Lögberg - 12.10.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.10.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. OKTÓBER, 1939 \ -------— Högfatrg----------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COLiUMBlA PKJSSS, UMITED e»5 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskriít ritstjórans: ÍSDITOR DOGBISRG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Vel og drengilega hugsað Virðingarverð ræktarsemi við minningu hins frum- stæða Birkibeins islenzkra bragfylkinga vestan hafs, Kristjáns N. Júlíusar, kemur í Jjós hjá þeim vinum hans í Dakota- bygðunum íslenzku, er nú hafa átt frumkvæði að því, að reisa honum viðeigandi bautastein. Mr. Thorlákur Thor- finnsson á Mountain, hefir fyrir hönd þeirrar nefndar, er framkvæmdir hefir með höndum, reifað málið stuttlega hér í blaðinu, en farið þess jafnframt á leit, að Lögberg fylgdi því út hlaði með nokkrum áréttingarorðum frá eigin brjósti; oss er ljúft að verða við þeim tilmælum, þar sem K. N. var um langt skeið í hópi vorra hugstæðustu trúnaðar- vina; maðurinn, sem með orðsins list og fágætri brjóst- fyndi sinni hafði það veglega hlutverk með höúdum að varpa ljósi á veg samferðamanna sinna og fækka drungatár- unum á meðal þeirra, þó hann á hinn bóginn kæmi þeim þráfaldega til þess að gráta af hlátri. Þó K. N. væri að náðargáfu kímniskáld, þá mótuðust ljóð hans, mörg hver, engu að síður af viðkvæmri alvöru; um það ber eftirfarandi vísa raunhæft vitni: “Sjáðu þetta sjúka barn, , svitinn döggvar brána; láttu, Drottinn, líknargjarn litla kroppnum skána.” Kristján Níels JúJíus var maður viðkvæmur í lund og hyggjuhreinn; ást hans á íslenzkri tungu barnslega einlæg og fölskvalaus; aldna fólkið elskaði hann; æskan hópaðist utan um hann eins og jafningja sinn og leikbróður. Margt var um hagyrðinga og skáld í North Dakota samtímis Kristjáni Níelsi Júlíusi; mannjöfnuður í þeim efnum er bæði óþarfur og á ekki við; en víst er uin það, að af þeim öllum var Kristján eini maðurinn, sem ávalt geklt undir nafninu “Dakota-skáldið.” Kristján Níels Júlíus orti sér til hugarhægðar eins og þar stendur; hann orti af innri þörf vegna þess að hann mátti eklíi ósyngjandi vera; sál hans fann sína Jjúfustu hvíld í útstreymi ferskqytlunnar og annara fagurrímaðra kviðlinga; þeir voru náfrændur Kristján og Jónas Hallgríms- son; enda svipaði þeim saman um margt; opin augu beggja fyrir unaðsleik náttúrunnar, og viðkvæm samúð með þeim öllum, sem minni máttar voru, sameiginleg með báðum; virði maður fyrir sér andlitsmyndir skáldanna beggja, dylzt heldur ekki ættarmótið; drættir dulmjúks draumlyndis þeir einu og sömu. Þegar Kristján Níels Júlíus orti, kvaðst hann einkum gera það öðrum til aðvörunar; hann gerði meira en það; hann gaf íslenzkum ljóðsmiðum fagurt fordæmi í sínum formströngu og fagurmeitluðu vísum. I ljóðum Kristjáns N. Júlíusar skiftast á svo að segja jöfnum höndum undirtónn hinnar þyngstu alvöru, og and- hlær góðlátrar kínini; vísa sú. sem hér fer á eftir er tákn- ræn um alvörustrenginn: “Mér hefir lífið opnað und enn með kvölum sárum. Þornað blóð af þreyttri mund þvæ eg burt með tárum.” Nokkuð kveður við annan tón í eftirfarandi vísu: “Enn er K. N. ern að sjá, þótt af sé fitan; sízt þeir efa, sem að líta’ hann: syndin hefir gert hann hvítan.”— íslendingar í North Dakota ætla sjálfir að koma bauta- steini Dakota-skáldsins upp, eða með öðrum orðum annast um verkið; njóta þeir þar leiðsagnar ágæts manns þar sem Mr. Olgeirsson er; mun lengi í minnum höfð víkingasnekkja sú, er hann smíðaði fyrir hálfrar aldar landnámshátíð fs- lendinga í North Dakota sumarið 1928; var þar um hið mesta snildarverk að ræða. Þó Kristján Níels Júlíus ætti lengst af heima í North Dákota, og fslendingar í þeim bygðarlögum, öðrum fremur, tileinkuðu sér hann, þá eru kvæðin hans eign allra fslend- inga jafnt, án tillits til þess hvar þeim er í sveit komið; þessvegna er það oss öllum jafn skylt, að leggja nokkra steina í grunninn, eftir efnum og ástæðum; áætlað er að bautasteinninn verði reistur á leiði skáldsins á komandi vori í hinu fagra friðarhofi við Eyford kirkjuna. Tillög í minnisvarðasjóðinn sendist til féhirðis nefnd- arnnar, Mr. W. G. Hillmans, Mountain, N. Dak., er kvittar jafnóðum fyrir þau í íslenzku blöðunum. Þegar þér þurfið að senda peninga í burtu-- SKULUM VÉR GERA ÞAÐ FYRIR LÍTIL ÓMAKSLAUN Vér skulum með ánægju hjálpa yður við að senda peninga hvar sem vera vill í Evrópu og Bandaríkjum. THE ROYAL BANK OF CANADA ______Eignir yfir $800,000,000 ________ Hátíðahöld Undir umsjón miðskólans á Mountain (The Mountain High School) í .tilefni af 20 ára af- mæli miðskólans þar, og 58 ára afmæli alþýðuskólans. í haust eru 58 ár liðin síðan séra N. S. Thorláksson stofn- aði alþýðuskóla hér og var sjálfur fyrsti kennarinn. Og í haust eru 20 ár liðin síðan miðskóli var hér stofnaður. Hátiðahöldin byrja á föstu- dagihn 20. október kl. 8 e. h. Fyrst verður “bonfire” úti á vellinum norður af samkomu- húsi bæjarins, síðan dansleik- ur í samkomuhúsinu. Meðan á dansleiknum stendur verð- ur drotning hátíðahaldsins (“The Homecoming Queen”) krýnd; fer sú athöfn fram kl. 10.30, þar í samkomuhúsinu. Þær sem keppa um drotning- ar-hlutverkið eru: Ingibjörg Ólafson, fyrir hönd fjórðu deildar í miðskólanum, Emily Kristjánson fyrir hönd annar- ar deildar, og Hilda Holm fyr- ir hönd fyrstu deildar. Veit- ingar verða seldar á staðn- um að kveldinu. Laugardaginn 21. okt., kl. 2 e. h., verður skrúðför með ýmsum táknsýningum (floats) sem fara um allan hæinn. Þar á eftir verður samsæti í samkomusalnum, þar sem reynt verður að sýna þroska skólastarfsins á liðnum ára- tugum; og þar sem ýms list-. ræn verk nemenda verða líka til sýnis. Veitingar verða þá einnig til sölu í kjallarasaln- um. Aðgangur ekki seldur að samkomunni. Sunnudaginn 22. okt. verð- ur guðsþjónusta í kirkju Vik- ursafnaðar kl. 11 f. h. Fer guðsþjónustan fram á ensku. Söngurinn verður undir um- sjón skólafólksins, en séra H. Sigmar prédikar. Við þessa messu mæta meðal annara sem flestir er hafa útskrifast úr miðskólanum á Mountain. Eftir messuna (kl. 12.30) verður máltið framborin i kjallarasal samkomuhússins. Máltðin kostar 45c fyrir hvern einstakling. Þeir, sem ' óska eftir að vera þar viðstaddir eru vinsamlega beðnir að út- vega sér aðgöngumiða að mál- tíðinni sem allra fyrst hjá Guðbjörgu Einarson, Moun- tain, N.D. Er mjög æskilegt að allir væru búnir að útvega sér aðgöngumiða fyrir 17. okt., svo að nefndin geti vitað við hvað mörgum hún á að búast. Rúmið leyfir ekki að selja meir en 150 aðgöngu- miða, þessvegna líka þörf að útvega þá í tæka tíð. Eftir máltíð þessa á sunnu- daginn verður opinber sam- koma í efri sal samkomuhúss- ins, byrjar hún kl. 2.30 e. h. Aðgangur að þeirri samkomu ekki seldur. Allir velkomnir. Frjáls samskot. Ýmsir sem hafa sérstaklega komið við sögu skólans á Mountain munu taka til máls á þessari samkomu. Dr. R. Beck mun flytja þar erindi um inenta- mál. Ymislegt mun þar fram fara til skemtunar og fróð- leiks. Veitingar verða þá líka til sölu á staðnum. Fólk minnist þess að við þessi hátíðahöld sem standa frá föstudagskveldi, 20. októ- her til sunnudagskvelds 22. október, eru allir boðnir og velkomnir á samkomurnar. Aðal tilgangur hátíðahaldanna er að leggja sem sterkasta á- herzlu á gagnsemi og nauðsyn miðskólanna jafnvel í hinum mannfáu bæjum og skólahér- uðum. Sérstaklega er skólanum og forstöðunefndinni það mikið áhugamál að viðstaddir geti verið sem allra flestir: (1) úr hópi þeirra sem hafa nokkurn tíma sótt miðskólann á Moun- tain, síðan hann var stofnað- ur; (2) úr hópi þeirra, sem hafa verið kennarar i mið- skólanum síðan hann var stofnaður; (3) úr hópi þeirra, sem hafa verið í embættum fyrir skólahéraðið hér síðustu tuttugu ár; (4) úr hópi þeirra sem voru nemendur á alþýðu- skólanum hér fyrsta árið (fyr- ir 58 árum). Gleymið ekki stað og stund. Hjálpið til að gjöra hátðahöld- in sem hátiðlegust. Um grafreiti Það er tilfinningaspursmál fyrir flestum, ef grafir vina þeirra og ættingja týnast. fs- lendingar eiga grafreiti í flest- um stöðum, þar sem söfnuðir hafa verið stofnaðir í þessu landi, beggja megin línunnar. Og sumir af þeim grafreitum eru í allgóðu lagi, undir góðu eftirliti. Sérstaklega í seinni tíð, síðan Sameinaða kvenfé- lagið tók það að sér að líta inn í það mál. En margir munu þurfa enn betra eftirlit, ef vel á að fara og grafir eiga ekki að týnast. Það ætti að búa til upp- drátt (Blue Print) af hverjum grafreit og halda bók yfir alla bletti, sem seldir eru, og allar greftranir, og númera hverja röð og hverja gröf.. Steypa númerin í sement, annað hvorl í móti eða bora holu 12 til 14 þml. djúpa, og um 3 þml. á breidd, svo það sé hægt að stimpla númerinu á efri end- ann. Það má ganga svo frá þessu, að engin gröf tapist, ef kortið er rétf og bókhaldið er vel passað. Svo þarf að setja nóg fyrir hverja gröf til að fá sjóð til að líta eftir við- haldi garðsins, bæði birðingu og slætti, m. fl. Eg skrifa þetta af tvennum ástæðum. Fyrst sú, að eg hel'i fundið út að það er erfitt að finna grafir í sumum gömlum íslenzkum grafreitum, þar sem alt hefir verið lagt á minnið. Og annað það, að mér hafa borist nokkur bréf í seinni tíð, frá kvenfélagskon- um, sem hafa tekið að sér að annast um hirðing grafreita sinna safnaða. Eg mætti kannske bæta því við hér, að eg held að eg sé sá eini íslendingur, sem hefi auglýst í báðum íslenzku viku- blöðunum og Sameiningunni, í fleiri tugi ára, að eg hefði Iegsteina til sölu. En eg sé það í hvert skifti sem eg fer út um land, að nýir steinar hafa verið settir upp. Eg veit af hverju það er, að landar mínir hafa ekki komið til mín til að fá verð á steinum. Á- stæðan er sú, að þeir, sem verzla með þá vöru, vakta dagblöðin, og senda bækur og myndir til ættingjanna strax og þeir sjá dauðsfall í blöðun- um, og senda svo sina agenta út. En það ætti enginn að kaupa legstein eftir mynda- bók. Þvi það er alt annað að sjá steininn á mynd, eða sjá hann sjálfan. Og eg vil helzt ekki selja legstein nema að kaupandinn sjái hann sjálfur. Með kæru þakklæti til þeirra mörgu sem hafa verzlað við mig. Og eins þeirra, sem hafa leitað ráða til mín i þessu efni. Það er traust sem eg virði mikils. A. S. Bardal. Campbell River, B.C. (5. október 1939) Herra ritstjóri Lögbergs:—- Tíðarfarið hefir verið hér í sumar hið ákjósanlegasta, en nú eru fyrstu fölnuðu laufin á linviðnum farin að falla til jarðar. Þau falla hægt og þögult til síns seinasta áfanga, eins og að líkfylgd væri á ferðinni. Líka má segja að “fölnað sé himinsins blessaða Ijós,” því nú eru fleiri þoku- dagar og oftar skýjað loft. Þá eru þokulúðrarnir sífelt drynj- andi frá vitum og skipum, sem manni gæti vel hugsast að kæmi frá einhverjum ó- sýnilegum vörum frá ná- ströndum, svo finst mér þeir vera óhugðnæmir. Þeir eru samt nauðsynlegir fyrir sjó- farandann, til að minna á hættur og torfærur, sem þeir þurfi að forðast. Alt þetta minnir okkur á að haustið sé komið. Við, sem búum hér á vesturströndinni getum hug- hreyst okkur með því, að við vitum að þegar haustið er

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.