Lögberg - 09.11.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.11.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. NÓVEMBER 1939 Þorleifur Johnson (Æfiminning) Hann andaðist að heimili sinu á Big Point, 5 mílur austur af Langruth, Man. þann 29. sept. 1939. Hann hafði verið heilsulinur nokk- urn undanfarinn tíma, en dó Þorleifur Johnson mjög snögglega af hjartabilun að kveldi hins 29. september, sem fyr er sagt. Þorleifur sálugi var fædd- ur 14. október 1867, í Holts- múla, Skagafjarðarsýslu, fs- landi. Foreldrar hans voru þau hjónin Jón Stefánsson og Kristín Sölvadóttir, er bjuggu á Völlum í Hólminum í Skagafirði/ Þorleifur giftist 11. nóv. 1899, Guðnýju Sigriði Jóns- dóttur. Foreldrar hennar Ljúffengt skozkt Visky Blandað og látið í flöskur í Canada undir beinu eftirliti eigendanna ADAIR & COMPANY GLASGOW hjá Gooderlham & Wtorts, Limited • CANADA’S OLDEST DISTILLERY This adverti8ement is not inserted by the Government Liquor Control Com- mission. The CommÍHSion is not re- sponsible for statements made as to quality of products advertised. voru þau hjónin Jón Þorkels- son og In,ga Kráksdóttir, er hjuggu ú Þverárbrekku i öxnadal í Eyjafjarðarsýslu. Bróðir Jóns var séra Jóhann Lúðvík dómkirkjuprestur i Reykjavík. Þorleifur sál. og Guðný fluttu til Ameríku í júlí 1900 og staðnæmdust í Mountain, N. Dakota. Árið 1902 fluttu þau hjón til Sherwood, N.D., og bjuggu þar 11 ár. Árið 1913 fluttust þau til Crystal, N.D., og svo 1918 til Big Point, rúmar 5 mílur austur af Langruth, Man., hvar heimili þeirra var altaf siðan. Þorleifur sál. og Guðný eignuðust 8 börn, 4 pilta og 4 stúlkur: Jóhnnnes, giftur hérlendri konu, á heima í Kenora, Ont. Vinnur við Standard bankann þar. Helga, gift Eiríki ísfeld bónda á Big Point. Stefán, ógiftur, býr með móður sinni. Victor Aðnlsteinn, giftur hérlendri konu, til heimilis að Langruth, Man., starfar við rjómaflutning. Ingn Soffín, gift Norman L. Olson, til heimilis að Sheri- don, Man. Norman, starfar við kopar- námuna i Sheridon. Hólmfríður Anna, ógift, til heimilis hjá móður sinni. Nikkolína, ógift, til heimilis hjá móður sinni. ÖII eru börnin sérlega mann- vnleg og vel gefin. Þorleifur sál. var maður tæplega af mðeal hæð, vel bygður, en fremur holdgrann- ur. Hann var iðjumaður, fljótur i hreyfingum, en flan- aði aldrei að neinu. Hann var vel greindur, aldrei myrkur i máli sínu, og stefnufastur. Glaður í viðmóti og gestrisinn. Líka var hann vel máli far- inn, hafði liðugan talanda og' talaði oft á ræðupalli, á mannamótum. Félagslyndur var hann einnig, og tók mikinn þátt i félagsmálum bygðarinnar. Hann var mjög ástríkur fjöl- skyldufaðir og lagði mikið á sig á fyrri árum, að sjá fyrir sínum, þegar lítil voru efni, en erfiðleikar miklir á frum- býlingsárum. Með vaxandi aðstoð drengj- anna batnaði hagur, svo að nú um^allmörg undanfarin ár bjó hann góðu búi. Fjöldi vina og annara bygð- armanna syrgja nú góðan ná- granna og góðan dreng. Svo er autt sæti á heimilinu þar sem ekkjan og börnin syrgja, — ekkjan elskuríkan eiginmann og vininn bezta, en börnin ástríkan föður. Jarðarförin var haldin þann 1. okt. eftir hádegið, fyrst húskveðja á heimilinu, en síð- ar frá kirkju Herðubreiðar- safnaðar íí Langruth. Hér- lendur prestur frá bænum Neepawa flutti ræðu í báðum stöðum, að viðstöddu miklu fjölmenni. Blessuðj sé minning hans. Vinur hins Intnn. Eftir þá liggur afreksverk, sem orkaði þeirra höndin sterk. Og djúpt í sögu’ er sú rúnin rist, sem riftist aldrei né afmáist. Þótt hamist veður um heim og geim sjást hjólförin glögg á eftir þeim. Þorsteinn^ && Magnússon Borgfjörð Hann var sonur merkis- hjónanna Magnúsar Jónssonar hreppstjóra á Hofsstöðum í Álptaneshreppi í Mýrarsýslu á fslandi og seinni konu hans Helgu Þorsteinsdóttur. Bjuggu þau hjón rausnarbúi fyrst á Hofsstöðum og síðar á Litlu- Brekku í Borgarhreppi i sömu sýslu. Um fæðingardag Þor- steins sál. er þeim, sem þetta ritar ókunnugt en hann var fæddur á árinu 1863, og var því 76 ára er hann lézt. Þor- steinn dvaldi hjá foreldrum sínum þar til hann kvæntist Hólmfríði Sigurðardóttur frá Kárastöðum í sömu sveit árið 1884, og bjuggu þau hjón, i Einarsnesi þar til þau fluttu til Ameríku árið 1887. Þorsteinn nam land vestast í Geysisbygðinni og nefndi “Hof”. Þeim hjónum varð 5 barna auðið. Árið 1894 urðu þau hjón fyrir þeirri þungu sorg að missa, á sviplegan hátt, öll börnin, nema eitt — stúlku, Signýju að nafni, og tæpu ári síðar misti Þorsteinn konu sína og stóð þá uppi aleinn með eitt stúlkubarn. Eg er eins og utan við iheiminn, Enginn skilur hvað eg meina: Samferða því engum er eg — Aleinn, stirður lyfti byrði.— En örlaganna elfu-straumar Á aldur-tila stund, mér skilar. Þreyttur bæði’ og þögull sit eg, Þráir lund á vinafundinn.” Þannig kemst Þorsteinn að orði í einu af erindunum i hinu gullfallega ljóði “Vor- kvöld á Rauðárbökkum.” Árið 1902 kvæntist Þor- steinn í annað sinn Ragnheiði Guðmundsdóttur, þá til heim- ilis í West Selkirk og fluttu þau hjón strax til Tacoma Wash. og síðar til Olympia í sama riki. Þeim varð 5 barna auðið, — af þeim eru 4 á lífi, öll uppkomin. Systkini Þorsteins eru fjög- ur á lífi: Jón og Guðmundur báðir í Árborg, Man., Sigrið- ur Landy í Glenboro og Sess- elja Harpell í Winnipeg. Þrjár systur Þorsteins eru látnar: Sigriður H. Sigurdson nýlátin, Magnúsína Halldóra og Guð- rún Elízabet löngu látnar í Winnipeg. Þorsteinn var fjörmaður, kátur og glaðlyndur—var tæp- lega hægt að sjá á látbragði hans hvað sorg og ástvina- missir höfðu höggvið nærri honum á lífsleiðinni. f sam- kvæmi var hann afar skemt- inn og hafði þá oftast ljóð við gefin tækifæri, því hann var skáld gott. Flest af Ijóðum hans munu vera glötuð, þvi lítt hirti hann sjálfur um ao halda því saman og aldrei kom neitt af því sem hann orti á prent í bókarformi, og sára- lítið á prenti öðruvísi. Stórt tjón er að öll af hans beztu Jjóðum munu að öllum lík- indum glatast eða vera glöt- uð. Hér er ekki rúm til að tína saman neitt af því, sem sá, er þetta ritar, man af því sem Þorsteinn sál. orti, enda væri það ekki það bezta, sem eftir hann liggur í bundnu máli; set eg hér aðeins eitt af Ijóð- um hans, sem ef til vill hefir áður komið á prent, í ein- hverju af íslenzku blöðunum: VORKVÖLD Á RAUÐÁRBÖKKUM Borgin turnum hreykir háum Hlýjum móti daggarskýjum; En aftanröðuls geisli glaður Gyltum rúnum slær á túnin. Björkin sumarskrauti skrýðist, skrúðgræn rísa’ úr dufti stráin. Likt og silfurlagður þráður Liðast spegilfögur áin. Hér er nokkur fenginn friður, Ferskur beini’ er loftið hreina. Hér er borgar hark og niður Heldur minni’ i fjarlægðinni. Hér er ma'rgt sem hrífur augað í heimi kunnum náttúrunnar. Hér fær þreyttur, þ j á ð u r maður Þægust gjöld á sumarkvöldum. Og á þessum blómabala Hvar björkin ruggar aftan- skuggum Situr J>reyttur, þögull maður Og þýðir minning æfi sinnar. Undir laufið gægjist geislinn Og góðar vonir færir honum; En augun dökk á strauminn stara; Strýkur mundin tár er hrundu. “Hví ert þú svo þögull maður?” Þannig spurði ljósgul rósin. Á meðal okkar ungu blóma Er ekkert stríð né hugarkvíði. Okkar gleði’ eru daggardropar Og dýrstur vinur aftanskinið; Við unum hér á elfar-bökkum Ung og væn í sumarblænum. Blessuð sértu’ á bala grænum Blómrós smá og litlu stráin, En mína æfi ei þið skiljið í örlaganna þyrnirunni. öllum vinum er eg sviftur— Einn fyrir vindi sterkum hrindist; Hæli mitt eru hafsins öldur En hugurinn í fjarðlægðinni. Eg er eins og utan við heiminn, Enginn skilur hvað eg meina, Samferða því engum er eg, Aleinn, stirður lyfti bvrði; En örlaganna elfu-straumar á aldurtila stund mér skilar. Þreyttur bæði og þögull sit eg, Þráir lund á vinafundinn. Angurblíðast andsvar sendi Indælt blóm í sætum tóni; “Eins eg væri í skrugguskúrum Ef skýldi eikin mér ei veikri. Lífsins tré þér láttu hlífa Lífs í köldum þrauta-öldum, En eg skal vera’ í augum þínum Endurminning vina þinna.” Eg er lítt fær að rita æfi- minningar, en mér var þessi látni frændi mjög kær og þess- vegna er þessi tilraun gerð. Oft, þegar eg var lítill, skemti Þorsteinn mér með sínum indælu ljóðum -—• mér og öll- um, sem til hans heyrðu. Er hans saknað úr því nágrenni, sem hann dvaldi í fyrstu ár sín i Vesturheimi — og nú, er hann hefir numið nýtt land- nám, bið eg Guð að blessa minningu hans. Árborg, Man. 28. okt., 1939. Magnús Sigurdson, systursonur hins látna Frá Vogar 1. vetrardag 1939. Þá er nú veturinn genginn k garð og minti á komu sina með snjóveðri dag. Það má kalla fyrsta snjóinn, sem hér hefir sézt við vatnið; en áður hefir fölgað dálítið fjær vatu- inu. Svo viðrar jafnan að hér gætir minna snjóa og frosta á haustum en aftur er kaldara hér á voruin meðan is er á vatninu, en þegar fjær dregur. Annars hefir tíðin verið ó- vanalega köld hér þessa tvo siðustu mánuði af sumrinu, og oft lítið notið sólar. Þar á móti var júlí' og ágúst með heitara móti svo flestum þótti um of. Var þvi útlitið orðið slæmt um miðjan ágúst, þvi gras og garðar lágu við skemd- um af ofþurki; þó rættist nokkuð úr því um miðjan ág., því þá tók að rigna af og til, en áður hafði varla komið hér dropi úr lofti i nær tvo mán- uði. Það leit því illa út með þeyskap, því vorið var kalt framan af og spratt seint, og engjar voru fremur illa sprottnar. Þó mun heyskap- ur hafa orðið sæmilegur, því tíðin var hagstæð fyrir nýt- ingu. En það tók lengri tíma en vanalega að heyja, og urðu því ódrjúg haustverkin hjá bændum. Nú eru allir, sem við vatnið búa eða nærri því, að búa sig undir fiskiveiðar. Tekur það mikla vinnu frá heimilunum og tefur mjög haustverkin. Útlitið er sagt skuggalegt með fisksölu, og búast má við að veiðin verði smá eins og undanfarin ár. En fiskimenn eru furðu þolgóðir að þreyta við þá atvinnu, þótt litið sé í aðra hönd. Þeir lifa í voninni um betri heppni, og víst hafa margir haft drjúga peninga upp úr fiskiveiðum hér í sumum árum.— Þeim fækkar nú óðum hér gömlu bændunum, sem komu fullþroskaðir að heiman. Tveir þeirra eru nú nýlega dánir: Jóhannes Jónsson, frá Foss- völlum í Norður-Múlasýslu, og Hávarður Guðmundsson við Hayland, Norðfirðingur að ætt. Báðir voru þeir gildir bændur og vel metnir; verður þeirra nánar getið siðar. Einn- ig er nýlega látinn Guðrún Thorlacius í Oak View póst- héraði, ekkja ólafs Thorlacius sem dáinn er fyrir fáum ár- um. Að öðru Ieyti hefir heilsufar manna verið allgott í sumar í þessum bygðum, engin umgangsveiki, sem telj- andi er.— Um framfarir og félagsskap er fátt að segja héðan, að vanda. Það má kalla að hver búi hér að sínu, en hyggi lítt á breytingar eða stærri um- bætur. Gömlu bændumir eru nú því nær allir dánir eða hættir búskap, en yngri kyn- slóðin tekin við. Þeir fara flestir varlega i sakirnar með nýbreytni og kostnað. Krepp- an hefir kent þeim að sníða sér stakk eftir vexti, því þeir sáu þess dæmi í góðu árunum, að margir spiluðu of djarft í þeim sökum. Áhrifa frá gömlu mönnunum mun lika gæta nokkuð í þá átt, þótt þeir séu nú liðnir undir lok, eða hætt- ir störfum. Kreppan hygg eg að ekki hafi lamað efnahag (Framh. á bl. 5)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.