sýn, að aðferðir frelsisbaráttunnar verða að breytast með breyttum skil- yrðum. Þá fyrst er hægt að tala um frelsi, þegar búið er að yfir- vinna hinn sárasta skort. En auður og völd hrökkva þar fyrir ekki til að gera menn frjálsa eða frjálslynda. Arf- geilgum völdum og miklum auðæfum fylgja þvert á móti hagsmunir og sérréttindi, sem eiga mikinn þátt í að snúa mönnum til varnar gegn frelsis- og jafnaðarkröfum. Hagsmunirnir íoka huganum og blinda mönnum sýn. Þeim fylgja fordómar, en ekki frjálslyndi. Ofsíækið leiðir til ofbeldis, en umburðarlyndi skapar frjálsar umræður og málamiðlun. Frjálsum þjóð- um er mest hætta búin af öll- um öfgum, hvort sem er í skapferli, skoðunum eða efna- hag. örbirgð og auðmagn er hvort tveggja jafn hættulegt því félagsfrelsi, sem er tvinn- að saman úr frjálsTæði og jafnræði og helzt á skilið að heita bræðralag. Slíkt jafn- ræði og frjálsræði þrífst helzt ekki nema við lýðræðisskipu- lag og friðsamleg viðskifti milli þjóða. f skjóli þess vex samúð og skilningur. Rann- sóknir eru’ frjálsar og sann- leiksleit. Bókmentir, listir og visindi geta þróast frjálst, eins og persónuleikinn. Toppbrum- in eru ekki stýfð af og ekki skorið fyrir rætur hins unga lifs, sem er að kvikna. Þetta frelsi hyggist á friði. Stríðsdygðirnar eru af öðrum uppruna. Það byggist á lög- um. Stjórnleysið gerir yfir- gangsseggina eina frjálsa. Það byggist á þeim möguleikum sem náttúran veitir í hverju Iandi af gnægtum sínum og takmarkast af fátækt hennar. Það setur hóflegar hegningar við afbrotum. Hegningarnar eru miðaðar við það, sem nauðsynlegt er til að vernda þjóðfélagið. Frjáls þjóð ver sig, en hefnir sín ekki, og er óhrædd við allar nýjungar og hreyfingar, sem eiga rætur sínar í kjörum, reynslu og eðli fólksins. Það dugar eng- in skyndibylting' til þess að verða frjáls, hvorki fyrir þegn né þjóð. Menn verða ekki kúgaðir til frelsis og sjálf- stjórnar, heldur verður að berjast fyrir því og ávinna það. Leiðin frá kúgun til frelsis er löng og torsótt, eins og allar þroskaleiðir. Frelsið býr í þeirri sál, sem er orðin frjáls og kann að stjórna sér og með þeirri þjóð, sem er langæfð í að varðveita þetta jafnvægi. —Vaka. íslenzki karlakórinn (Framh. frá bls. 3) frá að einn samkomusalur rúmaði alla er kröfðust inn- göogu. Líklega hafa um 5,000 manns heyrt þessa skemtiskrá á báðum þessum saipkomu- stöðum. Varð nú ]>vi næst nokkurt hlé, svo að fólk gat tekið til þess all-mikla stund að skemta sér eftir eigin vild. En rétt fyrir miðnætti söng karla- kórinn enn nokkra íslenzka söngva í danssal stórum, þar sem júbíl-nefndin hafði efnt til dansskemtunar. Milli þess sem dansarnir fóru fram, skemtu hin ýmsu þjóðarbrot ríkisins með ýmsu móti, í sem beztu samræmi við siðvenjur sinnar eigin þjóðar. Hefði nú mátt vænta, að þessi saga væri öll sögð. En hér verður að bæta því við að hópurinn íslenzki, sem lagði af stað heim aftur frá Bis- marck úr hádegi miðvikudags- ins 23. ágúst. Kom við á leiðinni í Upham, N.D. og heimsótti landa sina þar, og hélt þar söngsamkomu sem byrjaði nálægt kl. 9 að, kveld- inu. Hafði bygðarfólk verið falið að ráða því hvort þeir seldu aðgang að samkomunni eða ekki, og hvað þeir gjörðu með það sem inn kæmi, ef eitt- hvað væri. Afréðu þeir að hafa frjáls samskot og varð sú upphæð um íi?27.00. Af- henti bygðin karlakórnum þá upphæð. Var skemtiskráin hafin á sama hát't og verið hafði við “All Nations’ Pro- gram” í Bismarck. Fjallkonan söng “ó Guð vors lands” og kórinn með henni, því næst söng Mrs. Sigmar sóló. Söng svo karlakórinn marga marga islenzka söngva, við ágætan orðstír. Auk þess spilaði hr. R. H. Ragnar piano solo. Mrs. W. K. Halldorson og Mrs. H. CEALED TENDERS addressed tb the ^ underalgned and endorsed “Tender for interior fittings, Postal Statlon “F“ Winnipeg-, Man.,“ will be received until 12 o'cloek noon (daylight saving), VVed- nesday, Septeml)er 13, 1939, for* the sup- ply and installation of interior fittings in Postal Station "F", Winnipeg, Mani- toba. Plans and specifications can be seen and forms of tender obtained at the offi- ces of the Chief Architect, Department of Public Works, Ottawa, and the Resi- dent Architect, Customs Building, Win- nipeg, Manitoba. Tenders will not be considered unless made on the forms supplied by the De- partment and in accordance with the | conditions set forth therein. Each tender must be accompanied by a certified cheoile on a chartered bank in Canada, payable to the order of the Honourable the Minister of Public Works, equal to 10 per cent of the amount of the tender, or Bearer Bonds of the Dominion of Canada or of the Canadian National Railway Company and its constituent companies, uncondltionally guaranteed as to principal and interest by the Domin- ion of Canada, or the aforementioned bonds and a certified cheque if required to make up an odd amount. By Order, J. M. SOMERVILLE, Secretary. Departmcnt of Public Works, Ottawa, August 23. 1939. Sigmar sungu tvísöng og þeir Mundi Snydal og Eric Sigmar sína sólóna hver. Eftir að skemtiskránni lauk, ávarpaði S, S. Einarson karlakórinn og fór um hann og söng hans lofsamlegum orðum. Hið sama gerði og Rev. F. Ott, sviss- neskur prestur, sem býr í bænum. Var gestum því næst boðið í kjallarsal kirkjunnar þar sem rausilarlegar veiting- ar voru frambornar af heima- fólkinu. Er veitingar höfðu verið þegnar, reis hr. R. H. Ragnar úr sæti sínu og ávarp- aði bæði samkomugesti og kórinn; þakkaði hann heima- fólki og kór fyrir gestrisni og góða samvinnu og kvaddi að þessu sinni. Talaði þá for- seti karlakórsins, hr. S. J. Hallgrímson nokkur orð. þakkaði Uphambúum góðar móttökur og greiðasemi, og vék því næst máli sínu til söngstjórans, hr. R. H. Ragn- ar. Þakkaði hann honum komu hans að þessu sinni og hans góða starf í þágu flokks- ins, og afhenti honum upphæð þá, er kórnuin hafði verið greidd við samkomuna, og bað hann þiggja það sem litla vin- argjöf frá kórnum, til minn- ingar um þessa ferð og þetta starf; og þakkaði söngstjór- inn það á viðeigandi hátt. Það mun hafa verið rétt á miðnætti að sveitin frá Pem- bina Co. lagði af stað frá Up- ham, heim til sín. Heim náði hópurinn um kl. 5 að morgni, voru þá allir að verða sifjaðir., en þó ánægðir út af því hve vel þessi ferð hafði tekist. Og þá er nú sagan sögð. Mætti mörgum þakka fyrir á- gæta framkomu í þessu sam- bandi, en þó sérstaklega Guð- mundi dómara Grímson, er hleypti þessu fyrirtæki af stokkunum, og vann að því vel og dyggilega frá byrjun til enda, og Th. Thorfinnssyni, sém lagði líka mikið á sig á margan hátt, við að undirbúa ferðina. H. S. Norskt blað segir frá því, að iðnaðarmaður einn hafi verið dæmdur í 3 mánaða fangelsi fyrir að kyssa stúlku. Blaðið bætir því við í glensi, að sl(kt hafi oft kostað mann “ævilangt-------”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.