Lögberg - 31.08.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 31.08.1939, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. ÁGÚST, 1939 ir og fínir og ríkir. Alt var þar eins. og áður var, og vér litum smáum augum á þetta fátæka land, og þessa verklega fávísu þ.jóð. Heimkoman skap- 'aði biturleik, og ef til vill öf- und. Þjóðin var önnum kaf- in við að losa af sér höft og hömlur i pólitiskum efnum. Allir kraftar hennar beindust í gagnstæða átt þeirri, er vér höfðum ferðast til. Frelsis- baráttan krafðist allra krafta, og útheimti alla athygli þjóð- arinnar. Hvernig átti hún þá að geta sint oss hér? En um leið og frelsið var fengið, breyttist viðhorf þjóðarinnar ekki aðeins gagnvart landinu sjálfu og innbyrðis vandamát- um, heldur einnig gagnvart oss útfluttum fslendingum í Ameriku. Aðeins tuttugu ár eru liðin síðan — aðeins eitt eilífðar augnablik. Vér gátum ekki vænst þess að eftir oss væri verulega tekið fyr en nú. Að vísu höfum vér heyrt vin- bjarnlegar raddir að heiman hin siðustu árin, en nú er það ljóst af margvíslegum um- merkjum vináttu og ræktar- semi að hin íslenzka þjóð í heild sinni heldur hönd sinni út yfir hafið til að taka hönd vora. Á þessu herrans ári, tuttugu ára afmæli hins ís- lenzka rikis, og fimmtíu ára afmæli islendingadagsins tak- ast íslendingar i landnámi Ingólfs og landnámi Leifs hepna í fyrsta sinni formlega höndum saman yfir höfin. Vil eg nú lúka máli mínu með því, að tilfæra upphafs- orðin í virðulegri ræðu Dr. Guðmundar Finnbogasonar, er hann flutti á hinum fyrsta Vestmannadegi, er haldinn var á Þimgvöllum. Hann segir: “Vér minnumst í dag með gleði og þakklæti þeirra manna af íslenzkum ættum er i Vestur- heimi búa. Mesta gleðiefnið er oss það hvernig þeir hafa reynst þar í hinum nýju fóst- urlöndum sinum, Bandaríkj- unum og Kanada. Þeir hafa getið sér svo gott orð, að til vor hljómar af vörum supira ágætra Vestmanna sá vitnis- burður, að engir betri inn- flytjendur en íslendingar hafi þangað koinið. Vér óskum og vonum að sá skerfur, sem menn af íslenzkum ættum leggja til vestrænnar menning- ar megi ávalt verða hinum miklu fósturþjóðum þeirra til gagns og sæmdar. Vér þökkum þessa voldugu og vingjarnlegu rödd að heiman, og segjum, eftir 50 ára starf: “Við höldum ennþá hópinn þótt hafið skifti löndum, og okkar sæng er sveipuð af sömu móðurhöndum. Við hverja vöggu vakir sem vorblær frónskur óður, og systkin öll við erum, sem elskum sömu móður.” Englendingurinn H. Drum- áiond frá Stockwell á 14 börn, þar af 11 syni. Elzti sonur- ým er 34 ára, en sá yngsti 13 ar». Faðirinn hefir stofnað atvinnumanna knattspyrnu- tlokk og í liðinu eru engir Oema synir hans. Hann sjálf- Ur er varamaður liðsins. Klettafjöll og Kyrrahaf Eftir Sig. Júl. Jóhannesson (Framh.) Frá Vancouver fórum við að kveldi dags áleiðis til Seattle, og vorum svo að segja lesin úr hlaði með fallegu kvæði, sem vinur minn Þórður Kr. Kristjánsson orti til okkar. Við fórum sjóleiðis á gufu- skipi, sem heitir “Princess Kathleen.” Eru tvö eða þrjú slík skip stöðugt í förum milli Vancouver, Seattle og Victoria. Þessi skip eru eign C.P.R. fé- Iagsins, og eru svo fögur og fullkomin, að tæpast er mögu- legt að trúa. Fimtán hundruð (1500) farþegar voru á skip- inu í þetta skifti og kendi þar margra grasa, Við komum til Sealtle að morgni dags, rétt um fóta- ferðatíma. Konan, sem hafði tekið það að sér að liýsa okk- ur meðan við værum í Seattle, heitir S. V. Thomson frábær- lega tiguleg kona og tilkoinu- mikil; hún er náskyld Dr. Brandson. Við vorum eins og þeir, sem hvergi tolla og um alt flakka, altaf að skifta um vist:’vórum fvrst hjá Andrew Danielson, þá hjá Hinrik Ei- ríkssyni, þar næst hjá O. W. Johnson og nú hjá þessari konu; þar var fjórða heimilið okkar á Ströndinni. Við þekt- um alla hina húsbændurna dálítið áður, en þessa konu höfðum við aldrei séð, vissum því ekki hvernig hún mundi fara með niðursetninga. En hún tók okkur tveim höndurn og fagnaði ókkur með ís- lenzku morgunkaffi og hlýju viðmóti. Við fundum það strax að ekki þyrfti að kviða nýju vistinni. Seattle er geysistór borg — stærsta borgin í Washington- ríkinu og einkar fögur. Partur af henni hét Ballard; var það áður sérskilinn bær og strætis- vagnar milli hans og Seattle; en nú hafa báðir bæirnir sam- einast. Þar eru allmargir ís- lendingar og flestir í Ballard partinum. Seattle er ein merkasta stórborgin á Kyrra- hafsströndinni. Hún er bygð í bratta að austanverðu við svokallað Puget sund, og breiðist upp og út eftir öllum hlíðum. Höfnin er svo stór og djúp að þangað ganga stærstu hafskip, sem til eru. Bærinn liggur yfir hæðina austan við sundið og niður hlíðarnar hinu megin (að austan) alveg niður að vatni, sem heitir Lake Washington; er það tuttugu (20) mílur á lengd og þrjár Í3) á breidd. Skurður hefir verið grafinn milli sundsins og vatnsins; er það hið mesta mannvirki; eru lokur í skurðinum, sem hækka og lækka vatnið eftir því seiii Við þarf fyrir skip, sem um skurðinn fara. Þetta munu vera næststærstu skipa- lokur í heimi (Panama-lok- urnar eru stærstar). Vegna þess að bærinn er bygður í brekkum, eru göturn- ar víða afar brattar. Raf- magnsvagnar og bifreiðar klifra upp svo háar hæðir, að sumstaðar verður fólkið í vögnunum að halda sér til þess að hrúgast ekki i kássu hvert ofan á annað. Það hlýt- ur að reyna talsvert á taugarn- ar í veikluðn fólki, sem ekki er vant þessu, þegar farið er niður snarbrattar brekkurnar. En fallegt er víða útsýnið í Seattle, sérstaklega af hæð- unum. Meðan við vorum þar var veðrið oftast bjart og him- ininn heiður og blár; mátti því sjá hæsta tindinn i hinum svokölluðu Fossafjöllum, hér um bil beint í suður. Sá tind- ur heitir Mount Rainier og er nálægt fimtán þúsund (15000) fef yfir vatnsflöt. Er sagt að Indíánar hafi trúað því, að þessi fjallstindur væri bústað- ur hins mikla anda, sem öllu réði, alt vissi, alt gæti og alt sæi, og að þeir hafi fallið fram og flutt honum bænir sínar þegar einhver vandræði bar að höndum. Svo að segja beint í vestur blasa við Olympisku fjöllin í fjarska eins og risar á verði við sjóndeildarhring. Seattle er afarmikill iðnað- ar- og verzlunarbær; þar er fjöldi himinhárra skýjaglópa, en þar er líka urmull fagurra og ríkmannlegra bústaða; sér- staklega í grend við háskólann (University of Washington). útsýnið sumstaðar frá hæðun- um er óviðjafnanlegt. risavax- in fjöll í fjarlægð, sjórinn víð- feðmur og voldugur, vatnið eins og spegill, sem andinn frá stóra fjallinu hefði lagt þar handa hinum fögru hlíðum að skoða sig i, og skipin á fleygi- ferð út og inn, fram og aftur í allar áttir og úr öllum áttum — skip af öllum stærðum frá minstu næfrabátum til stærstu hafskipa. Margt er sameiginlegt með flestum stórborgum, . þess vegna er það að sé tveimur eða fleiri lýst, þá hlýtur eitt- hvað af því að falla saman. Þannig er það ineð Vancouver og Seattle, þótt sú síðari sé að ýmsu leyti stórkostlegri. Samt sé eg þar hvergi neina höll með spegillofti eins og i Van- couver, og í því sambandi dettur mér í hug| dálítiLsaga: Hefðarfrú á Englandi kom inn á fornminjasafn í Cambridge. Hún var frá London. Hún skoðaði ýmislegt og þótti ekki mikið til koma í samanburði við það sem væri í London. Svo vék hún sér að fornminja- verðinum og spurði: “Hafið þið ekki höfuðkúpu af Crom- well í þessu safni?” “ó-nei, við höfum hana ekki,” svaraði maðurinn. “Það er skrítið,” sagði frúin: “við höfum þó eina þeirra í London, eg hélt hún væri i öllum stærri söfn- um.” Fvrsta daginn, sem við vor- um í Seattle var drepið á dyr hjá Mrs. Thomson og inn kom maður, sem heilsaði mér kunnuglega og glaðlega. Það var gamall skólabróðir minn frá fslandi, sem eg hafði ekki séð í heilan mannsaldur. Hann heitir Jóhannes Jóhann- esson og er læknir. Við út- skrifuðumst saman af latínu- skólanum í Reykjavík árið 1897 og lásum þar saman læknisfræði eitt ár. Dr. Jó- hannesson flutti vestur um haf um aldamótin og hélt á- fram læknisnámi, þegar hing- að kom. Hann hefir viða far-" ið og mörgu kynst. Hann var herlæknir í stríðinu mikla í Bandaríkjahernum en hefir nú verið spítalalæknir nálægt tuttugu árum í Seattle, altaf við sama spítalann, sem er kaþólskur. Dr. Jóhíjnnesson er sonur Jóhannesar trésmiðs á Akra- nesi i Borgarfarðarsýslu, flug- gáfaður maður og vel gefinn. Hann fór með mig á bifreið um allan bæinn og sýndi mér svo inargt og sagði að það væri nóg í heila bók, ef eg ætti að lýsa því. (Framh. á bls. 8) 'vywvwvwvvvvwwivwvwvwwtvwwwvwvy»vw»vvwvwvvvyvvwwvvyvy BAY SCHGOL EVENING SCHQQL HOME STUBY By one of these three methods every young man or woman can obtain a business training. Circumstances must determine which one is most suitable. Our DAY SCHOOL is almost filled to capacity and early enrolment is necessary to avoid having to wait. EVENING SCHOOL is held every Monday and Thursday from 7:30 to 10 p.m. Fees are $5.00 a month for any combination of subjects. \ HOIVIE STUDY students can take any subject or full course, right in their own home by mail. Ask for our HOME STUDY bulletin. CIVIL SERVICE—You can train for the Civil Service either in school or at home. The MANITOBA has led all other institutions in the successes of its students in Federal Civil Service Examinations. MANITOBA COMMERCIAL COLLEGE Most spacious accommodation per student in Western Canada 334 PORTAGE AVE. 4th Door West of Eaton’s ^ President: F. H. BROOKS, B.A., S.F.A.E., S.F.C.C.I. Phone 2 65 65 ^ "kaaaammmaaaaaaaaaaaaamaaaaamaaaaaaaaaaaaaawmaaaaaaaaaaaaamaaaaa

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.