Lögberg - 21.09.1939, Blaðsíða 8

Lögberg - 21.09.1939, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER 1939 WINNIPEG’S DRYKKJAR- UNDRIÐ ffp^íLák ‘æst 5c ISGoodAnytlm• W Heklufundur í kvöld (fimtu- dag). + + Dr. A. B. Ingimundson verð- ur. staddur í Riverton þann 2fi. þ. m. > + We can arrange, at very reasonable rates, the financ- ing of automobiles being pur- chased. Consult us for par- ticulars. J. J. SWANSON & CO. LTD., 308 Avenue Build- ing, Phone 26 821. ♦ ♦ Anna Victoria Ólöf Hördal, 26 ára, dóttir Jóns og Kristín- ar Hördal, sem lengi bjuggu að Lundar, lézt á sunnudag- inn var, þ. 17 þ. m. Jarðar- förin fór fram frá lút. kirkj- unni á Lundar, í gær (þriðju- dag). Séra V. J. Eylands jarðsöng. ®ljr Jþeal. eautg |Jar[nr f COLUMBIA PRESS BYGGINGUNNI 693 SARGENT AVE. Eg hefi nú tekið að mér stjórn á þessari nýtízku snyrtistofu, og óska eg viðskifta islenzkra kvenna. Vandáð, nýtízku verk. bæði ábyrgst og fljótt af hendi leyst við sanngjörnu verði. Verk gért á kveldin eftir beiðni. Símið 80 859. Halla Josephson. Fiskur í mata! alla Nú þarf fólk ekki lengur að brjóta heilann um það, hvar hægt sé að fá glænýjan fisk úr Winnipegvatni. Keystone Fisheries Limited hefir dag- lega til sölu glænýjan, flak- aðan pickerel á 20c pundið. Útsölustaðurinn er á mótum Arlington og Magnus Avenue. Fiskur flakaður á hverjum degi á þessum stað, til 20. október. Sími 52 442. Fólk verður að sækja fiskinn. Pækil tíminn er kominn BARRELS - DRUMS - KEGS Vér höfum allar gerðir og stærCir. Seljast við Iægsta gangverði. Skrifið eftir upp- íýsingum á yðar eigtn máli ef þér viljið. WINNIPEG C00PERAGE COR. DUPFERIN & SAETER Winnipeg, Man. Til þess oð tryggja yður skjóta afgreiðslu Skulpð þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI FRED BUCKLE, Manager ! PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT and AGNES Mr. Benedikt Heiðmann frá Glenboro hefir dvalið í borg- inni undanfarna daga ásaint börnum sinum. ♦ ♦ Mr. .1. T. Thorson, K.C., þingmaður Selkirk kjördæmis kom heim af aukaþinginu í Ottawa á sunnudaginn. ♦ ♦ Home Cooking sölu og kaffi hefir kvenfélagsdeihrin nr. 1, Fyrsta lút. safnaðar, næstkom- andi laugardag, 23. þ. m., í nýju byggingunni á Sargent og Victor strætamótum, eftir hádegið og að kvöldinu. Margt verður þar til hressingar, svo sem skyr og rjómi. Kaffi- veitingar og kryddmatur af ýmsu tagi. Allir velkomnir. ♦ ♦ Hjónavígslur framkvæmdar af séra Valdimar J. Eylands: 9. sept.—Doris Sybil Patter- son og Leslie Thomas Robson. ■ 13. sept.—Victoria Peterson frá Selkirk og Royal Jack King, 540 Ellice Ave., Winni- peg- 14. Sept.—Jessie Smith, 417 Cumberland Street og John Simpson, 419 Cumberland Av. ♦ ♦ Ungmenni fermd í Þrenn- ingarsöfnuði á Point Roberts, Wash., af séra Kolbeini Sæ- mundssyni, 27. ágúst, 1939: Margrét Thordarson Sigríður Guðmundson Ruth Solomon June Solomon Lisali Sigríður Elizabeth Thony Virginia Iæe Baker Audrey Eleanor Teller Lois Jean Culj) ♦ ♦ Síðastliðinn sunnudag, 17. sept., voru þau Tryggvi Julius Oleson frá Glenboro og Elva Hulda Eyford frá Winnipeg gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St. Þau hafa bæði verið kennarar við Jóns Bjarnasonar skóla og leyst verk sitt þar af hendi með snild. Þau lögðu af stað sam- dægurs með járnbrautarlest austur til Toronto, þar sem Mr. Oleson stundar sérfræði- nám við háskóla, en bæði eru þau útskrifuð af háskóla Manitobafylkis. Messuboð FYRSTA LÚT. KIRKJA Séra Valdimar J. Eylands prestur Heimili: 776 Victor Street Sími 29 017 Guðsþjónusta á ensku kl. 11 f. h.; Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h.; (sleuzk guðsþjón- usta kl. 7 e. h. ♦ ♦ * PRESTAKALL NORÐUR NYJA fSLANDS Áætlaðar messur sunnu- daginn 24. sept.: Geysiskirkju, kl. 2 siðd., safnaðarfundur eftir messu; Riverton, kl. 8 síðd., ensk messa. S. ólafsson. ♦ ♦ VATNABÝGÐIR Kl. 11 f. h., sunnudagaskóli í Wynyard. KI. 11 f. h., messa í Leslie. Kl. 2 e. h., messa í Kristnesi. Kl. 7 e^ h., messa i Wynyard. Jakob JónssQn. GIMLI PRESTAKALL Sunnudaginn 24. sept.: Betel, morgunmessa; Víði- nes, messa kl. 2 e. h.; Gimli, íslenzk messa kl. 7 e. h.; séra Jóharín Bjárnason prédikar við þessar messur; sunnu- dagsskóli Gimli safnaðar kl. I. 30 e. h. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ Sunnudaginn 24. sej)t. mess- ar séra Haraldur Sigmar í Mountain, kl. 11 og í Garðar kl. 2.30. ♦ ♦ Guðsþjónustur við Church- bridge: í Konkordía kirkju sunnudaginn 1. október, kl. 1 e. h.; umræðuefni: “Blekking- ar.” Samskotin við þessa guðsþjónustu ganga í heima- trúboðssjóð kirk jufélagsins.— Þakklætisguðsþjónusta Kon- kordía safn., sd. 8. okt. og í Lögbergs söfnuði daginn eftir kl. 2 e. h. S. S. C. ♦ ♦ VATNABYGÐIR Næsta sunnudag, 24. sept., flytur séra Carl ,T. Olson guðs- þjonustur í Vatnabygðum sem fylgir: Mozart, kl. 11 árdegis. Wynyard kl. 3 síðdegis. Kiandahar, kl. 8 síðdegis. Messan í Kandahar verður á ensku. Allir eru boðnir og velkomnir. Fjölmennið! ♦ ♦ Séra Carl J. Olson messar í Hólar-bygðinni 1. okt., kl. II, eftir fljóta tímanum og i Kristnes skólanum 15. okt. Þessar guðsþjónustur verða auglýstar seinna. Fólk á þess- um stöðum er beðið að festa þetta í minni og fjölmenna. ♦ ♦ SELKIRK LÚTERSKA KIRK.TA Sunnudaginn 24. sej)t.: Kl. 11 að morgni, sunnudags- skóli, biblíuklassi, og lesið með fermingarbörnum. KJ. 7 að kvöldi, íslenzk messa. Séra Bjarni A. Bjarnason væntanlega prédikar. Er búist við að séra Jóhann Bjarnason verði i hans stað á! Gimli þann dag. Sviss, land og þjóð (Framh. frá bls. 7) íslendingurinn í Ölpunum En íslendingurinn, sem sér þetta og skynjar, hann skynj. ar um leið skvldleika hinna igrandi náttúruafla við heima- land sitt og því hlýtur hann að heillast af þessum ein- kennilegu töfrum, þessum tigna, hrikaleik og ljóðræna yndisleik. Þótt Sviss sé ekki stórt land, er fegurð þess fádæma margþætt og fjölbreytt og hver einstakur landshluti hefir sin sérkenni og eitthvað sérstakt til síns ágætis. Jafnvel slétt- lendið í Sviss hefir sinn yndis- þokka: hin fögru skógarbelti, marglitu akra, græn engi, lit- skj’úð ávaxtatrjánna á vorin, fagurblá vötn og undurfagra vitsýn til Alpanna i fjarska. —Vísir 13. ágúst. Minniát BETEL í erfðaskrám yðar Baldursbrá Gert er ráð fyrir að fyrsta blaðið af sjötta árgangi “Bald- ursbrár” komi út um næstu mánaðamót. Sama fyrirkomu- lag verður og síðastliðið ár. Á árinu koma lit 25 eintök alls og verða send vikulega. Verðið er 50 cent fyrir ár- ganginn og borgast fyrirfram. Ritstjórinn er sá sami og und- anfarin ár, barnavinurinn Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Er það ómetanlegt gagn fyrir vestur-islenzkan a>skidýð að fá enn að njóta leiðsagnar harís við þetta göfuga starf. Á meðan starfskrafta hans og vilja í þessu verki nýtur við, er það ekki til of mikils mælst að fslendingar sjái um að “Baldursbrá” komi á hvert ís- lenzkt heiinili, og sýni með því viðurkenningu á þessu starfi. Það gerist ei lengur þörf að ræða um nauðsyn á útgáfu þessa blaðs. Það er alment orðið viðurkent atriði. Spursmálið er því aðallega út- breiðsla blaðsins. Mig langar í þetta sinn fyrir hönd Þjóð- ræknisfélagSins og starfs- manna blaðsins, að þakka öll- um, og þeir eru margir, sem hafa að undanförnu stutt að utbreiðslumálunum, og eins og" að undíyvförnu þá tek eg mér Bessa-leyfi að birta hér nöfn þeirra, sem eg vona að taki á móti áskriftum fyrir blaðið í hinum ýmsu bygðum og bæjum, og greiði göngu þess. Sigurður Indriðason, Selkirk, Man. Johann K. Johnson, Hecla, Man. Páll Guðmundson, Leslie, Sask. Jón Jóhannson, Wynyard, Sask. Miss K. Fjeldsted, Lundar, Man. Jón Gíslason, Bredenbury, Sask. Mrs. Aldis Peterson, Víðir, Man. John Arnorson, Piney, Man. Rev. S. Olafson, Árborg, Man. Mrs. T. .1. Gíslason, Brown, Man. Mrs. S. O. Sveinson, Keewatin, Ont. Th. Thorfinnson, Mountain, N.D. OIi Anderson, Baldur, Man. Marino Briem, Riverton, Man. Arni Björnson, Reykjavík, Man. Páll fsfeld, Winnipeg Beach, Man. Rev. Albert Kristjánsson, Seattle, Wash. Elín Bíldfell, Foam Lake, Sask. Bjarni Marteinsson, Hnausa, Man. B. Eggertson, Vogar, Man. •Kristin Skúlason, Geysir, Man. Rev. B. Bjarnason, Gimli, Man. Arni Simonarson, RRl, Box 88 Blaine, Wash. Hosias Hosiason, Mozart, Sask. Mrs. Thor Johnson, Winnipegosis, Man. Mrs. J. F. Stephenson, Kandahar, Sask. Mrs. Ingi Brynjólfson, 3836 Tripp Ave., Chicago Eiríkur Stefánsson, Oak Point, Man. Mrs. Emina Johnson, Langruth, Man. Sigurður Vigfússon, Oakview, Man. Mrs. C. O. L. Chiswell, Gimli, Mnn. Rev. Egill H. Fáfnis, Glenboro, Man. Rev. Jakob Jónsson, Wynyard, Sask. S. Laxdal, Garðar, N.D. G. Hjartarson, Steep Rock, Man. Miss Beatrice Gislason, Vancouver, B.C. Og svo geta þeir, sem vilja sent ársgjöld sín beinl til und- irritaðs í Winnijieg, eða til ís- lenzku vikublaðanna, sem eg veit eru bæði viljug að styrkja þetta starf. Að sjálfsögðu gera deildir Þjóðræknisfélagsins sitt ýtr- asta til að útbreiða blaðið. Einnig væri það göfugt starf fyrir íslenzk kvenfélög að leggja hönd á plóginn í þessu slarfi meðal æskulýðsins. Þrír fyrstu árgangar blaðsins inn- heftir í eina bók fást keyptir og sendast póstfrítt hvert sem er á $1.50. Allar peninga- sendingar sendist til ráðs- manns blaðsins. B. E. Johnson, 1016 Dominion St., Winnipeg, Man. {’-------------------------- Wolseley Hotel 186 HIGGINS AVE. (Beint á móti C.P.R. stöeinni) SÍMI 91 079 j Eina akandinavisha hótcliO i horginni '• RICHAR LINDHOLM, eigandi The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWTN I Watchmakers and Jewellers j 699 SARGENT AVE., WPG. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiSlega um alt, sem að flutningum lýtur, smáum eða stðrum Hvergi sanngjarnara verð. Heimili: 591 SHERBURN ST. Slmi 35 909 THE SALAD BOWL SARGENT at ARLINGTON Your Neighborhood Store A Complete Stock of GROCERIES, FRESH FRUITS and VEGETARLES See Us for Your PICKLING REQUIREMENTS Telephone 35 887 ... \ye Deliner

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.