Lögberg - 31.08.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 31.08.1939, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines PHONE 86 311 Scven Ijines d-# w D'or Better I)ry Clennlng and Taiundry 52. ÁRGANGUR LÖGBERG, P'IMTUDAGINN 31. ÁGÚST, 1939 NÚMER 34 Þjóðir Tólf King heims miljónir standa manna á öndinni vegna Norðurálfumálanna; undir vopnum forsœtisráðherra Canada og Roosevelt forseti senda Hitler og Mussolini áskorun um að vinna að sœttum og fyrirbyggja ályrjöld VIÐHORKIÐ í Norðurálf- unni er alt annað en friðvænlegt eins og sak- ir standa. Hitler beitir sömu aðferð og hann viðhafði í Sudeten-deilunni; staðhæfir með frekju mikilli, að svo sé ástandið meðal Þjóðverja i Danzig hraksmánarlegt vegna ágangs Pólverja að ekki sé lengur við slíkt unandi, og alveg eins og þá, er þetta heimabruggað yfirskin af hálfu Hitlers, ef vera mætti að hpnum lánaðist með því einu sinni enn að auka við land sitt; nú eru þó litlar eða eng- ar líkur til j>ess taldar, að honum verði kápan úr því klæðinu, því Bretar og Frakk- ar hafa heitið Póllandi skil- yrðislausu fylgi ef á ])á verði ráðist með vopnum; við þá staðreynd verður hann nú að horfast í augu hvort sem hon- um líkan betur eða ver. Sendiherra Breta i Berlín, Sir Nevil Henderson, hefir verið á ferð og flugi milli London og Berlín með érindis- hréf frá Hitler og brezka ráðu- neytinu; um innihald j)eirra er flest enn á huldu að öðru leyti en því, að á hvoruga hlið sýnist minstu tilslökunar vart; þó hafa Bretar enn haldið þeim leiðum opnum, sem lík- legastar þóttu til samkomu- lags. Brezka þingið kom saman aftur á mánudaginn; gaf stjórnin þá hrezkum skipnm samtimis fyrirskipan um j)að, að hverfa brott af siglinga- leiðum Miðjarðarhafs og hins baltiska hafs; þá var og í ráðagerð, að stofna stríðs- ráðuneyti í því falli að alt færi í bál og hrand. Forsætisráðherra Frakka, Daladier, sendi Hitler tvö er- indisbréf yfir helgina með brennandi áskorun um það, að hrjóta odd af oflæti sínu og reyna áð koma sættargerð- um að; j)etta lét Hitler eins og vind um eyru þjóta, að j)ví er símfregnir á mánudaginn herma, og var alt annað en mildur í máli. Pólverjar telja j)að ckki koma til mála, að þeir láti af hendi þumlung af landi sinu við Hitler, og segjast heldur munu berjast meðan nokkur pólskur maður standi uppi, enda sé málstaður þeirra slik- ur, að hann krefjist allra þeirra fórna, er þjóðin geti int af hendi. Nú hafa allir flokkar brezka þingsins lýst yfir eindregnu fylgi við stjórnina viðvíkjandi afstöðu hennar til Póllands, og hefir sendiherra Breta i Berlín tilkynt Hitler niður- stöðuna.—• útvarpsfregnir snemma á miðvikudagsmorguninn skýra frá því, að Hitler hafi krafist j)ess með hörðum orðum af Pólverjum, að þeir léti sendi- mann tilkynna sér innan tuttugu og fjögra klukku- stunda, að þeir gengi að kröf unum um endurheimt Danzig og annara þeirra svæða innan takmarka Póllands þar sem þýzkir menn byggju. v IíVöfu þessari er mælt að Pólverjar hafi svarað með útboði nýrra hersveita. Hitaveitan Byrjað er nú fyrir nokkrum dögum að vinna í hitaveitu Reykjavíkur. Er það 40 manna flokkur, sem vinnur þar að fyrstu framkvæmdun- um. Vinna þeir að undirstöðunni undir aðalleiðsluna, sem liggja á milli Reykja og öskjuhlíð- ar. Sú undirstaða er úr grjóti. Ofan á hana kemur leiðslan er síðan verður byrgð með mold. En nokkur bið verður á þvi að framkvwmdir hefjist í stór- um stíl. Sennilega verður ekkert byrjað á því áð reisa geymana á öskjuhlið fyr en að sumri. Og aðalæðina að Reykjuin er ekki hægt að leggja fyr en seinna. Þvi fyrst þarf að gera pípurnar. Þær eru gerðar i verksmiðju Höjgaard & Schultz í Höfn. Verið er nú að ganga frá útboðum á því sem kaupa þarf til veitunnar, t. d. stál- pípunum, sem á að nota í inn- anbæjarkerfið. Stálpípur þessar verða i steyplunP rennum, sem lagðar verða i göturnar. Verður unn- ið að þessari rennugerð í vet- ur. Er verið að gera tilraunir með það inn á Barónsstig, hvernig þægilegast er að koma sér fyrir við það verk, hvernig steypumótin eiga að vera og þessh. Búist er við að vikur verði notaður til j)ess að einangra stálpípurnar í bæjarkerfinu. Alls verða þessar götuleiðslur um 45 kílómetrar á lengd. En rennurnar, sem steyptar verða, til þess að leggja pípurnar í, vérða i mörgum götum ekki nema um 30 sentimetrar á breidd. Lundgaard verkfræðingur stjórnar hér verkinu fyrir Höjgaard & JSchultz ásamt Langvad verkfræðingi, er var við Sogsvirkjunina. Lund- gaard er fluttur hingað. Lang- vad er á leið hingað. Skrifstofa firmans verður 1. október og framvegis í húsi Einars Péturssonar í Mið- stræti. —Morgunbl. 6. ág. GÓÐIR GESTIR Mr. Fred Fljozdal, forséti járnbrautarþjóna sambandsins í Norður-Ameriku, búsettur í Detroit, Mich., var staddur i borginni ú mánudaginn ásamt frú sinni. Mr. Fljozdal er af- burðamaður á margan hátt, og hefir urn langfc skeið haft meiri mannaforráð en nokkur annar fslendingur að fornu og nýju; hann var einn af umboðsmönnum Bandaríkja- stjórnar á Aljiingishátíðinni 1930. BEITA SER FYRIR MÁLAMIÐLUN Leopold Belgíukonungur og Wilhelmina Hollandsdrotning hafa sent Hitler og forseta Póllands erindisbréf, þar sem þau bjóðast til milligöngu og sadtagerða milli Þýzkalands og Póllands vegna Danzig deil- unnar. SANDKORN f MINNISVARÐA “K.N.” SKÁLDS Lífstein skáldín lána sinn, Lífsblóm þeirra kala— Stuðulfelli steininn*) þinn Steinar, sem að tala! Engir slíkir eru hér. Yfir dánu beinin: Saskat-sjúan sendir þér Sandkorn eitt í steininn! Frá Islandi Um þessar mundir er verið að vinna að byggingu Matthí- asarkirkju á Akureyri. Eins og kunnugt er, var grunnur kirkjunnar gerður í fyrra, en snemma í júlímánuði í sumar var verkinu haldið áfram. Verða veggirnir steyptir í sum- ar og kirkjan gerð fokheld. Er talið, að því verði lokið þessum mánuði. Ekki mun fyrirhugað að starfa meira að kirkjubyggingunni að sinni. 22.-8., ’39. ./. ./. Norninn. *)Það er vel tilfallið af minn- isverðanefndinni (og sem get- ið er um í ritgerð Thorl. Thor- finnssonar í Heimskringlu og Lögbergi 9. og 10. þ. m.) að gefa vinum skúldsins tækifæri til að senda áletraða smásteina (þó ekki væru óskasteinar eða lífssteinar) til að stuðulfella steypu varðans. ./. ./. N. NYTT RÁÐUNEYTI f .TAPAN General Nobuyuki Ahe hefir tekist á hendur stjórnarfor- ustu í Japan; er það fyrsta atriðið í stefnuskrá hans, að endurskoða frá öllum hliðum afstöðu þjóðarinnar til Norð- urálfumálanna og reyna að vinna hylli brezkra stjórnar- valda. Fyrri hluta sumars var unn- ið að lengingu bátabryggju Grímsey. Er verkinu nú lok- ið fyrir nokkru síðan. Þessar lendingarbætur eru brýn nauð- syn Gríinseyingum. Var þar áður fært smábátum einungis að lenda við bryggjuna, en nú er við bryggjuhausinn um tíu feta dýpi um húflæði, svo ið 20—30 smálesta bátar og jafnvel stærri geta lagzt að. öll er hin nýja bryggja úr steisteypu og var bygging hennar fyrst hafin fyrir fjór- um áruin. Klemenz á Sámsstöðum hef- ir skýrt blaðinu frá því, að grasfræ verði þar snemm- þroskað i ár, ekki síður en kornið. Er þegar byrjað að skera upp háliðagrasið, sem ætlað er til frætekjunnar. Áð- ur en langt um líður, kemur röðin að mjúkfaxi, túnvingli og hávingli. Að magni til mun uppskeran ekki vera nema i meðallagi. Veldur þar nokkru um, að gæsir sóttu i og skemdu grasfræekrurnar í vor. —Tíminn 10. ág. DANARFREGN öli Kristinn Coghill, kjöt- kaupmaður i Riverton, andað- ist ^ð heimili sínu j>ar, eftir árra daga legu, þann 15. ág. Hann var fæddur í Reykja- vík 12. jan. 1888, sonur John Coghills fjárkaupmanns frá Glasgow og Sigriðar ólafs- dóttur. Ólst hann upp i Reykjavík, og stundaði snemma verzlunarstörf, árum saman hjá Th. Thorsteinsson “Liverpool” verzlun í Rvík. Vestur um haf fluttist hann árið 1910, og settist nærri strax að í Riverton, og átti þar ávalt heima síðan, nema um fá ár, er hann starfaði og bjó í Fairford, Man. Þann 16. jan. 1913 giftist hann Valgerði Helen Jóhanns- dóttur Briem. Börn þeirra eru: Guðrún Olive, gift W. Cairns, Riverton; Jóhanna Pearl, gift Sveini Jóhannssyni, sama staðar; Marino Wilfred, heima hjá móður sinni og Valdheiður Mable, við nám i Toronto. óli heitinn var mað- ur hreinn og heilsteyptur að skapferli, og mörgum góðum hæfilegleikum gæddur; ákveð- inn og einkar trygglyndur og sannur vinur vina sinna. Gest- risinn og hjálpfús vfir efni fram. f viðræðum skemtinn, fyndinn og fróður um margt. Jafnlyndi og gott viðmót ein- kendi hann. Hans er sárt saknað af eftir- skilinni eiginkonu og börnum jieirra, tengdasonum og tengda fólki, og fjölmennum hópi vina og kunningja. Útförin fór fram þann 18. ágúst, frá heimilinu og kirkju Bræðrasafnaðar og var afar f jölmenn. S. ólnfsson. YOUNG ICELANDERS NEWS One of the outstanding events of the summer activ- ities of the Young Icelanders was a Boat Trip on the Ra- monall, on Tuesday, August 22, 1939. Mr. Dunlop of Dunlop’s owner of the boat, invited the Prescription Pharmacy, the Young Icelanders and their friends for a trip up the river. Over 30 people took ad- vantage of this., There was the beautiful scenery, good fellowship, community sing- ing and refreshments to satisfy everyone. It was so obvious that all thoroughly enjoyed this out- ing, that Mr. Dunlop, very graciously invited the Club to mak'e this an annual event. The way everybody sang “For He Is a Jolly Good Fellow,” conveyed to Mr. Dunlop the appreciation of the crowd.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.