Lögberg - 21.09.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 21.09.1939, Blaðsíða 6
fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER 1939 | Leyndarmálið í turninum Eftir ANTHONY HOPE “Vissulega! En eg er hræddur um að óhappið hafi nú skeð. Hlustið á!” Beaumaroy benti upp í loftið og horfði á Alec kaftein með einkennilega raunalegum fyndnissvip á andlitinu. “Það var asnalegt af mér að bjóða yður inn. En eg er lé- legur leikari, það er sannleikur. Eg hleyp alt af á mig!” nöldraði hann eins og við sjálfan sig, en þó svo að hljóðbært var. Alec starði undrandi á hann eitt augnablik en athvgli hans drógst óðara að öðru. Einhver annar brýndi nú röddina; hljóðið af henni barst gegnum stofuloftið, úr herberginu fyrir ofan; orðaskil heyrðust ekki, og mælgin sjálf var aðal- orsök þess að þau urðu ekki aðgreind; en hinn hái, skjálfandi og gjallandi tónn hljómaði um alt húsið. Það var sem hvínandi, urgandi og meiningarlaust hávaða-garg. Áhrifin voru leynd- ardómsfull og mjög óþægileg. Alec Naylor hleypti brúnum og var eins og hroll setti að honum eitt sinn, meðan hann hlust- aði á þetta. Beaumaroy sat hreyfingarlaus, og augnatillit hans' var óbreytt, eða, ef um nokkra hreyting var að ræða, þá var eins og þau lýstu vorkunnsemi eða kærleika til gamla mannsins, er var að rausa. “Hamingjan góða! Beaumaéoy, hafið þér vit- firring í húsinu?” sagði Alec Naylor. Hann hefði nú mátt brýna röddina eins mikið og hann vildi, því hinn hávaðinn yfirgnæfði. “Það er ekki eg sem hefi hann, heldur hann, sem heldur inér hér. Og hvað sem um það er, þá segir la*knislegur ráðunautur hans mér, að engin ástæða sé til að halda, að hinn gamli vinur minn sé ekki með öllu viti.” “Segir Irechester það?” “Læknirinn, sem vitjar hans, er Dr. Arkroyd.” Meðan Beaumaroy var að tala, hætti hávað- ihn uppi á loftinu alt í einu. Svo heyrðist hraka ögn í gólfviðum herbergis- ins yfir stofuloftinu. “Eg held það sé hezt, að þér farið nú, Naylor, ef yður er sama. Eftir athafnir sem þessar, kemur hann vanalega til að segja mér alt um þær. Og hann verður ef til vill gramur út af því að hitta yður hér.” Alec Naylor stóð upp úr stóra stólnum, en ekki þó til þess að fara. “Mig langar til að sjá hann, Beaumaroy,” sagði hann hranalega, eða fremur í skipandi róm. Beaumaroy ypti brúnum. “Eg fer ekki með yður upp til hans, eða leyfi yður að fara þangað, geti eg hindrað það. En ef hann kemur, — nú, jæja, þá getið þér beðið. Það kemur mér kann- ske i vanda, sem þá gerir nú ekki mikið til.” “Hugmynd mín er—” “Mér er vel kunnugt um sjónarmið yðar, Naylor kafteinn, sem er það, að þér berið per- sónulega ábyrgð á hverju sem er, auðskiljanlega vegna þess að þér eruð í einkennisbúning her- mannsins.” Enginn skarkali heyrðist nú lengur ofan af loftinu né úr stiganum, en dyrnar opnuðust alt í einu og Mr. Saffron stóð þar á þröskuldinum. Hann hafði morgunskó á fótum, var klæddur köflóttum buxum og fölblárri síðtreyju; auk þess var gráa sjalið, er hann sveipaði um sig þegar hann var á útigöngu, einnig nú vafið vandlega utan um hann. Aðeins hægri höndin var laus, og í henni har hann svefnstofu-kertastiku úr silfri. Úr fölu andliti hans, undir silfruðu hári, glamp- aði í hin skæru, bláu augu hans. Þegar Alec leit hann fyrst, var hann með glaðlegt bros á andlit- inu, og hrópaði með sigurhreim í röddi'nni: “Þetta voru góð viðskifti, þau gengu ágætlega, Hector.” Þá tók hann eftir hinum stórvaxna gesti, Alec Naylor, er stóð hjá eldstæðinu. Alvörusvip- ur færðist yfir andlitið, hann lokaði dyrunum gæyiega, gekk að borðinu og setti þar niður kerta- stikuna. Eftir að yfirvega Alec eitt augnahlik sneri hann spurnaraugum til Beaumaroys. “Eg er hræddur um að við séum allseint á flakki, herra!” sagði Beaumaroy kurteislega í af- sökunartón,” en eg fór út til að viðra mig eftir að þér genguð til hvílu, og hitti þá vin minn, sem var á leið heim til sín; og þar sem þetta var jóla—-” Mr. Saffron hneigði sig vingjarnlega þessu til samþykkis. “Kynnið mér vin yðar, Hector,” hað hann, eða skipaði mjög alvarlega. “Naylor kapteinn, herra, sem hlotið hefir heiðursmerki fyrir hraustlega þjónustu; í Duff- shire Fusiliers-deildinni.” Kafteinninn var í einkennisbúningi, en hafði meðan hann ræddi við Beaumaroy, ekki munað eftir að taka af sér húfuna. Og þannig heilsaði hann að hermanna sið. Gamli maðurinn hneigði sig mjög hæversklega; þrátt fyrir hinn marg- stæða búning sinn, bar hann sig einkar tigin- mannlega; og hinn föngulegi herforingi virtist ekki bera af honum sem herramanni. “Naylor kafteinn sýndi af sér mikla hreysti í striðinu, herra,” mælti Beaumaroy enn fremur. “Það er mér mikil ánægja að kynnast her- manni, sem hlotið hefir viðurkenning fyrir hraustlega framgöngu í þjónustu lands síns,” sagði gamli herramaðurinn, og röddin var nú mýkri og vingjarnleg. “Látið mig ekki trufla ykkur, herrar mínir. Erindi mitt við þig, Hector, getur beðið. Eg hefi lokið önnum mínum, og get nú hvílt mig með léttri lund.” “Gætum við ekki fengið yður til að tefja fáeinar mínútur og drekka með okkur staup af viskí-og-sóda blöndu?” mælti Beaumaroy. “Vissulega, Hector; en ekkert viskí handa mér. Gefið mér staup af mínu eigin víni; eg sé flösku af því þarna á skápborðinu,” sagði gamli maðurinn. Hann gekk svo kringum borðið og settist i stóra stólinn. “Gerið svo vel, kafteinn, að fá yður sæti,” sagði hann og veifaði hönd sinni að lága stólnum sem Beaumaroy hafði nýlega setið á. Naylor kafteinn hlýddi bendingunni, þótt hans stóri skrokkur liti ógn afkáralega út á svo lágum sess; hann fann til þess, og varð þá líka þess áskynja, að hafa enn húfuna á höfðinu; hann greiþ hana nú af sér í snatri, og hringsneri henni inilli fingranna. Mr. Saffron, sem sat tein- réttur uppi í stóra stólnum, virtist nú áreiðanlega vera þarna eftirtektarverðastur — Beaumaroy stóð við hlið hans og studdi öðrum handlegg á stól- bakið og hélt í hinni á háu glasi með rauðu glitr- andi víni í, til reiðu þegar Mr. Saffron æskti þess; gamli maðurinn rétti svo upp hina horuðu hægri hönd sína eftir því og saup vínið með auðsærri ánægju. Alec Naylor var fremur vandræðalegur, á lága stólnum, og sat þar þegjandi. En Beauma- roy virtist líða ágætlega. Hann byrjaði aftur við- ræðuna með því að bera fram setningu, sem í bókstaflegum skilningi gat ekki talist ósannindi; en það var þó hið ítrasta, sem segja mátti um sannleiksgildi hennar. “Áður en þér komið, herra, vorum við að ræða um einkennisbúninga. Minnist þér þess að taka eftir bláa búningnum flugliðsins okkar, í vikunni sem leið, þegar við voruin í borginni? Eg man eftir því, að þér létuð þá í Ijós aðdáun yðar fyrir þessu.” Þetta umtalsefni var ágætlega valið, Mr. Saffron snerist við því með miklum áhuga; ræddi fjörlega um gildi ýmsra einkennisbúninga, hve snyrtilegir þeir væri eða hentugir, að því er liti snerti — dökk-gráir, khaki, himinbláir hinn föl- bláa flugliðsbúning og tylft annara einkennisbún- inga herliðsins. Alec hafði einnig töluverða þekk-, ingu í þessu efni, gleymdi fljótt aðstöðu sinni eða feimni og tók fjörugan þátt í umræðunni, en með viðeigandi lotning þó fyrir auðsærri oggagngerðri þekking Mr. Saffrons á öllum einkennisbúning- um. Beaumaroy hlustaði með ánægjulegu brosi á samræðuna, og lét sér nægja að skjóta inn því sem nefna mætti samtengingar-athugasemdir, — aðeins til þess að stefna viðræðuefninu á nýjar brautir. Eftir fjórðungs stundar ánægjulega samræðu, að því er þeir allir þrír virtust líta á, lauk Mr. Saffron úr vínglasi sínu, rétti Beaumaroy það og kvaddi Alec Naylor einkar vingjarnlega. “Það er yissulega komið mál fyrir mig að fara í rúmið, en verið þér ekkert að flýta yður, herra kafteinn. Þér ónáðið mig ekkert, því að eg sef ætíð mjög vært. Verið þér sælir. Eg þarf yðar ekkert meira við í kvöld, Hector.” Beaumaroy rétti honum svo ljósastikuna og opnaði fyrir hann dyrnar, þegar hann fór fram í ganginn. Alec Naylor hlemmdi húfunni aftur á höfuð sér í snatri og mælti: “Eg fer líka.” “Jæja, þér heimtuðuð að fá að sjá hann, og hafið nú fengið þá ósk uppfylta. Hvað haldið þér um hann?” spurði Beaumaroy. Alec leit á Beaumaroy með vandræðalegum tortryggnissvip. “Þér sneruð honum af ásettu ráði að þessu umtalsefni, með því að segja nokk- uð, sein líktist óvenjulega inikið beinum ósann induin.” “Það var ofurlítið kænskubragð! Eg vissi að yður myndi geðjast það, og það er honum mjög hugkvæmt gjálfursefni. Eg veit ekki mikið um fyrri lífsferil hans, en eg hygg, að hann hafi eitt- hvað haft að gera með tilbúning einkennisbúninga handa hermönnum; verið, ef til vill, ráðunautur herstjórnarinnar um slíka hluti.” Beaumaroy hló með fremur kesknislegum hæðnistón, að þessu. “En hvað sem um það er, þá er slíkt engin sönn- un þess að hann sé ekki með öllu ráði, finst yður það? Ef til vill átti að líta svo á, en í vanalegu tilliti væri það ekki meiri sönnun en hitt, að mað- ur færi upphátt með skáldskap, úr rúmi sínu.” “Eigið þér við það, að hann hafi verið að fara með ljóð, þegar—” “Nú, það hefði ekki hljómað ver, þó að svo hefði verið, eða hvað finst yður?” Beaumaroy var nú beinlínis að gera gaman að undrun kafteinsins. Hann vissi, að Alec Naylor trúði ekki einu orði af því sem hann sagði eða var að geta sér til um; en Alec gat ekki rofið vörn hans eða hugarflug. Ef hann, vegna gá- leysis, komst í vandræði, skyldi hann að minsta kosti með lægni komast úr klípunni. En tor- tryggnin var auðvitað ætíð söm við sig, þó slegið væri ryki í augu hennar eitt eða svo augnablik. Og því varð ekki neitað, að hér var margt, sem aukið gat á tortryggnina — Alec kafteinn, Ire- chester, og í einu atriði, Dr. Mary. Sömuleiðis voru ef til vildi, þessir tveir náungar, sem þarna úti höfðu verið að yfirvega Turnhúsið — annar stuttur og stubbaralegur, — þeir höfðu einnig sínar efasemdir, þótt tortryggni þeirra stefndi að öðrum hlut. Hann ypti nú aftur ögn öxlum að vanda, er hann fylgdi hinum orðlausa kafteini út að hliðinu. “Góða nótt, með endurtekinni þökk, og eg vona, að við hittumst bráðum aftur,” sagði Beaumaroy glaðlega. Alec sagði stuttlega “góða nótt” og kvaddi með sérstaklega ákveðnum hermanns brag. IX. KAPÍTULI Dr. Mary setur skilyrði. Jafnvel Alec kafteinn var ekki laus við breyskleika þá, er mannlegt eðli á við að stríða. Þótt hugmyndir hans um það, hvað skyldan byði honum að gera, neyddi hann til að taka all-stint upp og gagnrýna skoðanir Beaumaroys og fram- ferði, að því er heraganum viðkom, þá voru nú tilfinningar hans honum sjálfum ef til vill óaf- vitandi mengaðar ógöfgari hugsunum. Hann hafði krafist þrautraunar, reynslu — þeirrar, að hitta Mr. Saffron og fá að dæma um hann af eigin sjón. Reynsluna hafði hann fengið og þar farið halloka. En grunsemdir hans höfðu ekki þaggast niður — langt frá því, þótt þær á hinn bóginn hefði enn ekkert óþreifanlegt til að styðjast við og því síður sannanir um tilverurétt sinn; hann gat engan árangur sýnt af þessari reynslu. Hann hafði mætt hindrun, og meira að segja verið ertur — því nær beinlínis hafður að spaugi. í raun og veru hafði Beaumaroy, skelmirinn, reynst honum ofjarl í loknum leik! Þessi skilningur hans á afstöðu málsins litaði skoðun hans á því og gerði hann napur-yrtan, þegar minst var á Turnhúsið og íhúa þess, einkuin þegar hann mintist á það við Cynthiu Walford; því í samræðu við hana leyfði hann sér auðvitað meira frjálsræði en við aðra; þegar hann talaði við hana var það líkast því sem hann ræddi við sjálfan sig, þvi svo mót- mælalaust samsinti hún öllu, sem hann sagði, og gerði hugsjónir hans eins og að sínum eigin. Slík algerð samhygð örfaði þau til að segja hvort öðru afdráttarlaust allar hugsjónir sínar hreinskilnis- lega og ákveðið. Ekki aðeins hlustaði Cynthia á og samsinti skoðanir Alecs kafteins, heldur hafði þær og að umræðuefni við kunningjana — að Fornasetri, hjá Irechester, hjá Dr. Mary, og í öllum litla vina- hringnum, þar sem hún nú var tíður og velséður gestur. Samkvæmt sinni litlu og mjög mismun- andi reynslu á karlmönnum, skifti hún þeim i tvo l'lokka; þann, er Cranster tilheyrði, og hinn, sem Alec var göfug mynd af; og hver meðlimur hvors flokksins fyrir sig dró í huga hennar dám af sínum félagsskap. Þar eð Beaumaroy var auð- sjáanlega ekki úr Alecs flokki, þá hlaut hann að líkjast Cranster, og af honum mætti því búast við svipuðu framferði og Cransters, eftir því sem kringumstæður hans og freistingar hvettu hann til.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.