Lögberg - 31.08.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 31.08.1939, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. ÁGÚST, 1939 7 Klauátrið á Sínaí G. E. Eyford þýddi. Klaustur þetta er eitt hinna inörgu og merkilegu leyfa hins forna Byzaniska ríkis. Það ffr sagt að það hafi verið bygt árið 539, og er því fullra 1400 ára gamalt. Hinn velþekti og víðförli ferða- og fræðimaður, H. V. Morton, sem rannsakað hefir f.jölda fornmenja á Egypta- landi og skrifað afar fróðlegar bækur um pýramídana, must- eri og grafhvelfingar hinna fornu Pharoa og annars stór- mennis. Síðastliðið sumar tókst Mr. Morton ferð á hend- ur til klaustursins á Sínaí. Eftir að hafa lokið rann- sóknum sínuin j “Konunga- öalnum,” og séð hvar hinir stóru óbeliskar höfðu verið sprengdir úr berginu, fór hann til Suez, til að búa undir hina fyrirhuguðu ferð til Sínai. Manni getur komið til hug- ar að spyrja hvað það sé, sem seiðir fjölda ferðainanna ár hvert, yfir hina löngu og ill- færu leið til Sínaí-fjallsins. Það er ekki fjallið eitt, sem menn sækjast svo eftir að sjá, þó merkilegt og sagnfrægt sé. Við fjallsrótina stendur grískt munkaklaustur, sem verið hef- ir við lýði í þess upprunalegu gerð, að mestu eða ðllu levti óhaggað í full 1400 ár. Sínaí- fjallið er merkur sögulegur staður, eftir því, sem erfikenn- irigarnar herma; þar átti Jave að hafa gefið Móses steintöfl- Ur þær, er hin tíu lagaboðorð óttu að hafa verið rituð á. Til þessara stöðva hefir ver- ið erfitt að komast yfir hina ægilegu Sínaí-eyðimörk, enda inargir týnt líl'inu á þeim ferð- um. Það var fyrst eftir heims- styr.jöldina að menn tóku upp á að nota lrila til eyðimerkur- ferða, þeir eru útbúnir með afar breiðum hjólgjörðum. Alt til Jiess var eini vegurinn að nota úlfalda til slíkra ferða, en það var fremur sein- ■egt f erðalag, þjá ]iað tók sjó riaga hvora leið, frá Cairo á Egyptalandi til Sínaí, en nú tekur það aðeins einn dag á eyðimerkurbílum, hvora leið. • Eg dvaldi ekki lengi í Suez enda er það borg, sein mér Huindi ekki geðjast að til lang- dval ar. Borgin má þó heita falleg og hreinleg; hún stend- Ur við vík, er skerst inn lir Suez-fl óanum. Flóinn sýnist fagurblár vfir að líta. Þar eru hinar beztu baðstöðvar, sem fólk sækir að frá fjarlægum stöðum. Meðfram ströndinni áir og grúir af hinum ein- kennilegustu fiskuin og skelj- U'm. Frá Suez er all-tilkomumikil fjallasýn meðfram flóanum að vestanverðu, en til austurs liggur hin gula, öldumyndaða Sínaí-eyðimörk, Auk þessa vekja hin stóru gufuskip, sem stöðugt eru að fara eftir Suez- skurðinum mikla eftirtekt, því frá borginni að sjá er eins og þau komi út úr sandöld- unuin, eða hverfi inn í þær aftur á dularfullan hátt. Eftir að eg hafði skoðað mig um í Suez, fór eg að hugsa um að fá mér fylgdarmanna, sem vanur væri eyðimerkur- ferðum, og eg var svo heppinn að komast í kynni við mann, sem átti og starfrækti bíla- skála, og átti marga bíla; hann var strax viljugur að fara með mig til Sínaí, og kvaðst verða tilbúinn að leggja á stað næsta morgun. Hann var Grikki, og hét Mich- ael Villinis, og leit út fyrir að vera sannur samlandi Ulysses, ef ekki Ulysses sjálf- ur. Hann var heljarmenni að vexti og burðum, og leit út fyrir að vera hinn skemtileg- asti leiðsögumaður. Hann var vel kunnugur eyðimörkinni, hafði farið fimm sinnum til Sinaí, og var vel kunnugur munkunum í klaustrinu. Hann sagði mér að1 við þyrftum tvo bíla til ferðarinnar, í tilfelli ef eitthvað bilaði á leiðinni. Við höfðum líka talsverðan far- angur, auk matvæla, sem áttu að duga okkur í sex daga, því það var áætlaði tíminn til þessarar ferðar. “Það er betra að hafa mat- reðislumann,” sagði Mr. Vil- liriis. “Eg skal útvega hann og sjá um allan undirbúning lil fararinnar.” • Mér leizt svo vel á Mr. Vil- linis, og eg fékk strax það traust á honum að hann væri hinn ábyggilegasti maður, enda reyndist hann svo, að eg álít hann einn hinn ábyggi- legasta mann, sem eg hefi kynst á æfinni. Það er ekki vani minn, á ferðalögum að fela fylgdarmönnum mínum allan undirbúning og urrisjón, en eg verð að segja það mér til hróss, að eg er svo mikill manriþekkjari, að eg sá strax að við áreiðanlegan mann var að skifta. Kllukkan 5 næsta morgun koin Mr. Villinis til að láta inig vita að alt væri tilbúið til ferðarinnar, og þegar eg kom út, stóðu báðir bílarnir fyrir framan hótelsdyrnar. í öðrum bílnum var eg og Mr. Villinis, sem Stýrði hon- um, farangur minn og stór kista, seiri var fylt alls konar matvælum, svo sem kalkún- um, hænsnum, dúfum, kálfa- kjöti, sauðakjöti og mörgu öðru góðgæti, sem minn um- byggjusaini Mr. Villinis hélt að eg kynni helzt að hafa lyst á að borða, á þessu eyðimerk- ur ferðalagi. Þetta var alt vandlega pakkað í ís, svo ekki skemdist. f hinum bílnum voru ullar ábreiður, sem Mr- Villinis tók með, ef við skyldum þurfa að liggja úti á eyðimörkinni. Þar voru og körfur og kassar með alls' konar ávöxtum, ásamt stórri tunnu, sem var full af fersku vatni. Ungur Grikki stýrði bílnuni og í framsætinu hjá honum sat lávaxinn og þreklegur maður, það var matreiðslu- maðurinn okkar, og hét Yusurf. Um það leiti sem við vorum búnir að koma olckur fyrir í bílunum, var sólin að koma upp og sendi sína heitu morg- ungeisla yfir Sinaí-eyðimörk- ina. Við vorum Jieir fyrstu, sem fórum yfir Suezskurðinn á dragferjunni þann morgun. Það er ágætis ferja, sem marg- ir lrilar geta staðið samhliða á. Að skurðinum liggur að vestan Egyptaland, en að austan Sínaí-skaginn, sera er aðskilið fylki frá Egyptalandi, og er undir stjórn landstjóra, sem er og foringi landamæra varðliðsins. Þessi skagi er ein óslitin eyðimörk, 13,000 fer- mílur að stærð, þó er talið að um 15,000 inanns dragi þar fram lífið á einhvern hátt, auk hinna umflakkandi Bedú- ína, sem enn, eins og á tímum gamla testamentisins, komast altaf undan því að vera taldir. Þessari flökkuþjóð virðist að líka fátt ver, en að hafa þak yfir höfði sér, eða nokkra fasta bústaði. Eftir að við vorum komnir yfir skurðinn, inn á Sínaí- skagann, lá leiðin til suðurs. Það var fátt markvert á þeirri leið, nema úlfaldastöðvar til og frá, þar sem landamæra varðmennirnir skiftu um reið- skjóta. Úlfaldarnir voru bundnir við hæla, sem reknir voru ofan í sandinn. Þéssir úlfaldar voru ungir og hlaupalegir, eins ólíkir áburðar úlföldum, eins veðreiðahestar eru áburðar- hestum. .• Eg sagði að “vegurinn” hefði legið til suðurs. Orðið vegur er alls ekki réttnefni, það er bókstaflega enginn veg- ur, aðeins troðningar hér og þar eftir hjólför í sandinum, þar sem ekki hefir fokið í þau. Þegar landstjórinn á Sínaí lætur það boð út ganga, að allar brautir séu lokaðar, þá meinar það, að regn í Sínaí hafi skolað vegarslóðunum í burtu, og borið grjót úr fjöll- unum á veginn; og eru þá sendir út hópar manna til að ryðja grjótinu í burt, og marka leiðina að nýju. Frirðalagið suður eftir eyði- mörkinni var fremur tilbreyt- ingar lítið, ekkert að sjá nema gula sandauðnina alt i lcring, og svarta skörðótta fjalla- hryggi í fjarska. Kominn út á þetta haf dauða og allsleysis, fanst mér sem eg hefði kvatt mannheima, að minsta kosti um tíma. Við fórum fram hjá vegar- merki; það var krosstré, og vísaði önnur álman suður en hin norður. I þeirri álmunni, sem til norðurs vísaði, stóð “Jerúsalem,” en á hinni, sein KAUPIÐ ÁVALT LUMBER x hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENIJE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 ZIG'ZAG Orvals pappír í úrvals bók 5e 5' 2 Tegundir 8VÖRT KAPA BLA KAPA Hinn upprunalegi þ u n n i v'indlinga pappir, sem flestir, er reykja “Roll Tour Own” nota. BiSjiB um “ZIG-ZAG” Black Cover “Egyptien’’ úrvals, h v í t u r ’vindlinga pappir — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir væri vafiSir í verksmiöju. BiiSjiö um “ZIG-ZAG” Blue Cover til suðurs vissi, stóð “St. Catherine klaustur.” Skömmu eftir að við vorum komnir fram hjá þessum vega- mótum, ltomum við að hinum svokallaða “Mósés brunni,” sem er inni í runna nokkurra smávaxinna pálmatrjáa. Þar voru nokkrir Bedúínar með úlfalda sína. Eg spurði þá hvert þeir væru að fara, en þeir kváðust vera á leið frá Wadi Feirnan til Suez með viðarkol. Að hrenna viðarkol er sá eini atvinnuvegur, sem Sínaí Bedúínar geta fengið fá- eina aura fyrir, er það þó alt annað en auðvelt að afla við- arkolanna í trjálausri eyði- mörkinni. Þeir fylgja ferða- mannaslóðunum og týna upp hverja smáspýtu, sem þeir finna, sem hægt er að svíða. Þegar þeir eru búnir að ögla saman i nokkra poka, sem vanalega tekur langan tíma, fara þeir með það til Suez, sex dagleiðir eða meir, og selja fyrir; fáeina aura pokann. Munnmælasagnir segja, að Moses og ísraelsmenn hafi farið þessa leið, sem vér fór- um til Sínai, en það er vafa- samt að staðhæfa nokkuð um það, því líklega veit enginn með neinni vissu um það, hvar þeir hafa flækst á þessari dauðans eyðimörk, þó einhver sögulegur sannleikur kunni að vera ofinn inn í söguna um eyðimerkur hrakninga ísraels- manna. Klukkutíma eftir klukku- tíma hossuðust bilarnir áfram á ]iessari tilbreytingarlausu vegleysu, nema hvað sandökl- urnar risu sumstaðar eins og fjöll framundan, og virtust ó- færar, en er komið var á topp eins ölduhryggsins, blasti við hið sama útsýni, önnur aldan tók við af annari. Langt til Norðurs liggur hláleitur fjall- garður, sem skiftir um liti, og verður gulur er nær honum dregur. Skömmu eftir að við fórum fram hjá vegarmerk- inu, sáum við okkur til stórr- ar undrunar, fjóra stóra bíla koma á móti okkur. Hverjir gátu það verið? Þetta voru brynvarðir bílar. Þegar Trið mættust stönzuðu þeir, og gáfu okkur merki um að stanza; enda er það föst venja að allir eyðimerkur-ferðamenn stanza þegar þeir mæta öðr- um, og spyrja alt af sömu spurninganna: hvert ert þú að fara, og hvernig er vegur- inn? Stór maður í yfirforingja búningi steig út úr fremsta bílnum og gekk til okkar, það var landstjórinn í Sínaí. Hann var á ferðalagi um eyðimörk- ina til að líta eftir vegunum. Hann sagði að er nær drægi fjöllunum væri vegurinn ekki góður, því nýlega hefði rignt, og grjót skolast á veginn, en hann hélt að það mundi ekki éerða okkur til tafar, ef við færum gætilega. Hann hafði verið um nóttina i sæluhúsi, sem stjórnin á, í Abu Zonima, og hafði gefið fyrirskipun um áður hann fór, að þar skyldi verða tekið á móti okkur, því honum var kunnugt um ferða- lag mitt. (Framh.) Til íslands 1 939 Þú fósturjörð með fanna hvítu tinda, þú færðir oss þitt heita ástar bál. Þú fölskvalausan fornan kærleik myndar, þar friður ríkir, ást og vinarmál. Þú fósturjörð með fornu rúnakvæðin, þú fluttir margt, er léttir andans flug; með eigin sonura áttu mestu fræðin, vér ávalt minnufst þín af hjarta og kærleikshug. Þú fósturjörð með fossaniðinn skæra, þú fjörgva lætur inargan hal og snót; frá instu æðum ertu oss að fræða, þar andans gæði festa sína rót. Þitt bergmál heyrist, burt er allur kvíði, sein bragnar höfðu á jökla hvítri snót; þá andinn lifir enn i fornri prýði með afli því er bauðst um tímans rót. Þú fósturjörð, þótt fölvar séu kinnar, þín frægð skal lifa meðan æðar slá; þig æ skal muna meðan æfi ei linnar, þinn merkisbera höldar stöðugt þrá. W. G. Jolmson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.