Lögberg - 12.10.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.10.1939, Blaðsíða 6
R / LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. OKTÓBER, 19^9 | Leyndarmálið í turninum Eftir ANTHONY HOPE Sllllllllll!llllllllllllllllllll!IUII!llllllMlllllilllli!l!l!lllllllllllllllllllllllll!lll>llllllllllll>ll!ll!l!lll!!llllllllllllllll!lll!ll!illlllllil!íllllll!!!lll!lllllillllllM Mary opnaði augun og settist upp. “Cranster eða Beaumaroy?” Það voru nöfnin, sem hún heyrði. “Hvað í ósköpunum hafði Mr. Beaumarov að gera við—” sagði hún, en þagnaði er hún leit þau Alec og Cynthiu hjá eldinum, og mælti: “En hvað eruð þið að hafast að?” Cynthia sleit sig úr faðmlögum ástvinarins og hljóp glaðleg á svip til vinkonunnar, til að játast fyrir henni. “Eg hlýt að hafa sofið vært.” sagði Mary og kysti Cynthiu. Alec hafði komið rétt á eftia og stóð nú við hlið hennar. Mary leit upp til hans og mælti: “ó, nú skilst mér þetta! Hún á að vera óhult fyrir slikum inönnum?” í þetta sinn leit Mary ekki með aðdáun til kafteinsins, en miklu fremur með fyrirlitning. “Það er • hugmyndin,” svaraði Alec ánægju- lega. “Og það er einnig ásetningur minn, að skjótast með ykkur báðar í bílnum heim að Fornasetri — til að boða fréttina og ná í mið- degismatinn.” “Ágætt!” hrópaði Cynthia. “Þú verður að koina, Mary!” Mary hristi höfuðið. “Nei; þið getið farið tvö ein,” sagði hún. “Eg er þreytt og vil hafa næði til umhugsunar.” Hún brá hönd að aug- unum, eins og hún væri að nudda stírurnar úr þeim. Svo varð svipur hennar alt í einu fjör- legur og sem sigrihrósandi. “Nei, eg þarf ekki að brjóta heilann um þetta! Eg skil það nú!” hrópaði hún með áherzlu.” “Kæra Mary, ertu ennþá sofandi? Ertu að tala upp úr svefni?” sagði Cynthia. “Leyni-orðið! Það kom á einhvern hátt fram í huga minn rneðan eg svaf. Töfra-orðið — Morocco!” “Hvern skollan hefir Morocco —” byrjaði Alec kafteinn, mcð afsakanlegri óþolinmæði. “ó, þér hafið aldrei heyrt það, og þér mynd- uð, kæri kafteinn, ekki hafa skilið það, þó svo hefði verið. Þér hélduð, að hann væri að þylja kvæði. Það sem hann var í raun og veru að gera—” “Heyrið nú, Doktor Mary, Cynthia hefir rétt lofast mér, og eg ætla að fara ineð hana heim lil mömmu minnar og pabba. Getið þér ekki látið yður skiljast það?” Hann leit forvitnislega til hennar. og gat alls ekki skilið, því hún væri svona æst, ef til vill gramur út af því, hve 1 jóst% var að gæfa og gleði Cynthiu va>ri ekki efst í huga vinkonu hennar. Við þessa áminning Alecs kafteins áttaði Mary sig á því, að hún væri enn á fastri fold, og hér væri um himneska sælu ástarinnar að hugsa, l'remur en sælu einbættislegrar sigurgleði; enda þótt síðarnefnda sæluástandið snerti hana sjálfa, en ástarsælan heyrði öðrum til. “Eg hið fyrir- gefningar, já, vissulega af öllu hjarta. Og lofaðu inér að kyssa þig aftur, elsku Cynthia — og yður, kæri Alec kafteinn, rétt einu sinni! Og svo farið þið til að ná í miðdegisverðinn,” sagði hún með ákafa og hló. “Já, og eg ætla að ýta ykkur út og á stað!” “Við skulum fara, Alec,” sagði Cynthia góð- látlega, en þó með ofurlítilli óþolinmæði. Hið mikla augnablik lífs hennar — sem fyrir hana væri vissulega unaðslegra en nokkurri annari mannveru hefði getað hlotnast — var naumast að verðugu viðurkent af Mary. Eins og ávalt voru í þessu efni tilfinningar Cynthiu og Alecs hinar sömu. Áður en þau sneru sér að öðrum og hugðnæmari efnum. sagði Cynthia við Alec þegar þau keyrðu á stað: “Mér virðist sem Mary hafi einkennilegan áhuga fyrri Beaumaroy. Hefir hana verið að dreyma um hann, Alec?” “Það lítur svo út! En því í skollanum um Morocco?” Þar sem skilningur Alecs kafteins varð hér fyrir mótstöðu leitaði hann skjóls í ást- ardraumum sínum. Þótt Doktor Mary yrði nú fegin að vera orðin ein og geta notið næðis, reyndi hún ekki að sitja kyr. Hún gekk fram og aftur, ráfaði látlaust hingað og þangað og reykti á meðan heil- njikið af vindlingum; hún hefði þó vissulega fyrirboðið skjólstæðingur sinum eða sjúklingum slíkt óhóf. Leyni-orðið! Já, merking þess virtist á ein- hvern hátt hafa birzt henni í svefninum Var þá eitthvað í hugmyndinni um undirvitundina? Orð- ið var skýring, tengihlekkur, opinberun — þetta töfraorð, Morocco! Já, nú skýrðist alt fyrir henni, það, er áður var ráðgáta, virtist nú ljóslega benda á eitthvað þýðingarmikið. Jafnvel sá hlutur, sem hún hafði veitt litla eftirtekt, ekki haldið hafa neina sérstaka þýðing, birtist henni nú í nýju ljósi — gráa sjalið, sem gamli herramaðurinn ávalt sveipaði um sig og sem huldi allan líkama hans nema hægra handlegginn. Skyldi hann einnig vera með sjalið við máltíðir sínar? Um það gæti hún auðvitað ekkert sagt. Ef til vildi gerði hann það ekki; þá væri bara Beaumaroy viðstaddur og líklega þjónn þeirra. En svo virtist sem hann sveipaði sig aitíð með því, þegar hann var úti, þar sem ókunnugt fólk gæti séð hann. Það benti á dul- girni, ef til vildi ótta eða hræðslu um opinberun einhvers. Varkárnin, sem af þessu leiddi, gæti gleyint sér undir áhrifum mikillar hugaræsingar. Vafalaust hefði Mr. Saffron verið mjög æstur, þegar hann veifaði rúnaleturs blaðinu og hrópaði til Mr. Beaumaroys um Mbrocco. En hvort hann huldi sig með sjalinu inni í Turnhúsinu eða ekki, uin það gat hún ekkert sagt — ef til vildi hagaði hann þessari venju sinni eftir því hvernig honum liði —, en um hitt var hún sannfærð, að það var hann sem notaði hnífapars-samstæðuna! ■ Það var um þetta verkfæri, sem Beaumaroy hafði hnotið. Það hefði átt að vera læst inni i skápnum áður en hún kæmi inn í húsið. Einhver hafði verið skeytingarlaus eða hlaupið á sig hvort það var Beaumaroy sjálfur eða þjónninn, gerði minst til. Beaumaroy hafði sagt ósatt, brugðið fljótt og kænlega fyrir sig lýginni, en þó ekki alveg hiklaust. Handsveiflan hafði komið upp um hann; andlitssvipurinn, er lýsti upp- gerðar-kæti og háðslegu spaugi gagnvart henni og honum sjálfum, gerði hina kænlegu skýring hans ósennilega þá stundina. Hvort sem Mr. Saffron notaði sjalið eða ekki við máltíðir, þá var það alveg vist, áð hann notaði samfasta hnífaparið. Og hvað um “kvæðin”?. sem Mr. Saffron þuldi upp fvrir sjálfan sig í rúmi sínu, og sem hann í áheyrn Alecs kafteins sagði um að væri ágætt og “gengi vel.” Auðvitað var það nú Beaumaroy, sem nefndi þetta skáldskap, og kaf- teinninn aðeins hafði það eftir honum. En fyrir hina nýju oiiinberun undirvitundar sinnar, þóttist Doktor Mary nú skilja, að það. sem Mr. Saffron þuldi úr rúminu í skjálfandi málmhljóðs-tón, var ekki Ijóð, heldur — ræða. Og sjálf Morocco!” Hverjum þeim manni, sem hinir sögulegu atburðir nokkurra siðastliðinna ára voru í minni, eða jafnvel með hversdags þekk- ingu inannsins á strætinu, og þeim. sem lesið hal'ði deiluna um stríðið, var Morocco engin ráð- gata, heldur miklu fremur sem endurminning. Því höfðu ekki viðsjár þrætuáranna einmitt byrj- að í Moroccb og skapað með köflum æsing hjá lolki og stöðuga hræðslu? Á morgun átti Beau- maroy að fara á stað til Morocco — samkvæmt því, er á rúnaletursblaðinu stóð! Ef til vildi átti hann að fara frá Morocco til Libyu; eða vekja Senússíana til uppreistar (Mary hafði fylgst ineð sögu striðsins), koma fram í Cairo, í Jerúsalem, í Bagdad! Beaumaroy átti auðsjáanlega að vera forgöngumaður og hinn tignarlegi húsbóndi hans, Mr. Saffron, að koma á eftir á sínum tíma! Með kuldalegu háðsbrosi á ‘undlitinu undraði hún sig á, hvernig þessi slægi maður fengi smeygt sér undan því að leggja af stað til Morocco; hann hefði kannske ekki getað fengið leiðarbréf; eða, ef sú mótbára dygði ekki, þá að hann gæti ekki •sloppið fram hjá árvekni brpzkra yfirvalda. Eða eitthvert rúnaletursblað hirtist annske með aðra frétt, er frestaði burtfararstundinni, vegna þess að hið hentuga augnablik væri eftir alt enn ekki kornið. Fyrir ráðkænskunni voru margar leiðir opnar; Beaumaroy gæti á ýmsa vegu stuðlað að framlenging núverandi stöðu sinnar, sem ekki aðeins væri alls ekkert slæm, heldur all-auðug af framtíðar möguleikum. Hið gremjuþrungna bros Doktor Mary snerist nú að henni sjálfri, er hún mintist þess að hafa verið nógu heimsk til að tala við Beaumaroy um viðkvæma sómatilfinning. Jæja, Mr. Beaumaroy, skeytið þvi engu! Hvað Mr. Saffron áhrærði, þá væri afstaða hans nú býsna augljós. Hún væri einkennileg og aumk- unarverð, en engan veginn einstæð. Kannske væri hún sjálf ekki eins mikill hérvillingur eins og Dr. Irechester hefði verið svo vænn að hafa orð á við Mr. Naylor, og hún hafði einnig orðið vör slíkra kringumstæðna — jafnvel enn torskild- ari, þar sem valdhafar liði fyrir staðgöngumenn, með sorglegri afleiðingum og hjákátlegri fjarstæð- uni í augum áhortendanna. Og hún inyndi eftir að hafa lesið einhversstaðar — var það í Mauds- Jay að á dögum Napóleons, þegar prinsar og kóngar voru eins og keilur, settir upp og velt um að geðþótta harðstjórans, að sjúkrahæli Frakk- lands voru full af slíkum mikilmennum? — gnægð þar valdhafa! Ef hún hefði “afreka”-sögu Mr. Saffrons fyrir sér, byggist hún við að lesa um oflátungslegan mann, drotnunargjarnan á sínu litla sviði; hinn litli vísir þessara eiginleika gæti í veikluðu líkams-ástandi, þroskast til heimsku- legrar sjálfsblekkingar, eins og hún taldi nú á- stand Mr. Saffrons vera — og fullvissast um fyrir aðstoð heppilegrar tilviljunar. En hver var nú skylda hennar — sjálfsögð skylda hennar sem Dr. Mary Arkroyd, eins og tilhlýðilega hæfs, viðurkends og ábyrgðarfulls læknis? Með ofurlítilli skerðing á sjálfsvirðing sinni varð hún að viðurkenna, að um þetta hafði hun aðeins mjög óljósa hugmynd. Urðu ekki þeir, sem geðveikan mann hýsti, að hafa löglegt leyfisbréf til þess, eða eitthvað slikt? Eða átti það aðeins við, þar sem um fleirtölu vitfirringa væri að ræða? Og sá ekki Beaumaroy um Mr. Saffron samkvæmt skilningi laganna, hver sem hann kynni að vera? En undir öllum kringum- stæðum varð hún eitthvað að gera; ástandið í Turnhúsinu mátti ekki haldast við eins og það nú var. Landslögunum — hver sem þau voru — varð að hlýða, fram fyrir hendur Beaumaroys varð að taka, og vesalings Mr. Saffron að fá við- eigandi eftirlit. Hugsanagangur hennar hafði naumast hindrast hið minsta meðan hún neytti lítils kvöldverðar; þún var aftur komin fram í stofuna ldukkan hálf-níu, og hugurinn enn gagn- tekinn af sama efni. Rétt eftir klukkan níu var fraindyrabjöllunni hringt. Elskendurnir komnir aftur svona snemma! Hún heyrði karlmannsraust úr ganginum; á næsta augnabliki var Beaumaroy vísað inn í stofuna og hurðin látin aftur á eftir honum. Hann stóð rétt innan við dyrnar og gerði sig ekkert líklegan til að koma nær henni. Hann dró andann ótt og hún sá svitadropa á enni hans. Mary hafði sprott- ið á fætur, er hún sá hann koma inn, og stóð með reiðisvip framini fyrir honum. “Þér hafið, Mr. Beaumaroy, engan rétt til að koma hingað, eftir það sem fram fór á milli okkar seinni partinn í dag.” “Auk þess að vera, eins og þér sjálf sáuð, mjög æstur, þá líður hinum gamla vin mínum alls ekki vel í kvöld.” “Það þykir mér mjög leitt; en eg er ekki lengur læknir Mr. Saffrons. Hafi eg í dag neitað að stunda Mr. Saffron. þá geri eg það tíu sinnum ákveðnar nú í kveld.” “Að því er eg her skynbragð á, Dr. Arkroyd, þá er hann vissulega mjög veikur.” Látbragð Beaumaroys var mjög stillilegt, hæverskt og blátt áfram. “Eg hefi komist að ákveðinni niðurstöðu um líðan Mr. Saffrons, síðan eg skildi við yður i dag.” “Mér datt í hug að þér kannske gerðuð það. Eg býst við að ‘Morocco’ hafi beint yður í áttina. Og eg geri einnig ráð fyrir, að þér hafið litið á blaðskufsuna?” “Mér — mér datt það í hug —” Hér var Mary í ofurlitiuin vanda. “Þér hefðuð verið meira en inannleg, ef þér hefðuð ekki gert það. Eg var kominn út aftur eftir fimm mínútur — undir eins og eg saknaði blaðsins; þér voruð farin, en eg þóttist vita, að þér hefðuð séð það. Hann rissaði tylftir slíkra miða.” “Þér virðist taka gilda niðurstöðu mína um andlegt ástand hans,” mælti hún höst. “Eg geng ætið inn á það, sem eg hætti að geta mótmælt. En við skulum ekki standa hér og tala. f einlægni sagt, þá er hann, að því er eg hefi vit á, kannske að deyja. Hjartað virðist mjög veilt. “F'arið og sækið Irechester.” “Hann óttast Irechester. Eg held, að ef hann sæi Irechester, þá riði það honum að fullu. Þér verðið að koma.” “Eg get það ekki — af þeim ástæðum, sem eg hefi sagt yður.” “Því? Vegna minna misgerða? Eða fyrir yðar eigin reglur og venjur? Hamingjan góða, en hvað eg hata reglur og venjur. Hver þeirra er það, sem ef til vill á að kosta líf gamla manns- ins?”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.