Lögberg - 12.10.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 12.10.1939, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. OIvTóBER, 1939 7 Klauátrið á Sínaí G. E. Eyford þýddi (Framh.) / Áður en, við lögðum á stað, spurði eg hvort farangur hans væri kominn í bílinn, en munkarnir sögðu mér að sá eini farangur, sem hann hefði, væri regnhlífin og svolítill böggull. sem hann hefði undir handlegg sér. Að svo búnu lögðum við á stað út á hið eyðilega ölduhaf eyðimerk- urinnar, og eftir tveggja tíma keyrslu komum við að döðlu- pálma runninum í Wadis Feirnan, sem er eini gróðrar- bletturinn (oasis) í allri suður Sínaí eyðimörkinni. Hversu oft sem eg kann að ferðast um þessa dauðans eyðimörk. mun eg aldrei þreytast á að dást að og undr- ast þá ótrúlega stórkostlegu umbreytingu, sem svo lítil vatnsspræna getur gert. í tvo klukkutíma höfðum við ekið yfir skelharða fjallahryggi og gula sandfarvegi. Þar var ekk- ert lifandi og ekkert til lifs- næringar, ekki einu sinni fyrir úlfalda. sem næstum virðist þó geta lifað á minningunni um siðustu máltið. Alt i einu kom fallegur pálmatrjálundur i Ijós, nokkr- ar ekrur plantaðar maís og tóbaksjurt, og fáein smáhreysi, þakin pálmaviðar greinum, þessi blettur er ofurlítil oasis af pálmum og grænum jurt- um, innan i óútyfirsjáanlegu hafi grjóts og sanda. Þessi litli blettur á tilveru sína að þakka ofurlítilli lækjarsprænu, sem er ekki méir en eitt fet á breidd. Þetta mundi ekki vera kallaður lækur hér í landi, en á Sínai eyðimörkinni viðheld- ur þessi litla lind. þessari oasis, sem er nafnkend um allan Sínaí-skagann. Sumir fornfræðingar halda að Wadi Feirnan sé sá stað- ur þar sem Móses setti her- búðir sínar, meðan á flóttan- um stóð frá Egyptalandi. Hlíðar fjallanna. sem um- girða þetta dalverpi, eru al- þaktar rústum af kofum og hibýlum helgra manna, þar eru og margar kirknarústir frá löngu liðinni tíð. Víða er þar að finna klappað á kletta eða veggi, grafskriftir ýmsra helgra manna, sem flúðu frá spillingu ættborga sinna og landa, á annari og þriðju öld, út i eyðimörkina, til þess að lifa þar og deyja. Munkarnir á Sínaí eiga landblett í Wadi, þar rækta þeir ýms aldini og garðávexti. Þeir hafa þar einsetu munk til að gæta þess að Bedúínarnir steli ekki ávöxtunum, né spilli þeim. Mér datt í hug að það væri fróðlegt að sjá þessa á- vaxtabletti munkanna og kynnast gæzlumanninum. Við stönzuðum þvi við grjótgarð, sem er í kringum kofa ein- setumannsins, og börðum fremur harkalega á sterka plankahurð sem var i garðs- hliðinu, með mjög óvönduðum trékross yfir. Gegnum rifu í hurðinni, sá- um við hvar kom gamall. hvit- skeggjaður, grískur munkur, heljar rumur að vexti og burð- um. Hann var all-einkenni- lega búinn. að ofan í mjög óhreinum slopp en að neðan í hermannabuxum. Hann bar stóra byssu á öxl sér. Hann stikaði stórum skrefum að hliðinu. Þetta var faðir Isaiah, einhver einmanalegast settur maður, sem eg veit af. “Hverjir eruð þig?” kallaði hann með þrumurödd innan frá við hurðina. “Þjófar og ræningjar,” svaraði Mr. Vall- inis, sem aldrei lét tækifæri ó- notað til að gera samlöndum sínum smá-glettur. Það varð Iöng þögn. En er við litum upp, sáum við hvar gamli munkurinn stóð á garðinum og horfði mjög rannsakandi augum á okkur; hann hafði haldið byssunni í sigti, en lét hana síða niður hægt og hægt, er hann sá hverjir við vorum. “Þið ættuð ekki að tala í glensi um slíkt,” sagði hann með þrumandi röddu, “það er illa gert. Hafið þið nokkuð af tóbaki, sem ]>ið megið missa? Eg hefi nú reykt skrælnuð blöð í marga mán- uði.” Við sögðum honum að, við hefðum talsvert af tóbaki, sem við skyldum gefa honum. Að svo mæltu opnaði hann hurðina. án frekari spurninga og bað okkur að ganga inn. Við fórum inn í garðinn; frá hliðinu og að kofa munks- ins lá upphækkuð brú eða svalir, undir þessari brú var forsæla allan daginn, til að, skýla sér fyrir hinum brenn- andi sólargeislum. Eg spurði hann því hann væri hér á þessum eyðilega stað, svo langt frá félögum sínum í klaustrinu. Hann kvaðst vera þarna til þess að gæta friðar og reglu mðeal Bedúínanna, og svo til að rækta grænmeti fyrir munkana á Sínai. “Er ekki hræðilega leiðin- legt að vera hér einsamall svo fjarri öllum mönnum?” spurði eg. “Því skyldi vera leiðinlegra að vera hér en annarsstaðar?” var hans eina svar. “Hvaðan af Grikklandi ert þú ættaður?” spurði eg. En alt í einu. áður hann hefði tíma til að svara spurningu minni, rak hann upp hátt org, þreif byssuna sina og hljóp inn í sikurreyrs-runna. svo við sáum ekki meir af honum um stund. Við heyrðum skot- hvell. og skömmu síðar koin hann, og var í alt annað en góðu skapi. Hann hafði mist af smyrli, sem var að ræna í dúfnahúsinu hans. “Má eg líta á byssuna þina?” spurði eg. Hann rétti mér gamlan tinnulás fram- hlaðning. um hlaupið voru nokkur lcoparbönd til að styrkja það. Þetta var gömul ensk soldátabyssa, og var markað á hana nafnið “Tow- er” og ártalið 1859. Gamli munkurinn bjó til höglin i byssuna sína sjálfur, á þann hátt, að hann bræddi blý og rendi því ofan í vatn, og tvístraðist blýið við það i smá- agnir, sumar næstum hnött- óttar. Hann sýndi mér hvern- ig hann fór að hlaða byssu- hólkinn sinn. Ofan á púðrið lét hann samanhnoðuð lauf- blöð, sem hann þjappaði ofan í byssuhlaupið með sívalri spítu (hlaðstokk), svo lét hann höglin, og annað forhlað sömu tegundar. Áður við fór- um gáfum við gamla mann- inum talsverðar birgðir af tóbaki, og mörg fylt skothylki, sem eg sagði honum, að hann gæti tekið högl og púður úr, og notað í byssuna sína. Að svo búnu kvöddum við gamla einsetu-munkinn. Við héld- um svo ferðinni áfram við- stöðulaust allan daginn, gegn- um þessa ömurlegu eyðimörk gulra sanda og skörðóttra fjalla. Við röktum okkur eftir sandfarvegum og berum klöppum. Hinar einu lifandi verur, sem við urðum varir við. voru Bedúínarnir. sem við höfðum mætt áður. Þeir voru að koma frá Suez, þar sem þeir höfðu selt viðarkolin sín. Um sólarlagsbilið vorum við komnir að Suez-skurðinum, fórum við sem áður yfir á hinni miklu sjálfhreyfibrú. Við bárum til borgarinnar Suez. rétt um það bil sem myrkrið var að falla yfir. Eftir þetta ferðalag tók eg mér tveggja daga hvíld í Suez. Kvaddi svo minn góða leið- sögumann, Mr. Villinis, og hélt án frekari tafar til Alexandríu, hvar eg dvaldi fáa daga, til þess að reyna að sjá legstað Alexanders mikla, sem sagt er að sé undir einu Múham- eðstrúarmanna musteri í borg- inni; en það er ekki auðgert að komast þangað, svo eg hætti við það að því sinni, og tók mér far með skipi til Englands. Brennisteinsverk- smiðjan við Námaskarð brennur Brenniste insverksmiðja hlutafélagsins Brennisteinn, er bygð var í sumar nálægt Reykjahlíð, brann til kaldra kola á laugardagskvöldið síð- astliðið. Brennisteinsvinslan var ný- byrjuð í verksmiðjunni, en búið að viða að sér miklum birgðum af óhreinsuðum brennisteini úr námunum í Númaskarði. Á laugardaginn gekk brenni- steinsvinslan ágætlega, eða hreinsunin. En brennisteinn- inn er hreinsaður með þeim hætti, að hráefnið er sett í ofn sem hitaður er svo, að hin hreina brennisteinsgufa er leidd úr ofninum inn i her- bergi við hliðina á ofninum. Þar kólnar gufan svo að brennisteinninn sáldrast sem duft niður á gólfið. Klukkan 7% um kvöldið fóru verkamenn brennisteins- vinslunnar heim að Reykja- hlíð lil að matast. Töldu þeir það óhætt að skilja verksmiðj- una eftir mannlausa eins og þeir höfðu áður gert. Eftir nál. klukkustund komu þeir til baka. Þá þótti þeim rjúka ískvggilcga mikið úr loftstormpi, sem var á kæliklefanum en töldu þó, að verið gæti að þetta væri alt með feldu. Þó fanst þeim vissara að að- gæta þetta nánar. Opnuðu þeir hurð á kæliklefanum. Sáu þeir ]iá, að eldur var þar inni i hinum hreinsaða brenni- steini. Hugðust þeir nú að kæfa eldinn með þvi að bvrgja hann inni í klefanum, því hann átti að geta verið loft- þéttur. Negldu þeir blauta ZICZAG 5 Orvals pappír í úrvals bók 5 2 Tegundir SVÖRT KAPA BLÁ KAPA Hinn upprunalegi þunni vindlinga pappír, sem flestir, er reykja "Roll Your Own” nota. BiSjiS um “ZIG-ZAG” Black Cover "Egyptien’' úrvals, h v í t u r vindlinga pappír — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir væri vaíSir I verksmiSju. BiðjiS um “ZIG-ZAG” Blue Cover strigapoka utan á húsið til þess að byrgja sem bezt allar rifur sem þar kynnu að vera og mokuðu sandi upp að veggjunum. Sendu þeir bifreið til Reykjahlíðar eftir vatni, því vatnsból er þarna ekki nærri. Þegar bifreiðin kom með vatnið hafði eldurinn magn- ast nokkuð. Rifu þeir þá gat á þakið og jusu vatni á eldinn í klefanum, því þá voru þeir úrkula vonar um að eldurinn yrði kæfður á annan hátt. En alt kom fyrir ekki. Eld- urinn magnaðist svo að við ekkert varð ráðið. Brann húsið upp til kaldra kola, svo aðeins stendur eftir reykháf- ur og grunnur. Talið er að kviknað hafi i brennisteininum af sjálfsí- kveikju. Húsið og hráefnið, eða hinn óunni brennisteinn, var vá- trygt. Húsið var 11x27 metr- ar að grunnfleti. Verður það bygt upp í haust, ef bygging- arefni fæst til þess. —Mbl. 5. sept. Eimskipafélagsskipin sigla Áður en skip Emiskipafé- lagsins létu úr höfn hér heima vildu félög skipverja að feng- inn væri einhver samnings- grundvöllur eða samkomulag milli Eimskipafélagsstjórnar- innar og félagsstjórna skip- verja um það hvernig stríðs- tryggingar skipverja yrðu og stríðsáhættuþóknun. En slíka viðbót á kaupi hafa sjómenn annarsstaðar farið fram á að fá. Nú vita menn ekki svo gjörla hvernig þessu hefir ver- ið koinið fyrir meðal ná- grannaþjóða vorra. . En sam- komulag komist á i gærkvöldi milli félagsstjórnarinnar og sjómanna, þess efnis, að hvorki stríðstryggingatnar né kaupuppbótin yrði lægri en hún verður hjá þeirri Norður- landaþjóð annari, þar sem hún verður lægst. Eimskipafélagsstjórnin, var dálitið hikandi í þvi, að gera svo óákveðið sainkomulag, þar sem hún er með því að fallast á hlut, sem hún enn veit ekki með vissu hvernig er. En á hinn bóginn eðlilegt, að sjómenn, sem leggja út á hafið undir núverandi kring- umstæðUm, vilji fá sömu kjör og stéttarbræður þeirra meðal annara þjóða. Nokkurt umtal varð um það í gær hvort hægt væri að fall- ast á kaupuppbótina, vegna þess að hún kynni að brjóta í bág við vinnulaunaákvði geng- islaganna frá i vor. En ef svo reyndist vera, mup það hafa komið til orða, undir þessum alveg einstæðu kringumstæð- um, að fá nauðsynlega breyt- ingu á þeim lögum. Gullfoss og Lagarfoss, er hér voru, fóru i gærkvöldi. Brúarfoss lagði af stað í gær- kvöldi frá Höfn. Selfoss er væntanlega farinn frá Leith. En Dettifoss liggur enn i Hulþ og var ekki nema sára- litið komið af vörum í hann er síðast fréttist, vegna þess að ekki hafði fengist útflutn- ingsleyfi fyrir vöruna. Hann á aðallega að taka sykur, hveiti og aðra nauðsynlega matvöru,—Mbl. 10. sept. Franskur prófessor, sem fæst við að rannsaka matar- æði þjóðanna, segir að í Sví- þjóð sé tiltölulcga flestir feitir menn, en fæstir í Búl- gariu. MAN X EYE WHISKY Perfectly Matured, Age Government Guaranteed (9 Ýears Old) 12 oz. 25 oz. 40 oz. $1.20 $2.55 $3.90 This advertisement is not published or displayed by the Liquor Control Board or by the Government of Manitoba. CANADIAN

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.