Lögberg - 21.09.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 21.09.1939, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER 1939 3 sem er lagt silfur og gullplöt- um. Þetta herbergi er eitt hið helgasta “skrín” sem til er frá fyrri alda kristindómi. Þegar eg hafði litast um á þessum helga stað, fylgdi munkurinn mér í'Tiinn prýði- lega aldingarð, sem er innan við og meðfram múrunum. I skugga Cyprustrjánna uxu allslags tegundir af aldinum, ásamt olíu og vínvíð. öll um- gengni var hin prýðilegasta, og jurtir og blóm voru plönt- uí$ eftir nútíma ræktunarregl- um, og var ekki annað að sjá, en þessu öllu vri fyrir komið af grasa- og jurtafræðing, og hirt og hlúð að af þaulæfðum garðyrkjumanni. St. Catherine klaustrið má skoða sem göfugt minnis- merki hinnar grísku forn- kristni, og snildar og menning- ar hins forna Byzantiska ríkis. Næst fylgdi munkurinn mér að afskektu húsi, með lágum dyrum, svo eg varð að beygja mig mjög til að komast inn, en hvað sá eg þegar eg kom inn, hversu hrikaleg sjón! Til vinstri handar mér er inn kom var feiknastór hlaði af hauskúpum neðan frá gólfi og upp í þak; til hægri var álíka stór hlaði af handleggj- um, og dálítið fjær annar hlaði af beinum og beina- grindum. Þó þetta væri alt annað en viðfeldin sjón að sjá, fanst mér þó einna ömur- legast af öllu er eg sá þar inni, var beinagrind af stór- um manni, klædd í munka- kyrtil, sitjandi á stól; við beinagrindina voru bundnar spýtur til að halda henni uppi. Þessi hræðilega minning lífs- ins sat rétt við dyrnar, og frá þessum holdlausu klóm, sem einu sinni höfðu verið hend- ur, hékk lítill viðarkross, og blómavöndur. Þetta voru hin- ar likamlegu leifar hins heil- aga Stephanos, sem einu sinni var vörður og gæzlumaður leiðarinnar upp á Jabel Musa. Munkurinn tók glóðarker og brendi í því reykelsi, og dreifði ilminum alt i kringum heilagan Stephanos. “Hvað er þetta?” sagði eg og benti á nokkuð, sem hékk á veggnum. “Það ,er hárskyrta og belti sem dánir munkar hafa bor- ið.” Rétt hjá þessum hlutum voru tvær beinagrindur. bundnar saman með keðju, það voru beinagrindur tveggja inunka, sem í lifanda li^fi bundu sig saman, með keðju, sem var þannig fyrir komið, að aldrei gat nema annar legið í einu; það þótti því sjálfsagt að þeir væru einnig bundnir saman í dauðanum. Þessir menn höfðu þótt mjög heilag- ir. Eg var þegar húinn að fá nóg af að skoða þennan beina- Val, og varð glaður er munk- urinn kom hlaupandi og til- kynti okkur að hinum dag- lega brauðskamti til Bedúín- anna yrði útbítt innan stund- ar. Við yfirgáfum þetta heim- kynni dauðra manna, og fór- Um upp á múrana fyrir fram- an klaustrið. Þar voru Bedú- inarnir fyrir utan múrana með hyski sitt. Þeir stóðu og gláptu upp á múrana þar sem vindan var, hvaðan þeim var sendur ofan, í körfu, sinn daglegi brauðskamtur, sem munkarnir bökuðu sérstaklega handa þeim. Það var hálf broslegt að sjá til þeirra, það er sízt ofsögum sagt, að það hafi verið handa- gangur í öskjunni er karfan kom ofan. Eg mintist að eg hefði lesið einhvern tíma um það, að þessir Arabar væru af- komendur rómverskra þræla, sem hefðu verið sendir til Sínaí á 5. öld, en eg gat ekki séð nein einkenni Evrópu- manna á andlitum þeirra, en hyernig hefði verið eftir allan þann tíma mögulegt að búast við því? Eins og alt annað á þessum slóðum, er saga þeirra hulin móðu tímans, sem lítt verður með vissu gegnum séð. Eg eyddi því sem eftir var dagsins til að skoða klaustrið, og þess mörgu vist- arverur. Morguninn eftir lagði eg snemma á stað upp á hæsta tindinn á Sínai-fjallinu — Jabel Musa — með hinn unga, gríska munk fyrir leiðsögu- mann, og einn Bedúina. Svo sneinma morguns eru skuggarnir langt upp eftir hlíðum þessa feikna fjall- garðs, sem rís eins og sléttur veggur bak við St. Catherine klaustrið. Hæsti tindurinn á þessum fjallgarði er Sínaí- tindurinn, þar sem helgisagn- irnar segja að Jave hafi gefið Moses lögmálstöflurnar, hann er 8,000 fet yfir sjávarmál, og þannig 4,000 fetum hærra en klaustrið, sem er 4,000 fet yfir sjávarmál. Leiðin upp fjallið er erfið, þó ekki mjög hættuleg, enda hefir hún ver- ið mikið bætt með 3,000 tröpp- um, sem munkarnir hafa höggið i bergið; það var gjört á þeim tímum, sem fjöldi pílagríma sótti þangað, til að gjöra bæn sína á hæzta tindi Sínaí-fjallsins. (Framh.) Silfurbrúkaup Mr. og Mrs. E. L. Johnson i Árborg, Man. Hópur vina og vandamanna safnaðist saman, all fjölmenn- ur við samkomuhúsið i Ár- borg, Man., þann 23. júlí s.l. til þess að samfagna Mr. og Mrs. E. L. Johnson á tuttugu og fimm ára giftingarafmæli þeirra, var fólk þar saman komið úr ýmsum bygðum Nýja fslands, frá Winnipeg, og víðar að.— Samsætið hófst með söng og biblíulestri, voru þvi næst les- in upp ýms bréf og fagnaðar- skeyti er borist höfðu. — Af- henti þá veizlustjóri, með fá- um orðum gjöf frá fólki um- hverfis, vandað “Chesterfield set.” Því næst flutti Mr. B. I. Lifman ávarpsorð til heiðurs- gestanna frá skyldmennum þeirra beggja, og afhenti þeim svo silfurborðbúnað að gjöf frá skyldmennunum. Næst flutti Miss Sigrún Johnson bróðurdóttir brúð- guðmans, en uppeldisdóttir heiðursgestanna, vel valin orð fyrir hönd barnanna og af- henti að gjöf silfurkertastjaka. Fyrir hönd United Farm Woinen talaði Mrs. H. D. Gourd, og afhenti silfurdisk að gjöf. Ávárpsorð fyrir hönd Kvenféfags Sambandssafnað- arins í Árborg, flutti Mrs. Herman von Renasse, og bar fram gjöf fyrir þeirra hönd. Að afhending gjal’a aflok- inni naut fólk sín við sam- eiginlega söngva; þá flutti Mrs. S. E. Björnsson vandað, skrifað erindi fyrir minni silfurbrúðarinnar. Mr. Sigur- björn Sigurðsson frá Winni- peg mælti fyrir minni silfur- brúðgumans, með einkar ítar- legu og fróðlegu erindi. Mr. Valdimar Jóhannesson flutti erindi er lýsti vinarkynningu hans af foreldrum brúðgum- ans og hlýhug til heiðursgest- anna, kom hann víða við i erindi sínu, er var hið fróð- legasta. Hlý kveðjuorð fluttu þeir Gestur bóndi Oddleifsson, dr. Joseph T. Thorson og Gísli verzlunarstjóri Sigmundsson. Kvæði fluttu dr. S. E. Björns- son, Mr. B. J. Hornfjörð og G. O. Einarsson, verzlunar- stjóri. — Fjörugir söngvar voru sungnir af og til milli þess að ræður voru fluttar. Við píanóið var Mrs. S. A. Sigurdson. Heiðursgestir dagsins, þau Eddie og Andrea, eru bæði börn frumherja þessa um- hverfis, hann sonur Eiríks og Vilborgar Johnson, sem nú eru bæði dáin, en sem lifa i ljúfu minni skyldra og vanda- lausra, fyrir mikla mannkosti. Mrs. Johnson er dóttir Tryggva heitins Ingjaldssonar og Hólm- friðar konu hans, er enn lifir í hárri elli hjá þessari dóttur sinni, voru þau hjón ávalt mjög starfandi að félagsmál- um vorum — og hann að hinztu stundu fram. Allar ræður, er fluttar voru báru vott um hlýhug og þakk- læti til heiðursgestanna fyrir framkomu þeirra og margþætt félagsstörf. Þau eru enn á bezta aldri, og eiga langan starfsdag fyrir höndum. Hug- heilar blessunaróskir skyldra og vandalausra fylgja þeim báðum fram á veginn! S. ólafsson. Heillaósk TIL MR. OG MRS. EDWARD L. JOHNSON ÁRBORG, MAN. í tilefni af tuttugu og fimm ára brúðkaups degi þeirra 23. júli 1939. Lag:—Þunga sigursönga. Valinn hópur vina vinsemd endurnýjar og frá eldri tímum endurvekur, hlýjar. Minningar frá ungdóms æsku- skeiði, enginn skuggi, — sólin skein i heiði. Þá var ástin ör að tengja saman; allir karlar muna slíkt var gaman. Silfurbrúðkaup setjum, sumarblíða veitir fögnuð, — sem að færir fegurð lífið skreytir. Er vér helgum aldarfjórðungs a>fi, aldrei heyrist slíkt að nokkurn svæfi. Glaðar stundir gjöra lundu hressa, góða lyst þá margur fer að blessa. Ætíð sína sögu silfurbrúðhjón eiga er við aldarfjórðung yfir líta mega. Minningar, sein marka skýrum dráttúin mörg atriði,—geymd í tímans þáttum; mótbyr, leiði, — vandrataðir vegir, vonir skiftar, — dagar breyti- legir. Heiðruð brúður hefir helgað marga daga mannfélagsins málum, mörg er þörf að laga. Er þar tíðum öfl við sterk að etja, örðug viðfangs, — takmörk vilja setja. öfugstreymi erfitt er að kanna, er þar hringrás blindra hug- sjónanna. Edward skapar tíðum vinnu nóga. Heiina enginn haldið honum getur, hret þá boða snjó og kaldan vetur. Auðnan áfram haldi ykkar veg að feta, farsæld slíku fylgir, fjársjúð þann skal meta. Húsbóndans á herðum, hvílir ætíð vandi; öll sé áform valin, aldrei bygt á sandi. Einhuga við akuryrkju og skóga, Þá mun æfin ánægjuna veita, ellidagar sælustundir heita. Þá mun ykkur ljúft að lúta • elli, að loknu starfi — sigurs hald- ið velli! B. J. Iíarnfjörð. itfuinncöö anö A DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only • w- ff v\ ^ Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 : DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 3-4.30 • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG : i DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjflkdömum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViCtalstíml — 11 til 1 og 2 til 6 Skrifstofusimi 22 251 Heimilissími 401 991 DR. A. V. JOHNSON Dr. S. J. Johannesson Dentist 806 BROADWAY • Talsimi 30 877 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 • Viðtalstími 3—5 e. h. DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdöma. Viðtalstimi 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegi Skrifstofusími 80 887 Heimilissimi 48 651 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfræðingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur XögfræOingur • 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur líkkistur og annast um flt- farir. Allur ötbúnaCur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talsimi 86 607 Heimilis talsími 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG, WPEG. • Fasteignasalar. Leigja hfls. Út- vega peningalán og eldsábyrgö af öllu tægi. PHONE 2? 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG • Pægilegur og rólegur bústaOur i miOblki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; meC baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Ouests

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.