Lögberg - 02.11.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.11.1939, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. NóVEMBER 1939 3 Þekkingarneistar íslenzknð af Jakobínu .1. Stefánsson (Framh.) ANCHORAGE er ba*r í svo- nefndri Cooks-vík í suðurhluta Alaska; stækkar hann óðum. Hann stendur við Alaska- járnbrautina, í norðurátt frá sjávarþorpinu Seward og er stærsti bær við þá járnbraut, að Fairbanks undanskildri, sem er við norðurenda braut- arinnar. f Anchorage var fólkstala 2,217 (1930). * AKLAVlK er lítill bær eða þorp sem stendur við mynni Mckenzie-árinnar í Norður- Canada; íbúatala, þ. e. a. s. í sjálfu þorpinu, rúml. 200 manns. Þar er skóli í tveim deildum, og spítali áfastur við hann, einnig er búð í þorpinu. Skólann sækja börn úr nær- liggjandi héröðum, einnig börn úr þorpinu, og voru þar 82 nemendur, er menn síðast vissu, en kennarar voru flest ef ekki alt katólskar nunnur af frönskum ættum. Mjög margt af nemendum er Indí- ána- og Eskimóa-kyns. Ná- kvæmar lýsingar af Aklavik er erfitt að fá, vegna geypilegrar fjarlægðar og lítt færra vega. Bezt er að komast þangað með loftfari. * POINT BARROW er nyrzti bær, eða réttara sagt þorp í Alaska. Þar eru ekki nema 100 Eskimóar. En niu milum sunnar er aðalþorpið, með sama nafni (Barrow), og það er stærra en hitt, því þar eru 300 Eskimóar og milli tíu og tuttugu hvítir menn. Þar hef- ir stjórnin skóla, Presbyterar trúboðsstöð og sjúkrahús. Verzlun er þar einnig, loft- skeytastöð, tæki til veðurat- hugana og pósthús. (Point Barrow og Aklavik eru einna nafnkendust — þó fámenn séu — af hinum norðlægu bygðum — að Nome undanskildri — því þar hefir svo oft verið viðkomustöð frægra norðurfara). + CHURCHILL i Manitoba, sem flestir kannast við, er við norðurenda Hudsonsflóabraut- arinnar, sem liggur fró The Pas, alla leið norður að sjó (Hudsonsflóa), þar er höfn og hafnarbyggingar miklar, og hafa Canadamenn kostað miklu fé til þeirra hafnar- virkja. fhúatala tim Ö00. BAKER LAKE er eina bygðin við eða inn af Hudsons flóanum, mjög vestarlega. Upplýsingar um íbúa þess staðar eða verzlunarsambönd er, ef nokkur eru, eins og stendur mjög erfitt að fá. ♦ COOPERMINE er einnig í Norður-Canada, á strönd Norðurshafsins. Ekki er hægt að segja um það hér, hve niargir eða hverjir eru íbúar Þess staðar, því upplýsingar Þar um eru óviða til. Þó vita menn með vissu að þar er viðkomustöð fyrir loftbáta. * Hin norðlægasta borg i heimi er Hammerfest i Noregi, með 4000 ibúa. En hún (eins og Reykjavík á ís- landi) er í “gamla heiminum” eins og Norðurálfan er stund- uin kölluð, svo um hana vita flestir. Um vissan tíma ársins, þ. e. a. s. frá 13. maí til 29. júlí sézt aldrei þar sól. En fulla tvo mánuði af vetrinum keinur sólin aldrei upp — allan þann tíma hvílir nið- dimm nótt yfir þessari litlu borg. Hammerfest er 200- mílum norðar en Beringssundið við Alaska. Kringum borg þessa er umhverfið sem heimskauta- hjarnbreiða — grýtt, nakið og gróðurlaust; en mitt í þess- ari líflausu náttúru þróast borgarlíf þetta, með öllum ný- tízku menningar- og þæginda- tækjum og fyrirkomulagi, því bæjarbúar fylgjast vel með tímanum í öllu þess háttar. Þar er gefið út blað, þar er talsími, kvikmyndahús og búðir; borgin lýst með raí'- magnsljósum, enda mun ekki af því veita fyrir hina löngu og dimmu heimskautanótt, sem stendur yfir meir en tvo mánuði. Golfstraumurinn, þessi hlýi straumur úthafsins, tekur enda við Hammerfest-strönd, eftir að hafa farið 5,000 míl- ur. Við þessi endimörk hefir hann löngum fært fiskimönn- um bæjarins gjafir af því sem þeim kemur bezt — en það er trjáviður margskonar, sem sogast hefir inn í straumþunga hans á hinni afarlöngu leið. Er þessháttar feng ætíð tekið feginshendi í Hammerfest, því, eins og geta má nærri, á gróðurlausu landi, er þar eng- inn skógur eða viðartekja. * VISINDA LEGS EFNIS Geimgeislunum stafar stöð- ugt á jörð niður, fara gegnum mannslíkamann, ekkert nema blý getur stöðvað þá. En upp- runi þeirra er mönnum hul- inn ráðgáta. Dr. Robert Millikan, vel- þektur eðlisfræðingur hér j landi, sem lengi undanförnu hefir fengist við vísindalegar CAL0NA MEÐALS/ET ÞRÚGNAVÍN petta eru ljúf- íeng og tær þrúgnavín press- uð úr ljúfustu vínþrúgum rækt- uðum í hinum Míilríka Okanag- an dal í British Columbia. Hreinindi þessara v I n a, fegurð, b r a g ð gæði og hressingarmagn hafa fengið lof hjá öllum, er skil kunna á g 6 ð u m vlnum. Hrein, velgörótt þrúgnavín því nær 30% að styrk- leika. í flöskum eða gallónum. Calona vln búið til vestanlands fyrir vestanlands fólk. CALONA WINES LIMIIED Kelowna, B.C. Thin advertlsement is not inserted by the Oovernment LJquor Control Com- mission. The Commission is not re- sponslble for statements made as to the quality of products advertised. rannsóknir um uppruna þeirra, býst nú að fara með tvo aðra vísindamenn með sér, til fjarlægra landa, hæði Ástralíu, Tasmaníu og Ind- lands, til að reyna, með nýj- ustu og fullkomnustu vísinda- tækjum, — fimtíu að tölu -— á mismunandi hnattbreiddar- stigum, að gera sem fullkomn- astar tilraunir að ráða hina miklu og torsóttu gátu um uppruna geimgeislanna. Loftbáta af vissri gerð, ætla þeir Dr. Millikan og sam- verkamenn hans, að hafa við þessar rannsóknir. Geimgeislar þessir eru tald- ir að ýmsu leyti ólíkir hinum öðrum þektari geislum og geislaefnum; þeir koma úr öllum áttum hins auða rúms (geimnum), en af hinum ó- vanalega stvrkleik jieirra, vita menn, að þeir hljóta að vera frá einhverjum óþektum afl- stöðvum, sem enginn veit, að svo komnu, hvar muni geta verið. + Nú á tímum fara rannsókn- ir og uppgötvanir i stjörnu- fræði fram næstum að öllu leyti með ljósmyndatökum. Myndaplatan er með vel gagn- sæju gleri, á þvi hingað og þangað svartir deplar, en það eru stjörnur, plánetur og fleira efniskent í hálofti. Svo bætist með tímanum við, því saman platan er oft notuð ári seinna við nýjar rannsóknir og uppgötvanir. * Vísindalegar athuganir, svo sem lím áhrif af hinum vana- legu breytingum á afstöðu sólar, tungls og annara himin- hnatta, athuganir um segul- magn jarðar, síkvika raf- magnsstrauma í einum stað eða öðrum, sólbletti, norður- Ijós, landskjálfta, hvirfilbylji, regnfall, veðurstig næst jörðu — alt þetta hefir afarlengi verið rannsakað, en hvers vegna ávextir af fleiri alda rannsóknum koma svo seint— jafnvel enn vantar mikið á — mun óhætt að fullyrða, að er af því, að vísindamennirnir vinna i þekkingarleit sinni, hver út af fyrir sig, eða hver í sinu lagi, sagði einn nafn- kunnur vísindamaður í stjörnu- og eðlisfræði. Hver þeirra (vísindamannanna) um sig athugar aðeins um þá grein náttúrufræðinnar, sein hann hefir sérstaklega lagt sig eftir, án þess að hafa hug- mynd um eðlis-skyldleika þeirra afla, sem þar eru að verki, þó á yfirborðinu sýnist íllólik, né að rás þeirra, sem áföll hljótast stundum af — séu i raun og veru tímabundin. Það má t. d. mikið gagn hafa af stjörnufræðislegri þekkingu við veðurathuganir, þannig er það um fleiri sér- greinar náttúruvisinda, ef at- huganir væru gerðar allar i einu, og samböndin — þó e i n k u m hin tímabundnu breytingastig þeirra — væru svo jafnt yfirskoðuð, að heild- arþekking og ályktanir þar af fengjust; en þess háttar rann- sóknir fleiri manna, sem vildu verða samtaka í náttúrufræði- legum athugunum, og hafa hliðsjón hver af annars upp- götvunum, til að upplýsa sín- ar eigin, vegna hins eðlisfars- 'lega skyldleika alls í náttúru- FIVE ROSES ^TAíí FLOUR Bætið Five Roses á innkaupalistann f>enna morgunn og njótið hrifningar við bökunina. ríkinu, hversu ólíkt sem það virðist ven\ — þyrftu að fara l'rarn jafnt í hita- sem kulda- belti jarðar, og einnig í hinu tempraða. MANNALÁT Látinn er á heimili þeirra Mr. og Mrs. B. S. Thorwaldson í Cavalier öldungurinn Einar Guðmundsson, 105 ára að aldri. Er talið að hann hafi verið elzti fslendingur, sem uppi var; og um eldri mann ety hann er ekki vitað í þessu ríki; var hann orðinn þjóð- kunnur, því mynd hans og umsögn um hann hafði birst í fjölda-mörgum stórblöðum landsins. Einar sál. fæddist á Kolfreyjustað í Fáskrúðs- firði, S.-Múlasýslu 30. jan. 1834. . Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon og Margrét Pétursdóttir. ólst hann upp hjá þeim til tvítugs- aldurs. Kona Einars hét Guðrún Ásgrímsdóttir. Eignuðust þau son og dóttur. Dóttir þeirra dó 14 ára, en sonur þeirra, Guðmundur, jsem lengi bjó stóru búi i Hensel-bygð lézt fyrir tveimur árum, þá nálægt áttræðisaldri. Einar misti konu sina árið 1916, brá hann (Framh. á bls. 7) $uöines0 anö DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only HeimiU: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Qiaiöó Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 HeimiU: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. & H. W. | TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS ! BUILDING | Cor. Portage Ave. og Smith St. j I PHONE 26 545 WINNIPEG ! DR. ROBERT BLACK Sérfræöingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum 216-220 Medicai Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi 22 251 Heimilissími 401 991 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 Dr. S. J. Johannesson 806 BROADWAY Talsimi 30 877 • ViÖtalsttmi 3—5 e. h. DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdóma. ViCtalstlmi 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegi Skrifstofusími 80 887 Heimilissimi 48 551 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœðingur 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talslmi 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. Pasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgC af öllu tægi. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • Pœgilegur og rólegur hústaður I miðblki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; meC baCklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlCir 40c—60c Free Parking for Ouests

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.