Lögberg - 21.09.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.09.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER 1939 KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, IVfan. - Phone 95 551 Klauátrið á Sínaí G. E. Eyford þýddi (Framh.) Keisarinn tók vel undii beiðni þeirra og lofaði þeim að hann skyldi láta byggja öflugt klaustur, þar sem þessir dreifðu einsetumenn gætu lif- að saman; og árið 529 var byggingu þessa vegiðga klaust- urs lokið, sem þá var nefnt klaustur hins brennandi runns. Þessi merkilega bygg- ing ásamt varnarmúrunum stendur að mestu óhaggað þann dag í dag, eins og í fyrstu var frá því gengið, að undanteknum lítilsháttar við- gerðum. Hinir sterku múrar hafa varið og verndað þessa merkilegu byggingu og munk- ana, sem þar hafa dvalið i 1400 ár. Klausturkirkjan, þar sem munkarnir koma saman til bænahalds, er frá sömu tíð, og hið óviðjafnanlega Mosaic skraut í kirkjunni, er eitt hið elzta sinnar tegundar, sem til er i heiminum. Það er merkilegt að geta séð á öðrum eins stað og Sínaí eyðmörkinni, munkaklaustur frá sjöttu öld, að mestu eða öllu óbreytt frá því sem það var upphaflega. Fram á elleftu öld var klaustrið kent við hinn brennandi runn, en þá var nafninu breytt. Sagn- irnar um að hinar jarðnesku leifar St. Catherine frá Alex- andriu hefðu á yfirnáttúrleg- an og Ieyndardómsfullan hátt borist til klaustursins á Sínaí; þótti þetta svo mikið tákn og guðdómlegt kraftaverk, að nafni klaustursins var breytt og helgað St. Catherine, og hefir það borið það nafn síðan. St. Catherinar dýrkun var mjög mikil á miðöldunum i Evrópu, og fjöldi kirkna voru helgaðar henni um öll kristin Iönd. Munkarnir á Sínaí þykjast einir geyma bein St. Cath- erinar, og segja þeir að þau gefi frá< sér heilaga oliu. Pílagrímar frá flestum kristnum löndum tókust þá hættulegu ferð á hendur að fara til Sinaí, sérstaklega til að gera bæn sína við skrín heilagrar Katrínar. Á krossferðatímabilinu Xar klaustrinu gefið ógrynni fjár, í löndum og lausum aurum, svo það varð afar auðugt. Á miðöldunum voru fjórir staðir, sem pílagrímarnir sóttu til, um fram alla aðra, það voru: Róm, Jerúsalem, Com- posella á Spáni og St. Cath- erine klaustrið á Sinaí. Eitt það fágætasta, og hvergi mun eiga sér stað við önnur klaustur, en St. Cath- erine, er það, að innan virkis- ins, og hlið við hlið, við klukkuturn Justinians kirkj- unnar (svo heitir klaustur- kirkjan) stendur Múhameðs- trúarmanna bænahús (Mosque). Einn af rtiunkun- um sagði mér hvernig á því stæði, og er sagan á þessa leið: , “Fyrir löngu sðan,” sagði hann, “komu Serkir fjölmenn- ir og ætfuðu að brenna klaustrið. Ábótinn sendi munk á fund fyrirliðans til þess að biðjast vægðar. Foringi Serkj- anna hrærðist til meðaumkv- unar með þessum varnarlausu munkum, og sagði þeim að ef þeir hygðu við hliðina á kirkju, sinni Múhameðs-bæna- hús, og lýstu því yfir að Múhameð sjálfur hefði heim- sótt klaustrið, skyldu þeir verða látnir í friði. Munkarnir lofuðu þessu, og unnu nótt og dag þar til þeir höfðu fullgjört bygginguna; og þegar Serkirnir koinu aft- ur, voru þeir ekki einungis á- nægðir með það, sem munk- arnir höfðu gert, og létu þá í friði, heldur sýndu þeir þeim hin mestu vinahót, og hafa ætið síðan borið hina mestu virðingu fyrir klaustrinu sem helguni stað.” Eftir morgunverð kom ung- ur munkur til mín, hann sagði að erkibiskupinn hefði sent sig til að sýna mér klaustrið og umhverfið. Hann hafði þykk gleraugu og virtist nærsýnn. Hann var grannur, en nokkuð meira en meðal maður að hæð. Andlitið mag- urt og alt þakið lýgjulegum skegg-hýjung. Hann sagðist vera Grikki, fæddur i Sohag við Nilfljótið, hann var búinn að vera rúmt ár í klaustrinu, og sagði að sér líkaði þar vel. “Við skulum byrja með að skoða kirkjuna,” sagði hann, “og svo sýni eg þér hreins- unarhúsið og bakaríið og garð- inn.” Hann þagði um stund, en tók svo til máls í lágum róm: “Eg skal einnig sýna þér beinahúsið, þar sem þér gefst að sjá bein allra þeirra manna, sem hafa dáið á þess- um helga stað.” Þegar eg var kominn ofan stigann, sem liggur upp á sval- ir klaustursins, stanzaði eg til að litast um og virða fyrir mér jiessa merkilegu fornaldar byggingu, sem nú blasti við mér uppljómuð af skini ársól- arinnar, í allri sinni fornhelgu dýrð og prýði. Byggingin sjálf er tvær hæð- ir á háum grunni, með alla- vega krókum og útskotum, og margvíslega Iöguðum þak- burstum og smáturnum. Á milli klaustursins og múranna er dálítill spölur, og er þar víða plantað suðrænum skrautblómum meðfram múr- unum. Á inilli hinna ýmsu bygginga innan múranna, eru mjóir gangar og tröppur, því þær standa á svo mismunandi ha>ð, utan í fjallsrótinni. Eitt með öðru, sem gerir klaustrið svo aðdáunarvert i augum þeirra, er koma þangað, er að þetta er hinn eini mannabú- staður á þessu víðlenda eyði- merkursvæði, dauða og alls- leysis. Auk þess er umhverf- ið svo afar sérkennilegt, þessi eyðilegu gulufjöll, sem rísa næstum þráðbeint upp frá dalbotninum; þau eru svo há og þverhnýpt, að þó sólin skíni í heiði allan daginn, er klaustrið altaf i skugga eftir kí. 2 á daginn. Á skoðunarferð okkar kom- um við þar að, sem tólf munkar sátu við stórt borð, og voru að hreinsa hismi og önnur óhreinindi úr korni. Það var þeirra daglega iðja að hreinsa koriiið áður en það væri malað. Þeir stóðu á fætur, og brostu vingjarnlega til okkar, og sumir þeirra komu og heilsuðu mér með handabandi. Flestir þeirra heilsuðu okkur á grísku; einn heilsaði mér á frönsku, og einn sagði “góðan daginn,” á ensku. Þetta kornhreinsunarstarf þeirra er mjög einfalt. Hver munkur hefir fötu með korni í fyrir framan sig, og tekur upp úr henni eitt og eitt korn í einu, gætir vel að, að engin óhreinindi loði við það, og lætur það svo í aðra fötu, sem hann hefir fyrir framan sig á borðinu. Þetta er seinlegt verk, en þarna er ekki við neina að keppa um hagsmuni, og verkið þarf að endast sem lengst. “Hversu margir munkar eru í klaustrinu?” spurði eg leið- sögumann minn. “Tuttugu og fimm,” svaraði hann. Því næst skoðuðum við hina miklu vindu, sem er brúkuð til að taka upp í alla þunga- vöru, sem fer inn i klaustrið. f gamla daga voru engap [dyr eða hlið á múrunum, af hræðslu við Araba, sem búast mátti við að mundu þegar minst varði ræna klaustrið og drepa munkana; þessvegna var alt, sem inn i klaustrið fór, gestir og allur flutningur og farangur, tekið upp á múr- ana í heljarstórri körfu, með hjólvindu. Vindan stendur á útskoti, og standa út af því sverir bjálkar, sem vindan stendur á, og yfir hana er bygt skýli. Sver kaðall frá vindunni geng- ur niður í gegnum mitt gólfið á vindu-pallinum, en gólfið er tvær hurðir sem opnast, svo karfan kemst upp. Á hverj- um degi draga munkarnir upp í vindunni eldivið og aðrar nauðsynjar, er klaustrið þarfnast, en Bedúínar láta í körfuna niðri, og fá skamt af brauði fyrir. Það virðist i fljótu bragði dálítið skrítið, þrátt fyrir það að sámkomulag milli munk- anna og Bedúinanna er hið bezta, enda eru þeir þjónar munkanna, þá samt sem áður er auðséð að þeir óttast munk- ana. Öll opinber og persónu- leg viðskifti við þá, svo sem að gefa þeim sinn daglega skamt af brauði, eða hVað annað, sem milli þeirra fer, verður að vera gert utan múr- anna. Þetta eru leifar gamals vana, frá þeirri tíð er sam- komulagið var miður gott, og munkarnir máttu búast við því versta frá Aröbum. Eftir að hafa skoðað vind- una og allan þann útbúnað, héldum við ofan af svölunum niður að klausturkirkjunni, hún er helguð ummynduninni á fjallinu. Það lágu fimtán tröppur frá gangstéttinni nið- ur að kirkjunni, þvi hún stendur á elzta grundvelli sem þar hefir verið bygt á, og i gegnum aldirnar hefir jarð- vegurinn hækkað í kringum hana af sandfoki og öðru sení hefir borist saman. Fyrst i stað er erfitt að gera sér grein fyrir því, að þessi litla kirkja sé meir en fjórtán hundruð ára gömul. Að utan er kirkjan ekki mikil að sjá, niðursokkin' i sandinn og lítið upp úr nema efri partur veggja og þakið; að innan er meira fyrir augað, því allir veggirnir eru þétt settir með kertaljósa krónum úrt gulli og silfri, með ágröfnum mynd- um helgra manna, og að öllu skreyttir af hinni mestu list. á milli þeirra eru málverk og annað skraut, svo lítt sér til veggjanna sjálfra; þó ber kirkjan ljós merki hinnar Byzantisku kirkjubyggingar- listar. Gildar steinsúlur eru sitt- hvorumegin eftir aðal kirkj- unni. Að norðan verðu er lágur skilveggur gerður með állra handa útflúri, hann skilur skipið frá bænastúk- unni. Skilveggur þessi er þakinn meistarlegum málverk- um og útskurði, frá löngu lið- inni tíð; á bak við vegg þenn- an og yfir altarinu er einn hinn dýrðlegasti menjagrip- ur klaustursins, og ef til vill sem til er í heiminum. Það er afar forn byzantisk mynd í mosaic af ummynduninni á fjallinu. Þetta listaverk er í alla staði aðdáunarvert, og tilheyrir því tímabili Byzant- iskrar menningar, er Mosaic verk var regluleg list. Þessi dýrðlega mynd er engu síður fögur og tignarleg, en Mosaic myndirnar í Ravanna, Salon- ica og Sophinu-kirkjunni i Constantinopel. Myndin sýnir Krist standa í miðri myndinni, og Elías til hægri en Móses til vinstri. Fyrir neðan þá eru þrjár mannsmyndir krjúp- andi, eins og í leiðslu eða án vitundar, í straumi þess himn- eska Ijóss, sem geislar út frá Kristmyndinni; það eru post- ularnir: Pétur, Jakob og Jó- hannes. Meðan eg stóð hugfanginn af aðdáun frammi fyrir þess- ari óviðjafnanlegu mynd og virti hana fyrir mér, kqmu tveir aldraðir munkar inn og kveiktu á kertum, sein stóðu á altarinu, það er æfinlega gert þegar sýna á hinar heilögu likamsleifar af St. Catherine, eins og nú átti að gera. Hægra megin við altarið, undir skrautlegu skygni, er stór kista, eða skrín, úr vissri tegund kalksteins (Sarro- phagus), sem var læst með sterkum hengilás. Munkarn- ir opnuðu skrínið og ýttu lok- inu til hliðar. f þessu skríni voru margir helgir ‘dómar geymdir, en mér voru bara sýndir tveir. Annað voru gullnar öskjur. Áður munk- arnir snertu þessa helgu muni, tóku þeir hinar svörtu línhúf- ur af höfðum sér, er þeir báru við þetta ta'kifæri. Þeir tóku öskjurnar upp með mikilli varfærni, og opnuðu þær með enn meiri lotningu og signdu sig áður þrisvarsinnum. f öskjunni var skinin manns- hendi, sem þeir sögðu að væri af St. Catherine, hún lá á bómullar púða, skreytt hring- um og armböndum. f hinuin öskjunum sem þeir sýndu mér i, var höfuðkúpa St. Catherine, en alt sem eg gat séð var bara slétt, mórautt hvirfilbeinið, og ofan á því lágu fjöldamargir minjagrip- ir, og þar ú meðal gull- sovereign Victoríu drotningar. Þegar búið var að koma þess- um helgu dómum á sinn stað aftur, voru ljósin á altarinu slökt. Eftir að eg hafði skoðað þessa helgu muni, var mér fylgt til helgustu kapellunnar í kirkjunni. Það er svolítið afhús á bak við kórinn, að- skilið frá aðalkirkjunni, en jarðgöng á milli. Þetta er kapella'hins brennandi runns, þar sem Drottinn fyrst birtist Móses. Allir, sem koma inn í þessa heilögu kapellu verða að taka skóna af fótum sér áður þeir ganga inn. Það er mjög skuggsýnt í þessu litla herbergi, og tekur dálitla stund áður manni birtir það fyrir augum að geta séð hinn daufa hjarma sem leggur af gull Mosaic-inni og gólfinu, OMHERST „ •gp&s. 40 oz. 0 oz. $3.75 dtnHERST CMSIBL -; 6'"oo 40 oz $2.9° 25. oz D.STH-UERS UMtl® AMHER^s;éu«G. OMT. This advertisement is not published or displayed by the Liquor Control Board or by the Government of Manitoba.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.