Lögberg - 31.08.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 31.08.1939, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. ÁGÚST, 1939 fi Leyndarmálið í turninum Eftir ANTHONY HOPE iiillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllliiíllUp “Duggle kafteinn dvaldi þarna aleinn — nú, og hvaða guðelskandi, kristin manneskja, karl eða kona, mundi hafa fengist til að vera hjá honum! - kom og fór leynilega samkvæmt eigin dutl- ungum, með alla vasa fulla af peningum og ávalt að minsta kosti eins fullur af brennivíni! Hvað hann hafðist að, vissi enginn, en ljótar munn- mælasögur mynduðust um hann. Skelfdir veg- farendur, sem'leið áttu fram hjá húsi hans að næturlagi, staðhæfðu með eiði, að þeir hefðu heyrt þaðan fleiri en, eina rödd!” “Þetta er sérkennileg jólasaga!” hvíslaði einn af undirforingjunum í eyrað á Gertie. Með ánægjusvip hélt Mr. Penrose áfram sögu sinni. “Sagan heldur svo áfram,” sagði hann, “með því að segja frá síðustu samræðunni við þorps- prestinn, þar sem sá velæruverðugi maður taldi skyldu sína að segja hátíðlega við Duggle kaftein, að hversu mjög sem hann blótaði, guðlastaði og drykki, eða hvað annað sem kafteinninn hefðist að (og hér fann Mr. Penrose sig auðsjáanlega heftan í frásögninni af viðurvist kvenfólksins), þá biði hans þó að síðustu dauðinn, dómurinn og gröfin. En við því lét kafteinninn út úr sér ó- hemjulegar formælingar, sem enginn þorði að hafa eftir og sern þess vegna eru munnmælunum tapaðar; sagði að hið fyrstnefnda hefði hann aldrei óttast, hið anriað (um dóminn) væri bara prestavaðall, og i þriðja Jagi skyldi hann dauður ekki koma nær kirkju en hann hefði sjálfur í lifanda lífi gert síðastliðin fjörutíu ár! Ef svo færi að hann ekki druknaði í hafinu, þá myndi hann sjálfur sjá sér fyrir grafreitnum!” Mr. Penrose þagði nú augnablik, saup úr portvínsglasinu sínu, og hélt svo áfram sögunni: “Og svo bygði hann vafalaust turnirjn í því skyni. Með mútunr og hótunum fékk hann tvo nrenn sér til hjálpar. Annar þeirra var föður- bróðir gamla manhsins, er sagði mér söguna. En þó hann bygði turninn og gerði inni í honum gröf sína, þá lá hann aldrei i henni, þar eð hann var, þegar til kom, borinn burt af sjálfum pauranum. Ó, já, á því er enginn vafi! Laugardagskveld eitt fór hann heim mjög ölvaður eins og vana- lega. Síðla á sunnudagskvöldið kvaðst vegfar- andi, — sem ef til vill var einnig undir áhrifum víns, — hafa heyrt tryllingsleg óhljóð og séð undarlegan glampa gegnum turngluggann, sem nú væri, á hinn bóginn, hleri negldur fyrir. Og enginn vafi væri á því, að brennisteinsfýla hefði borist til sín, nema vegna þess, að vindstaðan var úr öfugri átt! En hvað sem um þetta var, þá sást kafteinninn aldrei framar af nokkru mann- legu auga, að minsta kosti ekki í Inkston. Eftir nokkurn tíma safnaði umboðsmaðurinn hugrekki til að ná haldi aftur á Turnhúsinu; Duggle kaf- teinn var aðeins leigjandi þess, þó hann bygði turninn á eiginn kostnað, og að eg hygg, í leyfis- leysi, því umsjónarmaðurinn, eða eigandinn, var of hræddur til að skifta sér af eða hindra að- gerðir leigjandans. — Þegar í húsið kom, var þar alt á rú og stú, í eintómum hrærigraut. Og í turninum sjálfum var hver spýta brend upp til agna. — Svo að sagan virðist býsna sennileg.” “En gröfin?” hrópuðu með ákefð, að minsta kosti þrír af tilheyrenda hópnum. “Framán við eldstæðið var stór aflöng gryfja, — sex fet og þrjú fet að lengd og breidd, en fjögra feta djúp, — með plánka-botni, en hliðar fóðraðar ójafnt hlöðnu múrgrjóti. Þetta var gröf Dilggles kafteins, en hann var ekki í henni!” “En hvað varð eiginlega af honum, Mr. Pen- rose!” hrópaði Cynthia. “Unga kynslóðin er injög efagjörn,” sagði Naylor gamli. “En þér, Mr. Penrose, trúið auð- vitað sögunni?” “Það gjöri eg,” .svaraði Mr. Penrose blátt áfram. “Eg trúi því, að óvinurinn hafi farið með hann, og að nafn þess paura sé delirium tremens (ölæði). Við getum hjigsað okkur, er ekki svo, Irechester, hvers vegna hann bramlaði og brendi alt í húsinu og hljóp svo í ógnaræði út í myrkrið? Hvert fór hann? Druknaði hann í hafinu, eða fyrirfór hann sér? Eða morknaði úr honum lífið í einhverri óþverra holu? Það veit enginn. En gröfin hans er þarna í turninuin, nema svo, að hún hufi verið fylt og afmáð síðan Saffron gamli fór að búa í Turnhúsinu.” i “Því í ósköpunum var hún ekki fylt upp löngu fyr?” sagði Alec Naylor hlæjandi. “Fólk hefir búið í húsinu, er það ekki?” “Eg hefi oft vitjað sjúklinga í húsinu, þegar hinir og aðrir hafa búið þar,” greip Irechester fram í, “en hefi aldrei séð nein merki þess, að turninn væri notaður.” “Nei, hann var aldrei notaður, það er eg viss um,” mælti Penrose; “og hvað við kemur gröf- inni, Alec, þá myndi, hér á landsbygðinni alt til þessa dags, sá maður vera álitinn djarfur, er fylti inn gröf, sem nábúi hans hefði grafið handa sjálfum sér, og það slíkur náungi eins og Duggle kafteinn! Hann tæki kannske upp á því einhverja nóttina, að vitja grafarinnar, og ef hann kæmi að henni fullri, þá leiddi það til vandræða, — leiðinlegra vandræða!” bætti Penrose við og lét út úr sér fremur óþægilegan, hryssingshlátur, að vanda. Það setti hroll að Gertie og einn af undir- foringjunum slokaði portvínið úr glasi sínu. “Saffron gamli er mentaður maður, að eg held. Hann skeytir vafalaust ekkert um slíka bábylju, og hefir sjálfsagt látið fylla gröfina,” sagði Naylor. “Hvað það snertir, veit eg ekkert um. Ef til vill vitið þér það, Irechester. Hann er sjúlkingui' yðar, er það ekki?” inælti Penrose. Dr. Irechester var i fjórða sæti frá Mary. Áður en hann svaraði spurningunni, leit hann til hennar með glottandi brosi. “Eg hefi komið til hans einu sinni eða tvisvar, en í hvorugt skiftið hitt hann í turninum, og veit því ekki heldur neitt um þetta.” “Ó, en*eg er svo forvitin! og skal spyrja Mr. Beaumaroy,” hrópaði Cynthia. Hæðnisbrosið á andliti Irechesters varð nú enn ljósara, og röddin, hin þyrkingslegasta. “Þér getið, Miss Walford, auðvitað spurt Beaumaroy. Hvað það snertir, að spyrja, er vandalaust.” Það varð hlé á samræðunni eftir þessa á- kveðnu athugasemd, sem enginn virtist finna hjá sér löngun til að svara. Mrs. Naylor sleit svo borðhaldssetunni með því að standa upp af stól sínum. En Mary Arltroyd var óróleg, kvíðandi vegna afstöðu sinnar gagnvart Irechester; óljóst en þó sárlega óánægð út af öllu, er hana sjálfa og Turn- húsið áhrærði. Jæja, fyrsta atriðið gat hún þó að minsta kosti gert, eða reynt að gera út um. Með dugnaði þeim, er einkendi framkomu hennar þá hún eitt sinn hafði ráðið við sig að gera eitthvað, hepnaðist henni að ná tali af Ire- chester, þegar hann kom inn í stáss-stofuna; hin ákveðna framkoma hennar nægði til þess að Naylor drægi sig í hlé, svo að Irechester varð ofurlitla stund einn eftir i stofunni hjá Mary. “Þér hafið fengið bréfið frá mér, Dr. Ire- chester? Eg -— eg vonaðist l'remur eftir svari.” “Framkoma ýðar var svo auðsjáanlega og nákvæmlega hárrétt,” svaraði hann þýðlega, “að mér fanst svar mitt geta beðið þangað til eg hitti yður i dag, sem eg vissi að mér myndi veitast sú ánægja að gera.” Hann leit beint í augu henni, um leið og hann bætti við: “Þér vóruð, kæra embættissystir, þannig sett, að þér áttuð einskis annars úrkosta.” “Mér fanst það, Dr. Irechester, en —” “ó-já, auðsjáanlega! Það er fjarri mér að bera fram nokkra umkvörtun.” Hann hneigði sig ögn, mjög hæversklega, sem þó sýndi aug- ljóslega, að hann teldi viðræðunni lokið. Svo gekk hann frá henni til hóps, er safnast hafði saman á nóttunni við arninn, og skildi hana eina eftir í stofunni. Hún stóð þarna stundarkorn, þjökuð af vax- andi kvíðatilfinning. Irechester Irafði ekkert sagt, en meinti hann vissulega ekki eitthvað mikilvægt? Hann hæddist að henni, þó, ekki meiningarlaus^ eða af eintómum gáska. Það var eins og hann væri að vara hana við einhverju. En um hvað gat sú aðvörun verið? Hann hafði lagt einkenni- lega áherzlu á orðin “þannig sett”; og hafði end- urtekið þau. Hver hafði “sett” hana þar? Mr. Saffron? Eða— Alec Naylor truflaði þessar óþægilegu hugs- anir hennar, er hann kom inn í stofuna og sagði: “Þetta er skínandi kveld, Dr. Mary. Halið þér nokkuð á móti því, að eg gangi heim með Miss Walford, í stað þess að hún keyri með yður í bílnum? Þetta eru aðeins tvær mílur, eins og þér vitið, og—” “Haldið þér að hinn veili fótur yðar leyfi það?” Alec svaraði hlæjandi: “Eg skelli löppina af, ef hún leyfir sér að koma með mótmæli!” VII. KAPÍTULI Ilerrcimannleyur gestu-r. Þennan sama jóladag var Hooper flokksfor- ingi önuglyndur og óánægður; ekki af því að hann var einmana í heiminum (er líka gat haft sína kosti) né heldur vegna kaupsins er hann fékk, þvi það var mjög örlátlegt; ekki heldur vegna “gamla urgs” — þ. e. Mr. Saffrons, — sem stundum hljóp mjög í skap; við slíku bjóst hann, sarnkvæmt ráðningarsamningunum; og að síðustu ekki heldur út af yfirlætislegri og ósvífinni fram- komu Beaumaroys gagnvart honum, því alt frá ungdæmi sínu hafði flokksforinginn orðið fyrir hótfyndni vegna framkomu sinnar og smávegis dónaskapar, sem skynsamur maður gat, — að honum fanst —• látið sem hann vissi ekki af. Nei, ekkert af þessu var angursefni hans nú. óánægjuefnið — biturt og kveljandi — kom af þeirri sannfæring, sem vaxið hafði í huga hans nieir og meir um nokkurn tíma, að hann væri ekki iriðinn við leyndarmálið nema að hálfu, og það einmitt þann hlutann, sem minni hagnaður var í. Hann vissi, að durgnum gamla varð að geðjast í ýmsu því, sem smávægilegt virtist, eins og t. d. um hnífapars samstæðuna — og ástæðurn- ar fyrir slíku vissi hann. En á hinn bóginn vissi hann fyrst og fremst ekki, hvað fram fór í turn- inum; hann hfaði aldrei fengið að líta þar inn, var aldrei boðið að fylgjast með húsbændum sín- um þegar þeir fóru þangað að degi til, og hann var ekki þarna í húsinu að næturlagi. í öðru lagi voru honum óskiljanleg miðvikudags ferða- lögin til London, og hann hafði aldrei séð ofan í brúnu handtöskuna, sem Beaumaroy ávalt hafði meðferðis — hún var eins og turndyrahurðin, ávalt harðlæst. Eitt sinn á miðvikudag, rétt áður en þeir Iögðu á stað til London, hafði hann snöggvast handleikið töskuna, því Beaumaroy, sem stundum var fremur óaðgætinn, þrátt fyrir kænsku þá, er Irechester taldi hann búa vfir, hafði skilið töskuna eítir á stofuborðinu, meðan hann fór fram í ganginn til að hjálpa Mr. Saffron í yfir- höfnina, og flokksföringinn læddist til og greip upp töskuna. Hún var þá mjög létt og augljós- lega tóm, eða hafði að minsta kosti eitthvað lauf- létt inni að halda. Hooper hafði aldrei komið nærri töskunni, þegar hún kom aftur frá borg- inni, þvi þá var ætíð farið með hana beint í turn- inn, sem þá var strax lokað af og lykillinn tekinn úr hurðarskránni. En þótt flokksforinginn væri hæði ljótur og talinn lítt gáfaður, þá hafði hann all-mikla reynslu í að bera þungar byrðar, bæði í hernum og við aðra kóngsins þjónustu, og hafði séð aðra menn við þungaburð. Af því hvernig Beaumaroy bar sig, að minsta kosti í tvö skiftin þegar hann kom heim frá London, og af því hvernig hann handlék töskuna, þóttist flokksforinginn geta ráðið að hún væri engin léttavara, eða jafnvel að innihald hennar væri afar-þungt. Hver var þessi þunga- vara í töskunni? Hvað varð af þessu eftir að í turninn kom? Hverjum var þetta, eða átti að verða, til hagnaðar? Það var að minsta kosti augljóst, jafnvel hverjum aula, að innihald tösk- unnar hafði mikið gildi í augum þeirra tveggja manna, sem það sóttu til London og komu því til geymslu í turninum. Þessar hugsanir voru að brjótast um í heila flokksforingjans, þar sem hann sat þetta jóla- dagskvöld í Grænustofu við að gæða sér á romm- blöndu; einstæðingurinn, sem litið hafði saman við aðra þorpsbúana að sælda, var þarna aleinn við smáborð úti í horni, með eigin heilabrot, og horl'ði lelilega á gestahópana, er voru jiar að skemta sér---þorpsbúa, fólk frá London og víðar að, og nokkrir hermenn ineð stúlkum sínum við borðin hér og þar í stofunni. Auk þessara stóð hár og grannur maður í hinum enda salsins, studd- ist fram á háborðið og var í samræðu við BiII Smithers, veitingamanninn, meðan hann jafn- framt dreypti af og) til á viskí og sóda hlöndu úr glerstaupi, milli teiga úr vindli sínum. Hann var í dökkri yfirhöfn, með brúna skó og stífan flóka- hatt, sem hallaðist nokkuð í annan vangann; útlit hans benti á að hann væri heldrimaður, þótt fram- koman væri fremur ruddaleg. Hann leit út fyrir að vera um fertugt. Flokksforinginn hafði aldrei séð hann áður, og veitti honum því sérstaka at- hygli.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.